Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Síða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Síða 29
25.6. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Garðurinn Victoria Park í austurhluta London er sérstaklega fallegur garð- ur. Það er búið að eyða tólf milljón pundum í endurnýjun hans á síðustu árum og margt af því sem var þar upprunalega, þegar garðurinn var opnaður árið 1845, hefur verið byggt upp á ný. Þarna er að finna fleiri en eitt kaffi- hús og líka leikvelli. Garðurinn hefur unnið Verðlaun fólksins sem vinsæl- asta græna svæðið árin 2012, 2014 og 2015 en enginn annar garður í Bret- landi hefur unnið verðlaunin þrisvar. Eitt af því skemmtilega við garðinn er að hægt er að leigja bæði árabáta og hjólabáta til að sigla um á fallegu vatni í garðinum. Bátaleigan er opin alla daga vikunnar frá kl. 11-17. Það er huggulegt að sigla á vatninu í góðu veðri. Mynd/Regal Boat Hire VICTORIA PARK Hægt að fara í siglingu Barinn The Water Poet við Folgate Street nálægt Spitalfields-markaðnum er skemmtilegur staður til þess að setjast niður og slaka á yfir bjór og mat. Time Out lýsir honum þannig að þarna mætist Shoreditch og jakkafataklædda skrif- stofufólkið úr nálæga fjármálahverfinu. Hann lætur ekki mikið yfir sér utan frá en er stór þegar inn er komið. Þetta er bæði bar og veitingastaður og þarna er líka hægt að spila billjard. Rúsínan í pylsuendanum er hinsvegar bakgarðurinn sem er stór með fallegum gróðri. Þarna er eftirsótt að vera á góðviðrisdögum og stundum mörg borð pöntuð eftir vinnu þannig að stærri hópar ættu að panta á undan sér ef ætlunin er að sitja úti. Gott að vita um staðinn er að hægt er að gera afskaplega góð kaup þarna í há- deginu og fá mat og bjór fyrir tíu pund á milli kl. 12 og 15 mánudaga til föstudaga. THE WATER POET Barinn virkar ekki stór utan frá. Morgunblaðið/Inga Rún Skemmtilegt útisvæði Í hliðargötunni Rufus Street út frá Hoxton Square er að finna staðinn The Breakfast Club. Þetta er meðalstór og líflegur staður með einstaklega góðri þjónustu. Þarna er að sjálfsögðu hægt að panta „flat white“ sem og aðra kaffi- drykki. Staðurinn er rómaður fyrir pönnukökustafla sína og vöfflur en þarna er líka hægt að fá ekta enskan morgunverð, líka fyrir þá sem borða ekki kjöt. Vel er hægt að mæla með morgunverðar- búrrító sem er borin fram ann- aðhvort með chorizo-pulsu eða steiktum sveppum. Fyrir þá sem vilja eitthvað sætt eru pönnukökur með saltri kara- mellu, bönunum, rjóma og súkku- laðisósu málið. Búast má við því að þurfa að fara í röð til að borða á staðnum, að minnsta kosti fyrir hádegi um helgar, en röðin gengur nokkuð hratt og biðin er þess virði. Fyrir þá sem til dæmis ákveða að borða ekki morgunmat á hót- elinu sínu er þessi staður alveg kjörinn. THE BREAKFAST CLUB Morgunblaðið/Inga Rún Morgunverður og meira Þjónustan á The Breakfast Club er góð. Spitalfields, elsti markaðurinn í London, er nú opinn sjö daga vik- unnar. Það er áhugaverður mark- aður með vandaðari vörum en oft gerist á mörkuðum af þessu tagi. Á markaðnum er margt hand- verksfólk og er til dæmis hægt að kaupa handgerðar sápur, krem og skartgripi. Þarna eru líka einstök föt, innanhússmunir og fylgihlutir. Markaðurinn er aldrei alveg eins og líka misstór eftir dögum. Hvað mest er þarna um að vera á sunnudögum en þá verður þetta svæði borgarinnar í raun að einu stóru markaðssvæði þar sem Brick Lane-markaðurinn er þarna nálægt og hann er aðeins opinn á sunnudögum. Á svæðinu eru mörg kaffihús og veitingastaðir þannig að engin hætta er á því að maður verði svangur eða þyrstur. SPITALFIELDS-MARKAÐURINN Vel valið er inn á markaðinn. Mynd/visitlondon.com Vandaðar vörur REYKJANESBÆ Hafnargötu 61 | 230 Reykjanesbær | Sími: 421 7104 Full búð af NÝJUMVÖRUM Siemens - Adidas - Under Armour - Cintamani

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.