Morgunblaðið - 02.06.2017, Síða 26

Morgunblaðið - 02.06.2017, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2017 85 ÁRA Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Hótelrúmföt og handklæði fyrir ferðaþjónustuna Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjórnandann Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is Allt lín fyrir: Hótelið • Gistiheimilið Bændagistinguna • Airbnb Veitingasalinn • Heilsulindina Þvottahúsið • Sérverslunina Guðrún Hanna Hilmarsdóttir, skólastjóri Alþjóðaskólans á Íslandi,fagnar 50 ára afmæli í dag. Hún er uppeldis- og menntunar-fræðingur að mennt og að auki með meistaragráðu í fræðslu- starfi og stjórnun. „Alþjóðaskólinn kennir eftir alþjóðlegri námskrá og sérhæfir sig fyr- ir börn sem staldra tímabundið við hér á Íslandi, sem og þau sem eiga hér heima til langframa. Bæði er kennt á ensku og íslensku. Skólinn er 13 ára í ár og við erum því frumkvöðlar í alþjóðlegri grunnskóla- menntun á Íslandi með tæplega 100 nemendur frá fimm ára aldri upp í tíunda bekk.“ Hanna er að ljúka tíunda ári sínu við skólann: „Ég er búin að taka þátt í uppbyggingu á þessu frumkvöðlastarfi með kraftmiklu og frábæru teymi. Við vorum meðal annars að ljúka ströngu alþjóðlegu faggildingarferli.“ Fjölskyldan og vinir eru í fyrirrúmi hjá Hönnu. „Matarboðin eru mörg sem haldin eru á heimilinu enda nýt ég þess að elda góðan mat og hafa mína í kringum mig. Golfi hef ég mikið gaman af þótt ég myndi seint teljast vera góð. Ég les mikið starfsins vegna, elska góðar bíó- myndir og er alæta á tónlist. Veit fátt skemmtilegra en að fara á tón- leika, ferðast og hitta skemmtilegt fólk Ég ætla að halda upp á daginn með nánustu vinum og fjölskyldu. Það verða klárlega léttir réttir og litrík stemning “ Eiginmaður Hönnu er Örn Héðinsson, framkvæmdastjóri hjá Karl K. Karlsson ehf. Synir þeirra eru Hilmar Sindri, sem starfar hjá Opnum kerfum, og Héðinn Snær, nemi í alþjóðahagfræði og stjórnun í Álaborg. „Um miðjan júní tekur við kærkomið frí, en þá munum við hjónin skella okkur út í sólina. Í júlí munum við svo ferðast um landið með góð- um vinum, en það hefur verið árlegur siður hjá okkur undanfarin ár. Nú er komið að sunnanverðum Vestfjörðum. Ég ætla fyrst og fremst að njóta lífsins á þessum tímamótum með gleði og jákvæðni að leiðarljósi.“ Fjölskyldan Myndataka í tilefni af útskrift yngri sonarins. Með gleði og já- kvæðni að leiðarljósi Hanna Hilmarsdóttir er fimmtug í dag R agnar Ólafsson fæddist að Kvíum í Þverárhlíð í Mýrasýslu 2.6. 1927, ólst þar upp og átti þar heimilisfang til 20 ára aldurs. Ragnar stundaði nám í Héraðs- skólanum í Reykholti veturna 1942- 44, stundaði síðan nám í Samvinnu- skólanum 1945-47 og sótti stutt verslunarnámskeið í Bretlandi sum- arið 1947. Ragnar var verslunar- maður hjá Kaupfélagi Borgfirðinga í Borgarnesi 1947-48 og var sölu- maður hjá heildverslun í Reykjavík haustið 1948. Hann hóf störf á Skattstofu Reykjavíkur í ársbyrjun 1949 en sumarið 1949 var hann starfsmaður hjá Dagblaðinu Tím- anum og jafnframt erindreki hjá Framsóknarflokknum. Ragnar hóf aftur störf hjá Skatt- stofu Reykjavíkur haustið 1949 og starfaði þar til ársloka 1997 eða rösklega hálda öld. Þá var hann settur skattstjóri á Ísafirði sumarið 1955 en fulltrúi á Skattstofu Reykjavíkur frá 1953. Hann var skipaður deildarstjóri atvinnu- rekstrardeildar í desember 1958, var jafnframt varaskattstjóri til næstu sex ára, annaðist jafnframt endurskoðun söluskatts í umdæm- um utan Reykjavíkur í nokkur ár og annaðist endurskoðun skatt- framtala í Árnessýslu á árunum 1956-62 í umboði yfirskattanefndar Árnessýslu. Hann var í framtals- nefnd Reykjavíkur 1967-2003, hvoru tveggja, aðalmaður eða vara- maður, var formaður framtals- nefndar 1978-82 og umsjónarmaður með ýmsum störfum framtals- nefndar í umboði borgarstjóra um nokkurra ára skeið. Ragnar sat í stjórn FUF í Reykjavík, í stjórn SUF um árabil, Ragnar Ólafsson, fyrrverandi deildarstjóri – 90 ára Gömul fjölskyldumynd Ragnar og kona hans, Theódóra, með börnum sínum, Sigríði, Gísla og Sveini. Bókamaður með mik- inn áhuga á ættfræði Afmælisbarnið Ragnar starfaði hjá skattinum í rúma hálfa öld. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.