Morgunblaðið - 05.07.2017, Blaðsíða 13
Gaman Birta Rós og Freyja, systur brúðar-
innar, létu ekki sitt eftir liggja við sönginn.
ýmist á gistiheimilinu í Ármóti þar
sem veislan var eða í tjöldum og
vögnum á tjaldstæðinu. Svo hittust
margir aftur í morgunsárið. Þetta
var því í raun sólarhringsbrúðkaup.“
Móðurafinn Samúel á
Ströndum spilaði á sítar
Ingibjörg lifir og hrærist í tón-
list en hún býr á Hvolsvelli og starf-
ar sem tónmenntakennari í Hvols-
skóla og stjórnar barnakór skólans.
Hún kennir tónlist hjá Tónsmiðju
Suðurlands, sem er ritmískur tón-
listarskóli, þar sem hún kennir á ým-
is hljóðfæri.
„Ég á ansi mörg hljóðfæri, hef
safnað þeim frá því ég var lítil
stúlka, en þá seldi ég dúkkuvagninn
minn og keypti mér alt-blokkflautu
fyrir andvirðið. Fljótlega bættust við
gítar, þverflauta og píanó, sem voru
aðalhljóðfærin mín þegar ég var
barn og unglingur. Ég keypti mér
harmoniku í einu fæðingarorlofinu
og fékk mér kontrabassa sem stof-
ustáss í staðinn fyrir stofuskáp, af
því mér fannst bassinn miklu fal-
legri. Svona er þetta þegar söfn-
unaráráttan fer saman við áhuga-
málið, sem ég er svo heppin að starfa
líka við. Svo verður maður að læra
að spila á þetta allt saman og ég
gerði það, ég get gripið í öll þessi
hljóðfæri sem ég hef safnað og nán-
ast fyllt húsið mitt af. Reyndar hef
ég ekki enn lært á sekkjapípuna sem
ég keypti mér eitt sinn í Skotlandi,
hún ku vera mjög erfið.“
Þegar Ingibjörg er spurð hvort
hin mikla músík sem rennur í blóði
fjölskyldunnar komi frá einhverjum
sérstökum ættföður eða ættmóður
reynist þetta liggja í báðum hennar
ættum.
„Mamma söng alla tíð í kór og
heima. Móðurafi minn, Samúel Sam-
úelsson, spilaði á sítar norður á
Ströndum, söng og kenndi. Pabbi
minn var líka afar tónelskur, söng og
hafði mikið dálæti á harmonikum.
Hann hlustaði mikið á tónlist og
naut hennar. Þessi áhugi á tónlist
hefur skilað sér rækilega í gegnum
kynslóðirnar.“
Stuð Vinsý tók þátt í dansinum þegar Erpur frændi hennar rappaði.
Systur Hófí og Gréta Mjöll Samúelsdætur,
frænkur brúðarinnar, sungu frumsamið lag.
Innlifun Arnar er giftur Hófí, frænku brúðar-
innar, hann söng ásamt Freyju við athöfnina.
Birta Rós Hún söng einsöng fyrir systur sína brúð-
ina og verðandi eiginmann hennar í kirkjunni.
Brúðhjón Erla Vinsý og Kristinn Björn koma út úr Breiðabólstaðarkirkju.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2017
EXPLORE WITHOUT LIMITS
®
ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF.
KLETTHÁLSI 3
110 REYKJAVÍK
SÍMI: 540 4900
NETFANG: info@arctictrucks.is
www.arctictrucks.com
DEKKJAÞJÓNUSTA
TÍMABÓKANIR Í SÍMA 540 4900
JEPPADEKK
fyrir íslenskar aðstæður
VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT
DEKK UNDIR FLESTAR GERÐIR
JEPPA OG JEPPLINGA.
Nú þegar allt er í blóma er ekki úr
vegi að gefa jurtum jarðar gaum. Jó-
hanna Þormar garðyrkjufræðingur
ætlar að leiða göngu um Grasagarð-
inn í Reykjavík í kvöld, miðvikudags-
kvöld, en í honum vaxa margar
undurfagrar blágresistegundir. Í
göngunni verða þær skoðaðar, fjallað
um fjölbreytileika þeirra og ræktun í
heimilisgörðum. Fræðslan hefst við
aðalinngang Grasagarðsins kl. 19:30.
Ókeypis og allir velkomnir.
Endilega …
Kínablágresi Sannarlega undurfagurt og heitir á latínu Geranium farreri.
… kynnið ykkur blágresið blíða