Fréttablaðið - 02.01.2018, Síða 33

Fréttablaðið - 02.01.2018, Síða 33
Hvað? Hvenær? Hvar? Þriðjudagur hvar@frettabladid.is 2. janúar 2018 Sýningar Hvað? Ange Leccia – Hafið Hvenær? 11.00 Hvar? Listasafni Íslands Franski myndlistarmaðurinn Ange Leccia (f. 1952) er fæddur á Kors­ íku og sérstaða eyjunnar hefur ætíð heillað hann sem skapandi myndhverfing á mörkum tíma og rúms. Hann tók að vinna með kvikmyndatæknina sem listform snemma á níunda áratug liðinnar aldar og hafa tilraunir hans sett mark sitt á vöxt vídeómið­ ilsins í franskri sam­ tímalist. Hvað? Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi Hvenær? 10.00 Hvar? Þjóð- minjasafni Íslands Þetta er mikilvægt að undirstrika á tímum þegar dagleg umræða byggir oft á þeirri hugmynd að fyrr á öldum hafi ólíkir hlutar heimsins verið einangraðir hverjir frá öðrum. Fordómar í íslensku samfélagi eru ekki heldur nýir því að Íslendingar hafa um aldir verið mótaðir af hnattrænum hugmyndum um kynþáttafordóma. Hvað? Stór-Ísland Hvenær? 10.00 Hvar? Hafnarhúsinu Á sýningunni Stór­Ísland eru sýnd verk sjö listamanna, Önnu Hallin, Claudiu Hausfeld, Jeannette Cas­ tioni, Joris Rademaker, Rebeccu Erin Moran, Sari Cedergren og Theresu Himmer. Listamennirnir koma frá Svíþjóð, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Bandaríkjunum, Finnlandi og Danmörku en hafa búið og starfað á Íslandi um lengri eða skemmri tíma. Hvað? Tveir samherjar Hvenær? 11.00 Hvar? Listasafni Íslands Sigurjón Ólafsson (1908–1982) og Asger Jorn (1914–1973) voru báðir áhrifavaldar í framúrstefnulistinni í Danmörku á fjórða og fimmta áratug liðinnar aldar og áttu í nánum tengslum þar til Sigurjón hvarf til Íslands að stríði loknu. Báðir tóku þeir þátt í tímamóta­ sýningunum Linien 1937, Skandi naverne 1939 og Teltudstillingen 1941. Hvað? Kross- festingarmynd á skinnblaði frá 14. öld Hvenær? 10.00 Hvar? Safna- húsinu Í Safnahúsinu er sérsýning frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þar er sýndur í fyrsta sinn kjörgripur úr handrita­ safni Árna Magnússonar: Kross­ festingarmynd á skinnblaði frá 14. öld. Hvað? Guðmundur Ingólfsson Hvenær? 10.00 Hvar? Þjóðminjasafni Íslands Guðmundur Ingólfsson er meðal fremstu ljósmyndara sinnar kyn­ slóðar á Íslandi. Guðmundur hefur notið þess að ljósmynda á eigin vegum og á stórar filmur, landslag og byggð. Í Reykjavík hefur hann skrásett ásýnd borgarinnar og í myndum teknum í úthverfum og í Kvosinni – af sjoppum og af mann­ lífi – birtast breytingar sem sýna þróun byggðar. Sýningin veitir yfirlit um hálfrar aldar ljósmynda­ feril Guðmundar Ingólfssonar. Hvað? Jack Latham – Mál 214 Hvenær? 10.00 Hvar? Ljósmyndasafni Reykjavíkur Sýning um Guðmundar­ og Geirfinnsmálin, ein stærstu og umdeildustu sakamál Íslands­ sögunnar. Hvað? D31 Anna Rún Tryggvadóttir: Garður Hvenær? 10.00 Hvar? Hafnarhúsinu Náttúrunni í garði Önnu Rúnar hefur verið umbreytt. Hún tekur á sig ófyrirséðar myndir þegar ólík efni mætast og finna sér sinn eigin farveg innan rammans sem sýn­ ingin býður upp á. Umbreytingar­ ferlið verður áhorfendum ljóst og verkin verða síbreytileg í efnis­ legum gjörningi. Hvað? Orka Hvenær? 