Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Síða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Síða 35
25.6. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Portúgalski ljósmyndarinn Pepe Brix varpar, í nýrri bók, Líf- æðinni – Lifeline, ljósi á samspil náttúru, manns og tækni til sjós og lands. Hann sýnir mannlífið um borð í fiskiskipum og í vinnslustöðvum og hyllir fólkið sem færir aflann heim og vinnur úr honum. Myndirnar eru tekn- ar á Höfn í Hornafirði, í Þorláks- höfn og um borð í skipum Skinneyjar-Þinganess. Bókin er gefin út í tilefni af 70 ára afmæli fyrirtækisins. Lífæðin til sjós og lands Fátt veitir meiri hugarró en að nostra við að lita myndir og uppgötva smáatriðin sem þær hafa að geyma, segir í til- kynningu frá For- laginu, en það hefur gefið út bókina Brjálæðislega ró- andi. „Í þessari litabók má svo sannarlega finna margt sem vekur umhugsun og er róandi – alveg brjálæðislega róandi.“ Brjálæðislega róandi Teppaprjón geymir prjónaupp- skriftir að litríkum og fallegum teppum fyrir yngstu börnin. Tepp- in eru afar fjölbreytt og hægt að velja um fjölmörg munstur og prjónaaðferðir. Uppskriftirnar eru einfaldar og skýrar og henta byrjendum jafnt sem lengra komn- um. Guðrún S. Magnúsdóttir og Þuríður Magnúsdóttir eru höf- undar Teppaprjóns og er bókin afrakstur áralangs sam- starfs þeirra systra. Litríkt fyrir þau yngstu BÓKSALA 14.-20. JÚNÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 Talin afSara Blædel 2 Með lífið að veðiYeonmi Park 3 EftirlýsturLee Child 4 Teppaprjón Þuríður Magnúsdóttir/ Guðrún S.Magnúsdóttir 5 BrestirFredrik Backman 6 Gestir utan úr geimnumÆvar Þór Benediktsson 7 Litla bakaríið við StrandgötuJenny Colgan 8 Independent PeopleHalldór Laxness 9 Sagas Of The IcelandersÝmsir höfundar 10 Morðið í GróttuStella Blómkvist 1 Gestir utan úr geimnumÆvar Þór Benediktsson 2 Kuggur 16 AfmælisgjöfSigrún Eldjárn 3 Linda og lundinnJenny Coulgan 4 Risasyrpa Glóandi gullWalt Disney 5 Óvættaför 27 KletturAdam Blade 6 Litli prinsinnAntoine de Saint-Exupéry 7 Blómagarðurinn BangsimonWalt Disney 8 Lilli klifurmús og hin dýrin í Hálsaskógi Thorbjörn Egner 9 Harry Potter og viskusteinninn J.K. Rowling 10 Íslandsbók barnanna Margrét Tryggvadóttir/ Linda Ólafsdóttir Allar bækur Barnabækur Ég hef verið að lesa tvenns konar rit sem þó tengjast. Í vikunni leið- sagði ég eldri borgurum um drjúg- an hluta Suður- Þingeyjarsýslu. Áður fór ég ítarlega yfir ýmiss konar bækur, s.s. Árbækur Ferða- félags Íslands, „Bú- kollu“, ævisögur, ljóðabækur og vegahandbækur. Frásagnir af fólki og fyrirburðum í bland við upplýsingar um fólks- fjölda, náttúrufar og landslag eiga greiða leið að eyrum íslenskra ferða- manna því forvitni um fólk og staði er okkur í blóð borin. Ég undirbý mig einnig fyrir Orkn- eyjaferð í sumar með því að lesa bók Þorgríms Gestssonar, Í kjölfar jarla og konunga, sem fjallar um fornsagnaslóðir Orkneyja og Hjalt- lands. Það er lífleg og persónuleg bók og í henni er m.a. sannfærandi kenning um það hvernig nafn Kirkjuvogs (höfuðstaðar eyjanna) breyttist í Kirkwall eða Kirkjuvegg. Þorgrímur tengir ferðir sínar um eyjarnar beint við Orkneyinga sögu sem ég þarf endilega að lesa áður en haldið verður af stað. ÉG ER AÐ LESA Bragi Guð- mundsson Bragi er prófessor við kennara- deild Háskólans á Akureyri. Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes úr Kötlum kom fyrst út á bók árið 1952. Þetta er harmljóð í 25 hlut- um um glatað sjálfstæði íslensku þjóðarinnar og veika von um end- urheimt þess. Síðar samdi Pétur Pálsson tónlist við ljóðið sem var frumflutt á Menningarviku her- námsandstæðinga 1965. Upp frá því hefur Sóleyjarkvæði verið eitt af vinsælustu verkum Jóhannesar. Skáldið vísar í ljóðinu jöfnum höndum í íslenskan sagna- og ljóða- arf og stjórnmálaviðburði á ár- unum eftir stríð. Hér er ljóðið birt með ítarlegum skýringum Árna Björnssonar á þessum vísunum. Þórður Helgason fjallar um mál og stíl ljóðsins en Gunnar Guttorms- son skrifar um tónsmiðinn Pétur Pálsson og rekur sögu ljóðsins í flutningi og á hljómplötum. Bókinni fylgir diskur með Sól- eyjarkvæði í upprunalegum flutningi hóps hernámsandstæðinga en sú upptaka hefur aldrei komið út áður. 65 FRÁ ÞVÍ SÓLEYJARKVÆÐI KOM ÚT Sóley sólufegri aftur á bók Jóhannes úr Kötlum Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com Bókaðu núna og tryggðu þér pláss Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá . . . . . kr. 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá . . . . kr. 74.500 1 Bókaðusnemma ogtryggðu þér pláss Taktu bílinnmeð í ferðalagiðFæreyjar - Danmörk - Evrópa 2017 Færeyjar2 fullorðnir með fólksbíl Verð á mann frá34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Verð á mann frá 74.500 570 8600 / 470 2808 · www.smyrilline.is Mikið er bókað nú þegar með Norrænu á næsta ári. Því er mikilvægt fyrir þá sem ætla að ferðast með Norrænu að bóka sig sem fyrst og tryggja sér pláss á meðan enn er laust pláss. Aðeins25% núna,eftirstöðvarmánuði fyrirbrottför Bæklingur 2017 Nýja bæklinginn okkar er nú hægt að sækja á heimasíðuna, www.smyrilline.is Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Fjarðargötu 8 | 710 Seyðisfjörður | Sími: 4702808 info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Taktu bílinn með í ferðalagið til Færeyja og Danmerkur 2017

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.