Morgunblaðið - 02.06.2017, Side 13

Morgunblaðið - 02.06.2017, Side 13
Kokkur Bjarka finnst gaman að þróa hinar ýmsu afurðir úr njólanum, hér er hann með njólapestó á njólabrauði. Íslands á 18. öld og fékk nafnið af því það var flutt á milli bæja á far- dögum, sem eru þeir dagar að vori sem jarðnæðislaust vinnufólk hafði tækifæri til vistaskipta. Vinnufólk flutti njólann með sér því hann þótti mikil búbót, fljótsprottinn og afar c-vítamínríkur og góður gegn skyrbjúg. Ég hef heyrt að það væri ekki tilviljun að í orðinu njóli sé að finna jól, því það var hátíð í bæ þegar þessi veislumatur fór loks að spretta að vori.“ Fluttur í sveitina, alsæll Bjarki segir að margir komi að hátíðinni, listamenn og annað fólk. „Á fyrri hátíðum hefur meðal ann- ars verið flutt njólarapp og hann- aður njólakjóll, hann var gerður í pappír, rosalega fallegur.“ Af nægu verður að taka á hátíðinni á morg- un, en Bjarki segir hana vera þess eðlis að margt sé gert „spontant“ eða af hvatvísi. „Ég hef boðið ólík- asta listafólki að koma og gera hvað sem það vill, þar sem þemað er njólinn og náttúran. Viktor verð- ur til dæmis með tvívítt verk, Katr- ín Helena verður með gjörning og Sigurður Atli ætlar að vera með listaverk. Fólk hefur frjálsar hend- ur, þetta eru ýmist gjörningar, tón- list eða eitthvað annað.“ Bjarki segir að njólasúpa, njólabrauð og njólapestó sé fastur liður á fardagahátíðinni, en auk þess ætli hann að bjóða upp á snittur með lambahjörtum sem marineruð hafa verið í njóla og grilluð. „Ég verð líka með græn- metis- og njólasalsa og sætkart- öflumauk með njóla. Í sætmeti býð ég upp á njólapönnukökur með njólasultu, að ógleymdu sírópi sem ég hef bragðbætt með hinum ýmsu villtu jurtum. Mikro kaffibrennslan Kvörn verður með „pop up“ kaffi- hús með ljúffengu kaffi og þar verður hægt að forvitnast um allt það nýjasta í kaffiheiminum,“ segir Bjarki sem býr í Birtingaholti, hann flutti þangað fyrir fjórum mánuðum ásamt Ernu kærustu sinni. „Bragginn hér í Birtingaholti er frábær vettvangur fyrir svona hátíð, umvafinn fallegri náttúru. Þar sem ég er kokkur þá hef ég verið að taka að mér verkefni á því sviði hér í sveitunum, ég var að ljúka tveggja mánaða törn sem kokkur á veitingastaðnum Gull- fosskaffi. Við kunnum vel við okkur í sveitinni.“ Girnilegt Njólabrauð og njólapestó er fastur liður á fardagahátíð Bjarka. Morgunblaðið/Sverrir Fallegur Njóli prýðir matarborð. Myndlistar- og matarhátíðin Fögnuður á fardögum verður í Bragganum í Birtingaholti í Hruna- mannahreppi á morgun, laugardag 3. júní, og hefst kl. 14. Allir hjart- anlega velkomnir. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2017 Á vefmiðli TMW (themysterious- world.com) hefur verið birtur listi yfir tíu friðsælustu lönd veraldar árið 2017. Listinn kemur frá stofnuninni Institute of Economics and Peace og voru 162 lönd sett á mælistikuna. Löndunum var raðað á lista eftir 22 ólíkum atriðum, þar á meðal glæpa- tíðni, sambandi við nágrannaþjóðir, hvort engin væru stríðsátökin, skóla- málum og fleiru. Þrjú Norðurlönd eru meðal þeirra tíu landa sem efst eru á listanum, Ís- land er í fyrsta sæti, Danmörk í öðru sæti og Finnland í sjötta sæti. Full ástæða er til fagna því að litla Ísland er samkvæmt þessu talið friðsælasta landið í heiminum til að búa í. Í frétt- inni er tiltekið að á Íslandi sé lýðræði á háu stigi, þar ríki kynjajafnrétti og fáir séu í fangelsi. Læsi sé á Íslandi 99% og menntun ókeypis. Íslend- ingar eru auk þess sagðir meðal best upplýsta fólks heims, meðal þeirra þjóða sem lesa mest og meðal þeirra sem gefa hlutfallslega út flestar bækur. Okkur er einnig talið til tekna að konur taki hér virkan þátt í pólitík, skóla- og menntamálum, sem og í heilbrigðis- og atvinnugeiranum. Og auðvitað er tekið fram að Ísland var fyrsta landið í Evrópu til að kjósa konu sem forseta, Vigdísi Finnboga- dóttur. Að lokum er þess getið að Ís- land er laust við moskítóflugur, því þær þrífist ei hér í norðri. Húrra! Þrjú Norðurlönd í tíu efstu sætunum Morgunblaðið/Golli Vigdís Tekið er fram að á Íslandi taki konur virkan þátt í pólitík og hér hafi fyrsta konan verið kosin til forseta. Ísland hefur verið valið friðsælasta land í heimi Ég heyri sjálfa mig oft segja setn- ingar líkt og „taktu nú til í eldhúsinu“ eða „ekki koma of seint heim“. Marg- ir myndu halda að þessu væri beint að barni en svo er ekki. Á mínu heimili er barnið fimmtug kona sem vill meina að hún sé móðir mín. Hlutverkaskipti á mínu heimili eru því líklega ekki það sem flestir lands- menn þekkja. Í fyrradag buðum við vinkonu í kvöldmat þar sem rabbað var um alls kyns mál, meðal annars hvað væri það nýjasta nýtt á hinni góðkunnu síðu Netflix. Við mæðgur fengum nokkrar ábendingar um þætti sem væri þess virði að horfa á og mætti því segja að matarboðið hafi tekist vel. Kjötbollur í skipt- um fyrir ábendingar um sjónvarpsáhorf. Um hálftíuleytið sama kvöld heyrist svo í móður minni: „getum við horft á Netflix?“ Ég var nýkomin úr baði og því tilbúin til þess að hreiðra um mig undir sæng og vera sofnuð fyrir tíu líkt og öllum 19 ára einstaklingum er sæmandi. Ég svaraði því móðurinni að klukkan væri orðin of margt og það væri kominn hátta- tími. Ég bætti við: „kannski á morgun ef þú verður þæg.“ Við lok þessarar setningar uppgötvaði ég að líklegast ætti aldurinn minn að vera öfugur. Það er að segja ég lifi kannski í líkama 19 ára einstaklings en er í raun 91 árs. Eftir svolitla umhugsun komst ég að því að það væri bara ágætis aldur. Ég skil ekkert í fólki sem vill fara út seint á kvöldin að „djamma“ í mið- bænum eða annað slíkt. Minn frítími fer miklu frek- ar í að horfa á góða heimilda- mynd uppi í sófa með köttinn í fang- inu eða að skipa móðurinni að fara út með ruslið. Ég ætti kannski að fara að athuga hvort það sé laust pláss á einhverju hjúkrunarheimili fyr- ir mig og á leikskóla fyrir sambýlismann- eskjuna. »Líklegast ætti aldurinn minn að vera öfugur. Það er að segja ég lifi kannski í líkama 19 ára einstaklings en er í raun 91 árs. Heimur Urðar Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Fyrirbyggir exem • Betri og sterkari fætur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.