Morgunblaðið - 05.07.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.07.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2017 Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Allt í heyskapinn Páll Vilhjálmsson vekur athygli áað Bretar séu að „eignast fisk- veiðilandhelgina sína að nýju eftir Brexit. Þeir taka fyrstu skrefin með því að segja sig frá fisk- veiðisáttmála frá 1964 sem var felldur inn í sameiginlega fiskveiðistefnu Evrópusam- bandsins. Bretar urðu að búa við það, sem ESB-ríki, að fisk- veiðikvótar voru ákveðnir í Brussel og öðrum þjóðríkjum veittur aðgangur að breskri lögsögu. Enskir sjómenn fagna fullveldi yfir landhelginni og skoskir starfsbræður þeirra taka í sama streng. Fiskveiðistjórnun Evrópusam- bandsins er samfelld hörmung- arsaga.“    Edward Heath, forsætisráð-herra Breta, leiddi þá inn í Evrópubandalagið. Hann gaf loforð sem fólu í sér að þeir sem störfuðu við fiskveiðar á sjó eða landi þyrftu engu að kvíða vegna aðildarinnar. Þrjátíu árum síðar var leynd létt af trúnaðarskjölunum. Þá blasti við að Heath hafði vísvitandi afvegaleitt þjóðina hvað fiskveiðimálin varð- aði.    Ekki nóg með það. Hann rétt-lætti lygavefinn með því að hagsmunir Breta af sjávarútvegi væru óverulegir og snertu beint „aðeins um 100 þúsund manns“ og aðildin myndi gera miklu meira en að bæta tjónið.    Edward Heath var misheppn-aður stjórnmálaforingi og entist illa í forystu.    Það var miður að hann fékk ekkiað horfa upp á að Bretar næðu að komast út úr ESB. Edward Heath Losna úr lygavef STAKSTEINAR Veður víða um heim 4.7., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 11 skýjað Akureyri 13 skýjað Nuuk 2 rigning Þórshöfn 12 skýjað Ósló 17 skýjað Kaupmannahöfn 18 léttskýjað Stokkhólmur 15 heiðskírt Helsinki 15 léttskýjað Lúxemborg 24 heiðskírt Brussel 24 heiðskírt Dublin 20 skýjað Glasgow 13 súld London 22 skúrir París 28 heiðskírt Amsterdam 20 heiðskírt Hamborg 17 léttskýjað Berlín 20 heiðskírt Vín 24 heiðskírt Moskva 18 heiðskírt Algarve 25 skýjað Madríd 34 heiðskírt Barcelona 28 heiðskírt Mallorca 27 léttskýjað Róm 29 léttskýjað Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 20 þrumuveður Montreal 23 léttskýjað New York 25 rigning Chicago 25 heiðskírt Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:16 23:50 ÍSAFJÖRÐUR 2:19 24:57 SIGLUFJÖRÐUR 1:58 24:44 DJÚPIVOGUR 2:33 23:32 Mannréttindadómstóll Evrópu sýkn- aði í gær íslenska ríkið af kæru Svav- ars Halldórssonar, fyrrverandi frétta- manns RÚV. Svavar fór með mál til Mannréttindadómstóls Evrópu árið 2013 þar sem hann krafðist ógildingar á dómi Hæstaréttar frá 15. nóvember 2012. Byggði Svavar mál sitt á því að dómur Hæstaréttar hefði brotið á rétti sínum til tjáningarfrelsis samkvæmt 10. grein Mannréttindasáttmála Evr- ópu. Nánar tiltekið að dómur Hæsta- réttar hefði haft í för með sér afskipti af tjáningarfrelsi Svavars sem væru ónauðsynleg í lýðræðislegu samfélagi. Dómur Hæstaréttar frá 15. nóvem- ber 2012 varðar mál um að ummæli um Jón Ásgeir Jóhannesson, í frétt RÚV hinn 6. desember 2010 um tengsl hans við skúffufyrirtæki í Panama, yrðu dæmd ómerk. Dæmdi Hæstiréttur Jóni Ásgeiri í hag og var Svavar dæmdur til að greiða