Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Side 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Side 36
Paris Jackson þykir vera afar lík Michael Jackson heitnum í háttum og skapgerð. AFP Paris Jackson, sem fyrstu árævi sinnar bar grímu fyrirandlitinu opinberlega, hefur ákveðið að leggja fyrir sig feril þar sem andlit hennar er í fyrirrúmi; fyrirsætustarfið. Einkadóttir Michaels heitins Jacksons er 19 ára gömul og hefur þrátt fyrir ungan aldur upplifað ótrúlegustu hluti, bæði áður og eftir að faðir hennar lést. Í vikunni birtist Paris á sinni fyrstu Vogue-forsíðu, í ástralska Vogue, sem eru ákveðin tímamót á framabraut hverrar fyrirsætu. Ákveðin skilyrði voru sett fyrir við- talinu sem ástralska Vogue gekk að. Þannig fór viðtalið fram í gegnum textaskilaboð. Ritstjóri blaðsins segir það viðurkenningu á því að nýjar kynslóðir þurfi að nálgast á nýjan hátt. Paris sjálf segir að í fyrsta skipti sé ekki snúið út úr orð- um hennar í viðtali. Raunar sagði hún við blaðamann Vogue þegar hann hugðist spyrja hana um fjöl- skyldusögu hennar: „Ég svara ekki fjölskylduspurningum“ og við það sat. Þess í stað deildi hún því hverj- ir draumar hennar, átrúnaðargoð og áhugamál væru. Hennar fyr- irmynd er Michelle Obama. Mikið með guðföðurnum Paris á ekki marga vini, hún er vör um sig og hennar nánustu eru bræður hennar og fjölskylda ásamt Macaulay Culkin, barnastjörnunni úr Home Alone. Culkin er guðfaðir hennar en hann var 17 ára gamall þegar hún fæddist og hafði þá frá því hann var barn verið tíður gestur Neverlands. Hjúkrunarfræðingurinn Debbie Rowe er móðir Parisar en hún og poppgoðið voru gift í þrjú ár, frá 1996-1999. Rowe annaðist hann í tengslum við húðsjúkdóminn Viti- ligo sem Michael Jackson þjáðist af og lýsir upp húðina. Um það gengu kjaftasögur að hann vildi einfald- lega vera hvítur. Við lát hans stað- festu dómstólar að hann hefði verið með þennan sjúkdóm sem gerði honum lífið erfitt. Með Rowe eignaðist Michael Jackson einnig eldri bróður Parisar, Michael Joseph Jackson, en ekki er vitað með vissu hver líffræðileg móðir yngsta sonar tónlistarmanns- ins, Prince Michael „Blanket“ Jack- son II, er en Michael Jackson er líf- fræðilegur faðir drengsins. Segist líða fyrir útlit sitt Eftir skilnað fékk Michael Jackson fullt forræði yfir börnunum og um- gengust þau ekki móður sína. Þrett- án ára gömul setti Paris sig í sam- band við móður sína í gegnum internetið en sambandið milli þeirra hefur aldrei verið mikið og hefur Paris ekki mikið viljað tala um það. Rowe hefur barist við brjósta- krabbamein síðasta árið og hefur Paris birt myndir af þeim mæðgum saman á Instagram, meðal annars af heimsóknum sínum á spítalann. Nokkrir menn hafa stigið fram og sagst vera raunverulegir feður Par- isar. Þeirra á meðal leikarinn Mark Lester, sem lék aðalhlutverk í kvik- myndinni Oliver! frá 1968. Sjálf hef- ur Paris svarað þeim sögum og sagt engan vafa leika á því að hún sé raunveruleg dóttir Jacksons og hún líði fyrir slíkar gróusögur vegna síns ljósa yfirbragðs sem hún hafi frá móður sinni. Hún benti á í við- tali við tímaritið Rolling Stone að börn hvítra og svartra foreldra geti litið út eins og hún, og nefndi sem dæmi leikarann Wentworth Miller, sem á svartan föður og hvíta móður en er bláeygur og ljós yfirlitum. Í hjartanu sé hún hins vegar svört. Pabbi hennar hafi gjarnan horft í augun á henni og sagt: „Þú ert svört. Vertu stolt af rótunum.“ „Hann er faðir minn, af hverju í ósköpunum ætti hann að hafa logið að mér? Hann gerði það aldrei,“ sagði hún í viðtalinu. Lifandi eftirmynd föðurins Fjölskyldumeðlimir, bróðir hennar og systkini Michaels Jackson segja að Paris sé nákvæmlega eins og Michael Jackson sem karakter. Eini munurinn sé kynið og útlit. Einkadóttir Hvergilands Stelpan sem hefur átt skrautlegri ævi en flestir, Paris Jackson, ætlar sér stóra hluti í fyrir- sætuheiminum. Þrátt fyrir sögur alla tíð segist hún aldrei efast um að Michael Jackson sé raunverulegur faðir hennar. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.6. 2017 LESBÓK KVIKMYNDIR Kvikmyndagerðarmaðurinn Duncan Jones, ekki síður þekktur fyrir að vera sonur David Bowie, sá fyrir sér að færa ævintýraheim tölvuleiksins Warcraft í form trílógíu og áður en fyrsta myndin var frumsýnd hafði Universal Pictures fyrirheit um slíkt. Breyting hefur orðið á þeim plönum og lítur ekki út fyrir að neitt framhald verði á. Gagnrýnendur sópuðu þeim fyrirheitum út af borðinu en mynd Jones; Warc- raft: The Beginning fékk víðast afar hvar slæma dóma og voru aðeins 28% áhorfenda á Rotten Tomatos ánægð með myndina. Myndin kostaði 16 milljarða í framleiðslu en halaði aðeins inn 4 milljarða í Bandaríkj- unum. Alþjóðamarkaðurinn kom til bjargar og halaði myndin þar inn 40 milljarða, að stærstum hluta í Kína. Sá trílógíu fyrir sér Næsta mynd Duncan Jones, Mute, er unnin í samstarfi við Netflix. AFP KVIKMYNDIR Margir bíða með eftirvæntingu eftir næstu Stjörnustríðsmynd sem frumsýnd verður um jólin enda hafa myndirnar í þessari nýju seríu slegið í gegn. Stjörnustríðsmyndin sem sýnd verður þar á eftir, Star Wars: Episode IX, verður svo sýnd vorið 2019 en henni leikstýrir maður að nafni Colin Trevorrow en nýjasta mynd hans; The Book of Henry, fær vægast sagt slæma dóma í fjölmiðlum þessa vikuna. Raunar svo slæma að gagnrýnandi In- dependent, sem gefur myndinni eina stjörnu, segir að eftir þessa mynd sé spurning hvort hann verði ekki hreinlega rekinn sem leikstjóri Stjörnustríðs- gullnámunnar. The Book of Henry sé mynd ársins í flokknum „sem enginn verður að sjá“. Algjört flopp leikstjóra Star Wars Gagnrýnendur hafa sagt The Book of Henry vera eina verstu kvikmynd ársins. Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Ný kynslóð málningarefna SUPERMATT Almött þekjandi viðarvörn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.