Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Blaðsíða 8
KVIKMYNDIR Styles leikur í myndinni Dunkirk, sem gerist í síðari heimsstyrjöld- inni. Leikstjóri myndarinnar er Christoper Nolan, sem er m.a. þekktur fyrir Batman Begins og Inception. Styles leikur breskan hermann og segir Nolan í viðtali að hann hafi haft allt það sem hann óskaði sér fyrir hlutverkið. Í öðrum helstu hlutverkum eru Mark Ryl- ance, Kenneth Branagh, Cillian Murphy og Tom Hardy. Fyrsta leikna kvikmynd Styles er því aldeilis stjörnum prýdd, en hún verður frumsýnd í júlí. Leikur í stríðsmynd Styles sem hermaður. Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.6. 2017 ÁSTIN Styles er í sambandi með matar- bloggaranum Tess Ward, en þau opinberuðu samband sitt í síðasta mánuði. Ward, sem er 27 ára, er þekktust fyrir uppskriftabókina The Naked Diet, en í henni fagnar hún hreinu hrá- efni. Hún er með bloggið The YES Chef og hefur skrifað fyrir Fabulous-tímaritið, Grazia á netinu og fleiri. Hún hefur líka unnið sem ráðgjafi fyrir vörumerki á borð við Fortnum and Mason, Itsu, Grey Goose og Kallo. Ward hefur enn fremur stundað fyrir- sætustörf og er á skrá hjá Models 1. Hún stundar jóga og sparkbox til að halda sér í formi. Ward og Styles kynntust í gegnum sameiginlega vini og náðu fljótt saman, en þau elska bæði tísku og góðan mat. Þau hafa farið á nokkur stefnumót þegar Harry er í London og hann hefur nú þegar kynnt hana fyrir góð- um vinum sínum á borð við stílista sinn Lou Teasdale. Ekki er vitað hvenær þau byrjuðu saman en Ward hóf að fylgja Harry á Twitter um miðjan febrúar. Styles og Ward í eins, eða mögulega sömu, Gucci-skyrtunni. Ný kærasta HARRY STYLES fæddist 1. febrúar árið 1994 og er því aðeins 23 ára þrátt fyr- ir að hafa verið í sviðsljósinu árum saman. Hann ólst upp í Holmes Chapel í Cheshire á Englandi. Þegar hann var barn hafði hann sérstaklega gaman af því að syngja en þeir tónlistarmenn sem höfðu mest áhrif á hann voru Freddie Mercury, Elvis Presley og Bítlarnir. Í grunnskóla söng hann í hljómsveitinni White Eskimo, sem vann músíktilraunakeppni á svæðinu. Hann tók þátt í hæfileikakeppni í sjónvarpi í The X Factor en komst ekki áfram sem sólólistamaður. Hann var hins vegar fenginn til að stofna hljómsveit ásamt fjórum öðrum keppendum; Niall Horan, Zayn Malik, Liam Payne og Louis Tomlinson. Þetta var árið 2010 og þannig varð hljómsveitin One Direct- ion til. One Direction vann ekki keppnina heldur lenti í þriðja sæti. Skömmu eftir að það var ljóst var laginu „Forever Young“ lekið á netið, en lagið hefði komið út ef sveitin hefði unnið. Fljótlega skrifaði hún undir plötusamning við Simon Cowell. Sveitin hefur sent frá sér fimm breiðskífur, Up All Night (2011), Take Me Home (2012), Midnight Memories (2013), Four (2014), og Made in the A.M. (2015). Hún hefur líka farið í tvö tónleikaferðalög um heiminn og unnið til fjöldamargra verðlauna, þar á meðal fjögurra MTV-verðlauna og fimm Brit- verðlauna. Enn fremur gerði Morgan Spurlock, sá sami og gerði Super Size Me, tónleikamyndina One Direction: This Is Us um sveitina. Samkvæmt Companies House á Styles eigur upp á sjö milljarða króna. Þá eru með talin hús í eigu hans, en nýlega bættist þar við íbúð á Manhattan, og tekjur sem hann hefur af því að koma fram auk hagnaðar af tónlist hans. Ásamt hinum fjórum stofnfélögum sínum úr One Direction er Styles einn yngsti millj- ónamæringurinn í tónlist. Þeir högnuðust verulega á því að selja hlutabréf í fé- lagi sínu 1D Media, eða um 1,8 milljarða króna hver. One Direction er sem stendur í skipulögðu hléi sem hófst í mars 2016 en einn meðlimurinn, Zayn Malik, hefur sagt skilið við hana. Tilkynnt var í júní 2016 að Styles hefði skrifað undir útgáfusamning við Columbia Records og 12. maí síð- astliðinn kom síðan út fyrsta sólóplata hans, sem ber einfaldlega nafnið Harry Styles. Fyrsta smáskífan af plötunni heitir „Sign of the Times“ og hefur notið mikilla vinsælda. Platan er ansi rokkuð, sem var ekki það sem fólk bjóst endilega við af Styles. Blaðamaður Telegraph spurði tónlistarmanninn um þetta í nýju viðtali, hvort það væri ekki áhætta að gera rokkplötu þegar flestir aðrir popptónlistarmenn færu aðrar leiðir. „Þaðan koma áhrifavaldar mínir,“ sagði hann. „Mig langaði að gera plötu sem ég vildi hlusta á. Það var eina leiðin sem ég þekkti til þess að þurfa ekki að líta til baka og sjá eftir einhverju,“ sagði Harry, sem hugsaði um hvað hann vildi sjálfur hlusta á en ekki hvernig hann stæðist samanburð við annað sem er verið að spila á öldum ljósvakans. ingarun@mbl.is Styles á leið í nýja átt AFP ’Nýja platan eransi rokkuð, sem varekki það sem fólk bjóstendilega við af Styles. One Direction á árum áður. Styles kom fram í Today- þættinum á NBC að kynna nýju sólóplötuna sína. Harry Styles er söngvari og lagahöfundur. SJÓNVARP Styles vakti mikla athygli með því að mæta í sjónvarpsþátt James Corden, The Late Late Show, ekki aðeins einu sinni heldur staldraði hann við alla vikuna. Hann tók þátt í alls kyns leikjum og leiknum atriðum með Corden. Ein áskorunin fólst í því að drekka te á bak við plexígler og reyna að forðast að blikka og hreyfa sig á meðan ávöxtum var kastað á glerið. Hann lék líka í öðru atriði með Corden þar sem þeir léku lækna sem brustu í söng og dans í miðri aðgerð. Hámarkið var síðan þegar Styles tók þátt í bílakarókíinu þekkta. Þeir sungu m.a. saman dúettinn „Endless Love“ með Lionel Richie og Díönu Ross. Í viku hjá Corden Styles og Corden brugðu á leik í bílakarókíinu. Kæli- og frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.