Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Page 5

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Page 5
25.6. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5 fermetrar að stærð. Með því að bjóða upp möguleikann á 13 holu mótum gefst kylfingum svigrúm til að spila styttri golfhringi ásamt því að minna land þyrfti til að halda úti keppnisgolfvelli, svo kostnaður við viðhald valla, og að sama skapi spilagjald, gæti lækkað. Vanvirðing gagnvart keppnisfólki „Mér finnst þetta vera mesta van- virðing sem keppnisfólki hefur ver- ið sýnd í golfsögunni,“ segir Mar- geir Vilhjálmsson, stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur, í samtali við blaðamann. „Það að stíga fram og byrja þetta á Íslandsmóti er bara fáránlegt, ég á ekkert annað orð yfir þetta. Mér finnst sorgleg- ast að fólk hafi ekki haft kjark til að skipta um skoðun,“ segir Margeir, sem birti harðorðan pistil um málið á síðunni kylfingur.is. „Það er ekki rétt að þetta verði mikil umbylting,“ segir Haukur Örn. „Það verður ekki hægt að gera þetta á öðrum mótum á Eimskips- mótaröðinni þar sem keppt er í höggleik. Holukeppni er það eina sem dugar.“ Allir spila við sömu aðstæður „Það munu allir spila við sömu að- stæður og ef fólk fer að pirra sig á þessari breytingu á það ekkert eftir að ganga upp hjá þeim,“ segir Gísli Sveinbergsson, núverandi Íslands- meistari í holukeppni, en Gísli er ekki meðal keppenda vegna þátt- töku sinnar í Opna breska áhuga- mannamótinu í golfi. Raghildur Kristinsdóttir, stiga- meistari kvenna árið 2016, tekur í svipaðan streng. „Breytingar geta verið góðar og slæmar, við þurfum bara að einbeita okkur að mótinu og vona að allt gangi vel.“ Ragnhildur er á meðal keppenda um helgina en aðeins 32 stigahæstu kylfingarnir í karlaflokki og 24 stigahæstu kylfing- arnir í kvennaflokki fá þáttökurétt á mótinu. Úrslit Íslandsmótsins í holu- keppni fara fram sunnudaginn 25. júní. Golfvöllurinn í Vestmanneyjum er af mörgum talinn einn fallegasti golfvöllur landsins. Ljósmynd/Golfklúbbur Vestmanneyja Íslandsmótið í holukeppni er annað tveggja Íslandsmóta í golfi sem haldin eru ár hvert. Þetta verður í 30. skipti sem mótið verður haldið, en það var haldið í fyrsta skipti árið 1988. Á síðasta móti, árið 2016, stóðu Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbinum Keili og Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur uppi sem sigurvegarar. Hitt Íslandsmótið, Íslands- mótið í höggleik, verður haldið á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði dagana 20.-23. júlí. Gísli Sveinbergsson hreppti Íslandsmeistaratitilinn í holu- keppni í fyrra. Ljósmynd/GSÍ Íslandsmótin í golfi www.heild.issími 568 6787fyrirspurn@heild.is HEILD fasteignafélag Bíldshöfðinn liggur sérstaklega vel að helstu samgönguæðum. Samkvæmt vinningstillögu að rammaskipulagi rís íbúðabyggð fyrir 10 – 15.000 manns á Ártúnshöfða á næstu árum og liggur Bíldshöfði við fyrirhugað byggingarsvæði. ekarinn hafa hafið starfsemi í n hefja starfsemi í sumar. rslunarrými á neðri hæð hússins. Heilsugæslan Höfða, Heilsuborg og Domus Röntgen hafa leigt efri hæðina á Bíldshöfða 9. Að auki verður Apótekarinn á neðri hæðinni. Áætlað er að 1.500 - 2.000 viðskiptavinir sæki þjónustu þangað á hverjum degi. Í dag er golf iðulega spilað á 18 holu golfvöllum en þannig hefur það ekki alltaf verið. Fyrir árið 1870 var engin stöðluð lengd á golfvöllum, t.d. var Opna Breska Meist- aramótið í golfi, sem er eitt af stærstu mótunum í golfheim- inum í dag, spilað á 12 holu golfvelli árið 1860. Það var hinn sögufrægi R&A golf- klúbbur í Skotlandi sem stytti golfvöll sinn úr 22 hol- um niður í 18 árið 1764 og setti þar með viðmið sem aðrir golfklúbbar byrjuðu að fylgja rúmum 100 árum seinna, þegar R&A var orðinn einn áhrifamesti golf- klúbbur í heiminum. Í dag fer R&A klúbb- urinn, ásamt Golf- sambandi Bandaríkj- anna, með löggjafarvald golfíþróttarinnar og gefa þau út bókina The Rules of Golf, sem öllum kylfingum og golfsamböndum ber að fara eftir Hvers vegna 18 holur?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.