Morgunblaðið - 05.07.2017, Page 21

Morgunblaðið - 05.07.2017, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2017 Elsku hjartans Ragnar Emil. Engin orð eru nógu falleg til þess að lýsa því hve þakklát ég er fyrir þig og hve mikið ég sakna þín. Nærvera þín fyllti mig alltaf af svo mikilli orku og ró. Það er svo sárt til þess að hugsa að geta ekki lengur horft í reynslu- miklu augun þín og glott yfir há- væru röddinni þinni sem yfir- gnæfði allt og alla (vel gert!). Þú notaðir allar leiðir sem þú hafðir til þess að hafa áhrif á umhverfi þitt og stjórna því sem þú gast tekið stjórn á, það var gott. Ég mun sakna þess sárt að geta haldið í hlýju höndina þína á meðan við hlustum saman á tón- list, lesum bók eða spjöllum, Ragnar Emil Hallgrímsson ✝ Ragnar EmilHallgrímsson fæddist 25. júní 2007. Hann lést 25. júní 2017. Ragnar var jarð- sunginn 30. júní 2017. liggjandi hlið við hlið í hjólastólunum okkar. Ég mun sakna þess að skynja sterka lífs- viljann þinn, er þú ruglaðir læknavís- indin í rýminu og afsannaðir kenning- ar þeirra, með því að halda stöðugt áfram að vera til. Ég mun sakna þess að hlusta á hljóðin í vélunum, vinum þínum eins og þið fjöl- skyldan kölluðu þær, sem að- stoðuðu þig að anda og lifa. Þessi hljóð voru hluti af þinni tilvist, svo heimilisleg og nota- leg. Ég mun líka sakna þess að sjá þig njóta lífsins með mömmu, pabba, Gumma, Silju og Sigga, sem öll elska þig út fyrir endi- mörk alheimsins og eru svo lán- söm að vera þín. Mamma sem las þig eins og opna bók, andaði í takt við þig og tryggði að allir sýndu þér verðskuldaða mann- virðingu, pabbi sem gafst aldrei upp á að finna leiðir fyrir þig til þess að lifa, líða vel og taka þátt, Gummi sem spilaði fyrir þig á píanó og spjallaði við þig, Silja sem vakti yfir því að allt væri eins og það átti að vera hjá þér og knúsaði þig endalaust, og Siggi sem gauraðist með þér og var stoltasti stóri bróðir í heimi. Þú skilur ekki bara djúp hjól- för eftir í hjarta mínu. Hjólför þín liggja í öllum hjörtunum sem þú snertir og um allt samfélagið. Í möguleikum barna til þess að fara út í lífið með öndunarvél- arnar sínar, sofa í sínu rúmi hjá fjölskyldum sínum og lifa utan stofnana með NPA. Þú snertir líka sveitarfélagið þitt, Hafnar- fjörð, sem þurfti að læra margt um virði mennsku þinnar og annarra fatlaðra barna, og skól- ann þinn, þar sem þú staðfestir mikilvægi þess að hafa rétt til menntunar án mismununar og aðskilnaðar. Það er okkar sem eftir sitjum að passa að það fenni ekki í förin þín, elsku frumkvöðull. Þú átt stóran þátt í þeim neista sem kyndir undir þörf mína til þess að vera aktivisti. Þú ert á svo margan hátt upphaf og ástæða þess að ég vil berjast fyrir mannréttindum. Takk fyrir að vera neistinn minn. Takk fyrir að gefa mér pláss í þínu stór- kostlega lífi. Takk fyrir að vera uppáhaldskennarinn minn. Takk fyrir að færa mér vináttu fjöl- skyldu þinnar. Megi minningarnar sem þú gafst okkur og ljósið sem þú kveiktir í hjörtum okkar um- vefja og hugga fjölskylduna þína, vini og aðstoðarkonur, sem hafa misst svo mikið. Við sjáumst seinna, í heimi þar sem eru engir fordómar, frábært að- gengi og allir hafa sama rétt á að vera til. Ég trúi því að þú sért kominn þangað núna, ná- kvæmlega eins og þú ert. Þann- ig varstu, og verður alltaf, full- kominn. Ástarkveðja, Freyja. Guðdómlegur geisli blíður greiðir skuggamyrkan geim; á undra vængjum andinn líður inn í bjartan friðarheim. (Hugrún.) Það var mikið á þig lagt í þessu lífi, elsku frændi. Núna ertu frjáls úr fjötrum líkamans og þó að sorgin ráði ríkjum gleðjumst við yfir því að hafa kynnst þér. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Úr Spámanninum.) Pétur og Ása. Þótt ég hafi verið mjög ungur þegar amma veiktist og muni þá ekki vel eftir henni alveg heilbrigðri þá á ég samt margar góðar minningar með henni. Það sem ég man mest eftir er hvað henni fannst gaman að lita og hún ljómaði alveg þegar hún sýndi manni myndirnar sem hún hafði verið að lita. Mér fannst svo gaman að sjá að hún hefði fundið sér eitthvað ánægjulegt að gera á þessum erfiðu tímum. Ég elsk- aði ömmu mína og hræddist þennan dag alltaf, en líður samt vel að hún sé komin á betri stað eftir þessa erfiðu og löngu bar- áttu. