Morgunblaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 10
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Íbúar í Árbæ hafa staðið í deilum við
Reykjavíkuborg í meira en 50 ár
vegna fasteignareits í Elliðaárdal.
Deilurnar snúast nú um leyfi erf-
ingja að reitnum til að byggja nýtt
hús en íbúar segja að Reykjavíkur-
borg hafi nýlega breytt deiliskipu-
lagi án samráðs.
„Það er búið að vera þannig að
þegar við byrjuðum byggja hér árið
1964, þá var þessi litli bústaður
hérna fyrir neðan. Hann lenti fyrir
utan skipulagið, við byggðum bara
eftir skipulagi og erum með neðstu
lóð,“ segir Ásta Marinósdóttir, íbúi í
Þykkvabæ, en hún er meðal þeirra
sem hafa leitað aðstoðar KPMG til
að sjá um núverandi deilur við borg-
ina.
„Þegar við vorum að byggja hafði
eigandi bústaðarins fengið leyfi til
að byggja við bústaðinn. Við létum
það ekki trufla okkur og bjuggumst
bara við því að borgin myndi gera
það sem hún átti að gera, eins og var
búið að gera við alla gömlu bústað-
ina sem voru þarna, en þeir voru all-
ir fjarlægðir,“ segir Ásta en 53 árum
síðar hefur bústaðurinn enn ekki
verið fjarlægður.
Fundað með flestum
borgarstjórnum á tímabilinu
„Við fórum á marga fundi við
hjónin, ég held við séum búin að tala
við alla sem hafa verið í borgar-
stjórn, síðan ég man ekki hvenær.
Það virtist vera alveg sama við
hvaða stjórn við töluðum. Það virtist
enginn geta gert neitt sem maður
skildi aldrei,“ segir Ásta en hún og
maður hennar Bjarni Ágústsson
hafa ásamt tengdasyni þeirra sótt
fundi síðustu ár hjá borginni.
Að sögn Ástu fengu eigendur
reitsins árið 2005 leyfi til að halda
eignarrétti á reitnum en ekki leyfi til
að byggja. Núna sé hins vegar búið
að breyta deiliskipulagi og gert sé
ráð fyrir húsi á staðnum. „Við höfum
ekki fengið neina tilkynningu um að
það ætti að breyta deiliskipulagi,“
segir Ásta en hún frétti af breyting-
unni í fjölmiðlum. „Við fórum nátt-
úrulega strax af stað aftur með und-
irskriftalista, því fólk hérna er
sammála um að það eigi ekki að láta
byggja eitthvert stórt hús þarna.“
Ekki liggur fyrir hvernig hús
verður byggt á reitnum en Ásta seg-
ir að í upphaflegum teikningum hafi
verið gert ráð fyrir 235 fermetra
húsi sem væri 4,5 metrar á hæð,
ásamt stækkun á lóðinni. Hún segir
jafnframt að slíkt myndi skyggja á
sýn íbúa á dalinn „Við höfum aldrei
fengið að njóta þess að vera með
þessa lóð, því við héldum nátt-
úrulega að við ættum að vera föst í
skipulaginu,“ segir Ásta og á þar við
upphaflegt deiliskipulag.
Hafa staðið í deilum við
Reykjavíkurborg í 50 ár
Íbúar í Árbæ ósáttir með breytingar í Elliðaárdal
Morgunblaðið/Hanna
Deilur „Við erum orðin ansi langþreytt á þessu,“ segir Ásta (t.h.) ásamt Guðrúnu Helgu Theodórsdóttur (t.v.).
Morgunblaðið/Hanna
Niðurnítt Svona lítur húsið út sem
stendur enn þá í Elliðaárdalnum.
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2017
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Líkur á fyrirhuguðu verkfalli Flug-
freyjufélags Íslands og ASÍ þann 15.
september vegna flugliða um borð í
vélum Primera Air eru töluverðar.
Ekkert hefur þokast í samkomu-
lagsátt enda telur Andri Már Ing-
ólfsson, forstjóri Primera Air, félag-
ið ekki eiga í neinum deilum við
Flugfreyjufélag Íslands né ASÍ.
Erum ekki í neinum deilum
„Við erum ekki í deilum við Flug-
freyjufélagið né ASÍ. Við sendum frá
okkur ítarlega og vel rökstudda
greinargerð um málið og ég reikna
með að ASÍ og Flugfreyjufélagið séu
að meta hana. Við erum ekki með
flugrekstarleyfi á Íslandi og ráðum
okkar starfsfólk á tíu stöðum í Evr-
ópu. Starfsfólkið er ráðið á þeim
kjörum sem gilda á þeim stað þar
sem það er ráðið. Ég ítreka það enn
og aftur að Primera Air er ekki í
neinum deilum, hvorki við Flug-
freyjufélag Íslands né ASÍ,“ segir
Andri Már Ingólfsson.
