Morgunblaðið - 02.06.2017, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2017
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
„Meirihluti fjárlaganefndar er
einfaldlega ósammála í mörgum
málum og getur því ekki sett
fram skýrar breytingatillögur í
fjármálaáætlun,“ segir Lilja Al-
freðsdóttir, varaformaður Fram-
sóknarflokksins, en Alþingi sam-
þykkti í gær þingsályktunar-
tillögu meirihluta fjárlaganefndar
um fjármálaáætlun 2018-2022.
„Áætlunin er góðra gjalda verð
enda hálfgert leiðarljós okkar í
flestum málaflokkum en mér
finnst skynsamlegra að meirihluti
nefndarinnar komi fram með
breytingartillögur til ákveðinna
þátta í stað þess að beina til-
mælum til stjórnvalda í einstaka
málum.“
Lilja tekur, sem dæmi um vilja
meirihlutans til endurskoðunar,
tillögu fjármálaráðherra á virð-
isaukaskattsbreytingu sem færir
ferðaþjónustu í hærri flokk.
„Ég er hjartanlega sammála
meirihluta nefndarinnar og myndi
ráðleggja stjórnvöldum að setja
vinnu í að útfæra frekar komu-
gjöld í stað hækkunar á virðis-
aukaskatti. Hækka á virðisauka-
skattinn um 16 til 17 milljarða á
greinina bara til að lækka hann
aftur um 13 milljarða. Nettó-
ávinningur er því um 4 milljarðar.
Ég spyr mig þá hvort ekki sé
skynsamlegra að koma á komu-
gjöldum og fara í heildarendur-
skoðun á skattkerfinu,“ segir
Lilja og bendir á að hér hefði til
að mynda þurft að koma fram
skýr breytingartillaga frá nefnd-
inni.
Var tekið tillit til umsókna
Fjárlaganefnd barst 171 um-
sögn vegna fjármálaáætlunar m.a.
frá ríkislögreglustjóra sem bendir
á að viðbúnaðargeta lögreglunnar
sé óásættanleg og henni er ekki
fært að standa undir þjónustu-
eða öryggisstigi í samræmi við
lögbundið hlutverk. Lögreglu-
menn séu allt of fáir og verulega
skortir á fjárveitingar til lög-
gæslu. Í umsögn lögreglustjórans
á höfuðborgarsvæðinu segir að
fækka þurfi stöðugildum um 6-8
miðað við núverandi áætlun.
Haraldur Benediktsson, for-
maður fjárlaganefndar, segir að
tilmæli nefndarinnar séu í eðli
sínu tillögur.
„Hefðum við gert beinar tillög-
ur þá hefðu þær allar verið við
fjárhagsrammana því það er hin
eiginlega þingsályktun. Mikilvægt
er að hafa í huga að hér er ekki
um fjárlög að ræða heldur þings-
ályktun, þannig að það verður
alltaf óhjákvæmilegur breytileiki
milli fjárlaga og fjármálaáætlun-
ar,“ segir Haraldur og bendir á að
meirihlutinn hafi t.d. bent á að
gera þyrfti breytingar á hagræð-
ingarkröfum til framhaldsskóla.
„Án þess að fara sérstaklega
inn í málaflokkinn beinum við
þeim tilmælum til ríkisstjórnar-
innar að endurskoða hagræðing-
arkröfuna. Þá bendum við líka á í
greinargerðinni að meiri tekjuaf-
gangur er í áætluninni en fram
kemur í töflum. Lánakjör hafa
batnað verulega og við höfum
borgað upp lán og meiri arður er
af eignum og meiri skatttekjur.“
Þannig segir Haraldur að tekið
hafi verið tillit til umsókna sem
nefndinni bárust.
Segir meirihlutann ósamstiga
Fjármálaáætlun samþykkt Lilja Alfreðsdóttir segir skort á tillögum skýrt
dæmi um ólík sjónarmið Formaður segir tilmæli sama og tillögur í áætluninni
Morgunblaðið/Golli
Fjármál Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu meirihluta fjárlaganefndar en felldi tillögu minnihlutans.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ
www.volkswagen.is
Við látum framtíðina rætast.
Passat GTE. Hlaðinn fjölskyldubíll með fimm ára ábyrgð.
Volkswagen Passat GTE er jafnvígur á rafmagn og bensín. Þú kemst flestra þinna ferða á raforkunni
einni saman, en í langferðum tekur sparneytin bensínvélin við. Snerpan og mýktin sem hann býr yfir gerir
aksturinn að hreinni skemmtun. Láttu framtíðina rætast og skiptu yfir í Passat GTE.
Verð frá 4.770.000 kr.
Rafmagn, bensín
og hrein skemmtun.
Læknafélag Íslands fundaði með
samninganefnd ríkisins í gær vegna
nýs kjarasamnings. Annar fundur er
fyrirhugaður klukkan 15 í dag í fjár-
málaráðuneytinu, þar sem fundirnir
hafa farið fram hingað til. Fundur-
inn verður sá tólfti í röðinni í þessari
samningalotu.
Þorbjörn Jónsson, formaður
Læknafélags Íslands, segir að
styttra sé á milli funda en áður og
skiptir þar máli að stutt er í sumarfrí
sem gætu tafið viðræðurnar. „Við
erum að reyna að þoka þessu eitt-
hvað áleiðis fyrir sumarfrí. Svo verð-
ur tíminn að leiða það í ljós hvernig
þessu máli reiðir af,“ segir hann.
Síðasti kjarasamningur félagsins
var undirritaður í janúar 2015 eftir
verkfallsaðgerðir lækna. Hann rann
út 30. apríl. Á tólfta hundrað lækna
eru í Læknafélagi Íslands. Þar af
eru 100 skurðlæknar, en kjarasamn-
ingur þeirra rennur út í ágúst.
Á skurðstofu Samningur Lækna-
félags Íslands rann út í lok apríl.
Fundað í
kjaradeilu
lækna