Fréttablaðið - 02.01.2018, Side 33
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Þriðjudagur
hvar@frettabladid.is
2. janúar 2018
Sýningar
Hvað? Ange Leccia – Hafið
Hvenær? 11.00
Hvar? Listasafni Íslands
Franski myndlistarmaðurinn Ange
Leccia (f. 1952) er fæddur á Kors
íku og sérstaða eyjunnar hefur
ætíð heillað hann sem skapandi
myndhverfing á mörkum tíma
og rúms. Hann tók að vinna með
kvikmyndatæknina sem listform
snemma á níunda áratug liðinnar
aldar og hafa tilraunir hans sett
mark sitt á vöxt vídeómið
ilsins í franskri sam
tímalist.
Hvað? Ísland
í heiminum,
heimurinn í
Íslandi
Hvenær?
10.00
Hvar? Þjóð-
minjasafni
Íslands
Þetta er
mikilvægt
að undirstrika
á tímum þegar
dagleg umræða
byggir oft á þeirri
hugmynd að fyrr á öldum
hafi ólíkir hlutar heimsins verið
einangraðir hverjir frá öðrum.
Fordómar í íslensku samfélagi eru
ekki heldur nýir því að Íslendingar
hafa um aldir verið mótaðir af
hnattrænum hugmyndum um
kynþáttafordóma.
Hvað? Stór-Ísland
Hvenær? 10.00
Hvar? Hafnarhúsinu
Á sýningunni StórÍsland eru sýnd
verk sjö listamanna, Önnu Hallin,
Claudiu Hausfeld, Jeannette Cas
tioni, Joris Rademaker, Rebeccu
Erin Moran, Sari Cedergren og
Theresu Himmer. Listamennirnir
koma frá Svíþjóð, Þýskalandi,
Ítalíu, Hollandi, Bandaríkjunum,
Finnlandi og Danmörku en hafa
búið og starfað á Íslandi um lengri
eða skemmri tíma.
Hvað? Tveir samherjar
Hvenær? 11.00
Hvar? Listasafni Íslands
Sigurjón Ólafsson (1908–1982) og
Asger Jorn (1914–1973) voru báðir
áhrifavaldar í framúrstefnulistinni
í Danmörku á fjórða og fimmta
áratug liðinnar aldar og áttu í
nánum tengslum þar til Sigurjón
hvarf til Íslands að stríði loknu.
Báðir tóku þeir þátt í tímamóta
sýningunum Linien 1937,
Skandi naverne 1939
og Teltudstillingen
1941.
Hvað? Kross-
festingarmynd
á skinnblaði
frá 14. öld
Hvenær?
10.00
Hvar? Safna-
húsinu
Í Safnahúsinu er sérsýning frá
Stofnun Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum. Þar er sýndur í
fyrsta sinn kjörgripur úr handrita
safni Árna Magnússonar: Kross
festingarmynd á skinnblaði frá 14.
öld.
Hvað? Guðmundur Ingólfsson
Hvenær? 10.00
Hvar? Þjóðminjasafni Íslands
Guðmundur Ingólfsson er meðal
fremstu ljósmyndara sinnar kyn
slóðar á Íslandi. Guðmundur hefur
notið þess að ljósmynda á eigin
vegum og á stórar filmur, landslag
og byggð. Í Reykjavík hefur hann
skrásett ásýnd borgarinnar og í
myndum teknum í úthverfum og í
Kvosinni – af sjoppum og af mann
lífi – birtast breytingar sem sýna
þróun byggðar. Sýningin veitir
yfirlit um hálfrar aldar ljósmynda
feril Guðmundar Ingólfssonar.
Hvað? Jack Latham – Mál 214
Hvenær? 10.00
Hvar? Ljósmyndasafni Reykjavíkur
Sýning um Guðmundar og
Geirfinnsmálin, ein stærstu og
umdeildustu sakamál Íslands
sögunnar.
Hvað? D31 Anna Rún Tryggvadóttir:
Garður
Hvenær? 10.00
Hvar? Hafnarhúsinu
Náttúrunni í garði Önnu Rúnar
hefur verið umbreytt. Hún tekur á
sig ófyrirséðar myndir þegar ólík
efni mætast og finna sér sinn eigin
farveg innan rammans sem sýn
ingin býður upp á. Umbreytingar
ferlið verður áhorfendum ljóst og
verkin verða síbreytileg í efnis
legum gjörningi.
