Morgunblaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Þórður
Hæstiréttur Rétta þarf í Stím-
málinu að nýju vegna vanhæfis.
Hæstiréttur hefur ómerkt dóm hér-
aðsdóms í Stím-málinu svokallaða og
vísar til þess að Sigríði Hjaltested
hafi brostið hæfi til að dæma í mál-
inu. Sigríður sagði sig frá öðru hrun-
máli sem Hæstiréttur segir hliðstætt
þessu máli. Það gerði hún vegna
tengsla þess við fyrrverandi eigin-
mann sinn og barnsföður.
Í dómi Hæstaréttar núna kemur
fram að Sigríður hafi á þeim tíma
sem hún dæmdi í Stím-málinu vitað
um stöðu fyrrverandi eiginmanns
síns. Stuttu áður en dómur féll í
Stím-málinu var önnur ákæra gefin
út gegn stjórnendum Glitnis í svo-
kölluðu markaðsmisnotkunarmáli.
Sagði Sigríður sig frá því enda hefði
eiginmaður hennar verið starfsmað-
ur bankans og með stöðu sakborn-
ings í öðrum málum.
Vakti þetta athygli verjenda í
Stím-málinu sem komu tengslunum
á framfæri við ríkissaksóknara. Þar
var ekki talin ástæða til að aðhafast
en Hæstiréttur gerði það hins vegar.
Með ógildingu dómsins er Stím-
málinu vísað á ný í hérað þar sem
það skal tekið fyrir á ný. Er þetta
þriðja hrunmálið sem Hæstiréttur
ógildir og vísar á ný í hérað.
Var dæmdur í 5 ára fangelsi
Í Stím-málinu var Lárus Welding,
fyrrverandi bankastjóri Glitnis,
dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir
umboðssvik. Jóhannes Baldursson,
sem var framkvæmdastjóri mark-
aðsviðskipta Glitnis, var dæmdur í 2
ára fangelsi, einnig fyrir umboðs-
svik. Þorvaldur Lúðvík Sigurjóns-
son, fyrrverandi bankastjóri Saga
Capital, var dæmdur í 18 mánaða
fangelsi fyrir hlutdeild í umboðs-
svikum.
thorsteinn@mbl.is/sbs@mbl.is
Dómur í
Stím-máli
ómerktur
Aftur í héraðsdóm
Dómari vanhæfur
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2017
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Öllum föstum læknum Hrafnistu-
heimilanna hefur verið sagt upp
störfum. Sex fengu uppsagnarbréf
nú um mánaðamótin, en sá sjöundi,
forstöðulæknirinn Sigurður Helga-
son, sagði sjálfur upp fyrir nokkru.
Pétur Magnússon, forstjóri Hrafn-
istuheimilanna, staðfesti þetta í
samtali við Morgunblaðið. Hann
sagði að samið hefði verið við
Heilsuvernd, einkarekið fyrirtæki í
heilbrigðisþjónustu, að taka lækn-
isstörfin yfir frá 1. september í
haust.
Pétur sagði að læknunum yrðu
boðin störf hjá Heilsuvernd en vissi
ekki hvort þeir myndu þiggja það
eða hvort starfskjör þeirra og
vinnutími breyttust. Hann sagði að
með þessari breytingu væri verið
að bregðast við þeim vanda að erf-
iðlega gengi að fá afleysingalækna
til starfa á Hrafnistu og hentugra
þætti að annar aðili sæi um að
tryggja að læknisþjónustan væri
hnökralaus. Fyrirtækið Heilsu-
vernd hefði reynslu á því sviði.
Ákvörðunin tengdist því að for-
stöðulæknir Hrafnistuheimilanna,
sem er annar tveggja lækna heim-
ilanna í fullu starfi, væri að hætta
og fram undan væri opnun nýs
hjúkrunarheimilis árið 2019.
Pétur sagði að nú þegar væri um
helmingur Hrafnistuheimilanna
með samning við annan aðila um
læknisþjónustu. Þannig sæi Heilsu-
vernd um hana í Garðabæ en á
hjúkrunarheimilunum í Reykja-
nesbæ væri hún í höndum Heil-
brigðisstofnunarinnar. Hann sagði
að íbúar heimilanna ættu ekki að
verða varir við neinar breytingar
hvað þjónustu snerti nema að nýir
læknar kæmu til starfa. Þjónusta
við íbúa myndi ekki skerðast.
