Morgunblaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 36
FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 153. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. „Ósannindi og grófur rógur“ 2. Mér fannst ekki vera neitt að... 3. „Hver dagur með honum er ævintýri“ 4. Jim Carrey fer fyrir rétt »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ljótu hálfvitarnir halda tónleika á Rosenberg við Klapparstíg í kvöld og annað kvöld kl. 22 og verða þeir með örlítið nýstárlegu sniði. Í tilkynningu frá hljómsveitinni segir að hörðustu aðdáendur viti vanalega við hverju megi búast á tónleikum hennar, þ.e. hæfilegri blöndu af þekktustu smell- um, minna þekktum smellum og dassi af algerlega óþekktum ekki- smellum sem sé römmuð inn með ábyrgðarlausum gamanmálum. Aðdáendur viti hins vegar ekki að á bak við hvern einasta lagalista séu harðvítugar rökræður og á köflum blóðugar illdeilur um hvaða lög skuli spila. Á tónleikunum í kvöld og annað kvöld verður breyting þar á, því hver hálfviti velur tvö lög, algerlega eftir eigin smekk og samvisku. Morgunblaðið/Golli Hver hálfviti velur tvö lög á efnisskrá  Norska þjóðlagasveitin Lýran úr norðri, Lyra fra nord á norsku, flytur eigið efni í tali og tónum um Auði djúpúðgu og langferð hennar til Ís- lands í Hannesarholti í kvöld kl. 20. Auk söngs og frásagnar er leikið á tvær lýrur sem byggðar eru á æva- fornum fyrirmyndum. „Tónlistin leit- ast við að dýpka skilning á víkinga- tímanum í gegnum ljóð og lag,“ segir m.a. um viðburðinn í tilkynningu. Tónleikarnir í Hannesarholti spanni helstu atriði úr ævi Auðar djúpúðgu, eins og sagt sé frá henni í Lax- dæla sögu. Tone Holte syngur fyrir munn Auðar og skrifaði einnig söguna í kringum tónlistina. Lýra úr norðri í Hannesarholti Á laugardag Austlæg átt, 5-13 m/s, hvassast við norður- og suð- urströndina. Dálítil rigning eða skúrir og hiti 6 til 15 stig, hlýjast vestanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Lægir enn frekar í dag, en strekkings norð- austanátt áfram norðvestan til og á annesjum norðaustan til. Áfram væta í flestum landshlutum. Hiti 6 til 14 stig. VEÐUR Frjálsíþróttafólkið bætti þrennum gullverðlaunum í sarpinn fyrir Ísland á Smá- þjóðaleikunum í San Marínó í gær. Arna Stefanía Guð- mundsdóttir vann í 400 metra grindahlaupi en þurfti læknisaðstoð í kjöl- farið. Guðni Valur Guðnason vann kringlu- kastskeppnina en þarf að rétta af „kengbeygl- aða“ kringlu sína eftir óvenjulegt kast. »3 Á ýmsu gekk í frjálsum íþróttum Símamótið, fjórða stigamót Eim- skipsmótaraðarinnar í golfi, hefst á Hamarsvelli í Borgarnesi í dag og stendur yfir fram á sunnudag. Alls eru 80 keppendur skráðir, en Ragn- hildur Kristinsdóttir, GR, og Kristján Þór Einarsson, GM, eru efst á stiga- lista mótaraðarinnar. Þau, eins og fleiri kylfingar, verða í eldlínunni í Borgarnesi næstu þrjá daga. »4 Kylfingar reyna með sér í Borgarnesi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á „Það er spennandi að komast í eitt- hvað nýtt,“ sagði Arna Sif Pálsdóttir, landsliðskona í handknattleik, sem hefur skrifað undir tveggja ára samn- ing við ungverska úrvalsdeildarliðið Debreceni DVSC. Hún flytur til Ungverja- lands í sumar eftir tveggja ára veru hjá franska liðinu Nice á frönsku Rivíerunni. »1 Flytur frá Rivíerunni til Ungverjalands í sumar Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Elías Sveinsson er einn sigursælasti frjálsíþróttamaður landsins, en fyrir skömmu uppgötvaði hann nýja hlið á sér og málar nú myndir í gríð og erg eins og enginn sé morgundagurinn. „Það halda mér engin bönd,“ segir hann. Fyrir nokkrum mánuðum greindist Elías með krabbamein í blöðruháls- kirtli. Hann segir að læknum hafi tek- ist að fjarlægja meinið og hann sé kominn á fullt í húsasmíðina. Eftir meðferðina hafi hann byrjað að venja komur sínar í Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstand- endur þess, og farið á myndlistar- námskeið hjá Ingibjörgu P. Guð- mundsdóttur myndlistarkennara. „Ég er húsasmiður og hef bara málað þök, en þegar ég byrjaði á námskeið- inu reyndi ég fyrst fyrir mér með tússpenna. „Af hverju prófarðu ekki olíulitina?“ spurði Ingibjörg mig og það var eins og við manninn mælt, lit- irnir féllu við mig eins og flís við rass. Ég var óstöðvandi og Ingibjörg hafði á orði að það þyrfti að setja kvóta á mig og jafnvel handbremsu.“ Keppnismaður Elías er óstöðvandi, eins og í bolt- anum á árum áður og frjálsum í yfir hálfa öld. „Ég hef unnið samtals um 200 Íslandsmeistaratitla í öllum flokkum í frjálsum,“ segir Elías sem keppti á Ólympíuleikunum í Montreal 1976 og vakti athygli í hástökki í tug- þrautarkeppninni. „Ég stökk 1,94 og sigraði í mínum riðli en Daley Thompson, einn fremsti frjáls- íþróttamaður allra tíma, fór yfir 1,91,“ rifjar Elías upp. „Þetta afrek hefur ekki verið í hávegum haft í fjöl- miðlum.“ Elías segist ekki hafa þróað með sér ákveðinn stíl heldur komi verkin af sjálfu sér í mörgum stefnum. „Ég var látinn kópíera mynd eftir Nínu og þá var haft á orði að mín mynd væri betri. Það hafði aldrei hvarflað að mér að mála og hvað þá að ég gæti málað fjall, en nú koma myndirnar á færibandi og það er eins og ég hafi aldrei gert annað.“ Rúnar Sveinsson, bróðir Elíasar, byrjaði snemma að teikna en Elías segist aldrei hafa skilið hvernig hann fór að þessu. Listin hafi ekki kviknað í sér fyrr en á námskeiðinu. „Það er ekki mitt að túlka verkin, ég bara teikna og bý til myndina og aðrir spá síðan í spilin. Þá hefur margt furðu- legt komið í ljós.“ Krabbameinið er ofarlega í huga Elíasar og hann hvetur fólk til þess að vera á varðbergi. „Það eru margir með krabbamein án þess að vita af því og ég fór í skoðun vegna þess að ég var hvattur til þess. Ef ég hefði ekki látið undan gæti ég verið dauður, en nú er ég ekki bara laus við þennan fjanda heldur kominn í hóp með list- málurum.“ Þarf kvóta og handbremsu  Íþróttakappinn sá ljósið í Ljósinu og málar af kappi Morgunblaðið/Hanna Ljósið Elías Sveinsson, frjálsíþróttakappi og listmálari, með nokkur verka sinna á námskeiðinu í gær. Sigrar Elías er margverðlaunaður og var keppandi nr. 1003 á ÓL 1976.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.