Morgunblaðið - 02.06.2017, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 02.06.2017, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2017 2. júní 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 99.04 99.52 99.28 Sterlingspund 127.25 127.87 127.56 Kanadadalur 73.61 74.05 73.83 Dönsk króna 14.919 15.007 14.963 Norsk króna 11.735 11.805 11.77 Sænsk króna 11.348 11.414 11.381 Svissn. franki 101.95 102.51 102.23 Japanskt jen 0.8936 0.8988 0.8962 SDR 136.93 137.75 137.34 Evra 111.01 111.63 111.32 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 137.9085 Hrávöruverð Gull 1266.15 ($/únsa) Ál 1919.0 ($/tonn) LME Hráolía 51.92 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Viðskipti með hlutabréf í maí námu 72,6 millj- örðum króna eða tæplega 3,5 millj- örðum á dag. Það er 16% aukning á milli ára en við- skipti í maí 2016 námu tæplega 3 milljörðum á dag. Langmest við- skipti voru með bréf Marels, eða fyrir 17,1 milljarð. Því næst komu viðskipti með hlutabréf Haga fyrir 7,4 milljarða og Reita fasteignafélags fyrir 7,2 millj- arða. Með mestu hlutdeild í hlutabréfa- viðskiptum í maí var Arion banki með 30,1%, Landsbankinn með 19,8% og Kvika banki með 16,7%. Viðskipti með skuldabréf námu 91,5 milljörðum í maí sem samsvarar 4,4 milljarða veltu á dag. Það er 46% hækkun frá maí í fyrra. Viðskipti voru lífleg í Kauphöllinni í maí Hlutabréf 3,5 millj- arðar á dag í maí. STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Tilkoma Blöndulínu 3, Hólasands- línu 3 og Kröflulínu 3 dugir ekki til að ná að reka raforkukerfi landsins í framtíðinni á öruggan hátt. Til frek- ari samtengingar á milli Norður- og Suðurlands þarf að koma með hálendislínu eða að klára upp- færslu byggðal- ínuhringsins. Þetta er ein meg- inniðurstaðan í meistaraverkefni Gnýs Guðmunds- sonar, meistara- nema í rafmagnsverkfræði við Há- skólann í Reykjavík. „Athugun mín rennir stoðum undir að það þurfi að tengja saman landshlutana til að ná fram fullu af- hendingaröryggi og bestu nýtingu kerfisins,“ segir Gnýr í samtali við Morgunblaðið. Gnýr miðar rann- sókn sína við stefnu stjórnvalda um orkuskipti til ársins 2030, en Gnýr setur upp tvær sviðsmyndir miðað við annars vegar það ár og hins veg- ar árið 2040. „Markmið rannsóknar minnar var að reyna að kortleggja orkuskiptin og hvert umfangið gæti orðið. Ég horfði aðallega til samgangna og aukinnar rafbílavæðingar, og einnig til iðnaðar og þá sérstaklega til fiskimjölsverksmiðja sem nota mik- ið afl á meðan þær eru í gangi,“ sagði Gnýr. Í stefnu stjórnvalda er miðað við að samgöngur verði að 40% hluta rafvæddar fyrir árið 2030. Gnýr miðar við að tíu árum síðar, eða árið 2040, verði hlutfallið orðið um 70%. Fiskimjölsverksmiðjur, sem eru 11 talsins í landinu í dag, eru ekki allar rafvæddar að fullu og því á talsverð rafvæðing eftir að eiga sér stað. „Þegar þær verða að fullu raf- væddar eykst álagið á kerfið tals- vert mikið. Ég reyndi líka að átta mig á hvað þetta þýðir samhliða annarri þróun í raforkunotkun.“ Gnýr segir að niðurstaðan sé sú að orkuþörfin muni aukast um 2,4 teravattstundir fram til ársins 2030. „Aflþörfin er um 490 megavött sem þurfa að bætast við kerfið á tíma- bilinu. Þetta næst að 35 til 40% hluta með aflaukningu núverandi virkjana, en 60 til 65% þurfa að koma frá nýjum virkjunum, hvort sem það verða jarðvarmavirkjanir, vatnsaflsvirkjanir eða vindorku- garðar.