Morgunblaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2017 Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja@mbl.is Donald Trump, forseti Bandaríkj- anna, hefur ákveðið að Bandaríkin verði ekki lengur aðili að hinum svo- kallaða Parísarsáttmála sem leiðtog- ar 195 ríkja heims undirrituðu árið 2015. Sáttmálinn miðar að því að þjóðir heims leggi sitt af mörkum til þess að draga úr losun eiturefna út í andrúmsloftið svo stemma megi stigu við hækkun hitastigs jarðar- innar. Trump hefur áður talað gegn sátt- málanum og sagt að hnattræn hlýn- un sé ekkert nema tilbúningur Kín- verja. Því var ekki búist við að Bandaríkin stæðu við sinn hluta sátt- málans eftir að Trump var kjörinn forseti. Hans nánustu ráðgjafar, Steve Bannon og Scott Pruitt, eru báðir yfirlýstir andstæðingar París- arsáttmálans og segja hann ekki byggðan á neinum haldbærum rök- um. Stuðningur fyrirtækja skiptir máli Björt Ólafsdóttir umhverfisráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að þótt vissulega væri tilefni til að hafa áhyggjur lægi það á sama tíma ljóst fyrir að stór fyrirtæki í Bandaríkjunum væru mjög á móti þessari ákvörðun forsetans og það væri það sem skipti mestu máli. Þá væru aðrar þjóðir ekki á leið út úr samningnum. „Það sem er að gerast er að stóru þjóðirnar, á borð við Kín- verja, eru að þétta raðirnar með Evrópusambandinu og það er góðs viti að allir aðrir ætli að standa við sitt.“ Björt segir einnig að Ísland muni standa við sínar skuldbinding- ar. Í ræðu sinni sagði Trump að samningurinn væri Bandaríkjunum mjög óhagstæður og vísaði til þess, máli sínu til stuðnings, að Kína og Indland hefðu heimild til þess að nýta fleiri kolanámur, en Bandaríkin hefðu ekkert slíkt leyfi og það kæmi niður á ameríska hagkerfinu. Hann útilokaði þó ekki að Bandaríkjamenn myndu setjast aftur að samninga- borðinu, en slíkt yrði að geta leitt til hagstæðari samninga fyrir þá. Bandarísk störf væru í húfi. Þó að ákvörðun Trumps hafi legið í loftinu í dágóðan tíma þykir þetta samt sem áður koma afar illa við hið alþjóðlega samkomulag. Bandaríkin séu stórveldi og í því samhengi skipti þátttaka þeirra miklu máli. Í aðdrag- anda ákvörðunar Trumps hvöttu þjóðarleiðtogar heims hann til þess að hugsa málið vandlega. Forsætis- ráðherrar Norðurlandanna sendu honum bréf í gær, ásamt því að biðla til hans á Twitter. Kínverjar taki forystuna. Li Keqiang, varaforsætisráðherra Kína, sagði að Kínverjar væru reiðu- búnir til þess að taka við stjórninni í loftslagsmálum, Parísarsáttmálinn væri samkomulag sem Kínverjar væru reiðubúnir að virða. Tíminn mun leiða í ljós hvaða afleiðingar ákvörðun Trumps mun hafa en hún mun hins vegar ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi í nóvember árið 2019. Trump dregur Bandaríkin út  Segir Parísarsáttmálann óhagstæðan og vill semja upp á nýtt  Þjóðarleiðtogar heims uggandi yfir afstöðu Trumps  Forsetinn hyggst blása nýju lífi í kolanámur víða um Bandaríkin á næstu árum AFP Loftslagsmál Donald Trump forseti tilkynnir að hann muni draga Bandaríkin út úr Parísarsáttmálanum. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Rússneskar orrustuþotur gerðu í gær loftárásir á bílalestir liðsmanna Ríkis íslams í Sýrlandi. Greina rúss- neskir miðlar frá því að vígamenn- irnir hafi verið að flýja borgina Raqqa, síðasta höfuðvígi samtakanna þar í landi, þegar árásin var gerð, en minnst 80 manns eru sagðir hafa fall- ið í aðgerð flughersins. Fram kemur í yfirlýsingu frá varn- armálaráðuneyti Rússlands að um hafi verið að ræða þrjár stórar bíla- lestir með nokkrum tugum öku- tækja. Um borð voru, auk víga- manna, vopn og skotfæri og segir ráðuneytið herþotur hafa valdið sam- tökunum miklu tjóni með árásinni. Er hópurinn sagður hafa verið á leið til borgarinnar Palmyra. Að sögn varnarmálaráðuneytisins barst tilkynning um ferðir ökutækj- anna frá njósnasveitum á jörðu niðri. Í kjölfarið voru orrustuþotur sendar á loft og tókst þeim að eyðileggja alls 36 ökutæki, þeirra á meðal átta elds- neytisbíla og 17 pallbíla sem ýmist voru búnir stórvirkum vélbyssum eða sprengjuvörpum. „Rússneskar hersveitir í Sýrlandi hafa gefið það út að öllum tilraunum vígamanna Ríkis íslams til þess að flýja borgina Raqqa í átt að Palmyra verði mætt með mikilli hörku,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Fleiri fengið sömu meðferð Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sveitir Ríkis íslams gera tilraun til þess að flýja Raqqa. 