Morgunblaðið - 05.07.2017, Síða 27
á Kirkjuteigi hjá Jóhanni Jónssyni
1947-51. Þá varð Gunnar annar eig-
enda verslunarinnar: „Ég keypti
hana með Stefáni Runólfssyni, for-
manni Ungmennafélags Reykjavík-
ur, en ég æfði þá frjálsar íþróttir.
Tveimur árum síðar keypti ég hans
hlut og rak verslunina til 1956.“
Gunnar vann í kjötdeild Clausens
á Laugavegi 22 1956-57 og var síðan
með eigin rekstur með Jóhanni
Jónssyni 1957-60. Hann rak Voga-
ver í Gnoðarvogi í félagi við Árna
Kjartansson 1960-75 og byggði
Hólagarð í Lóuhólum og rak kjör-
búðina í verslunarmiðstöðinni þar
1975-90.
Gunnar og Sigurður, sonur hans,
keyptu Sælgætisgerðina Opal hf.,
árið 1988 og ráku hana til 1996 er
þeir seldu fyrirtækið til Nóa-Síríus.
Gunnar og Sigurður höfðu leigt
verslunina í Hólagarði frá 1990 en
seldu síðan þá fasteign 1998. Þeir
stofnuðu Kjötsmiðjuna ehf. árið
1990 og breyttu síðar húsnæði Opals
fyrir Kjötsmiðjuna sem Sigurður
hefur rekið síðan, en þar starfar
Gunnar enn: „Ég er nú ekki á fullu
frá morgni til kvölds en er hér í
hlutastarfi með tiltekin verkefni
sem ég hef gaman af.“
Gunnar starfaði í viðskipta- og
neytendanefnd Sjálfstæðisflokksins
í mörg ár, sat í stjórn Kaupfélagsins
Þórs hf. á Hellu 1986-88, í stjórn Fé-
lags kjötverslana 1966-74 og for-
maður þess 1967-74, í varastjórn
Kaupmannasamtaka Íslands 1970-
71, í stjórn Kaupmannasamtaka Ís-
lands 1971-82 og var formaður
þeirra 1973-82. Hann sat í stjórn
Lífeyrissjóðs verslunarmanna 1980-
92, var fyrsti formaður Bræðra-
félags Árbæjarsafnaðar 1971-73 og
varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins
1974, félagsendurskoðandi Mat-
kaups hf. 1962-86, formaður Mat-
kaups hf. 1986-90, formaður Fast-
eignavers hf. um skeið frá 1990, í
sambandsstjórn VSÍ 1976-85 og í
framkvæmdastjórn VSÍ 1982-85.
Gunnari hafa verið veittar við-
urkenningar frá samtökum kaup-
manna allra landa á Norðurlöndum.
„Árið 2001 stofnuðum við nokkrir
eldri kaupmenn í Reykjavík Kaup-
mannaklúbbinn, sem í daglegu tali
er nefndur „Lávarðadeildin“. Við
komum saman í hverjum mánuði,
fáum okkur kaffi, rifjum upp gamla
tíma, spjöllum um landsins gagn og
nauðsynjar og færum allt til bókar.“
Fjölskylda
Gunnar kvæntist 26.12. 1958 Jónu
Guðríði Valdimarsdóttur, f. 2.8.
1934, húsfreyju. Foreldrar hennar:
voru Valdimar Valdimarsson, f. 15.2.
1906, d. 28.7. 1979, bifreiðastjóri hjá
Olíuverslun Íslands, og k.h., Anna
Þórarinsdóttir, f. 8.7. 1905, d. 16.1.
1995, húsfreyju. Þau bjuggu í
Reykjavík.
Börn Gunnars og Jónu Guðríðar
eru 1) Anna Lilja, f. 31.10. 1954,
hjúkrunarfræðingur, rekstrarhag-
fræðingur og ráðuneytisstjóri, bú-
sett í Garðabæ en maður hennar er
Ingi Karl Ingason hugbúnaðar-
ráðgjafi hjá Advania og á hún tvö
börn frá fyrra hjónabandi; 2) Sig-
urður Valdimar, f. 8.6. 1959, for-
stjóri Kjötsmiðjunnar hf., búsettur í
Garðabæ, en kona hans er Gyða
Björnsdóttir húsfreyja og eiga þrjú
börn; 3) Brynja Björk, f. 24.7. 1965,
hjúkrunarfræðingur í Reykjavík en
maður hennar er Haukur Valdi-
marsson gullsmiður og eiga þau
þrjú börn, og 4) Ásta, f. 14.12. 1969,
hjúkrunarfræðingur í Kópavogi, en
maður hennar er Gunnar Örn Arn-
arson kjötiðnaðarmaður og eiga þau
fjögur börn.
Hálfbróðir Gunnars, sammæðra,
er Þórir Ragnarsson, f. 13.9. 1938,
fyrrv. bókavörður í Reykjavík.
