Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Qupperneq 26
Skyrta frá Sunad gerð úr mjólkurpróteini.
Ljósmynd/Sunad
Fatahönnuðurinn Gabriela Hearst hefur
verið að þróa nýtt efni í fatnað sem er
meðhöndlað með safa úr aloe vera-
plöntunni. Í staðinn fyrir að þvo efnið
aftur og aftur til að mýkja flíkina, þá ber
hún aloe vera á flíkina innan frá og
verður hún þá þegar í stað mjúk. Hug-
myndin er að þróa fataefni sem er raka-
gefandi fyrir húðina og fer vel með
hana.
Hearst, líkt og margir aðrir fatahönn-
uðir, hefur miklar áhyggjur af því að auk
þess að vera slæm fyrir umhverfið þá
hafi ýmis gerviefni í fatnaði slæm áhrif á
húðina.
„Húðin er stærsta líffærið. Fólk er
mjög meðvitað um hvað það borðar og
kaupir lífrænan mat, en erum við að
hugsa um hvað við setjum á húðina
okkar?“ segir Hearst í viðtali við Vogue.
Hún þróaði því þetta nýja aloe vera-
meðhöndlaða efni sem er bæði gott fyr-
ir jörðina og húðina. Að hennar sögn er
lína sem er væntanleg úr nýja efninu
sjálfbær og nytsamleg lúxuslína. Hearst
trúir því að efni sem gegna tvíþættu
hlutverki séu framtíð sjálfbærrar tísku. Í
fyrra byrjaði hún að fóðra vasa á jökk-
um og kápum með sérstöku silfurefni
sem á að vernda líffærin fyrir bylgjum
úr símanum. Fleiri virðast ætla að feta
sömu braut því hönnuðirnir Paloma Ca-
nut og Ana Marroquín hafa boðað nýja
línu frá merkinu Sunad síðar á árinu
með fötum gerðum úr efni sem er gert
úr 60% modal og 40% mjólkurpróteini.
GABRIELA HEARST
Nýtt efni á markað
Fatahönnuðurinn Gabriela Hearst.
AFP
Það var vel tekið
undir þegar Rick
Ross steig á svið.
Alexander Kristjánsson rakari að klippa Magnús Bjarka
Guðmundsson.
Regnjakki og sólgleraugu voru viðeigandi klæðnaður
fyrir helgina.
Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson með börnum sínum
og vinkonu dóttur hans.
Aron Can valdi sér hvíta
dúnúlpu, hvít sólgler-
augu og hvíta strigaskó.
Sigrún Salka
Hermannsdóttir
og Viktoría
Dögg Ragn-
arsdóttir.
Dísa, Sóllilja Baltasarsdóttir, Jóhann Kristófer (Joey
Christ), Sturla Atlas og Logi Pedro.
Secret Solstice er einn af há-
punktum sumarsins, en þar
kemur fólk saman í kringum
sumarsólstöðurnar, klæðir sig
upp og hlustar á góða tónlist.
Ljósmyndir og texti: Nína Ingólfsdóttir nina@mbl.is
Secret Solstice-tónlistarhátíðin var umsíðustu helgi. Mikill fjöldi var á há-tíðinni og margir tónlistarmenn
komu fram. Veðrið var með ýmsu móti en
bæði var gott veður og hellirigning. Við lit-
um á götutískuna á hátíðinni, en margir
voru með regnkápuna við höndina. Glimm-
er var áberandi en það var gaman að sjá
hvað allir klæddu sig mismunandi. Hátíðin
heppnaðist vel í alla staði og var stemn-
ingin frábær.
Götutískan
á Secret
Solstice
TÍSKA
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.6. 2017
Jeremy Meeks lét sig ekki vanta á tískupallana í vikunni þegar herratískan fyrir næsta ár
var kynnt í Mílanó og París. Meeks vakti athygli þegar lögreglan í Kaliforníu birti mynd af
honum á Facebook 2014 og voru fyrirsætuskrifstofur ekki lengi að fá hann til liðs við sig.
Úr fangelsi á tískupallana