Morgunblaðið - 05.07.2017, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2017
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Smáratún 8, Sveitarfélagið Árborg, fnr. 218-7152 , þingl. eig. Pétur
Kúld Pétursson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 10. júlí
nk. kl. 09:25.
Kringlumýri 2, Sveitarfélagið Árborg, fnr. 226-6581 , þingl. eig.
Sunneva Lind Ármannsdóttir og Elvar Örn Sigdórsson, gerðar-
beiðendur Landsbankinn hf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf.,
mánudaginn 10. júlí nk. kl. 09:35.
Háengi 4, Sveitarfélagið Árborg, fnr. 218-6266 , þingl. eig. Sigrún
Halldóra Gunnarsdóttir, gerðarbeiðendur Sveitarfélagið Árborg og
Vátryggingafélag Íslands hf. og Landsbankinn hf., mánudaginn 10.
júlí nk. kl. 09:45.
Langholt land 1, Flóahreppur, fnr. 197706 , þingl. eig. Hvítárhestar/
River horses ehf., gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Flóahreppur
og Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 10. júlí nk. kl. 10:10.
Eystri-Grund, Sveitarfélagið Árborg, fnr. 165540 , þingl. eig. Sævar
Ástmundsson, gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og
Landsbankinn hf., mánudaginn 10. júlí nk. kl. 10:45.
Eystri-Grund lóð, Sveitarfélagið Árborg, fnr. 225-1224 , þingl. eig.
Sævar Ástmundsson, gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf.
og Landsbankinn hf., mánudaginn 10. júlí nk. kl. 10:55.
Túngata 64, Sveitarfélagið Árborg, fnr. 224-4120 , þingl. eig. Arndís
Harpa Einarsdóttir og Einar Pálsson, gerðarbeiðendur Sveitarfélagið
Árborg og Landsbankinn hf., mánudaginn 10. júlí nk. kl. 11:20.
Kirkjuferjuhjáleiga I 201594, Sveitarfélagið Ölfus, fnr. 234-3566 , þingl.
eig. Ólafur Hafsteinn Einarsson, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf,
Selfossi, mánudaginn 10. júlí nk. kl. 12:00.
Klettagljúfur 15, Sveitarfélagið Ölfus, fnr. 227-1077 , þingl. eig. Rúnar
Sæmundsson, gerðarbeiðendur Karl G S Benediktsson og
Íslandsbanki hf., mánudaginn 10. júlí nk. kl. 12:15.
Heiðarbrún 26, Hveragerði, ehl. gþ., fnr. 221-0271 , þingl. eig. Ingi-
mundur Haraldur Magnússon, gerðarbeiðendur Hveragerðisbær og
Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 10. júlí nk. kl. 13:25.
Breiðamörk 5, Hveragerði, fnr. 221-0074 , þingl. eig. Hulda Hrönn
Elíasdóttir, gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og
Sýslumaðurinn á Suðurlandi, mánudaginn 10. júlí nk. kl. 13:35.
Borgarheiði 1H, Hveragerði, fnr. 220-9878 , þingl. eig. Dagmar
Jóhannsdóttir, gerðarbeiðendur Hveragerðisbær og Íbúðalánasjóður,
mánudaginn 10. júlí nk. kl. 13:45.
Borgarheiði 2V, Hveragerði, fnr. 220-9887 , þingl. eig. María Einars-
dóttir, gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og Borgun hf. og
Lífeyrissjóður verslunarmanna og Hveragerðisbær, mánudaginn 10.
júlí nk. kl. 13:55.
Dynskógar 1, Hveragerði, fnr. 221-0123 , þingl. eig. Þórarinn Gíslason
og Karen Dagmar Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn
á Norðurlandi ves og Íbúðalánasjóður, mánudaginn 10. júlí nk. kl.
14:05.
Bláskógar 2, Hveragerði, fnr. 220-9855 , þingl. eig. Davíð Ágúst
Davíðsson og Beata Starczewska Davíðsson, gerðarbeiðandi
Íbúðalánasjóður, mánudaginn 10. júlí nk. kl. 14:15.
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
4. júlí 2017
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Sandskeið G-Gata 7, Bláskógabyggð, fnr. 221-9427 , þingl. eig.
Sigríður Þóra Þórðardóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Arion
banki hf., þriðjudaginn 11. júlí nk. kl. 10:10.