Hálfbræður Gunnars, samfeðra,
eru Snorri Örn Snorrason, f. 10.1.
1948, tónlistarkennari og fararstjóri
í Reykjavík, og Sigurður Ingvi
Snorrason, f. 22.4. 1950, hljóðfæra-
leikari í Mosfellsbæ.
Foreldrar Gunnars: Snorri Daníel
Halldórsson, f. 30.5. 1910, d. 24.5.
1998, leigubílstjóri í Reykjavík, og
Lilja Þórðardóttir, f. 15.1. 1911, d.
13.8. 1991, hárgreiðslumeistari
Leikfélags Reykjavíkur.
Úr frændgarði Gunnars Snorrasonar
Gunnar
Snorrason
Rannveig Brynjólfsdóttir
húsfr. Rvík
Magnús Pálson
húsb. í Rvík
Guðrún Magnúsdóttir
húsfr. í Rvík
Þórður Magnússon
bókbindari í Rvík
Lilja Þórðardóttir
hárgreiðslum. Leik-
félags Reykjavíkur
Magnhildur Halldórsdóttir
húsfr. í Rvík
Magnús Magnússon
steinsmiður í Rvík
Sigurður Yngvi
Snorrason
klarinettleikari
Snorri Örn
Snorrason tón-
listarkennari og
leiðsögumaður
Þórir Ragnars-
son fyrrv.
bókavörður
við Þjóðarbók-
hlöðu
Halldóra Halldórsdóttir
húsfr. í Rvík og í Danmörku
Svavar Halldórsson sölum.
hjá Garðari Gíslasyni hf.
Björn Halldórsson leigubílstj. í Rvík.
Egill Halldórsson vagnstj. hjá SVR.
Guðrún Halldórsdóttir húsfr. í Rvík.
Bjarni Halldórsson heildsali í Rvík.
Guðrún Bene-
diktsdóttir
húsfr. í Rvík.
Rafn
Viggósson
húsgagna-
bólstrari
Halldóra Benedikts-
dóttir húsfr. í Rvík
Magdalena Benedikts-
dóttir húsfr. í Rvík
Guðrún Snorradóttir
húsfr. í Rvík
Bjarni Sigurðsson
sjóm. í Rvík
Sigríður Bjarnadóttir
húsfr. í Rvík
Halldór Þórðarson
skósmiður í Rvík
Snorri Daníel Halldórsson
leigubílstj. og frístunda-
málari
Ólafía Þórarinsdótir
húsfr. í Biskupstungum
Þórður Halldórsson
b. í Arnarholti, Hrauntúni
og Hólabrekku í Biskupst.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2017
hafðu það notalegt
Njóttu þess að gera baðherbergið að veruleika
miðstöðvarofnar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
FINGERS 70x120 cm
Ryðfrítt stál
JAVA 50x120 cm
Ryðfrítt stál
COMB 50x120 cm
Ryðfrítt stál
Sesselja Sigmundsdóttir fædd-ist 5.7. 1902, dóttir Sigmund-ar Sveinssonar, bónda á
Brúsastöðum, gestgjafa í Valhöll á
Þingvöllum og húsvarðar við Mið-
bæjarskólann, og Kristínar Sím-
onardóttur húsfreyju.
Eiginmaður Sesselju var Þjóð-
verjinn Rudolf Richard Walter
Noah, tónlistarmaður og kennari.
Hann varð hægri hönd Sesselju í
starfi hennar en var handtekinn af
breska hernum 1940 og fékk ekki
aftur dvalarleyfi hér fyrr en 1949.
Það sama ár gengu þau í hjónaband,
en níu ára fjarvera hafði markað sín
spor. Hann vildi að þau flyttust út
þar sem þau fengju betri skilning á
starfi sínu en Sesselja vildi ekki yf-
irgefa ævistarf sitt hér. Hann fór af
landi brott 1953 og þau sáust ekki
aftur, skildu ekki formlega og skrif-
uðust á þar til hann lést 1967.
Sesselja ættleiddi tvö börn, Hólm-
fríði Sigmunds, f. 1932, og Elfar
Björn Sigmundsson, f. 1943, og ól
upp 14 fósturbörn.
Lífsstarf Sesselju var samfelld
hugjónabarátta sem bar vott um
mikla fórnfýsi, dugnað og kjark.
Ung ákvað hún að helga starfskrafta
sína veikum og umkomulausum
börnum. Með það í huga stundaði
hún nám í uppeldisfræði og barna-
hjúkrun í Þýskalandi og Sviss.
Sesselja stofnaði barnaheimili að
Sólheimum á afmælisdaginn sinn ár-
ið 1930. Heimilið var sumarbúðir
sem saman stóðu af nokkrum tjöld-
um. Nú eru Sólheimar rúmlega
hundrað manna vistvænt byggð-
arhverfi fatlaðra einstaklinga og
ófatlaðra þar sem starfrækt eru
sjálfstæð fyrirtæki, vinnustofur og
þjónustumiðstöð fyrir íbúana.
