Morgunblaðið - 05.07.2017, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2017
Sími 788-2070 / 787-2070 | hotelrekstur@hotelrekstur.is | hotelrekstur.is
Rúmáb
reiður
HOTELREKSTUR
ALLT Á EINUM STAÐ
Fyrir hótel, gistiheimili, dvalarheimili, veitingahús,
veisluþjónustur, heilsugæslustofnanir o.fl.
Hlíðarsmára 6, 201 Kópavogi – S. 564 6464 – fasthof.is
að f m
viðskiptum
Elsa Alexandersdóttir
Aðstoðarmaður
fasteignasala
Evert Guðmundsson
Nemi til löggildingar
fasteignasala
Guðmundur Hoffmann
Steinþórsson
lögg. fasteignasali
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Framkvæmdir við breytingar á
Kjörgarði á Laugavegi 59 eru langt
komnar og er áformað að taka nýjar
íbúðir og endurbætt þjónusturými í
notkun um næstu mánaðamót.
Á annarri hæð verður meðal ann-
ars nýtt veitingahús, Nostra, sem
snýr út að Laugavegi, og á hæðum
þrjú til fimm verða 11 nýjar íbúðir.
Fasteignaþróunarfélagið Vestur-
garður á húsið. Húsið er í eigu Val-
fells-fjölskyldunnar og hefur bygg-
ingin verið tengd fjölskyldunni síðan
Sveinn B. Valfells og Kristján Frið-
riksson byggðu húsið. Það var í
fyrstu þrjár hæðir, auk kjallara, og
þar var fyrsti rúllustigi landsins.
Sæmundur H. Sæmundsson,
framkvæmdastjóri Vesturgarðs,
segir endurbæturnar svo umfangs-
miklar að húsið sé eins og nýtt.
„Það hefur kostað um 400 millj-
ónir brúttó að endurbyggja húsið, að
meðtaldri nýrri fimmtu hæð sem
byggð var ofan á þakið. Sérfræðing-
ar í fasteignageiranum segja mér að
endurbæturnar hafi aukið verðmæti
hússins um 800 milljónir.“
Samkvæmt fasteignaskrá er fast-
eignamat hússins um 854 milljónir.
Má því ætla að markaðsverð hússins
eftir breytingar sé 1,6-2 milljarðar.
Nýr hringstigi upp á 2. hæð
Skipt var um alla glugga í húsinu
og hafa tveir leigutakar, Bónus á
jarðhæð, og Herrafataverslun Kor-
máks og Skjaldar, í kjallara, haldið
óbreyttri starfsemi síðan verkið
hófst í fyrrasumar. Jarðhæðinni,
sem snýr að Laugavegi, hefur verið
breytt þannig að inngangi í verslun
Bónuss austanmegin hefur verið lok-
að. Hefur inngangurinn verið sam-
einaður útgangi versluninnar vest-
anmegin. Þar sem inngangurinn var
er nú hringstigi upp á nýtt veitinga-
hús á 2. hæð. Stefnt er að opnun þess
um næstu mánaðamót. Staðurinn
verður í sameinuðu rými þar sem var
áður Núðluhúsið, prjónaverslunin
Storkurinn og sjóntækjaverslun. Við
þessa breytingu hverfur jafnframt
hringstigi sem var utandyra. Norð-
anmegin á 2. hæð verður verslun og
þjónusta og skrifstofur.
Á hæðum 3 og 4 voru skrifstofur.
Þar hafa nú verið innréttaðar 4 íbúð-
ir á hvorri hæð. Þá var byggð ný hæð
ofan á þakið, sem er 5. hæðin, og
verða þar 3 íbúðir. Aukin lofthæð er í
húsinu. Sæmundur segir stefnt að
því að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar
í ágúst. Hann segir óráðið hvort þær
fari í almenna leigu eða í skamm-
tímaleigu til ferðamanna. Á efstu
hæðinni verða tvær 110 fermetra
íbúðir og ein 80 fermetra íbúð. Miðað
við markaðsverð á svæðinu gætu
stærri íbúðirnar verið leigðar á 250-
400 þúsund á mánuði.
Morgunblaðið/Golli
Fimmta hæðin Frá þakíbúðunum er mikið útsýni í allar áttir. Ný hæð var byggð ofan á gamla þakið á Kjörgarði.
Kjörgarði gjörbreytt
Næstu vikur verður Kjörgarður opnaður eftir breytingar
Þar verða 11 leiguíbúðir og nýr veitingastaður á jarðhæð
Morgunblaðið/Golli
Athafnamaður Sæmundur H. Sæmundsson, framkvæmdastj. Vesturgarðs.
Gert klárt Húsið málað í fyrradag.
