Morgunblaðið - 05.07.2017, Síða 2

Morgunblaðið - 05.07.2017, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is „Embætti ríkisskattstjóra og skatt- rannsóknarstjóra óskuðu eftir upp- lýsingum um þátttakendur í gjald- eyrisútboðum Seðlabanka Íslands sem þeim voru afhentar með nokkr- um sendingum vegna áranna 2012 til 2015,“ segir m.a. í svari Seðlabanka Íslands við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um fjárfestingaleið Seðlabankans. Skattaskjólsgögn Bryndís Kristjánsdóttir skatt- rannsóknarstjóri var í gær spurð hvort upplýsingar frá Seðlabankan- um hefðu leitt til aðgerða af hálfu embættisins: „Við óskuðum eftir upplýsingum vegna þess sem fór fram á tímabilinu 2012 til 2015. Beiðnin var send í lok apríl í fyrra. Við vorum m.a. að leita upplýsinga sem tengjast skattaskjólsgögnunum. Það var 21 einstaklingur sem kom fram á skattaskjólsgögnunum sem kom einnig fram í gögnunum sem við fengum frá Seðlabankanum. Einhver þeirra mála eru í rannsókn,“ sagði Bryndís. Hún sagði að að rannsóknum lokn- um lægi það fyrir hjá skattrannsókn- arstjóra að greina gögnin betur. „Sú vinna er ekki komin á það stig að ég geti sagt til um hvort hún leiði til þess að gripið verði til frekari aðgerða eða ekki.“ Þáttur í upplýsingaöflun Skúli Eggert Þórðarson ríkis- skattstjóri var í gær spurður hvort upplýsingarnar sem embætti hans fékk frá Seðlabankanum hefðu leitt til einhverra aðgerða af hálfu emb- ættisins: „Ég get ekki svarað þessu beint vegna þess að þetta er þáttur í upp- lýsingaöflun við ákvörðun á því hvort aðili er tekinn til athugunar. Auðvit- að byggjum við ákvarðanir okkar fyrst og fremst á framtölum. Við nýt- um svona upplýsingar til þess að bera saman við framtöl viðkomandi og eft- ir það er hægt að taka ákvörðun um framhaldið,“ sagði Skúli Eggert. Hann segir að síðan komi til aðrar upplýsingar og þegar allt sé saman- tekið sé tekin ákvörðun um það hvort tilefni sé til að fara í aðgerðir. Sömu einstaklingar í gögnunum  Liggur ekki fyrir hvort ríkisskattstjóri og skattrannsóknarstjóri ákveða aðgerðir Skúli Eggert Þórðarson Bryndís Kristjánsdóttir Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað nefnd til að endurskoða kerfi barna- bóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðisbóta. Horft er til þess að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. Í skipunarbréfi nefndarinnar er vísað til þess markmiðs ríkisstjórn- arinnar að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum, óháð uppruna tekna, og eigi það jafnt við um barnabætur og barnalífeyri rétt eins og húsnæðis- stuðning og annan stuðning. Fram kemur í skipunarbréfinu að fjármálaráðherra muni skipa nefnd um endurskoðun tekjuskattskerfis- ins og skulu þessar tvær nefndir í ljósi mikilvægis samspils tekju- skattskerfa og bótakerfa bera sam- an bækur sínar og vinna saman eftir því sem þörf krefur. Endurskoða bótakerfið Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver- andi forstjóri Kaupþings, var dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Marple-málinu í gær. Héraðsdómur þyngdi þar með refsingu hans í mál- inu en hann hafði áður verið dæmd- ur í sex mánaða fangelsi. Þetta er í annað sinn sem Hér- aðsdómur Reykjavíkur dæmir í málinu en Hæstiréttur ómerkti fyrri dóm dómsins því Ásgeir Brynjar Torfason, sérfróður með- dómsmaður, var metinn vanhæfur vegna ummæla sinna á samfélags- miðlum þar sem hann lýsti yfir af- stöðu sinni til málefna Kaupþings og stjórnenda bankans. Að öðru leyti voru refsingar í málinu í samræmi við fyrri dóm og hlaut Magnús Guðmundsson, fyrr- verandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, 18 mánaða fangelsi og Skúli Þorvaldsson var dæmdur í sex mánaða fangelsi líkt og áður. