Morgunblaðið - 05.07.2017, Page 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2017
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
„Við Örn höfum oft rætt hvað það
væri gaman að fara saman í smá-
túr um landið og ákváðum loks að
láta verða að því núna í júlí,“ segir
Valdimar Guðmundsson tónlistar-
maður sem hefur í dag tónleika-
ferð um landið ásamt Erni Eld-
járn. Alls ætla þeir að koma við á
þrettán stöðum á nítján dögum og
fyrsti viðkomustaður er Frysti-
klefinn í Rifi.
„Við Örn höfum spilað saman í
langan tíma við hin ýmsu tilefni.
Bæði höfum við komið fram tveir
saman og svo hefur hann verið
bassaleikari hljómsveitarinnar
minnar í um tvö ár,“ segir Valdi-
mar.
Um lögin sem þeir ætla að
flytja fyrir landsmenn segir Valdi-
mar þá ætla að taka helstu lögin
sem hann hefur sungið með hljóm-
sveitinni sinni eða öðrum í bland
við uppáhaldslög þeirra Arnar.
„Við tökum lög sem við fílum og
setjum í okkar búning. Þau verða
úr öllum áttum, við Örn erum báð-
ir með mjög breiðan tónlistar-
smekk og svo þetta verður fjöl-
breyttur lagalisti.“
Íslendingar góðu vanir
Meðal staða sem þeir félagar
ætla að heimsækja eru Drangsnes,
Patreksfjörður, Hjalteyri, Seyðis-
fjörður og Vopnafjörður. „Við höf-
um spilað áður á sumum þessara
staða, fundist skemmtilegt og vilj-
um fara aftur. Svo hefur Örn talað
fallega um einhverja þessara staða
sem ég hef aldrei heimsótt eins og
Vopnafjörð og Seyðisfjörð. Það
verður gaman að koma þangað í
fyrsta skipti til að spila,“ segir
Valdimar.
„Vonum að fólk
verði hresst með
okkur í sumar“
Valdimar Guðmundsson og Örn Eld-
járn hefja tónleikaferðalag um landið
„Hvað finnst
ykkur um að
stofna tónlist-
arhátíð þar sem
karlar eru ekki
velkomnir þar til
þeir hafa lært að
haga sér?“ tísti
sænski uppstand-
arinn og útvarps-
konan Emma
Knyckare sl.
sunnudag. Tillaga hennar kom dag-
inn eftir að stjórnendur Bråvalla-
tónlistarhátíðarinnar í Svíþjóð til-
kynntu að hátíðin yrði ekki haldin
að ári sökum mikils kynferðisof-
beldis og fjölda nauðgana á hátíð-
inni í ár. Samkvæmt frétt SVT bár-
ust lögreglunni 23 tilkynningar um
kynferðisofbeldi og fjórar nauðg-
anir á hátíðinni.
„Ég er búinn að fá nóg. Ofbeldið
rústar hátíðinni og tónlistarástinni,
en fyrst og fremst þolendum,“ segir
Folket Koopman, skipuleggjandi
hátíðarinnar, í yfirlýsingu.
„Mér finnst ótækt að helmingur
landsmanna þurfi að óttast um vel-
ferð sína á tónlistarhátíðum. Lausn-
in er að bjóða á næsta ári upp á
rokkhátíð þar sem konur geta fund-
ið til öryggis,“ segir Emma Knyck-
are í samtali við Dagens Nyheter.
Aðeins fyrir konur
Emma
Knyckare
Óskarsverðlauna-
leikkonan Olivia
de Havilland, sem
verður 101 árs á
laugardag, hefur
farið í mál við FX-
sjónvarpsstöðina
og Ryan Murphy
framleiðanda
vegna sjónvarps-
þáttaraðarinnar
Feud: Bette and
Joan þar sem sjónum er beint að per-
sónulegri óvild Bette Davis og Joan
Crawford. Frá þessu greinir BBC. Í
samtali við The Los Angeles Times,
segir Havilland, sem frægust er fyrir
leik sinn í Gone With the Wind, að
þáttaröðin leggi henni orð í munn
sem séu ónákvæm og andstæð orð-
sporinu sem hún hafi öðlast á rúm-
lega 80 ára ferli þar sem hún hafi
ávallt neitað að taka þátt í slúðri um
aðra leikara. Havilland, sem er eina
sögupersóna þáttanna sem enn er á
lífi, segir að framleiðendur hafi ekk-
ert ráðfært sig við hana.
Enginn slúðurberi
Olivia de
Havilland
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
„Þetta verður eins konar maraþon
hjá okkur, að reyna að taka upp eins
margar vínylplötur og hægt er,“
segir tónlistarmaðurinn Ásgeir
Trausti Einarsson, sem gengur und-
ir listamannsnafninu Ásgeir, um út-
varpsverkefnið Beint á vínyl sem
hann stendur fyrir í samvinnu við
RÚV og Rás 2.