honum 300 þús- und krónur í miskabætur, auk einnar milljónar króna í málskostnað. Niðurstaða mannréttindadómstóls- ins var sú að dómur Hæstaréttar hefði verið innan marka og ekki brotið gegn 10. grein mannréttindasáttmálans um tjáningarfrelsi. Þá var fjárhæð miska- bótanna hvorki metin óhófleg né af því tagi að hún hefði „ískyggileg áhrif“ á frelsi fjölmiðla, segir í dómnum. axel@mbl.is Íslenska ríkið sýknað af kæru  Ekki var brotið gegn tjáningarfrelsi Alexander Gunnar Kristjánsson agunnar@mbl.is Umferð á hringveginum jókst um tæp 13 prósent í júní frá júnímán- uði í fyrra. Þetta kemur fram í töl- um frá Vegagerðinni. 16 teljarar eru við hringveginn er mæla um- ferð og samanlagt fóru 2,95 millj- ónir bíla framhjá þeim í mánuðinum eða að meðaltali 98.500 bílar á sól- arhring. Mest er aukningin á Suð- urlandi þar sem umferð er þyngst fyrir en um 15% fleiri bílar keyrðu þar um en í fyrra. Þá er aukningin 14,1% á vegum inn og út úr borg- inni en minnst á Norðurlandi, 7%. Umferð eykst einnig á höfuð- borgarsvæðinu. Samanlagt óku tæplega 170.000 bílar á dag framhjá þremur teljurum Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu í júní og er það 10,5% aukning frá í fyrra. Mun- ur er á umferð eftir vikudögum. Þannig er umferð nokkuð jöfn frá mánudegi til fimmtudags en á föstudögum eru að jafnaði rúmum 15% fleiri á ferðinni. Að sögn G. Péturs Matthíasson- ar, upplýsingafulltrúa Vegagerðar- innar, er álagið á vegakerfið í heild ekki mikið og þolir það meiri um- ferð. Hins vegar kalli aukin umferð á meira viðhald og ljóst að það framlag sem Vegagerðin fær til þess sé ófullnægjandi. „Það dugir ekki til að halda í horfinu.“ Samgönguáætlun ekki fylgt Umferðinni er einnig ójafnt dreift. Umferðarþyngstu vegirnir eru á Suðurlandi og tekur Pétur undir nauðsyn þess að gera úrbæt- ur þar. Til stendur að bæta einni akrein við Suðurlandsveg milli Hveragerðis og Selfoss þannig að ein akrein sé í aðra átt en tvær í hina. Haga á framkvæmdum þannig að auðvelt verði að ljúka við tvöföldun þegar að því kemur. Verkefnið er á samgönguáætlun en fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir hins vegar ráð fyrir litlu fé til framkvæmda, að sögn G. Péturs, og því óljóst með framvindu verksins. Bílaumferð eykst enn  13% fleiri bílar voru á hringveginum í júní en sama mánuð á síðasta ári  Óljóst hvenær Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss verður breikkaður Umferð á þjóðvegi 1 og í Reykjavík 2016-17 Meðalfjöldi bíla á sólarhring á talningarstöðum Aukningmilli ára Rvík. Höf- uðb. S- land A- land N- land V- land Heimild: Vegagerðin Júní 2016 Júní 2017 Reykjavík Hafnarfjarðarvegur, Reykjanesbraut og Vesturlandsvegur ofan Ártúnsbrekku 152.871 168.979 Höfuðb.svæðið Suðurlandsv. v/ Geitháls og Vesturlandsv. v/Úlfarsfell 42.784 48.811 Suðurland Hellisheiði, við Hvolsvöll og á Mýrdalssandi 15.137 17.413 Austurland Möðrudalsöræfi, Gíslastaðagerði og Hvalsnes í Lóni 2.232 2.426 Norðurland Gljúfurá, Öxnadalur, Kræklingahlíð, Mývatnsheiði og -öræfi 11.256 12.041 Vesturland Hvalfjarðargöng, Hafnarfjall og Holtavörðuheiði 15.978 17.762 10,5% 14,1% 15% 8,7% 7% 11,2%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.