Morgunblaðið - 02.06.2017, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2. J Ú N Í 2 0 1 7
Stofnað 1913 134. tölublað 105. árgangur
FJÖLBREYTT
UMFJÖLLUN UM
SUMARTÍSKUNA
ILLGRESI ER
EKKI TIL
ELLY FÉKK ÁTTA
VERÐLAUNA-
TILNEFNINGAR
BJARKI ÞÓR 12 GRÍMUVERÐLAUNIN 3324 SÍÐNA SÉRBLAÐ
Segja sig frá sáttmálanum
Bandaríkin hafa slitið sig frá Parísarsáttmálanum Trump taldi samninginn
ekki vera Bandaríkjunum í hag Mikil vonbrigði, segir umhverfisráðherra
vera mikil vonbrigði þar sem mjög
mikilvægt sé að stærstu þjóðir
heims standi við sinn hluta samn-
ingsins. Trump telur hins vegar
samninginn vera óhagstæðan
Bandaríkjunum og því hafi hann,
ásamt helstu ráðgjöfum sínum,
komist að þessari niðurstöðu.
Erlendir miðlar hafa síðustu daga
velt því fyrir sér hvað þetta muni
þýða fyrir heimsbyggðina alla. Kín-
verjar hafa tilkynnt að þeir hyggist
standa við sinn hluta samningsins.
Angela Merkel, kanslari Þýska-
lands, sagði ekkert hafa gengið að
fá Trump til þess að skipta um
skoðun á nýafstöðnum G7-fundi, og
að hún og aðrir þjóðarleiðtogar
hygðust standa við gerðan samning,
með eða án Bandaríkjanna.
Katrín Lilja Kolbeinsdóttir
katrinlilja@mbl.is
Donald Trump Bandaríkjaforseti til-
kynnti á blaðamannafundi við Hvíta
húsið í gær að ríkisstjórn hans
hygðist draga Bandaríkin út úr Par-
ísarsamkomulaginu um loftlagsmál
árið 2019, en 195 þjóðir hafa und-
irritað það. Björt Ólafsdóttir um-
hverfisráðherra segir niðurstöðuna MTrump dregur Bandaríkin út »17
AFP
Breytingar Donald Trump og Mike
Pence varaforseti takast í hendur.
Heillandi heimur klassískrar tónlistar opnaðist
þessum kátu krökkum sem í gær sóttu skóla-
tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu.
Slíkir tónleikar hafa staðið yfir alla þessa viku
og hefur þar verið tekið á móti um fjögur þúsund
grunnskólanemum. Hefð er fyrir tónleikahaldi
sem þessu í starfi Sinfóníunnar – en efnisskráin
er sett saman svo hæfi hverjum aldurshópi
barna, sem nú eru á leiðinni út í sumar og sól.
Morgunblaðið/Hanna
Kátir krakkar kynnast klassíkinni á tónleikum í Hörpu
Öllum læknum Hrafnistuheim-
ilanna sem eru í föstum störfum hef-
ur verið sagt upp. Sex fengu upp-
sagnarbréf nú um mánaðamótin en
sá sjöundi sagði sjálfur upp. Pétur
Magnússon, forstjóri Hrafnistuheim-
ilanna, segir að samið hafi verið við
Heilsuvernd, einkarekið fyrirtæki í
heilbrigðisþjónustu, um að taka
læknisstörfin yfir frá 1. september í
haust.
Læknunum verður boðið starf hjá
Heilsuvernd en óvíst er um starfs-
kjör og vinnutíma. Læknarnir hafa
ekki ákveðið hvað þeir gera. »2
Læknum á heimilum
Hrafnistu sagt upp Berit Reiss-Andersen, formaður
nefndarinnar sem veitir friðar-
verðlaun Nóbels, segir verðlaunin
pólitísk í eðli sínu. Með verðlaun-
unum vilji nefndin styðja ein-
staklinga, eða samtök, sem hafi lagt
mest af mörkum til friðar.