Hvað? Orka
Hvenær? 11.00
Hvar? Listasafni Íslands
Í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá
því að Steina (Steinunn Briem
Bjarnadóttir Vasulka) var fyrst
íslenskra myndlistarkvenna
fulltrúi þjóðarinnar á Feneyja
tvíæringnum, efnir Vasulkastofa
til sýningar á vídeóinnsetningu
hennar Orka, sem Steina sýndi í
íslenska skálanum í Feneyjum árið
1997.
Hvað? Erró: Því meira, því fegurra
Hvenær? 10.00
Hvar? Hafnarhúsinu
Á þessari sýningu er varpað
Ein myndanna úr sýningunni Mál 214 sem nú stendur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Á einum ró-
legasta degi
ársins er um að
gera að skella sér
á safn.
BÍÓ
á þriðjudögum í Laugarásbíó
750
á allar myndir nema íslenskar
kr.
FRÍ
ÁFYLL
ING
Á GOS
I
Í HLÉI
SÝND KL. 5, 10.25 SÝND KL. 8
SÝND KL. 2, 5, 8, 10.30
SÝND KL. 1.30, 3.45
SÝND KL. 2, 6, 8, 10
HAPPY HOUR Á
BARNUM 17-19
The Disaster Artist 18:00, 20:00, 22:00
The Killing of a Sacred Deer 17:45, 20:00
The Party 18:00
Najlepszy ENG SUB 20:00, 22:15
Undir Trénu ENG SUB 22:15
Vitamix TNC er stórkostlegur.
Mylur alla ávexti, grænmeti, klaka
og nánast hvað sem er.
Býr til heita súpu og ís.
Til í þremur litum, svörtum,
hvítum og rauðum
KKælitækni ehf. Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is
Besti vinurinn í
eldhúsinu
Jólatilboðsverð
kr. 79.527,-
sérstöku ljósi á verk Errós sem
byggjast á ofgnótt og ofmettun.
Slík myndgerð hefur alla tíð verið
mikilvægur þáttur í listsköpun
hans og má rekja aftur til ung
dómsverka hans. Meira en þrjátíu
verk úr Errósafni Listasafns Reykja
víkur – málverk, klippimyndir
og kvikmyndir – sýna hvernig
listamaðurinn skapar flóknar
og hlaðnar myndbyggingar, sem
miðla myndefni tengdu stjórn
málum, vísindum, skáldskap og
listasögu.
Hvað? Thomas Kellner - Svart og hvítt
Hvenær? 10.00
Hvar? Ljósmyndasafni Reykjavíkur
Ljósmyndun í svarthvítu varð fyrst
útbreidd um 1871 og náði hún
fljótt miklum vinsældum. Svart
hvíti myndheimurinn var alls
ráðandi áratugum saman eða allt
þangað til að litljósmyndir komu
til sögunnar. Kellner hefur mest
megnis tekið og sýnt litljósmyndir,
en um tíma tók hann svarthvítar
ljósmyndir.
Hvað? Louisa Matthíasdóttir - Stúlka
með hjól
Hvenær? 10.00
Hvar? Listasafninu á Akureyri
Louisa Matthíasdóttir (1917
2000) var einn af framsæknustu
listamönnum sinnar kynslóðar.
Heilir og skýrir myndfletir og tærir
og einfaldir litir, einkenna verk
hennar. Louisa stundaði nám í
Evrópu og í Bandaríkjunum og var
búsett í New York frá árinu 1942.
Hún hélt þó sambandi við Ísland
og í verkum hennar má glöggt sjá
áhrif íslensks landslags og birtu.
Louisa málaði einnig uppstillingar,
samferðafólk og sjálfsmyndir sem
sjá má á þessari sýningu.
m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 17Þ R i ð J U D A g U R 2 . J A n ú A R 2 0 1 8
0
2
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:5
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
0
-2
B
E
0
1
E
A
0
-2
A
A
4
1
E
A
0
-2
9
6
8
1
E
A
0
-2
8
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
1
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K