Magnús Norðdahl, deildarstjóri
lögfræðideildar ASÍ, gefur lítið fyrir
greinargerð Primera Air og bendir á
að ASÍ hafi fengið synjun frá starfs-
mannaleigu Primera Air þegar leitað
var eftir því að fá að sjá ráðning-
arkjör starfsfólks. Starfsmannaleig-
an telur sig ekki mega upplýsa um
ráðningarsamninga starfsmanna.
ASÍ og flugfreyjur eru hvergi
hætt í baráttunni og njóta stuðnings
erlendra stéttarfélaga. „Við höfum
aflað gagna frá félögum okkar er-
lendis sem sýna skýr dæmi um
gerviverktöku hjá Primera Air,“
segir Magnús Norðdahl.
Gerviverktaka flugliða
Flugfreyjur og Primera Air deila enn
Kjaradeila Langt á milli deiluaðila.
Hreyfiviku
UMFÍ lýkur um
helgina og hefur
þátttaka verið
mjög góð, að sögn
Sabínu Stein-
unnar Halldórsdóttur landsfulltrúa.
„Það eru eldhugar úti um allt land,“
segir hún.
Ragnheiður Högnadóttir í Vík í
Mýrdal er einn þessara eldhuga, en
hún fer fyrir átakinu í Vík. „Þátt-
takan hefur verið góð,“ segir hún og
bendir á að fólk á öllum aldri taki
þátt í hreyfingu af einhverju tagi.
Vikan í Vík hófst á samstarfsverk-
efni skólanna, lögreglunnar og ung-
mennafélagsins, sem fólst í því að
lögreglan heimsótti leikskólann og
grunnskólann, fór í göngu- og hjóla-
ferðir með börn-
unum og áréttaði
reglur í sambandi
við hjól og hjálma.
Mýrdalshlaup-
ið, sem er 10 km
hlaup, fer fram í fimmta sinn á
morgun og hefst klukkan 14. Kepp-
endur mæta við Víkurskóla hálftíma
fyrr og verður þeim ekið þaðan á
rásstað. Hlaupið byrjar við Dyrhóla-
ey í Reynisfjöru og verður fyrst
hlaupið í lausum sandi eða möl, síðan
eftir malbikuðum vegi og þaðan upp
í Reynisfjall utan vega og á slóða áð-
ur en haldið verður aftur niður til
Víkur. Ragnheiður segir von á
skemmtilegri blöndu hlaupara, m.a.
verði fremstu utanvegahlauparar
landsins með. steinthor@mbl.is
Utanvegahlaup í Vík
Vík í Mýrdal Leikskólakrakkar í göngutúr með lögreglunni.
Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is
Allir vilja koma að sumarbústaðnum sínum eins og þeir skildu við
hann og tryggja öryggi sitt og sinna sem best. Öryggisbúnaður, eins
og lásar, þjófavarnarkerfi, reykskynjarar og slökkvitæki, fæst í
miklu úrvali í Vélum og verkfærum.
Öryggi í sumarbústaðnum
Blaupunkt SA2700
Þráðlaust þjófavarnarkerfi
• Fullkominn GSM hringibúnaður
• Hægt að stjórna með Connect2Home-appi
• Boð send með sms eða tali
• Viðbótarskynjarar og fjöldi aukahluta fáanlegir
Verð: 45.725 kr.
OLYMPIA 9030
Þráðlaust þjófavarnarkerfi
• Mjög einfalt í uppsetningu/notkun
• Fyrir farsímakort (GSM)
• Hringir í allt að 10 símanúmer
• Allt að 32 stk. skynjarar
• 2 stk. hurða/gluggaskynjarar og fjarstýring fylgir
• Fáanlegir aukahlutir:
viðbótarfjarstýringar, glugga/hurðaskynjarar,
svæðisskynjarar PIR, reyk- og vatnsskynjarar.
Verð: 14.570 kr.
Renndu við hjá okkur
í Tangarhöfða 13
FAI varahlutir
Ódýrari kostur í varahlutum!
stýrishlutir
hafa verið leiðandi í yfir 10 ár.
Framleiddir undir ströngu
eftirliti til samræmis
við OE gæði.
Sími 577 1313
kistufell.com
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