Fréttablaðið - 02.01.2018, Side 16
Starri Freyr
Jónsson
starri@365.is
Körfuboltamaðurinn Matthías Orri Sigurðsson var útnefndur íþróttakarl ársins
2017 hjá ÍR undir lok síðasta árs.
Matthías er lykilmaður í liði ÍR sem
er í þriðja sæti Domino’s deildar
karla í körfubolta en fjögur efstu
lið deildarinnar eru jöfn að stigum
með sextán stig.
Hann segir útnefninguna hafa
mikla þýðingu fyrir sig. „Ég hef
verið tilnefndur áður en vann ekki
árið 2014. Því var mjög ljúft að fá
þessa viðurkenningu í ár. Ég gerði
mér ekki grein fyrir öllu frábæra
íþróttafólkinu sem æfir hjá ÍR, sem
dæmi eru ólympíufarar í þessum
hópi. Því er ég hrikalega ánægður
með þennan heiður.“
Gott ár að baki
Árið 2017 hefur að mörgu leyti
verið gott ár fyrir Matthías. „Þrennt
stendur upp úr. Í fyrsta lagi fín
byrjun hjá okkur í ÍR núna á fyrri
helmingi þessa tímabils. Í öðru lagi
að vera valinn í úrvalslið ársins
2017 síðasta vor og aftur fyrripart
þessa tímabils. Loks var það að
koma ÍR liðinu í úrslitakeppnina í
fyrsta skipti í langan tíma á síðasta
tímabili. Á sama tíma eru lang-
stærstu vonbrigðin að ná ekki að
gera átta liða úrslitin gegn Stjörn-
unni meira spennandi síðasta vor.“
Fær góð ráð
Matthías kemur úr mikilli
körfuboltafjölskyldu en eldri
bróðir hans Jakob hefur spilað
sem atvinnumaður í körfubolta
erlendis í mörg ár og faðir hans Sig-
urður Hjörleifsson er með reyndari
körfuboltaþjálfurum landsins.
„Það hefur að mínu mati bara kosti
að alast upp í þessu umhverfi. Við
það að kynnast körfuboltanum
svona snemma þá er lítið annað
sem maður þekkir og það er gríðar-
legur kostur. Einnig er virkilega
stutt í ráð og hjálp frá þeim báðum
þegar maður þarfnast þeirra. Ann-
ars er pabba hlið fjölskyldurnar
meiri íþróttafjölskylda en mömmu
megin. Samt sem áður er ótrúlega
margt sem ég hef lært af móðir
minni sem hefur hjálpað mér alveg
jafn mikið í körfuboltanum og
fróðleikurinn frá feðgunum.“
Vilja vera við toppinn
Hann segir að helsta markmið
og áskorun sín og ÍR-liðsins sé að
halda stöðugleika á seinniparti
tímabilsins. „Við viljum reyna að
halda okkur sem næst toppnum
í vetur. Síðan er ég klár í lands-
liðið þegar kallið kemur. Vonandi
kemur það í næsta verkefni.“
Utan körfuboltans er helsta
markmið Matthíasar að klára við-
skiptafræðinám sitt við Háskóla
Íslands. „Síðan hef ég mín mark-
mið þegar kemur að því sem ég
er að gera í vinnu minni en ég
starfa hjá Eir hjúkrunarheimili. Að
lokum er ég með það markmið að
reyna að minnka aðeins við mig í
því sem ég er að gera og ná að ein-
beita mér betur að færri hlutum í
lífinu.“
Hvernig hafa jólin verið? Þau
hafa verið mjög ljúf. Ég kíkti til
London rétt fyrir jól og svo tóku
bara við rólegheit í faðmi fjöl-
skyldunnar.
Hvernig eyddir þú gamlárs-
kvöldinu? Með fjölskyldunni
heima í Vesturbænum þar sem við
elduðum m.a. Beef Wellington.
Hvernig er dæmigerð helgi?
Oftast spilum við á fimmtudögum
og þá er róleg æfing á föstudags-
kvöldi, frí á laugardegi og svo æfing
seint á sunnudegi. Best finnst mér
að kíkja upp í sumarbústað eða
rólegheit á laugardögum og hugsa
um eitthvað annað en körfubolta í
smástund.
Hvað færðu þér í morgunmat?
Oftast er það ein Nocco-dós og
próteinstöng eða hrökkkex með
gúrku og ávextir.
Hvað finnst þér gott að fá þér í
kvöldmat? Ég er mikill talsmaður
nautalundar og Hasselback kart-
aflna.
Hvað finnst þér gott að fá þér
í millimál? Þessa stundina er ég
mikið í mandarínum og stundum
fæ ég mér próteinstykki með.
Hvernig kemur þú þér í gírinn
fyrir leiki? Legg mig í klukku-
tíma, fæ mér kaffibolla og hlusta
á góða tónlist. Svo er mikilvægasti
parturinn af rútínunni að taka
góða skotæfing ca. tveimur tímum
fyrir leik með mínum manni,
Aroni Orra Hilmarssyni.
Ertu morgunhani eða finnst þér
gott að sofa út? Það er erfitt að
neita því að mér finnst rosa gott
að sofa.
Ertu nammigrís? Já, mjög mikill.
Fær góð ráð frá fjölskyldunni
Matthías Orri Sigurðarson var útnefndur íþróttakarl ársins hjá ÍR undir lok síðasta árs. Árið 2017 var að mestu leyti gott körfuboltaár fyrir hann. MYND/ERNIR
Matthías Orri
Sigurðarson,
leikmaður ÍR
í körfubolta,
var útnefndur
íþróttakarl ársins
2017 hjá ÍR. Hann
og liðsfélagarnir
ætla að bæta sig
í ár auk þess sem
hann stefnir á að
klára háskólanám
en hann stundar
nám í viðskipta-
fræði. Matthías
er auk þess mikill
talsmaður nauta-
lundar og Hassel-
back kartaflna.
Skólar og námSkeið
Sérblaðið Skólar og námskeið kemur út 5. janúar.
Blaðið nær afar vel til þeirra einstaklinga sem
eru í námi og þeirra fjölmörgu sem hafa hug á
að sækja sér aukna þekkingu og færni á nýju ári.
áhugasamir auglýsendur hafið samband
við sérblaðadeild Fréttablaðsins
Hægt er að kaupa augýsingar sem og kynningar í þessu blaði.
Sími 512 5402
serblod@365.is
KÓLAR OG NÁM KEIÐ
Sérblaðið Skólar og námskeið kemur út 5. janúar
Á s ir l s r fi s
i s r l il r tt l si s
Hægt er að kaupa augýsingar sem og kynningar í þessu blaði.
í i 1
s r l .is
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . jA N úA R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R
0
2
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:5
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
0
-3
A
B
0
1
E
A
0
-3
9
7
4
1
E
A
0
-3
8
3
8
1
E
A
0
-3
6
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
1
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K