11.00 Hvar? Listasafni Íslands Í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að Steina (Steinunn Briem Bjarnadóttir Vasulka) var fyrst íslenskra myndlistarkvenna fulltrúi þjóðarinnar á Feneyja­ tvíæringnum, efnir Vasulka­stofa til sýningar á vídeóinnsetningu hennar Orka, sem Steina sýndi í íslenska skálanum í Feneyjum árið 1997. Hvað? Erró: Því meira, því fegurra Hvenær? 10.00 Hvar? Hafnarhúsinu Á þessari sýningu er varpað Ein myndanna úr sýningunni Mál 214 sem nú stendur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Á einum ró- legasta degi ársins er um að gera að skella sér á safn. BÍÓ á þriðjudögum í Laugarásbíó 750 á allar myndir nema íslenskar kr. FRÍ ÁFYLL ING Á GOS I Í HLÉI SÝND KL. 5, 10.25 SÝND KL. 8 SÝND KL. 2, 5, 8, 10.30 SÝND KL. 1.30, 3.45 SÝND KL. 2, 6, 8, 10 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 The Disaster Artist 18:00, 20:00, 22:00 The Killing of a Sacred Deer 17:45, 20:00 The Party 18:00 Najlepszy ENG SUB 20:00, 22:15 Undir Trénu ENG SUB 22:15 Vitamix TNC er stórkostlegur. Mylur alla ávexti, grænmeti, klaka og nánast hvað sem er. Býr til heita súpu og ís. Til í þremur litum, svörtum, hvítum og rauðum KKælitækni ehf. Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Besti vinurinn í eldhúsinu Jólatilboðsverð kr. 79.527,- sérstöku ljósi á verk Errós sem byggjast á ofgnótt og ofmettun. Slík myndgerð hefur alla tíð verið mikilvægur þáttur í listsköpun hans og má rekja aftur til ung­ dómsverka hans. Meira en þrjátíu verk úr Errósafni Listasafns Reykja­ víkur – málverk, klippimyndir og kvikmyndir – sýna hvernig listamaðurinn skapar flóknar og hlaðnar myndbyggingar, sem miðla myndefni tengdu stjórn­ málum, vísindum, skáldskap og listasögu. Hvað? Thomas Kellner - Svart og hvítt Hvenær? 10.00 Hvar? Ljósmyndasafni Reykjavíkur Ljósmyndun í svarthvítu varð fyrst útbreidd um 1871 og náði hún fljótt miklum vinsældum. Svart­ hvíti myndheimurinn var alls­ ráðandi áratugum saman eða allt þangað til að litljósmyndir komu til sögunnar. Kellner hefur mest­ megnis tekið og sýnt litljósmyndir, en um tíma tók hann svarthvítar ljósmyndir. Hvað? Louisa Matthíasdóttir - Stúlka með hjól Hvenær? 10.00 Hvar? Listasafninu á Akureyri Louisa Matthíasdóttir (1917­ 2000) var einn af framsæknustu listamönnum sinnar kynslóðar. Heilir og skýrir myndfletir og tærir og einfaldir litir, einkenna verk hennar. Louisa stundaði nám í Evrópu og í Bandaríkjunum og var búsett í New York frá árinu 1942. Hún hélt þó sambandi við Ísland og í verkum hennar má glöggt sjá áhrif íslensks landslags og birtu. Louisa málaði einnig uppstillingar, samferðafólk og sjálfsmyndir sem sjá má á þessari sýningu. m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 17Þ R i ð J U D A g U R 2 . J A n ú A R 2 0 1 8 0 2 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :5 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E A 0 -2 B E 0 1 E A 0 -2 A A 4 1 E A 0 -2 9 6 8 1 E A 0 -2 8 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.