Ytri-Skógar lóð, Rangárþing eystra, fnr. 231-6801 , þingl. eig.
Guðmundur Jónsson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf.,
þriðjudaginn 11. júlí nk. kl. 12:10.
Efri-Steinsmýri 1, Skaftárhreppur, fnr. 163324 , þingl. eig. Jón Reynir
Einarsson, gerðarbeiðandi Festa - lífeyrissjóður, þriðjudaginn 11. júlí
nk. kl. 15:10.
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
4. júlí 2017
*Nýtt í auglýsingu
*20597 Þingvellir Hakið – Gestastofa –
sýning. Ríkiskaup, fyrir hönd Framkvæmdasýslu
ríkisins, kt. 510391-2259 og Þjóðgarðsins á
Þingvöllum, kt. 710269-3789, óska eftir tilboðum í
samkeppnisútboð um margmiðlunarverkefni og
verkframkvæmd sem felur í sér fullnaðarhönnun,
útfærslu, uppsetningu og lokafrágang á
samþykktri hugmynd að sýningu í stækkaðri
Gestastofu á Hakinu á Þingvöllum. Fyrir liggur
samþykkt heildarhugmynd sýningarinnar, mark-
mið, markhópar, efnistök, frásagnarliðir og helstu
miðlunarleiðir sem gestir munu upplifa. Nánari
upplýsingar í útboðsgögnum sem eru aðgengileg
á www.rikiskaup.is. Opnun tilboða 21. júlí 2017 kl.
11:00 hjá Ríkiskaupum.
Nauðungarsala
Tilboð/útboð
RaðauglýsingarSmáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Ýmislegt
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Hjólhýsi
Til sölu pokamarkísa 3.2m.l
Nánari upplýsingar í síma: 897-7992.
Húsviðhald
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
✝ Ingvar Emils-son haffræð-
ingur fæddist á
Eskifirði 3. októ-
ber 1926. Hann
lést á sjúkrahúsi í
Mexíkóborg 21.
október 2016, eftir
erfiða baráttu við
lungnabólgu.
Ingvar var
fæddur á Eskifirði
og ólst þar upp til
13 ára aldurs, ásamt þremur
systkinum sínum, Bryndísi
Emilsdóttur, f. 31. október
1928, d. 6. september 2002,
Huldu Emilsdóttur söngkonu,
f. 25. ágúst 1930, og Birni Jón-
atan Emilssyni, f. 28. maí
1934, látinn 13. nóvember
2014. Foreldrar þeirra voru
Emil Björnsson ráðuneyt-
isfulltrúi og Laufey Jónatans-
dóttir sem fluttu frá Eskifirði
til Reykjavíkur og bjuggu þar.
Ingvar lauk námi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið
1946 á 100 ára afmæli Mennta-
skólans. Ingvar stundaði nám í
haffræði og veðurfræði í Nor-
egi árin 1946 til 1953.
Árið 1950 kvæntist Ingvar
Ástríði Guðmundsdóttur, f. 23.
ágúst 1926, d. 28. júní 2015,
og eignuðust þau Kristján og
Tryggva Ingvars-
syni, sem sigldu
með móður sinni
til móts við Ingv-
ar, sem veitti for-
stöðu nýstofnaðri
hafrannsókn-
arstofnun Háskól-
ans í Sao Paulo.
Þar voru þau í 10
ár og þar fæddist
yngsta barn þeirra
Elín Margrét. Það-
an flutti Ingvar með konu
sinni og dóttur til Kúbu, þar
sem hann starfaði í sex ár, en
drengirnir Kristján og
Tryggvi fluttu til Íslands til að
stunda nám þar.
Árið 1970 fluttu þau til
Mexíkó-borgar, þar sem þau
hjónin bjuggu alla tíð síðan en
1988 fór Ingvar á eftirlaun frá
Sameinuðu þjóðunum, og fljót-
lega gerðist hann forstöðu-
maður hafrannsóknarskipa
háskólans í Mexíkó (UNAM),
en það starf stundaði hann til
dauðadags á síðastliðnu
hausti.
Minningarathöfn um Ingvar
fer fram í Dómkirkjunni í dag,
5. júlí 2017, klukkan 14. Hann
verður jarðaður við hlið eig-
inkonu sinnar í Hólavalla-
kirkjugarði í Reykjavík.