“ Gnýr segist reikna með að allt að 210 MW muni koma frá aflaukningu núverandi virkjana, en til viðbótar myndu koma 5-6 virkjanir í minni kantinum eins og hann orðar það. Eykst um 300 MW fyrir 2040 Gnýr segir að sé horft til ársins 2040 þá aukist þörfin enn meira, eða um 1,4 teravattstundir og aflþörfin um 300 MW til viðbótar. Spurður um mat sitt á því hvort stjórnvöld séu meðvituð um þá styrkingu sem þarf að eiga sér stað á raforkukerfinu segist Gnýr telja að svo sé. Spurður að því hvort hann hafi horft til mögulegrar sölu rafmagns úr landi í gegnum sæ- streng, segir Gnýr að rannsóknin sýni að það verði næg eftirspurn eftir raforku hér á Íslandi í framtíð- inni og því sé kannski ekki þörf á að leita á nýja markaði með orkuna, nema þá til að fá hærra verð fyrir hana. Orkuskipti kalla á nýjar virkjanir og aflaukningu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Aflfrekar Fiskimjölsverksmiðjur nota mikið afl á meðan þær eru í gangi, og rafbílaflotinn fer sístækkandi. Raforkukerfi » Samgöngur verði að 40% hluta rafvæddar fyrir árið 2030. » Erfitt gæti reynst að reka kerfið við ýmsar rekstrar- aðstæður og við bilanaatvik án úrbóta. » Inni í athugun Gnýs eru meðal annars spár um áfram- haldandi fjölgun ferðamanna og dreifingu þeirra um landið með tilheyrandi bílaumferð á rafbílum.  Næg eftirspurn verður eftir raforku innanlands Tengja þarf saman landshluta Gnýr Guðmundsson Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Grandier, félag í eigu Sigurðar Bolla- sonar og Don McCarthy, flaggaði í gær sölu á 8% hlut í VÍS. Sjóðir á veg- um bandaríska eignastýringafyrir- tækisins Eaton Vance keyptu 4,3% í tryggingafélaginu af Grandier. Sjóð- irnir eiga nú 8,7% hlut í félaginu. Markaðsvirði hlutar Grandier var um 2 milljarðar króna en Grandier kom inn í hluthafahóp VÍS fyrir um það bil einu ári. Heimildir Morgunblaðsins herma að söluna megi rekja til persónulegra aðstæðna McCarthy, sem hyggst draga úr fjárfestingum sínum hér á landi. McCarthy og Sigurður hafa fjárfest saman alþjóðlega í mörg ár. Sala á hlutabréfum í VÍS tengist því ekki tryggingafélaginu né þeim hrær- ingum sem átt hafa sér stað í yfir- stjórn þess og á meðal eigenda. Grandier á 7% hlut í Kviku fjárfest- ingarbanka. Sigurður hyggst, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins, kaupa hlut McCarthy og eiga þau bréf áfram. Upplýst var um kaup Grandier á 4% hlut í VÍS vorið 2016 fyrir um 700 milljónir króna. Í kjölfarið jók fjár- festingafélagið hlut sinn í trygginga- félaginu í 8% í nokkrum skrefum. Frá þeim tíma hefur gengið hækkað um 34%. McCarthy, sem er breskur, nýt- ur sömuleiðis góðs af því að gengi krónu hefur styrkst mikið. Pundið, mælt í íslenskum krónum, hefur veikst um rúmlega 30% á tímabilinu. Morgunblaðið/Eggert Tryggingar Grandier seldi 8% hlut sinn í VÍS m.a. til Eaton Vance. Eaton komið með tæplega 9% í VÍS  Sigurður Bolla- son kaupir félaga sinn út úr Kviku Nú er Hreyfivika UMFÍ og þá minnum við á mikilvægi þess að hreyfa sig reglulega. Þú þarft ekki að ganga á Hvannadalshnjúk eða hlaupa heilt maraþon, við hvetjum þig til að stunda hreyfingu sem hentar þér. GANGA, HLAUPA EÐA DANSA, LÁTTU BARA VAÐA – OG NJÓTTU ÞESS! HREYFIVIKA UMFÍ - 29.05-04.06 #miNhREyFinG HrEYfuM OkKur HrEYfiVIka.Is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.