Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Page 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Page 17
an dag. „Jökullinn var harður, það var frost en glampandi sól eftir að hún kom upp. Færið var þess vegna með því besta sem gerist og sólin skein á okkur allan daginn. Gangan er um 25 kílómetrar og tveir kílómetrar í hækkun.“ Samkvæmt landafræðinni í gamla daga var Hvannadalshnjúkur 2119 m hár en nýjustu mælingar herma að hann sé nú 2110 metrar. „Það þarf góða einbeitingu og gott úthald til að menn mikli ekki fyrir sér þetta langa labb. Þetta er þétt ganga og síðustu 250 metrana er þetta þokkalegt klifur, til að komast upp á sjálf- an hnjúkinn. Við vorum komin upp á topp klukkan rúmlega 10 að morgni. Umferðin var mikil þennan dag, margir hóp- ar á ferð og góð stemning. Menn missa sig að- eins þegar komið er upp á topp; sumir standa til dæmis á haus! Ída byrjaði á því og ég þurfti að sjálfsögðu að leika það eftir áður en haldið var af stað niður á ný.“ Ragnar segir ferðina hafa gengið frábærlega „þótt auðvitað sé maður þreyttur í skrokknum eftir svona göngu. Það væri ósanngirni að viður- kenna það ekki!“ En hvernig brást fólk við þegar það hitti ein- fættan mann á toppi Hvannadalshnjúks? Aðrir fjallagarpar hljóta að hafa sýnt einhver við- brögð. „Já, ég fékk mikil viðbrögð. Sumir horfa á mann en þora ekki að spyrja en aðrir eru frakkari. Töluvert var spurt , sumir spurðu mjög markvissra spurninga og einhverjir tóku ofan!“ Hann er staðráðinn í að halda áfram. „Ég er reyndar ekki búinn að ákveða næstu áskorun en held mínu striki; fór á Esjuna í gær og fyrradag. Það er bara hefðbundið hjá mér núorðið.“ Gervifóturinn sem Ragnar notaði á göngunni á Hvannadalshjúk er næfurþunnur sem sjá má. ’Össur einn og sér leysir ekkivandamálin fyrir þá semlenda í svona aðstæðum, mað-urinn sjálfur og hugarfar hans er aðalatriðið. Maður verður að vinna rétt úr hlutunum, miklu skiptir að finna eigin styrkleika og vinna með hann Brugðið var á leik þegar hæsta punkti Íslands var náð. Ragnar og Ída Braga Ómarsdóttir. 25.6. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.