Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Page 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.6. 2017 Þ au eru misjöfn áhuga- málin. Skrúðgarðyrkju- meistarinn á Flúðum, Erla Björg Arnardóttir, ræktar býflugur í hundraðaþúsunda tali. Flestir forð- ast slíkar flugur og sumir hlaupa eins og fætur toga frá þeim, en Erla nýtur þess að dútla við búin sín og segist stundum leggjast í grasið og hlusta á suðið í þeim. Eins konar hugleiðsla og hvíld, segir hún. Verjast skógarbjörnum Erla hefur ræktað býflugur í fjögur ár og segir að áhugamálið hafi byrj- að smátt en vatt upp á sig og hefur hún verið að bæta við sig búum. Ár- lega gefa búin hennar Erlu 32 kíló af hunangi. Hún býður blaðamanni að koma og kíkja í búin en áður klæð- umst við báðar sérútbúnum göllum til að forðast stungur. „Ég fer alltaf í galla ef ég fer niður í bú, ef ég opna og skoða hvað er í gangi,“ segir Erla og réttir blaða- manni hvítan heilgalla með nethatti og hönskum. Nú er óhætt að nálgast suðandi grænu plastkassana sem eru í bakgarðinum hjá Erlu þar sem hún býr á fallegum stað á Flúðum með útsýni yfir sveitirnar. Fyrsta spurning blaðamanns sem nálgast býflugur er að sjálfsögðu: Eru þær eitthvað að stinga þig? „Á vorin eru þær nokkuð rólegar en á haustin halda þær að allir séu skógarbirnir. Það er eitt af dýrunum sem ráðast á búin þeirra,“ segir Erla og segir þær ekki búnar að læra að á Íslandi finnast engir skógar- birnir. „Þó þær séu alveg þræl- gáfaðar,“ segir hún og hlær. „Þær koma allar hingað fyrst frá Álandseyjum og Býræktarfélag Ís- lands fær leyfi til að flytja þær hingað en þetta er eina sjúkdóms- lausa svæðið í heiminum, fyrir utan Álandseyjar,“ útskýrir Erla og við fikrum okkur nær. „Komdu hingað fyrir aftan af því að við vinnum ekki fyrir framan, það er flugleiðin þeirra. Annars er maður að trufla þær, þetta eru vinnudýr. Þær eru að flýta sér að ná sem mestu inn í svona góðu veðri,“ segir Erla og blaðamað- ur hlýðir. Allt snýst um drottninguna Erla útskýrir að býflugurnar búi til hunang sem vetrarfóður, sem við svo „stelum“. „Ég stel ekki öllu frá þeim, ég skil alltaf eftir fóður fyrir þær,“ segir Erla og byrjar að opna iðandi býflugnakassa. Innan í má sjá tré- ramma sem innihalda þúsundir flugna og sums staðar má sjá hun- gangsfyllta reiti. Hún útskýrir að þær lifi af veturinn og hrúgi sér í kringum drottninguna og svo víbra þær svolítið. „Þær gera það til þess að halda hita á drottningunni en það snýst allt um að láta drottninguna lifa,“ segir hún og bætir við að drottningin líti örlítið öðruvísi út en hinar flugurnar og sé um það bil tvö- falt stærri. Erla flettir kassanum í sundur varlega og sýnir inn í. „Þær eru svo uppteknar af vinnunni að þær eru ekkert að skipta sér af okkur núna. Ef drottningin er á sínum stað og búið er í lagi, eru þær bara að vinna.