Saga Inngangur Kjörgarðs.
Við Laugaveg Horft frá 4. hæðinni.
Tillaga Lenu Margrétar Aradóttur,
KÞBAVD-vagninn, bar sigur úr být-
um í hönnunarkeppni Strætó sem
lauk á mánudagskvöld. Fram kemur
á heimasíðu Strætó að KÞBAVD sé
skammstöfun á frasanum „konur
þurfa bara að vera duglegri“, sem sé
kaldhæðnisleg ádeila í jafnréttis-
umræðunni.
Almenningur gat kosið á netinu um
yfir 1.500 tillögur að skreytingum á
Strætó en hver sem er gat sent til-
lögur. María Hrund Marinósdóttir,
markaðsstjóri Strætó, segir í skrif-
legu svari til Morgunblaðsins að sem
minnst afskipti hafi verið höfð af
þeim tillögum sem bárust í hönnun-
arsamkeppnina en verk sem hafi far-
ið út fyrir ákveðin velsæmismörk hafi
verið fjarlægð.
„Það hefði kostað mikinn tíma og
verið flókið í framkvæmd að leggja
huglægt mat á allar innsendingar,“
segir í svari hennar en hún var m.a.
spurð hvort rétt væri að opinbert fyr-
irtæki, sem nýtur niðurgreiðslu
skattgreiðenda, bjóði almenningi að
kjósa um pólitískar tillögur þar sem
merkja á einn vagn Strætó með vinn-
ingstillögunni og aka á almennri leið.
Meðal tillagna sem hægt var að
kjósa um var vagn merktur komm-
únisma. Þá er vinningstillagan einnig
af pólitískum meiði. „Þegar hátt í
2.000 tillögur berast inn í svona
keppni má búast við mikilli flóru hug-
mynda, þar á meðal pólitískra. Vinn-
ingstillagan er mjög opin til túlkunar
en að okkar mati stóðst hún þær kröf-
ur sem við settum í upphafi að öllu
leyti. Svo er það í höndum þeirra
50.000 sem kusu hvaða tillaga vann,“
segir í svari Maríu. Hún segir að í
skilmálum keppninnar hafi þátttak-
endum verið gerð grein fyrir að þeir
bæru ábyrgð á innsendingum sínum
en keppnin hefði misst marks ef
Strætó hefði stundað mikla rit-
skoðun. vilhjalmur@mbl.is
Jafnréttisboð-
skapur á Strætó
Kommúnistavagn ein innsend tillaga
Sigurtillagan Bakhlið strætisvagns
skreytt með vinningstillögunni.
Kveðnir hafa ver-
ið upp dómar í
málum flestra
þeirra þrettán
einstaklinga, sem
handteknir voru á
2 mánaða tímabili
fyrr á árinu grun-
aðir um fíkniefna-
smygl.
Jón Halldór
Sigurðsson, lög-
reglufulltrúi í fíkniefnadeild lögregl-
unnar á Suðurnesjum, segir að fólkið
sé af erlendu bergi brotið og afpláni
nú dóma. „Þetta var fólk sem kom
frá ýmsum löndum, meðal annars
Brasilíumenn, Hollendingar og
Bandaríkjamenn. Ég held að það sé
búið að dæma alla nema einn í þess-
um hópi.“ Í síðustu viku var m.a. hol-
lenskur karlmaður dæmdur í árs
fangelsi fyrir að flytja inn hálft kíló
af kókaíni.
Aldrei hafa eins margir verið
handteknir á jafnskömmum tíma
fyrir tilraun til smygls. Samtals var
lagt hald á nokkur kíló af kókaíni.
Jón segir að lögreglan hafi kannað
hvort einhver tenging hafi verið milli
einstaklinganna.
„Málin voru rannsökuð aðskilin en
þegar upp kemur svona mikill fjöldi
mála verður að kanna hvort einhver
tenging geti verið. Það var gert og í
ljós kom að málin tengdust ekki
neitt.“
Hann segir að lögreglan hafi ekki
orðið vör við aukinn fjölda fíkniefna-
mála. „Það er auðvitað alltaf einhver
mál sem koma upp en við sjáum ekki
aukningu.“ aronthordur@mbl.is
Smyglarar hlutu dóma
Fíkniefni Lagt
var hald á efnin.
Aldrei hafa jafnmargir verið handteknir fyrir fíkniefnasmygl
Þau leiðu mistök urðu í blaðinu í gær
að Hjálmar W. Hannesson, sendi-
herra og formaður Þjóðræknisfélags
Íslendinga, var rangnefndur í umfjöll-
un um Íslendingadaginn í Kanada.
Beðist er velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Hjálmar rangnefndur