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Dagur Sigurðarson. Elsku Kristín. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Takk fyrir allt, elsku Kristín. Ég sakna þín. Þín Hildur. Vinátta okkar Enidanna byrj- aði í leikfiminni hjá Sóleyju fyrir um þrjátíu árum. Fljótt mynd- aðist strengur á milli okkar sem rekja má til umræðna um gard- ínukaup og sörubakstur. Kristín vakti athygli okkar fyrir glæsileik, mikla útgeislun og hnyttin tilsvör. Hún var ein- staklega kát og lífsglöð, mikill náttúruunnandi og lagði kapp á heilbrigði og gott líferni Hún átti auðvelt með að gera Kristín Björnsdóttir ✝ Kristín Björns-dóttir fæddist 1. júní 1942. Hún lést 21. júní 2017. Útför Kristínar var gerð 4. júlí 2017. grín að sjálfri sér og við hrifumst með. Eitt sinn í leikfim- inni hafði hún á orði hvað hún væri léleg í æfingunum „eins og hún var búin að vera dugleg að þrífa húsið alla helgina!“ Kristín var ávallt hrókur alls fagnað- ar og miðpunktur hópsins. Áttum við saman margar ógleymanlegar stundir eins og gönguferðir inn- anlands og utan. Oftlega fór hún þá á kvöldvökunum í hin ýmsu gervi, setti upp heilu leikþættina og stýrði tískusýningum undir viðlaginu „Dún Dú Rúnd“. Einn- ig fór hún á kostum þegar hún sagði okkur sögur í léttum dúr af Tarzan og Jane. Kristín hafði gaman af að taka á móti fólki og var dugleg að kalla á okkur vinkonurnar við minni og stærri tilefni. Sérstak- lega eru okkur minnisstæð há- degisboðin hennar þar sem glöggt kom í ljós að hún var mik- ill höfðingi heim að sækja og hæfileikar hennar í eldhúsinu voru miklir. Hún var einstaklega skemmtilegur gestgjafi enda drógust hádegisboðin jafnan fram á kvöld. Oft var ekki hjá því komist að ganga rösklega litla eða stóra Stífluhringinn hennar áður en sest var að borðum. Það var svo í gönguferðinni okkar á Mallorka að Kristínu varð ljóst að ekki var allt með felldu varðandi heilsu hennar. Sjúkdómseinkenni Parkinsons byrjuðu að gera vart við sig. Hún tók strax meðvitaða ákvörðun um að berjast gegn þessum vá- gesti og hélt ótrauð áfram öllum þeim æfingum og líkamsrækt sem völ var á. Hún vakti aðdáun okkar fyrir kraftinn og hugrekk- ið sem hún sýndi í baráttunni við þennan illvíga sjúkdóm. Það var ekki í hennar anda að gefast upp og var ekki fyrr en undir það allra síðasta að lífsviljinn gaf sig. Við kveðjum einstaka vinkonu með söknuði. Hún auðgaði líf okkar með sinni glaðværð, per- sónutöfrum og húmor. Minningin um yndislega vinkonu mun alltaf lifa. Við vottum Ólafi og fjölskyldu samúð okkar. Ásdís Rósa, Guðríður (Gurrý), Lovísa, Nína Björg, Sóley Enid. Þeir eru hafsins hetjur þeim heiður falli í skaut. Við kveðjum nú elsta bróður okkar, stóra bróa, eins og við kölluðum hann gjarnan fyrr á árum, en hann var sannarlega einn af hetjum hafsins. Snemma fór hann á sjóinn og hafið varð hans starfs- vettvangur allt lífið. Þar kom hann víða við og þekkti betur alls kyns veiðarfæri og veiðiaðferðir en flestir aðrir. Þetta kom vel í ljós þegar við tókum til við orða- safn Síldarminjasafns Siglufjarð- ar og skilgreindum hin ólíkleg- ustu orð og hugtök. Allt var honum ljóslifandi og endalaust gat hann bætt við. Þekking hans á strandlengju landsins var óbrigð- ul og hann þekkti hvert sker og vík allt í kringum landið. Lands- þekktur varð hann einnig fyrir einstakt björgunarafrek þegar skipverjar á Óðni björguðu áhöfn af breskum, strönduðum togara árið 1968. Fyrir það fékk hann Sea Gallantry Medal úr gulli sem Bretar veittu honum og fálkaorð- una fékk hann 1976 fyrir störf í þágu Landhelgisgæslunnar. Sigurjón hafði góða söngrödd en tónlistaráhugi hans var mest í formi þess að sækja tónleika, sér- staklega ef karlakórar áttu í hlut og