25. maí síðastlið- inn sást til hátt í 40 ökutækja og um 120 vígamanna þar sem þeir höfðu yfirgefið borgina og stefndu í átt að Palmyra. Sá hópur hlaut sömu örlög. Þá gerði rússneski sjóherinn stýri- flaugaárás á skotmörk tengd sam- tökunum nærri Palmyra sl. miðviku- dag. Var notast við fjórar flaugar af gerðinni Kalibr og hæfðu þær nokk- ur mannvirki með tilheyrandi eyði- leggingu. Freigátan Essen aðmíráll og kjarnorkukafbáturinn Krasnodar skutu vopnum þeim á loft frá aust- anverðu Miðjarðarhafi. Hersveitir Rússlands börðu á liðsmönnum Ríkis íslams  Loft- og stýriflaugaárásir við Raqqa og Palmyra Mynd/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Hernaðarmáttur Freigátan Essen aðmíráll skýtur stýriflaug á loft. „Hversu lengi þurfum við að þola blóðsúthellingar í landinu okkar?“ hefur afgönsk fréttastofa eftir íbúa í borginni Kabúl. Er hann einn þeirra fjölmörgu sem leituðu ástvina sinna í rústum húsa í sendiráðshverfinu eft- ir að ódæðismaður varð minnst 90 manns að bana er hann sprengdi bílsprengju sem vó um 1,5 tonn. Á bilinu 450 til 550 manns eru særðir. „Ég hef nú misst bróður minn og ríkisstjórnin gerir fátt annað en að bregðast okkur þegar kemur að því að tryggja öryggi,“ bætti hann við. Vettvangi árásarinnar hefur verið lýst sem vígvelli. Lík og líkamsleifar fólks lágu líkt og hráviði um götur og þegar kom að því að flytja sært fólk á sjúkrahús skapaðist mikið öngþveiti. Í gær var hins vegar meiri kyrrð yfir svæðinu. Björgunarmenn og al- mennir borgarar unnu að því að endurheimta jarðneskar leifar fólks úr rústunum og hafa sumir þegar verið bornir til grafar. Yfirvöld telja ólíklegt að hægt verði að bera kennsl á alla þá er létust – svo öflug var sprengingin, að sögn AFP. Vígasveitir talibana neituðu að bera ábyrgð á ódæðinu en ráðamenn í Afganistan telja þó fullvíst að þeir hafi skipulagt og framkvæmt árás- ina. Er forseti landsins nú talinn lík- legur til að fyrirskipa tafarlausar af- tökur á 11 talibönum sem eru í haldi öryggissveita. khj@mbl.is Íbúar langþreyttir á blóðsúthellingum  Leituðu ástvina í húsarústum í Kabúl Tairod Pugh, fyrrverandi starfsmaður bandaríska flug- hersins, hefur verið dæmdur til 35 ára fangelsis- vistar fyrir brot gegn alríkis- lögum, en hann er yfirlýstur stuðningsmaður Ríkis íslams og reyndi m.a. að af- henda því leynilegar upplýsingar. Pugh var handtekinn í Tyrklandi á leið sinni til Sýrlands. Í fórum hans fundust gögn sem m.a. sýna teikningar af vélbúnaði og innrétt- ingum flugvéla. Bandaríska alríkis- lögreglan (FBI) hefur fylgst með honum undanfarin ár og vissi af stuðningi hans við samtökin. BANDARÍKIN Vann fyrir herinn en studdi Ríki íslams Tairod Pugh IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager og á leiðinni Sími 4 80 80 80 2017 Ford F-350 Lariat 6,7L Diesel , 440 Hö, 925 ft of torque með upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart og trappa í hlera, Driver altert-pakki og Trailer tow camera system. VERÐ 9.290.000 2017 Suburban LTZ Perluhvítur Suburban LTZ, Cocoa Dune að innan. Keyrður 12 þús. km. 7 manna bíll með 4 kapteinsstólar, Blu Ray spilari með tvo skjái, sóllúga og fl. 5,3L V8, 355 hö. VERÐ 12.990.000 2017 Chevrolet Silverado High Country Nýja 6.6L Duramax Diesel vélin, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d. upp- hitað stýri, BOSE hátalaraker- fi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. Einnig til hvítur. VERÐ 9.590.000 2017 GMC Denali Með sóllúgu, heithúðaðan pall, hita í styri og fl. Nýja 6,6L Duramax Diesel vélin 445 hö. Einnig til hvítur og Dark Slate. VERÐ 9.890.000 Ath að myndin er af sambærilegum bíl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.