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrver- andi fjármálastjóri bankans, var sýknuð líkt og áður. Í ákæru sér- staks saksóknara voru Hreiðar Már Sigurðsson og Guðný Arna Sveins- dóttir ákærð fyrir fjárdrátt og um- boðssvik með því að hafa fært um átta milljarða úr sjóðum Kaupþings til félagsins Marple Holding S.A. SPF. Félagið er í eigu fjárfestisins Skúla Þorvaldssonar og skráð í Lúxemborg en Skúli var einn af stærstu viðskiptavinum bankans fyrir fall hans. Ákærðu neituðu öll sök í málinu. Hegningarauki við fyrri dóm Hreiðari hefur nú þrisvar verið gerð refsing vegna dómsmála tengdra hruninu en hann hlaut fyrst fimm og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur 2015, fyr- ir þátt sinni í Al Thani-málinu. Þá var hann einnig sakfelldur í stóra markaðsmisnotkunarmálinu og dæmdur í sex mánaða fangelsi í Hæstarétti og var refsiramminn þannig fullnýttur í dómunum tveim- ur; samtals sex ára fangelsi. Í dómi Héraðsdóms í gær var Hreiðari gerð enn frekari refsing og segir í dómi héraðsdóms að „um hegning- arauka var að ræða við fyrri dóm“. Ekki náðist í Hörð Felix Harð- arson, verjanda Hreiðars, í gær og því ekki vitað hvort dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Dómur þyngdur yfir Hreiðari  Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í Marple-málinu í annað sinn  Refsing Hreiðars Más þyngd í 12 mánaða fangelsi  Guðný Arna sýknuð í annað sinn Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Héraðsdómur Dómur í Marple-málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verjendur í málinu sjást hér við dómsuppkvaðningu. Fulltrúar í þeirri nefnd færeyska lög- þingsins sem fjallar um breytingar á lögum um sjávarútvegsmál þar í landi virðast einhuga um að ekki skuli breyta reglum sem heimila erlendum aðilum að eiga allt að þriðjung í út- gerð og fiskvinnslu í Færeyjum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hafa slíkar breytingar verið í deigl- unni og minnihlutinn í nefndinni tal- aði fyrir slíku í síðustu viku. Nú er annað hljóð komið í strokkinn og fall- ið er frá tillögum um nefndar breyt- ingar, samkvæmt áliti því sem í gær var birt á vef færeyska þingsins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun nokkru ráða um þessa breyttu afstöðu umsögn skrifstofu færeyska þingsins. Þar var bent á að yrði heimild útlendinga til þess að eiga hlut í sjávarútvegi í Færeyjum felld úr gildi færi það gegn bæði fær- eysku og dönsku stjórnarskránni, svo og mannréttindasáttmálum. Einnig bryti slíkt gegn Hoyvíkursamningi Færeyinga og Íslendinga sem trygg- ir gagnkvæmt viðskiptafrelsi milli þjóðanna. Uppsögn Hoyvíkur- samnings möguleiki Færeyska lögþingið kemur saman til fundar í dag og þá munu línur skýrast. Síðustu daga hafa Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, svo og utanríkis- og sjávarútvegsráð- herra, verið erlendis en eru vænt- anlegir heim. Fyrir vikið hefur ekki verið ljóst hvernig færeyska land- stjórnin afgreiðir málið; keyrir það áfram með stuðningi minnihlutans eða gerir á því breytingar. Fram hefur komið hjá Högna Hoy- dal, sjávarútvegsráðherra Færeyja, að til greina komi að segja Hoyvík- ursamningnum upp, enda skili hann Færeyingum litlum ávinningi. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Færeyjar Við höfnina í útgerð- arbænum Klakksvík á Borðey. Skipt um skoðun í Færeyjum  Erlend eign í sjáv- arútvegi ekki útilokuð Þau Elvar Bjarki og tíkin Steina undu hag sínum vel í sumarbústað í Skorradalnum um síðustu helgi, þótt hún gerði reyndar athugasemdir við skvetturnar úr heita pottinum. Í dag má reikna með að vætusamt verði sunnanlands, en að bjart- ara verði fyrir norðan. Morgunblaðið/Eggert Ærslast í bústað í Borgarfirði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.