Morgunblaðið - 05.07.2017, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2017
Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
Frábær smurefni sem einangra, verja
og koma í veg fyrir tæringu eins og
verkfæra o rafma nsvara.
100% eins árs RAKAVÖRN
Gerum við hedd
og erum einnig með
ný hedd á flest allar vélar
Er heddið bilað?
Sími 577 1313
kistufell.com
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
Við erum sérfræðingar
í heddum
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Annað kvöld, fimmtudagskvöld
klukkan 20, fer Guðni Ágústsson
fyrir fræðslugöngu á Þingvöllum og
segir frá kristni-
tökunni árið 1000.
Gengið verður frá
Hakinu niður Al-
mannagjá og nið-
ur á vellina að
Þingvallakirkju.
Guðni mun segja
frá persónum og
atburðum viðvíkj-
andi kristnitök-
unni árið 1000.
„Ég fer yfir stöðuna í Evrópu á
þessum tíma og ekki síst í Noregi
þar sem Ólafur konungur Tryggva-
son kristnaði Norðmenn með hörku
en sendi Þangbrand trúboða hingað
og síðan beitti hann Íslendinga
nokkuð hörðum úrræðum. Braut
heiðnina á bak aftur. Það voru svo
vitrir leiðtogar eins og Síðu-Hallur,
Gissur hvíti, Hjalti Skeggjason og
ekki síst Þorgeir Ljósvetningagoði
sem lögðu til ráð sem sköpuðu frið
og sátt.“
Bergið kastar ræðunni
Frá Hakinu verður gengið und-
ir forystu Guðna niður Almannagjá
að hinu forna Lögbergi. Þar – í skjóli
kletta – er hljómburðurinn sterkur
og fyrir raddmikla menn hljóðnemi
óþarfur. „Þegar talað er skýrt á
Lögbergi kastar bergið ræðunni yfir
þingheim og hljómar eins og í besta
hljóðkerfi,“ segir Guðni. Frá Lög-
bergi er gengið niður á vellina að
Þingvallakirkju, þar sem sr. Geir
Waage, sóknarprestur í Reykholti,
tekur við. Fáir þekkja kristnisögu
Íslendinga betur en Geir og fyrir
vikið verður þessi kvöldganga
einkar fróðleg. Þá mun Karlakór
Kjalnesinga taka þátt í viðburðinum
og syngja ættjarðarlög og sálma.
Einn lög og einn sið
„Svo verða heiðnir menn eða
ásatrúarmenn með okkur; Jörmund-
ur Ingi forstöðumaður Reykjavík-
urgoðorðs og hans menn undir vopn-
um,“ segir Guðni. Þetta segir hann
að sé við hæfi, því þegar kristni var
lögtekin hafi verið svo deildar mein-
ingar um málið að nærri lét að þing-
heimur hefði barist. „Á þinginu voru
vitrir menn, ekki síst Síðu-Hallur
sem tók af skarið og fól hinum
rammheiðna Þorgeiri á Ljósavatni
að kveða upp úr um hvaða sið við Ís-
lendingar skyldum hafa. „Og það
gerði Þorgeir með slíkri snilld að
kristnir sem heiðnir menn sættu sig
við úrskurð hans. Eftir það hafði ís-
lenska þjóðin ein lög og einn sið um
aldir,“ segir Guðni.
Nærri lét að þing-
heimurinn berðist
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þingvellir Vettvangur ýmissa stórra viðburða, svo sem kristnitökunnar.
Guðni segir frá
kristnitökunni í
Þingvallagöngu
Guðni Ágústsson
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Hópi fræðimanna frá nokkrum lönd-
um hefur tekist að tímasetja með
nokkurra mánaða nákvæmni Kötlu-
gos sem varð skömmu fyrir landnám
á Íslandi, nánar tiltekið einhvern tím-
ann á tímabilinu frá hausti 822 og
fram á vor 823.
Niðurstöður úr rannsókn þeirra
hafa nú verið birtar í grein í vís-
indaritinu Geology, en fyrsti höf-
undur greinarinnar er Dr. Ulf Bünt-
gen, prófessor við jarðfræðideild
Cambridge-háskóla í Englandi.
Hefur skólinn hefur birt frétt um
rannsóknina á vefsíðu sinni en hún
hefur vakið athygli á heimsvísu
vegna þeirrar aðferðafræði sem not-
uð var við aldursgreininguna.
Ólafur Eggertsson, jarðfræðingur
hjá Skógræktinni og sérfræðingur í
árhringjum trjáa, er annar höfundur
greinarinnar, en að hans sögn beindu
fræðimennirnir fyrst sjónum að
Drumbabót á Þveráreyrum í Fljóts-
hlíð fyrir meira en 15 árum síðan.
