Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Page 15
25.6. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
es. Það var þó einmitt reynsla frá þeim tíma
sem kom þeim á endanum á kortið.
Eftir að hafa lent í minniháttar árekstri ná-
lægt heimili Alley fékk parið hugmynd að hand-
riti sem þau sendu á alla tengiliði sína í brans-
anum. Í kjölfarið kræktu þau í nýjan,
metnaðarfullan umboðsmann. Sá fór í gegnum
öll gömlu handritin þeirra og fiskaði eitt út,
Olympus Has Fallen frá 2002.
„Við eyddum fjórum mánuðum í að endur-
skrifa það og svo seldist það,“ segir Katrín. „Og
það áhugaverða er að ekkert af þessu hefði
gerst, hefðum við ekki tekið starfinu hjá Kirstie
Alley.“
Stolt af styrknum
„Við vöknum full af þakklæti á hverjum degi.
Það eru mikil forréttindi að vinna í þessum
bransa en við lögðum líka á okkur þá vinnu sem
þurfti til, blóðið, svitann og tárin.“
Katrín er löngu búin með appelsínið sitt og
klakarnir eru bráðnaðir. Hinar ljóshærðu kon-
urnar hafa yfirgefið svæðið fyrir margt löngu og
í þeirra stað eru komnir ferðamenn, sem hengja
anorakkana á stólbökin og góna forviða á mið-
nætursólina út um gluggann.
Aðrir gestir liggja letilega utan í stólum og
sófum, sötrandi bjór eða rauðvín, en Katrín sit-
ur enn teinrétt. Hún er með sjö stór kvik-
myndaverkefni í bígerð en eins hyggjast þau
hjónin reyna fyrir sér í sjónvarpi. Það virðist
varla í eðli vinnuþjarksins að slaka á.
„Mamma er mjög sterk kona og ég held að ég
hafi erft mikið af því frá henni,“ segir hún íhug-
ul. „Ég tel íslenskar konur almennt mjög sterk-
ar og er stolt af því að vera íslensk kona af þeim
sökum.“
Hún er svo sannarlega með íslenskan smekk.
Auk appelsínsins og íslensks kóks er Katrín
mikill lakkrísunnandi og kann vel að meta pip-
aræðið sem gengið hefur yfir íslenskan lakkr-
ísmarkað síðustu misseri.
„Og snúða!“ segir hún æst. „Kobbi bróðir
minn kallar mig Katrínu Snúð af því að um leið
og ég kem út úr flugvélinni verð ég að fá snúð,
og ekki með harða súkkulaðinu heldur þessa
gamaldags með glassúr.“
Jakob kemur einmitt og sækir systur sína,
sem er búin að eyða aðeins of löngum tíma með
ókunnugum blaðamanni. Hún er ekki oft hér
heima og það þarf að nýta hverja stund.
Það er einmitt það fyrsta sem kemur upp í
huga hennar þegar hún stígur út úr flugvélinni,
jafnvel á undan snúðnum.
„Ég vil bara fylla lungun af loftinu,“ segir
hún. „Það er þessi yfirþyrmandi tilfinning: að
vera komin heim.“
Katrín kveður með faðmlagi og Jakob réttir
vinalega fram hramminn og kinkar kolli. Þau
systkinin stíga út í sumarnóttina og anda inn.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
’ Við áttum svonaaugnablik þar sem viðstóðum í einu búrinu einndaginn, að gefa lemúrunum
hennar Kirstie Alley ban-
ana, og sögðum við hvort
annað hvernig í [...] kom-
umst við hingað?
Katrín segir
mikið skrifræði
fylgja því að
vera handrits-
höfundur í
Hollywood. Eft-
ir að handriti er
skilað gætu aðr-
ir höfundar ver-
ið fengnir til að-
stoðar og verkið
mótast bæði af
þeirra hugmyndum sem og hug-
myndum leikstjóra, vali á leikurum,
tónlist o.s.frv.
„Í myndinni okkar London Has Fallen
skrifuðum við ekki múslima sem vondu
kallana,“ segir Katrín. Raunar, segir
hún, átti myndin hreint ekki að gerast í
London heldur í Brussel og hryðju-
verkamennirnir áttu að vera hvítir.
Handritshöfundaparið hafði gaman
af myndinni, enda hélt hún því innra
byrði sem þau höfðu hannað, samræð-
um og persónum, þó að uppruni þeirra
og nöfn hafi tekið breytingum.
„Við reynum að vera ekki of pólitísk
af því að það er vinnan okkar að sjá all-
ar hliðar á aðstæðum. Þegar við sköp-
um kvikmynd eða sköpum hvað sem er
erum við ekki að reyna að gefa ein-
hvers konar yfirlýsingu, þetta eru ekki
þess konar kvikmyndir,“ segir Katrín.
„Allar kvikmyndir hafa sinn tilgang.“
Ráða lítið við
breytingar
Eftir allt sem á hefur gengið kemur
kannski ekki á óvart að Katrín er örlítið
örlagatrúar. Hún lýsir sjálfri sér sem
andlega þenkjandi. Hún sér kraftaverk
í sköpun nýs lífs og segir of margt gott
fólk hafa yfirgefið þennan heim til þess
að hún geti litið á dauðann sem enda-
stöð.
Hún er hins vegar ekki aðdáandi
skipulagðra trúarbragða.
„Trúarbrögð hafa, í gegnum söguna
og jafnvel í samtímanum, verið rót allt
of margs ills í þessum heimi. Ég efast
líka um allt svo ég er ekki góður kandí-
dat í hvers konar innrætingu,“ segir
Katrín. Hún bendir á söguna um kon-
una sem skar alltaf annan endann af
steikinni áður en hún setti hana inn í
ofn.
„Loksins spyr eiginmaður hennar
hana af hverju hún geri þetta og hún
svarar: „Ég veit það ekki. Mamma
gerði þetta alltaf svona.“ Þar sem hún
er sjálf forvitin spyr hún móður sína af
hverju hún hafi alltaf skorið annan end-
ann af steikinni áður en hún eldaði
hana og móðirin svarar: „Fatið var of
lítið.““
Sker ekki
endann af
steikinni
Hjónin skrifuðu The Expendables 3 með sjálfum Sylvester Stallone
sem Katrín segir ávallt hafa komið fram við sig eins og jafningja.
Katrín og eiginmaður hennar fara yfir málin með Harrison Ford við tökur á The
Expendables 3 í Búlgaríu. Þau hjónin vinna saman að öllum sínum verkum.