Morgunblaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2017 Úthlutað var úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara í sjö- unda sinn í gær, fimmtudaginn 1. júní. Sjóðurinn var stofnaður af fjöl- skyldu hans, vinum og samstarfs- félögum eftir að Kristján lést 22. apríl árið 2002 eftir tveggja ára veikindi, tæplega þrítugur að aldri. Er sjóðn- um ætlað að verðlauna framúrskar- andi tónlistarmenn. Í þetta sinn hlutu styrk úr sjóðnum þær Rannveig Marta Sarc fiðluleikari og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, bás- únu- og fiðluleikari. Rannveig segir það mikinn heiður að hljóta styrkinn, sem komi að miklu gagni og sé hún afar þakklát. Hún kveðst aðallega ætla að nota styrkinn í námið sitt, en hún stundar um þess- ar mundir bachelor-nám við Juilliard- skólann í New York. „Það er mjög dýrt að stunda nám í Bandaríkjunum og New York er sérstaklega dýr borg,“ segir Rannveig og kveður að næsta ár muni svo fara í að sækja um meistaranám og því komi styrkurinn sér afar vel fyrir flugfargjöld og um- sóknargjöld. Sigrún hafði orð á því að það að hljóta þennan styrk væri eins og að detta í lukkupott. Stundar hún meist- aranám við listkennsludeild Listahá- skóla Íslands um þessar mundir og hyggst nota styrkinn í að fjármagna vinnu í lokaritgerð. „Þetta fjármagn kemur á ótrúlega góðum tíma og það er gott að geta staðið vel að rann- sóknarverkefni sínu og öllu sem því fylgir,“ segir Sigrún. Áður hafa hlotið styrki úr sjóðnum þau Kristinn H. Árnason gítarleikari, Daníel Bjarnason, hljómsveitarstjóri, tónskáld og píanóleikari, Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir harm- onikuleikari, Ari Bragi Kárason, trompet- og flygilhornleikari, Sunna Gunnlaugsdóttir, píanóleikari og tón- skáld, og nú síðast Skúli Sverrisson, bassaleikari og tónskáld. thorgerdur@mbl.is Fiðluleikarar fá styrk  Minningarsjóð- ur Kristjáns Eld- járns gítarleikara veitti tvo styrki Morgunblaðið/Golli Styrkþegar Rannveig Marta Sarc og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir ásamt Þórarni Eldjárn. Þær hlutu styrk úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns í gær. Tveir nýir höfundar hljóta Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta í ár til útgáfu á verkum sínum, en styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Gunnars- húsi, húsi Rithöfundasambandsins, í gær. Styrkþegar í ár eru Fríða Ísberg fyrir ljóðasafnið Slitförina og Pedro Gunnlaugur Garcia fyrir skáldsöguna Ráðstefna talandi dýra. Hvort um sig hlýtur 400.000 kr. að launum. Samkvæmt upplýsingum frá Miðstöð íslenskra bók- mennta er þetta í tíunda skipti sem Nýræktarstyrkjum er úthlutað, en alls hafa hátt í fimmtíu höfundar fyrir 39 verk hlotið þessa viðurkenningu frá upphafi. Bókmenntaráðgjafar Miðstöðvar íslenskra bók- mennta, Helga Ferdinandsdóttir og Magnús Guð- mundsson, veittu umsögn um umsóknir. Í umsögn þeirra um ljóðasafn Fríðu Ísberg segir: „Slitförin er safn ljóða sem fjalla á ágengan hátt um togstreituna við að brjótast undan áhrifavöldum bernskunnar og finna leiðina að eigin sjálfi. Leiðarstef verksins er sársaukinn sem sprettur úr nístandi sorg milli barns og foreldris. Ljóðin taka pláss, sýna afstöðu og grípa lesendur föst- um tökum.“ Fríða Ísberg stundar meistaranám í ritlist, hagnýtri ritstjórn og útgáfu við Háskóla Íslands. Slitförina vann hún undir leiðsögn Sigurðar Pálssonar. Að mati bókmenntaráðgjafanna er skáldsagan Ráð- stefna talandi dýra „ekkert venjulegt byrjendaverk heldur viðamikil og þroskuð skáldsaga sem fléttar sam- an ólíka menningarheima á tvennum tímum, líf fólks, drauma og örlög. Frjótt ímyndunarafl í sterklega byggðri frásögn, á lifandi og skemmtilega stílaðri ís- lensku, mynda einstaka heild í heillandi skáldsögu.“ Pedro Gunnlaugur Garcia er með BA í félagsfræði og MA í hagnýtri menningarmiðlun. „Í ár bárust 57 umsóknir um Nýræktarstyrki og er það metumsóknarfjöldi á þeim tíu árum sem styrkirnir hafa verið veittir. Nýræktarstyrkir eru sérstakir styrk- ir til útgáfu á fyrstu skáldverkum höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum og til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut,“ segir í tilkynningu, en þar kemur fram að meðal höfunda sem hlotið hafa styrkinn á liðnum árum eru Bryndís Björgvinsdóttir og Halldór Armand Ásgeirsson. Morgunblaðið/Golli Ánægja Fríða Ísberg og Pedro Gunnlaugur Garcia hljóta Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta í ár. Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra var við athöfnina í Gunnarshúsi í gær og afhenti Nýræktarstyrkina. Tveir nýir höfundar  Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta afhentir  Alls bárust 57 umsóknir þetta árið  39 verk styrkt frá 2009 „Opnum dyrnar“ nefnist lag dags rauða nefsins í ár, en það er sam- ið og flutt af rapparanum Atla Sigþórssyni, sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Kött Grá Pjé. Hefð hefur skapast fyrir því að kynna nýtt lag í aðdraganda dags rauða nefsins hjá UNICEF. Átakið nær hámarki í beinni út- sendingu á RÚV föstudaginn 9. júní þegar grínistar, leikarar, fjölmiðlafólk og tónlistarmenn skemmta áhorfendum og skora á þá að hjálpa börnum með því að gerast heimsforeldrar UNICEF. Meðhöfundar Kött Grá Pjé að laginu eru Karó, Kristján Eldjárn og Magnús Öder. Textann gerði Kött Grá Pjé í samstarfi við Karó, sem syngur viðlagið. „Textinn fjallar m.a. um það hversu gott margir hafi það í raun hér á landi og að hollt sé að líta í kringum sig og átta sig á því í hversu erf- iðum aðstæðum fólk sé um allan heim. Okkur beri skylda til að leggja okkar af mörkum til að að- stoða þau sem virkilega þurfi á því að halda. Sjálfur hefur Kött Grá Pjé verið heimsforeldri hjá UNICEF í heil ellefu ár,“ segir í tilkynningu. „Opnum dyrnar“ er sjöunda lagið sem samið er fyrir UNICEF, en fyrri lagahöfundar eru Reykja- víkurdætur, Pollapönk, FM Bel- fast, Páll Óskar Hjálmtýsson, Redd Lights, Retro Stefson, Ljótu hálfvitarnir og Baggalútur. Opnum dyrnar lag dags rauða nefsins Lagahöfundurinn Kött Grá Pjé ásamt góðum ferfættum og loðnum félaga. Bjarni Bernharður Bjarnason opn- ar í SÍM salnum að Hafnarstræti 16 málverkasýningu í dag kl. 17. Sýn- ingaropnunin er jafnframt útgáfu- teiti nýjustu bókar hans, sem nefn- ist Í landi þúsund djöfla. Bjarni mun lesa upp ljóð úr bókinni við lif- andi undirleik dúettsins Azima & Gason Bra. Léttar veitingar verða í boði og allir velkomnir. „Bjarni er sjálfmenntaður mynd- listarmaður og ljóðskáld. Hann hef- ur áður sýnt verk sín á fjölmörgum málverkasýningum, en myndirnar eru að þessu sinni málaðar með olíu á striga,“ segir í tilkynningu. Sýningin stendur til 20. júní og er opin alla virka daga kl. 10- 16. Í landi þúsund djöfla fagnað í dag Málverk Eitt verka Bjarna Bernharðs. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 2/6 kl. 20:00 180 s. Fim 8/6 kl. 20:00 183 s. Sun 11/6 kl. 20:00 186 s. Lau 3/6 kl. 20:00 181 s. Fös 9/6 kl. 20:00 184 s. Mið 14/6 kl. 20:00 Sing-along Mið 7/6 kl. 20:00 Sing-along Lau 10/6 kl. 20:00 185 s. Fim 15/6 kl. 20:00 188 s. Allra síðustu sýningarnar! Síðasta sýning fimmtudaginn 15. júní. RVKDTR- THE SHOW (Litla svið) Lau 3/6 kl. 20:00 5. sýn. Reykjavíkurdætur taka yfir Litla sviðið og láta gamminn geisa. Elly (Nýja sviðið) Fös 2/6 kl. 20:00 44. sýn Fim 8/6 kl. 20:00 49. sýn Mið 14/6 kl. 20:00 53. sýn Lau 3/6 kl. 20:00 45. sýn Fös 9/6 kl. 20:00 50. sýn Fim 15/6 kl. 20:00 54. sýn Þri 6/6 kl. 20:00 aukas. Lau 10/6 kl. 20:00 51. sýn Mið 7/6 kl. 20:00 48. sýn Sun 11/6 kl. 20:00 52. sýn Opnar kl. 18:30, frjálst sætaval. Panta verður veitingar með dags fyrirvara. Elly - haustið 2017 (Stóra sviðið) Fim 31/8 kl. 20:00 1. sýn Fim 7/9 kl. 20:00 4. sýn Sun 10/9 kl. 20:00 7. sýn Fös 1/9 kl. 20:00 2. sýn Fös 8/9 kl. 20:00 5. sýn Fim 14/9 kl. 20:00 8. sýn Lau 2/9 kl. 20:00 3. sýn Lau 9/9 kl. 20:00 6. sýn Fös 15/9 kl. 20:00 9. sýn Sýningar í haust komnar í sölu. Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 11/6 kl. 13:00 Sun 10/9 kl. 13:00 Lau 2/9 kl. 13:00 Sun 17/9 kl. 13:00 Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Húsið (Stóra sviðið) Lau 10/6 kl. 19:30 Lokasýning Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Tímaþjófurinn (Kassinn) Fim 8/6 kl. 19:30 Lokasýning Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Naktir í nátturunni (None) Fim 15/6 kl. 19:30 Aðeins ein sýning ÁHUGASÝNING ÁRSINS leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.