Féllu öll í sama atburði
Rannsókn hófst árið 2003 og voru
sneiðar teknar af sjö trjám, en rann-
sókn á breidd árhringjanna í sneið-
unum leiddi í ljós að þau eyddust öll í
sama atburði, að öllum líkindum í
jökulhlaupi vegna eldsumbrota í
Kötlu.
„Til að geta tímasett atburðinn
voru sýni tekin til geislakolsgrein-
inga Niðurstaðan var að trén hefðu
fallið einhvern tímann á árabilinu 755
til 830.“
Notuðu upplýsingar um sólgos
„Ulf, félagi minn og fyrsti höf-
undur greinarinnar fékk þá hug-
mynd, vegna þess að trén höfðu
drepist á þessu bili, að það gæti
leynst í árhringjunum það sem kallað
er geislakolstoppur. Árið á geislakol-
stoppnum er vitað og því var ákveðið
að reyna að finna hann í þessum
trjám,“ segir Ólafur.
Umrætt ár er árið 775, þegar
sennilega varð stórt sólgos, með þeim
afleiðingum að hlutfall geislakols í
lofthjúpnum hækkaði, en merki um
atburðinn má finna í tilteknum ár-
hring trjáa sem voru á lífi árið 775.
„Með því að gera geislakolsgrein-
ingar á hverjum einasta árhring
fannst geislakolstoppurinn. Það gerði
tækniháskólinn í Zürich, sem er mjög
framalega í svona aldursgrein-
ingum,“ segir Ólafur, en með því að
telja árhringina frá geislatoppinum
tókst að ákvarða með nákvæmni það
ár þegar skógurinn féll, eða veturinn
822 til 823.
Niðurstöður úr rannsókn á
Drumbabót og þar með aldursgrein-
ingu Kötlugossins voru síðan bornar
saman við upplýsingar úr gjóskulög-
um og borkjörnum úr Grænlands-
jökli sem meðhöfundar greinarinnar,
prófessorarnir Christine Lane og
Clive Oppenheimer, höfðu áður rann-
sakað.
Einnig voru könnuð sagnfræðileg
gögn um kuldatíð í Evrópu og Asíu á
þessum sama tíma. Meðal annars eru
vísbendingar um lítinn vöxt trjáa í
Evrópu og í Síberíu umrædd ár, 822
til 823.
Niðurstaðan Kötlugos
Niðurstaða rannsóknarinnar er að
um hlaup úr Mýrdalsjökli hafi verið
að ræða vegna eldsumbrota í Kötlu,
líkt og áður sagði.
„Okkar túlkun samkvæmt setlög-
um og legu trjánna meðal annars, er
að þetta hafi verið hlaup sem kom
niður Markarfljótsaura og ósennilegt
sé að það hafi verið úr Eyjafjallajökli,
því það sé ósennilegt að hann hafi
gefið frá sér svo mikið flóð,“ segir
Ólafur.
Aðspurður segir hann að líklega
verði Drumbabót frekar könnuð og
mögulega fleiri fornskógar á Íslandi.
„Við eigum til dæmis eftir að kort-
leggja stærð svæðisins. Sumt er hulið
sandi og á hverju ári koma fram nýir
lurkar. Á hverju ári, þegar Þverá er í
vatnavöxtum, þá hreinsar hún sand-
inn frá og í ljós koma nýir lurkar,“
segir hann.
Ólafur segir að einnig megi athuga
Selsund við Heklurætur þar sem í
öskulagi séu vel varðveittar trjáleif-
ar, næstum ferskur viður. Þar megi
mögulega notast við sömu að-
ferðafræði og fá nákvæmari aldurs-
greiningu á því hvenær þau tré féllu
og þannig fá nákvæman aldur á Sel-
sundsvikrinum. Einnig finnast trjá-
leifar undir öskulögum hina miklu
hamfaragosa sem orðið hafa í Heklu
eins og H3 og H4.
Hefur vakið athygli á heimsvísu
Vísindagrein um Drumbabót birt í virtu vísindariti Aðferð við aldursgreiningu ný af nálinni
Drumbarnir tímasetja Kötlugos árið 822 eða 823 Tilefni til að kanna fleiri viðarleifar á Íslandi
Drumbabót Leifarnar af trjánum standa 20 til 60 sentimetra upp úr sandinum á Þveráreyrum í Fljótshlíð.
„Í aðal-
hlutverki í
þessu erindi
mínu verður
samspil trúar-
bragða og
laga. Sú er að
minnsta kosti
ætlunin, en
svo veit
maður nátt-
úrlega aldrei hvar sagan endar
þegar byrjað er,“ segir sr. Geir
Waage. Hann hefur ekki áður
talað af líku tilefni og nú á Þing-
völlum. Í Reykholti er hann hins
vegar sögumaður staðarins,
sem sannarlega á margt sam-
eiginlegt með Þingvöllum.
Samspil laga
og trúarinnar
REYKHOLTSPRESTURINN
Geir Waage.