syngja fyrir barnabörn og langafabörn. Strax sem barn var hann mjög lagviss og söngvinn. Hann söng fyrir saumakonu á Seyðisfirði allt sem hann kunni og að launum saumaði hún kjól fyrir systur hans. Sigurjón fór að heiman strax upp úr fermingu en við vissum alltaf að við áttum hann að. Það voru hátíðlegar stundir þegar hann kom heim og alltaf hafði hann einhverjar fallegar gjafir til að færa okkur. Í raun kynntumst við honum ekki fyrr en við vorum komin til Reykjavíkur og hann kominn í land. Mamma hafði áhyggjur af því að bræðurnir þekktust ekki enda 15 ára aldurs- munur á þeim. Hún tók því upp á því að bjóða þeim í mat einu sinni Sigurjón Hannesson ✝ Sigurjón Hann-esson fæddist 13. febrúar 1935. Hann andaðist 24. júní 2017. Útför Sigurjóns fór fram 3. júlí 2017. í viku og þar með kynntust þeir á ný. Þeir áttu sameigin- legt áhugamál sem var að veiða og saman keyptu þeir bát með félögum sínum og fóru í ótal veiðiferðir út á Fló- ann. Frásagnarhæfi- leiki Sigurjóns var einstakur. Hann gat sagt frá því sem fyrir hann kom á lífsleiðinni á svo lifandi og skemmtilegan hátt að hægt var að sitja og hlusta dolfallin á lýsingar hans á mönnum og málefnum. Hann tók að sér að vera leiðsögu- maður í ferðum Félags eldri borg- ara í Mosfellsbæ, þekkti landið ákaflega vel og fléttaði saman lýs- ingum á staðháttum og söguleg- um staðreyndum. Einnig fór hann nokkrar ferðir í skóla í Mos- fellsbæ til að segja unglingum frá þorskastríðunum og hafði mikið gaman af. Sigurjón var mikill gæfumaður í lífi sínu. Björg kona hans stóð sem klettur við hans hlið og svo samrýnd voru þau að varla var annað nefnt án þess að hins væri getið. Þau eignuðust tvo syni, Jó- hann og Ólaf Gísla, og afkomend- urnir eru fjölmargir. Síðustu árin voru þeim hjónum einstaklega ljúf. Þá fóru þau í ferðalög og nutu lífsins. Hann var sáttur við líf sitt og jafnvel þegar meinið var að draga úr honum kraftinn gat hann spaugað og hafði gaman af að segja sögur. Að leiðarlokum þökkum við fyrir samveruna og allar minning- arnar sem við eigum um stóra bróa. Elín Hrefna, Sigrún Klara og Sveinn. Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SVANA Þ. INGÓLFSDÓTTIR, Klébergi 13, Þorlákshöfn, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 19. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og umhyggju. Kristján Sigmundsson Ragnheiður I. Kristjánsdóttir Ómar Björn Stefánsson Elías Rúnar Kristjánsson Ásta Rut Ingimundardóttir Sigmundur K. Kristjánsson Þóra Hjördís Þorsteinsdóttir María Kristjánsdóttir Albert Guðjónsson Erna M. Kristjánsdóttir Sören Mogensen Klara Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og afi, DAVÍÐ WALLACE JACK flugvirki, lést á líknardeild LSH í Kópavogi föstudaginn 30. júní. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju, Garðabæ, föstudaginn 7. júlí klukkan 15. Bergdís Ósk Sigmarsdóttir Róbert Jack Díana Dröfn Heiðarsdóttir Sigmar Jack Hege Elisabeth Wennersgaard Vigdís Jack og barnabörn Ástkær móðir mín og tengdamóðir, GUÐRÍÐUR ÓLAFÍA VESTMANN NIKULÁSDÓTTIR, Skagfirðingabraut 39, Sauðárkróki, lést á Landspítalanum laugardaginn 3. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Guðný María Bragadóttir Einar Rúnar Ísfjörð Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, GÍSLI ODDSSON, Fífuseli 16, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 30. júní. Útför hans fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 11. júlí klukkan 13. Guðný Ragnarsdóttir Sigurrós Gísladóttir Vilborg Gísladóttir barnabörn og langafabarn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN JÓNSSON bifreiðarstjóri, Bólstaðarhlíð 41, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund sunnudaginn 2. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigríður Jónsdóttir Ágúst Sigurjónsson Sesselja Hrönn Jensdóttir Helga Jónína Sigurjónsdóttir Hafsteinn Már Ársælsson Guðný Sigurjónsdóttir Svavar M. Sigurjónsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.