Í dag verður Ásgeir í beinni út-
sendingu á RÚV 2 og RÚV.is í svo-
kölluðu hægvarpi stanslaust í heilan
sólarhring. Í útsendingunni mun Ás-
geir taka einfaldar og öðruvísi út-
gáfur af eigin lögum og munu góð-
kunn lög eftir aðra listamenn jafnvel
fá að fljóta með. Ásgeir ætlar að
taka upp eins margar 7" vínylplötur
og mögulegt er á einum sólarhring.
„Eins og fluga á vegg“
„Hugmyndin kom bara út af því
að það er maður þarna við hliðina á
okkur í upptökuverinu Hljóðrita að
nafni Úlfar Jacobsen sem er búinn
að fást við vínylgerð lengi og mig
hefur alltaf langað til að gera eitt-
hvað með honum,“ segir Ásgeir.
„Síðan kemur þetta í kjölfarið á
þessari hægvarpspælingu sem er
búin að vera í gangi síðasta ár. Við
reynum að tvinna þetta saman.“
Hægvarp eða Slow TV er fyr-
irbæri sem á rætur að rekja til
norska ríkisútvarpsins, NRK. Þar
hefur sömu athöfninni; t.d. prjóna-
skap eða fuglabjargi; verið útvarpað
tímunum saman. Svipað hefur áður
verið reynt í íslensku útvarpi, en fyr-
ir um ári var beinni útsendingu af
hringferð hljómsveitarinnar Sigur
Rósar útvarpað yfir landið samfellt í
heilan sólarhring.
„Upphaflega vildum við bara taka
upp rosalega margar vínylplötur,
ekki í neinu maraþoni heldur bara
yfir einhvern tíma – einhverja daga,
vikur og safna upp hundruðum lítilla
vínylplatna sem við gætum selt.
Hvert eintak væri þá einstakt og
enginn með eins plötu,“ segir Ás-
geir. „Svo myndum við ekki einu
sinni eiga upptökuna á tölvunni. Þeir
sem fengu plöturnar væru þeir einu
sem gætu hlustað á þær. Síðan þró-
aðist þetta samhliða hægvarpinu
með Sigur Rós. Pælingin varð að
hafa beina útsendingu í sólarhring af
okkur að vinna. Það verða engin
samskipti við hlustendur eða áhorf-
endur. Þetta verður ekki eins og
sjónvarpsþáttur heldur myndavél
eins og fluga á vegg.“
Alþjóðleg fjársjóðsleit
Ásgeir segir það í meira lagi
óvenjulegt að tónlist sé tekin beint
upp á vínylplötu – venjulega sé unn-
ið að upptökunni í margar vikur áð-
ur en vínylgerðin fái hana í hend-
urnar. „Ég held að þetta tíðkist ekki
mikið. Það er alveg einstakt af því að
ef ég ruglast eitthvað þá verður
vínylplatan bara þannig. Þá fær
kannski einhver vínylplötu með ein-
hverju hálfkláruðu lagi.“
Ásgeir mun taka við ýmsum gest-
um úr tónlistarsenunni á meðan út-
sendingin stendur yfir. „Það verða
nokkrir hljóðfæraleikarar þarna
sem ég hef verið að vinna með. Ég
hugsa að Steini bróðir komi þarna
og Tómas Jónsson sem hefur verið
að spila með mér í hljómsveit. Ég
held að Guðmundur Pétursson hafi
ætlað að mæta. Ég talaði við nokkra
og þeir geta komið og farið að vild.
Þegar þeir koma rennum við bara í
eitthvað. Þetta verður ekkert æft.
Þeir eru nú svo góðir hljóðfæraleik-
arar og geta spunnið eitthvað.“
Eftir að plöturnar hafa verið tekn-
ar upp verður þeim dreift til útgáfu-
fyrirtækja sem Ásgeir er í sambandi
við víðs vegar um heim og settar í
eins konar ratleik eða alþjóðlegan
fjársjóðsleik.
Útsending Beint á vínyl byrjar í
dag kl. 17 og mun standa í einn sól-
arhring. Hægt verður að fylgjast
með útsendingunni á vef RÚV, á
RÚV-2 og á YouTube-rás Ásgeirs.
Vínyll daginn út og inn
Tónlistarmaðurinn Ásgeir tekur upp lög á eins margar 7" vínylplötur og
honum er mögulegt á einum sólarhring í beinni útsendingu á RÚV og Rás 2
Morgunblaðið/Eggert
Maraþon „Þetta verður eins konar maraþon hjá okkur, að reyna að taka upp eins margar vínylplötur og hægt er,“
segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti Einarsson sem gengur undir listamannsnafninu Ásgeir.