Stöðugildum fækkar
Aðeins einn læknanna sex sem
sagt var upp, Íris Sveinsdóttir sem
starfar á Hrafnistu í Kópavogi, er í
fullu starfi, en hinir í hlutastarfi. Ír-
is sagði í samtali við Morgunblaðið
að læknarnir hefðu ekki ákveðið
hvernig þeir myndu bregðast við
eða hvort þeir héldu áfram. Þeir
ættu eftir að ræða við Heilsuvernd
og vissu þess vegna ekki hvort nýja
fyrirkomulagið yrði betra eða verra
fyrir þá. „En það verður greinilega
mikil breyting, fækkun stöðugilda
og fleira,“ sagði hún. Íris sagði að
auk læknanna hefðu læknanemar
unnið á Hrafnistuheimilunum en
það myndi einnig breytast.
Samtals eru rekin sjö Hrafnistu-
heimili á vegum Sjómannadagsráðs.
Hið elsta er í Reykjavík en síðan
eru heimili í Kópavogi, Garðabæ,
Hafnarfirði og Reykjanesbæ þar
sem heimilin eru tvö. Á þessum
heimilum búa samtals á sjötta
hundrað manns.
Læknum Hrafnistu sagt upp
Fyrirtækið Heilsuvernd tekur læknisþjónustuna yfir frá 1. september í haust
01 Smærri
viðgerðir
Hraðþjónusta HEKLU.
Hringdu í 590 50 30 eða renndu við.
Hekla.is
Fjölmenni tók á móti Björgúlfi EA-312, nýjum ís-
fisktogara Samherja, þegar hann kom í fyrsta
skipti til heimahafnar á Dalvík í gær. Hann leysir
af fertugan togara með sama nafni, sá er einnig í
eigu Samherja, heitir nú Hjalteyrin og sigldi á
móti þeim nýja í gær. Það var Sigurður Haralds-
son, fyrrverandi skipstjóri á Björgúlfi eldri –
Siggi á Björgúlfi – sem tók við endanum, eins og
sjómenn kalla það, og batt skipið við bryggju.
Fjörutíu ár eru síðan nýsmíðaður togari lagðist
síðast að bryggju í heimahöfninni Dalvík, einmitt
Björgúlfur eldri árið 1977. „Þetta er merkilegur
dagur. Svona skip hefur mikil áhrif á líf bæjarbúa
enda má segja að sveitarfélagið lifi af fiskvinnslu,“
sagði Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri
útgerðarsviðs Samherja, við Morgunblaðið á
bryggjunni í gær. Allur afli skipsins verður unn-
inn í frystihúsum Samherja á Dalvík og Akureyri
samdægurs og honum er landað. Björgúlfur var
smíðaður í Tyrklandi og tók siglingin þaðan 14
sólarhringa. Skipstjóri er Kristján Salmannsson
og yfirvélstjóri Halldór Gunnarsson.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fjölmenni fagnaði Björgúlfi
Samherjar Sigurður Haraldsson fv. skipstjóri og
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Stytting á tímabili atvinnuleysisbóta
úr 36 mánuðum í 30 með lögum árið
2014 var óheimil enda skerti hún
bótarétt félagsmanna í VR, sem
þáðu atvinnuleysisbætur 31. desem-
ber 2014 eða sóttu um slíkar bætur
1. janúar 2015 og eftir það.
VR og og einn félagsmanna þess
höfðuðu í janúar 2015 mál á hendur
Atvinnuleysistryggingasjóði, Trygg-
ingasjóði sjálfstætt starfandi ein-
staklinga, Vinnumálastofnun og ís-
lenska ríkinu vegna þessarar
lagabreytingar. Var krafist við-
urkenningar á því að stytting á tíma-
bili atvinnuleysisbótanna hefði verið
óheimil.
Í dómi Hæstaréttar í gær segir að
atvinnuleysisbætur séu af félags-
legum toga, fjárhagsaðstoð sem sé
safnað til með tryggingagjaldi sem
atvinnurekendur greiða sem hlutfall
af öllum launum. Þannig ávinni
launamaður sér rétt til bóta. Talið
var að þótt markmið löggjafans með
breytingum á lögunum um atvinnuu-
leysistryggingasjóð hefði verið mál-
efnalegt hefði átt að gæta meðalhófs
og taka sanngjarnt tillit til þeirra
sem hefðu átt virkan rétt til atvinnu-
leysisbóta eða virkjað þann rétt fyrir
gildistöku laganna. Það sama ætti
við um VR-fólk sem misst hafi rétt
sinn.
Vextir eru áfallnir
VR hefur sent frá sér tilkynningu
vegna málsins. Þar segir að Vinnu-
málastofnun verði að flýta endur-
reikningi á atvinnuleysisbótum og
áföllnum vöxtum á þessum bótum
allra félagsmanna VR sem og ann-
arra sem breytingin snerti.
jonpetur@mbl.is / sbs@mbl.is
Meðalhófs var ekki gætt
Tímabil atvinnuleysisbóta mátti ekki stytta VR tapaði
réttindum Vinnumálastofnun flýti endurútreikningi