Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.01.2018, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 02.01.2018, Qupperneq 14
Það hentar mér best að gera eitthvað einfalt því ég er ekki uppskriftatýpan sem á alltaf allt til alls í ísskápnum. Ég hendi miklu frekar einhverju saman í kollinum á mér, set svo niður á blað síðar og inn á Facebook. Mér hefur fundist það henta fólki best, eitt- hvað einfalt og fljótlegt. Maður á oft svo mikið af upp- skriftum í fínum bókum sem er bara einum of flókið að fram- kvæma,“ segir Jóhanna Þórarins- dóttir einkaþjálfari en hún gefur hér uppskrift að fljótlegum eggja- hræruhálfmána. „Eftir að ég fékk pönnu sem ekkert festist á finnst mér sérstak- lega gaman að gera hálfmána og fylla þá með ýmiss konar góðgæti. Ég nota pönnuna líka mikið í pró- teinpönnukökur,“ bætir hún við. Yfirleitt eldi hún léttan og hollan mat fyrir fjölskylduna og mælir með fjölbreyttu fæði án öfga. „Ég reyni að nota sem minnst af unnum kolvetnum en ég elda líka pastarétti inn á milli. Uppáhaldið hjá fjölskyldunni er réttur sem við köllum „Tröllapasta“ með kjúklingi, ostasósu og grænmeti. Maður á að borða fjölbreytt og hollt en samt allan mat. Okkur finnst til dæmis mjög gott að búa til góða ham- borgara og franskar en uppáhaldið er nautasteik.“ Hvaða ráð áttu til þeirra sem fóru offari í jólavellystingum og langar að taka sig á? „Besta ráðið er að horfa ekki aftur á bak heldur áfram og reyna að núllstilla sig. Byrja daginn til dæmis á stóru vatnsglasi með sítrónu, það hreinsar líkamann. Skella sér svo í göngutúr til að koma sér í gang. Það er langbest að taka hlutina bara hægt og rólega og flækja ekki málin. Nýta það sem maður er búinn að borða sem orku og hreyfa sig í takt við það.“ Jóhanna segir einnig óráð að ætla sér of mikið í upphafi. Það sé í góðu lagi að gefa sér tíma og það sé enginn heimsendir þó fólk falli einn dag. „Það sem flestir klikka á er að ætla sér allt á einum degi. Svo gefst fólk upp þegar það gengur ekki,“ segir Jóhanna. „Þó maður fái sér einn konfektmola sem varð afgangs þarf ekki að hugsa að fyrst maður gerði það sé bara eins gott að sukka bara restina af deginum, hann sé hvort eð er ónýtur. Nýta heldur þá orku sem konfektmolinn gefur. Súkkulaði er auðvitað orka en við getum brennt henni. Galdurinn er að bæta við sig smátt og smátt. Það er nefnilega þannig að um leið og maður fer að hugsa um sjálfan sig þá fylgir meira í kjölfarið, um leið og fólk lagar aðeins mataræðið fer það að langa til þess að hreyfa sig aðeins. Það þarf bara að byrja og þá vindur þetta smám saman upp á sig,“ segir Jóhanna. Inni á Reykjavik Active á Instagram og Facebook megi nálgast ýmis góð ráð. „Við Hildur Marín Ævarsdóttir vorum að setja síðuna Reykjavík Active á Instagram og Facebook. Þar setjum við inn æfingar, myndbönd og myndir, uppskriftir og fleira. Ég verð með fjarþjálfun í tengslum við síðuna og þá mun Hildur einnig setja inn uppskriftir, æfingar og blogga. Á nýju ári munum við setja inn á síðuna nýjar áskoranir og skemmtilegt efni.“ Eggjahræruhálfmáni fyrir 2 Fylling: Hvað sem til er í ísskápnum 3 egg 2 beikonsneiðar, skornar í bita Sveppur, sneiddur Blaðlaukur, skorinn, magn eftir smekk Hvítlauksduft Frosið spínat Ostur Salsasósa Allt fyrir utan ostinn og salsa- sósuna er hrært saman og leyft að malla á pönnunni á vægum hita. Osturinn og salsasósan fer út á eggjakökuna í miðjuna og svo er henni lokað í hálfmána. Jóhanna og Hildur Marín Ævarsdóttir setja reglulega æfingar, uppskriftir og myndbönd inn á síðuna Reykjavik Active á Instagram og Facebook. Mynd/EyþóR Eggjahræruhálfmáni að hætti Jóhönnu. Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Framhald af forsíðu ➛ Eftir að ég fékk pönnu sem ekkert festist á finnst mér sér- staklega gaman að gera hálfmána og fylla þá með ýmiss konar góðgæti. Ég nota pönnuna líka mikið í próteinpönnukökur. 2 KynnInGARBLAÐ FóLK 2 . JA n úA R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R 0 2 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :5 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E A 0 -2 6 F 0 1 E A 0 -2 5 B 4 1 E A 0 -2 4 7 8 1 E A 0 -2 3 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.