Sesselja var auk þessa merkilegur
frumkvöðull lífrænnar ræktunar á
Norðurlöndum og hún hefur oft ver-
ið nefnd fyrsti íslenski umhverfis-
sinninn.
Árið 1990 kom út bókin Mér
leggst eitthvað til – Saga Sesselju
Sigmundsdóttur og Sólheima, eftir
Jónínu Michaelsdóttur.
Sesselja lést 8.11. 1974.
Merkir Íslendingar
Sesselja Sig-
mundsdóttir
95 ára
Rannveig Jónsdóttir
90 ára
Einar Karlsson
Guðrún Marta Jónsdóttir
Hrefna Guðmundsdóttir
Þorbjörg Sigtryggsdóttir
85 ára
Ásdís Sörladóttir
Gunnar Snorrason
Þorbjörg Ólafsdóttir
80 ára
Edda Magnúsdóttir
75 ára
Bjarni Hannesson
Eiríkur Sigurðsson
Garðar Halldórsson
Margrét Ólafsdóttir
Rannveig Árnadóttir
70 ára
Garðar Svavarsson
Ingibjörg Þorgilsdóttir
Kristín E. Þórólfsdóttir
Ólafía Kristín Jónsdóttir
Ólafur Guðmundsson
Pétur Jökull Hákonarson
Regína Pétursdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir
60 ára
Ásta Gunnarsdóttir
Dís Kolbeinsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Jón Þór Kristmannsson
Kolbrún Jónsdóttir
Ólafur Karl Óttarsson
Steinar Ástráður Jensen
Thi Kim Nguyen
Valdís Viðarsdóttir
50 ára
Bryndís Marteinsdóttir
Guðrún Eiríksdóttir
Helga Hafsteinsdóttir
Helgi Hilmarsson
Henrik Eyþór Thorarensen
Ingibjörg Rúna Jónsdóttir
Katrín Helgadóttir
Magnús Gunnarsson
Ólafur Georgsson
Sigurður Jóhannsson
Sigurður R. Guðjónsson
Torbjörn Andersen
Viktoría V. Guðbjörnsdóttir
Vilberg Margeirsson
Þórunn G. Jónsdóttir
40 ára
Aníta Mist Sigfúsdóttir
Birna H.O. Ómarsdóttir
Dorota Kardas
Egill Pálsson
Elías Einar Guðmundsson
Freyja Hilmisdóttir
Gunnar Axel Hermannsson
Gunnar Ingvi Þórisson
Ingunn M. Ágústsdóttir
Jamison Kenneth Turnbull
Jónhallur B. Benediktsson
Juljana Sulaj
Katarzyna Zardzin
Kolbrún Ottósdóttir
Lýdía Huld Grímsdóttir
Róbert Örn Hjálmtýsson
Seema Gurung
Sigurður Jónsson
Stefanía Guðmundsdóttir
Steinunn Elsa Bjarnadóttir
30 ára
Benedikt Guðmundsson
Birgir Freyr Jónsson
Birna Dís Eiðsdóttir
Luis Pascual B. Sanchez
Magnús Bragi Ingólfsson
Michal Stypulkowski
Sigurgeir Smári Jónsson
Tanja Podréziené Grischott
Til hamingju með daginn
30 ára Magnús ólst upp á
Akureyri, býr þar, lauk
prófi í lögfræði frá HÍ og
er lögfræðingur hjá Rík-
isskattstjóra á Akureyri.
Maki: Kristjana Páls-
dóttir, f. 1984, kennari við
VMA.
Börn: Páll Magnússon, f.
2011, og Arndís Margrét
Magnúsdóttir, f. 2012.
Foreldrar: Ingólfur
Bragason, f. 1955, og Arn-
dís H. Magnúsdóttir, f.
1959.
Magnús Bragi
Ingólfsson
30 ára Birna ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
BA-prófi í ritlist og heim-
speki og er að ljúka MA-
prófi í mannauðsstjórnun.
Maki: Abdallah E.S. Als-
hbaki, f. 1987, íslensku-
nemi.
Börn: Feras Jakob Als-
hbaki, f. 2014, og Laila
Sól Alshbaki, f. 2016.
Foreldrar: Eiður Páll
Sveinn Kristmannsson, f.
1968, og Gná Guðjóns-
dóttir, f. 1963.
Birna Dís
Eiðsdóttir
30 ára Birgir Freyr ólst
upp í Reykjavík, býr þar
og starfar í frístundamið-
stöðinni Vinaseli.
Maki: Aga Em Maziara, f.
1990, starfsmaður á Hót-
el Borg.
Bróðir: Sverrir Örn Jóns-
son, f. 1981, sjúkraflutn-
ingamaður.
Foreldrar: Jón Gunn-
arsson, f. 1957, og Sigríð-
ur Guðný Sverrisdóttir, f.
1959. Þau eru búsett í
Reykjavík.
Birgir Freyr
Jónsson