Í dag verður gerð útför heið-
ursmannsins Ingvars Emilssonar
haffræðings sem lézt á sjúkrahúsi
í Mexíkóborg í október 2016.
Ingvar á að baki langan og heilla-
drjúgan starfsferil við hafrann-
sóknir í Suður-Ameríku. Skömmu
eftir að hann hafði lokið háskóla-
prófi í haffræði frá í Ósló, var
hann sendur á vegum norskra
stjórnvalda til að koma upp haf-
rannsóknum við háskólann í São
Paulo í Brazilíu, þar sem hann
varð svo forstöðumaður hafrann-
sóknastofnunar skólans. Leiðin lá
þaðan til Kúbu og síðan til Mexíkó
1970, þar sem hann kom upp
tveimur hafrannsóknaskipum,
einu fyrir Kyrrahaf og öðru fyrir
Mexíkóflóa. Ingvar settist að í
Mexíkó og stjórnaði hafrannsókn-
um ríkisháskólans í Mexíkóborg
(UNAM) og útgerð skipanna allt
til dauðadags, þá orðinn níræður.
Mexíkanar treystu engum manni
betur en Ingvari til að annast
skipin og ýttu til hliðar öllum
reglum um hámarksaldur og
starfslok opinberra starfsmanna.
Ingvari var margt til lista lagt.
Áratugum saman kenndi hann
t.d. verðandi sjóliðsforingjum í
mexíkanska flotanum að hnýta
hnúta, eins og við kunnum bezt á
Íslandi. Hann þekkti því alla
æðstu yfirmenn flotans og naut
þeirra kynna við rekstur hafrann-
sóknaskipanna.
Fundum okkar Ingvars bar
fyrst saman, er ég fór ásamt fleiri
mönnum til að kanna áhrif jarð-
skjálftans í Mexíkó 1985. Þegar
við komum til Mexíkóborgar í lok
september, einum þremur vikum
eftir skjálftann mikla, ríkti mikil
ringulreið í borginni. Hefði okkur
orðið lítt ágengt, ef Ingvar hefði
ekki tekið okkur opnum örmum
og greitt götu okkar. Fékk hann
m.a. vin sinn dr. Cinna Lomnitz,
jarðskjálftafræðing við UNAM,
til að liðsinna hópnum. Þegar
stjórnmálaafskiptum mínum lauk
vorið 1991, vorum við Ingvar í
sambandi. Hvatti hann mig til að
koma til Mexíkó sem gistiprófess-
or veturinn 1991-1992. Dr. Cinna
Lomnitz, nú einnig látinn, tók að
sér að sjá um samskipti við stofn-
anir ríkisháskólans, en Ingvar um
að útvega húsnæði fyrir okkur
hjón. Við dvöldumst í Mexíkóborg
í nærri heilt ár. Erum við sam-
mála um, að það hafi verið eitt
mesta sæluskeið lífs okkar, ekki
sízt vegna þess hversu Ingvar og
Ása, elskuleg kona hans sem lézt
árið 2015, tóku vel á móti okkur.
Það var gott að koma í heimsókn í
sumarhöll þeirra í Tepoztlan, nið-
ur á miðsléttunni, en þar var lofts-
lag hlýrra og betra en í stórborg-
inni uppi á hásléttunni. Þannig
áttum við góða daga saman, og
lentum í ýmsum ævintýrum á
ferðum okkar í eigin bíl um þetta
stórkostlega land, sem Ingvar
hafði gert að öðru föðurlandi sínu.
Ingvar var engu að síður þjóðholl-
ur maður og vildi Íslandi allt hið
bezta. Ræddum við því oft um
landsins gagn og nauðsynjar, en
þau hjón töluðu mjög fallega ís-
lenzku, sem myndi vart heyrast
nú á Fróni. Hin seinni ár hittumst
við reglulega, annaðhvort hjá
Kristjáni, syni hans í Orlando, eða
í veizlum, sem Kristján hélt á Ís-
landi, þegar allir voru saman-
komnir þar. Við Kristján, svo og
hin systkinin Elín og Tryggvi,
höfum orðið góðir vinir. Það er
gott að eiga þau að og rifja með
þeim upp góðar minningar um
heiðurshjónin Ingvar og Ásu.
Edvarð Júlíus Sólnes.
Ingvar Emilsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar