Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Qupperneq 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.6. 2017 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Mikið sem ég naut mín á dögunum á ferðalagi um Suður-Þýskaland. Þessi endalausa Alpafegurð og þungi matur semgerir mann saddan í sólarhring, hiti, kýr og kláfar. Ég hafði sérstaklega hlakkað til að æfa mig í þýskunni. Sýna Bæjurum listir mín- ar í móðurmáli þeirra. Enda ekkert nema lítt-talandi-á-ensku Þjóðverjar á þessum slóðum svo maður varð að bjarga sér. Ég sá þetta sem einstakt tækifæri til að bara halla mér aftur, súpa af rauðvíni og segja þjóninum að þrátt fyrir að þýskan mín væri svolítið ryðguð ætlaði ég að prófa. Koma svo á óvart og njóta aðdáun- ar fyrir að geta pantað mér marg- slungna rétti af flóknum matseðli á ljómandi þýsku. Þegar eitthvað var liðið á ferð- ina og ég var orðin sérstaklega örugg með mig spurði mamma mig þar sem við vorum staddar í fata- verslun í München; „Hvað ertu eiginlega að segja?“ Ég var of upptekin til að svara, var að reyna að ná sambandi við afgreiðslu- stúlku; „Afsakið, afsakið,“ kallaði ég. „Af hverju ertu að segja að þú sért saklaus?“ spurði mamma. „Saklaus, saklaus“ var það sem tungumálafrömuðurinn sjálfsánægði var að kalla í miðri H&M versl- uninni. „Entschuldigung“ (afsakið) hafði á þeim 17 árum sem voru liðin frá því ég hafði síðast dvalið í Þýskalandi orðið að „Unschuldig“ (sak- laus). Síðastliðnar tvær vikur hafði ég á hinum og þessum stöðum lýst því yf- ir stundarhátt, að fyrra bragði, að ég væri saklaus. Saklaus á veit- ingastöðum, saklaus í hótelanddyrinu, saklaus í verslunum. Eins og búð- arþjófur í bata eða jafnvel búðarþjófur með samviskubit, nýbúinn að stela, í örvæntingu. Ég skildi núna hlátur afgreiðslukonunnar í ísbúðinni sem ég fór alltaf í. Þetta þaggaði nú ekkert lengi niður í mér. Hélt bara áfram að gera mitt besta. Spjalla og svara eftir bestu getu. Gekk bara vel þrátt fyrir smá rugl hér og þar. „Er kirkjan opin?“ spurði eldri mað- ur mig þar sem ég stóð við salerni fyrir framan eina bændakirkjuna og beið eftir að komast að. „Ég veit það ekki, ég er klósett.“ Thinkstock Saklaus, saklaus! Pistill Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is ’Er kirkjan opin?“spurði eldri maðurmig þar sem ég stóð viðsalerni fyrir framan eina bændakirkjuna og beið eft- ir að komast að. „Ég veit það ekki, ég er klósett.“ Tómas Örn Víðisson Nei, það er ekki gott fyrir neinn nema þá. SPURNING DAGSINS Myndir þú leyfa ferða- mönnum að gista í garðinum þínum? Júlía Björnsdóttir Nei, ég myndi ekki vilja fá blá- ókunnugt fólk í garðinn minn. Morgunblaðið/Pétur Magnússon Páll Guðnason Nei, það held ég nú varla. Mér finnst það ekki sniðugt. Berglind Bergmann Já, við fyrstu hugsun er svarið já. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. GUNNAR INGI VALGEIRSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Bjóða upp á humar- súpu í garðinum Hver var kveikjan að Humarhátíðinni? Upphaf Humarhátíðar á Hornafirði má rekja til frum- kvæðis einstaklinga og fyrirtækja sem vildu að haldin yrði árleg bæjarhátíð á Hornafirði fyrir Hornfirðinga, brottflutta Hornfirðinga og gesti. Hátíðin var fyrst hald- in árið 1993 og Sveitarfélagið Hornafjörður sá um fram- kvæmd hátíðarinnar fyrstu árin en síðar tóku fé- lagasamtök við og hafa þau með virkri þátttöku verslana, veitingastaða og fyrirtækja á Hornafirði staðið að hátíð- inni. Hátíðin er haldin undir merkjum hum- ars enda hefur Höfn verið þekkt fyrir veiðar og vinnslu á humri. Hátíðin hefur skapað sér sess í bæj- arhátíðum landsins og íbúar taka þátt með því að skreyta bæinn með appelsínugulum skreytingum og sumir hafa tekið upp á að bjóða upp á humarsúpu í garðinum sín- um. Reynt er að hafa dagskrá við allra hæfi, félagasamtök, íbúar og fyrirtæki eru hvött til að taka þátt og vera með viðburði á Humarhátíð. Hverju mega gestir búast við á hátíðinni í ár? Góðri fjölskylduskemmtun í fallegu umhverfi. Spáin er góð um helgina og enginn verður svikinn af því að heim- sækja Hornafjörð. Höfn á 120 ára afmæli á þessu ári og Humarhátíðin er haldin í 25. skipti. Þú átt einnig að baki langan knatt- spyrnuferil. Hvert er eftirminnilegasta augnarblikið á ferlinum? Augnablikin eru mörg og það er erfitt að velja eitt. Það hafa verið nokkrir úrslitaleikir þegar við vorum í neðstu deild sem voru skemmtilegir og nokkrir enduðu í vítaspyrnukeppni Einn stendur uppúr. Við vorum að spila á móti Sigl- firðingum og fyrri leikurinn var fyrir norðan í skíta- kulda og við töpuðum honum 3-0. Þremur dögum seinna mættumst við í Hornafirði í brakandi blíðu og skoruðum 3 fyrstu mörkin svo staðan var 3-3 í heildina. Á síðustu mínútu vinnum við boltann eftir hornspyrnu og Hermann Stef- ánsson vippar yfir varnarmann Siglfirðinga sem ver hann með hendinni og fær beint rautt en sendir leikinn í framlengingu. Við unnum framlenginguna 3-1 og komumst upp um deild. Úrslitaleikir eru alltaf skemmtilegir. Áttu þér uppáhalds humar- uppskrift? Ég sker humarinn í tvennt langsum, krydda með hvítlauk og sítrónusalti, steiki á pönnu og helli rjóma yfir. Algjört sælgæti. Hvað er framundan hjá þér? Ég starfa sem forstöðumaður íþróttamann- virkja í Hornafirði. Við erum með metnaðar- fulla sýn á uppbyggingu sem er að fara í gang, við erum nú þegar með flott íþrótta- mannvirki, nýja sundlaug, glæsilegan knattspyrnuvöll með hlaupabraut og fjöl- nota íþróttahöll með gervigrasi sem er opin allan ársins hring. Ég hef fullan hug að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu með íbúum sveitafélagsins. Nú fer ég að hætta í keppnisíþróttum eftir 34 ár í meistaraflokki og get farið að snúa mér að fjölskyldunni um helgar. Forsíðumyndina tók Kristinn Magnússon Gunnar Ingi Valgeirsson er verkefnastjóri Humarhátíð- arinnar á Höfn sem fram fer um helgina, ásamt því að vera leikjahæsti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.