Hún segir verðlaunin því á vissan
hátt vera hvatningarverðlaun. Það
geti falið í sér vissa áhættu. Verki
einstaklinganna sé ekki alltaf lokið.
Til dæmis hafi Nelson Mandela ekki
verið orðinn forseti þegar hann fékk
verðlaunin árið 1993.
Til marks um jákvæð áhrif verð-
launanna nefnir hún að valið á síð-
asta verðlaunahafa, Juan Manuel
Santos, hafi haft jákvæð áhrif á frið-
arviðræður í Kólumbíu.
Valið á Barack Obama árið 2009
var umdeilt og sagði hann sjálfur að
aðrir ættu þau meira skilið.
Nokkrum árum síðar skrifaði
Geir Lundestad, fyrrverandi stjórn-
andi norsku Nóbelsstofnunarinnar,
að stofnunin hefði talið að verðlaun-
in myndu styrkja stöðu forsetans.
Reiss-Andersen segir hluta rök-
stuðningsins fyrir valinu hafa valdið
sér heilabrotum. Hins vegar sé hlut-
ur Obama í afvopnunarmálum van-
metinn. Eftirmaður hans, Donald
Trump, ræði um að efla kjarnorku-
varnir Bandaríkjanna.
Reiss-Andersen segir nefndar-
menn taka mið af átökum og
straumum hvers tíma þegar þeir
velja hverjir fá verðlaunin.
Hún segir nefndarmenn hittast
nokkrum sinnum yfir árið og á þeim
fundum smátt og smátt útiloka þá
230-300 sem tilnefndir eru þar til
ákvörðun er tekin um haustið. Hún
segir nefndarmenn ráðfæra sig við
sérfræðinga áður en niðurstaða er
fengin. »4
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Formaður Berit Reiss-Andersen.
Friðarverðlaunin pólitísk
Nóbelsnefnd
vill stuðla að friði
HREYFIVIKA
UMFÍ - 29.05-04.06
HrEYfiVIka.Is
Lög um viðbótarfjármögnun Vaðla-
heiðarganga, tekjustofna sveitarfé-
laga, útfærsluatriði á lögum um
stuðning til kaupa á fyrstu íbúð og
Framkvæmdasjóð ferðamanna-
staða voru meðal 34 mála sem Al-
þingi samþykkti sem lög á síðustu
fundum sínum fyrir sumarleyfi.
Samþykkt lög á vorþingi urðu 53.
Alþingi samþykkti í gær tillögur
dómsmálaráðherra um skipan dóm-
ara við Landsrétt. Stjórnarand-
staðan gagnrýndi þar þá ráðstöfun
ráðherra að víkja frá mati dóm-
nefndar.
Við þingfrestun í gær sagði Unn-
ur Brá Konráðsdóttir að það hefði
verið nýkjörnu Alþingi hollt síðasta
haust að samþykkja fjárlög án
meirihluta á þingi. Það hefði tekist,
þó svo að fæstir á löggjafarsam-
komunni hefðu mikla þingreynslu.
» 11
Morgunblaðið/Golli
Þingmenn Stungið saman nefjum.
34 mál urðu
að lögum á
lokaspretti
Dómaratillaga ráð-
herrans samþykkt
Þörf á raforku á Íslandi mun
aukast um 2,4 teravattstundir fram
til ársins 2030, samkvæmt meist-
araritgerð Gnýs Guðmundssonar
rafmagnsverkfræðings. „Aflþörfin
er um 490 megavött sem þurfa að
bætast við kerfið á tímabilinu.
Þetta næst að 35 til 40% hluta með
aflaukningu núverandi virkjana, en
60 til 65% þurfa að koma frá nýjum
virkjunum, hvort sem það verða
jarðvarmavirkjanir, vatnsaflsvirkj-
anir eða vindorkugarðar,“ segir
Gnýr. »16
65% af raforkuþörf
frá nýjum virkjunum