“ Hver fær að vera drottning? „Það er þannig að ef drottningin hverfur verður til stjórnleysi í búinu innan 48 stunda. Þá fara þær og pikka út nokkur egg og gefa þeim drottningarhunang. En það er eigin- lega efnablanda frekar en hunang og mikið öflugra. Þær velja nokkur egg og gefa eggjunum þetta hunang. Og sú fyrsta sem verður til skríður út og drepur allar hinar og tryggir sér að hún fái að ráða,“ segir Erla og flettir einu lagi af til viðbótar til að finna drottninguna. Allt spjaldið iðar af býflugum og við leitum að drottning- unni. Hún er merkt á höfði með blárri málningu og við finnum hana brátt. „Sko sérðu, þarna er hún Kristjana,“ segir hún en allar bera þær nöfn. Hún út- skýrir að drottn- ingin geri ekkert annað en að fram- leiða egg, 2.000 á dag. „Hún fer bara á deit einu sinni og er þá með sirka tólf druntum í loftinu í einu. En hún fer bara út ef það eru 19°C. Svo frjóvgast hún og fer aftur inn og fer ekkert meir út.“ Karlflugurnar, eða druntarnir, eru mun færri en kvenkynsflug- urnar og eru þeir margir bornir út á haustin af vinnuflugunum af því þeir éta svo mikið, útskýrir Erla. „Það er mjög fyndið að sjá.“ Talar við býflugurnar Hvað er svona skemmtilegt við bý- flugur? „Þetta er visst jóga, maður dettur inn í þetta með þeim, þetta er svo fullkomið eitthvað. Býflugur eru notaðar sem meðferðarúrræði, til dæmis í fangelsum. Ég heilsa þeim og tala alltaf við þær í hvert skipti sem ég kem. Þetta er ógurlega af- slappandi þótt sumum myndi finnast þetta stressandi. Þeim er illa við ef ég anda ofan í búið, þá æsast þær upp. Það er ekki gáfulegt að blása ofan í búið,“ segir Erla sem segir þær ekkert verða reiðar þótt ein kremjist. Í hverjum kassa eru a.m.k. tíu þúsund stykki. Erla á þrettán bú, á tveimur hæðum, þannig að í heild á hún 260.000 flugur. Sjúkdómsfríar flugur Erla segist vitja búanna á vikufresti og fer alla laugardaga. Hún segir þetta ekki arðbæra atvinnugrein enda lítur hún á býflugnaræktina sem áhugamál. „Það er hluti af því að vita það að hér eru algjörlega sjúkdómsfríar flugur og það er hægt að rækta upp íslenskan stofn, eins og íslenska hestinn. Við vitum það að heimurinn er að drepa flugur í massavís. Einhvern tíma verður neyðarkall og spurt: hvar er hreinn stofn? Þá er svarið Ísland og Álands- eyjar,“ segir hún og bætir við að ís- lenski stofninn sé ljúfur. „Í Noregi eru þær mun agressívari en hér eru þetta frekar ljúfar skepnur.“ Hún segir að allt að 70% af banda- ríska stofninum drepist á hverju ári af völdum sjúkdóma og því sé mikil- vægt að til séu lönd sem hafi hreina stofna. Erla segir við mannfólkið mætt- um taka ýmislegt til fyrirmyndar hjá býflugum. „Eins og með þessa ein- földu stjórn. Ein drottning, svo bara fæðistu og þú ert vinnudýr.“ Er þetta ekki þá einræðisstjórn? Erla hlær. „Jú, það virðist ganga svo vel.“ Býflugnafólk er sérviturt Þegar Erla fer til útlanda leitar hún uppi aðra býflugnabændur og eins fær hún stundum heimsókn frá er- ’ Þetta er visst jóga,maður dettur inn íþetta með þeim, þetta ersvo fullkomið eitthvað. Ég heilsa þeim og tala alltaf við þær í hvert skipti sem ég kem. Þetta er ógurlega afslappandi þótt sumum myndi finnast þetta stressandi. Með 260.000 býflugur í bakgarðinum Býflugnarækt er áhugamál hjá 125 Íslendingum. Ein af þeim er Erla Björg Arnardóttir sem nýtur þess að sinna flugunum og segir suð þeirra róandi. Hún segir íslenska stofninn annan af tveimur hreinustu í heiminum. Og hunangið er sætt og gott! Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.