Morgunblaðið - 05.07.2017, Side 33

Morgunblaðið - 05.07.2017, Side 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2017 Bítillinn Paul McCartney hefur náð samkomulagi við Sony-fyrirtækið um útgáfuréttinn að tónlist Bítl- anna. Frá þessu greinir The Gu- ardian. McCartney höfðaði í janúar mál gegn Sony-fyrirtækinu sem á réttinn fyrir bandarískum dóm- stólum og fór fram á að fá aftur út- gáfuréttinn að 267 lögum Bítlanna. Seint í síðustu viku upplýsti Michael Jacobs, lögmaður McCart- ney, Edgardo Ramos, dómara máls- ins, um að deiluaðilar hefðu „útkljáð málið með trúnaðarsamningi.“ Ja- cobs fór fram á það við dómarann að málinu væri vísað frá dómi. Sam- kvæmt bandarískum lögum frá árinu 1976 geta listamenn sagt upp útgáfusamningum og endurheimt höfundarrétt sinn 35 árum eftir gerð samningsins eða eftir 56 ár þegar um er að ræða lög sem samin voru fyrir 1978. Breskur dómstóll komst í desember að þeirri nið- urstöðu að bresk höfundarréttarlög giltu um breska listamenn í Banda- ríkjunum, en í Bretlandi geta út- gáfufyrirtæki átt útgáfurétt að tón- list í allt að 70 ár eftir lát listamanns. Á næsta ári eru liðin 56 ár síðan fyrsta smáskífa Bítlanna, „Love Me Do“ kom út. REUTERS Bítillinn Paul McCartney hefur góða ástæðu til að gleðjast. Paul McCartney og Sony ná samkomulagi Forsvarsmenn Warner Bros og dán- arbús J.R.R. Tolkiens hafa komist að samkomulagi í 80 milljóna Banda- ríkjadala dómsmáli sem snerist um stafrænan söluvarning í tengslum við Hringadróttinssögu og Hobbit- ann. „Það gleður deiluaðila að þeim hafi tekist að leysa úr ágreiningnum með vinsamlegum hætti og þeir hlakka til að vinna saman í framtíð- inni,“ segir í tilkynningu sem War- ner Bros sendi The Hollywood Re- porter. Samkvæmt frétt The New York Times um málið hyggjast deilu- aðilar ekki greina frá innihaldi samkomulagsins. Í dómsmálinu sem dánarbú Tolki- ens höfðaði 2012 var því haldið fram að Warner Bros stæði ekki við sam- komulag sem gert hafði verið 1996 með þeim afleiðingum að arfleifð Tolkiens hlyti skaða af. Það sem fór sérstaklega fyrir brjóstið á forsvars- mönnum dánarbúsins var markaðs- setning á netfjárhættuleiknum Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring: Online Slot Game sem dánar- búið frétti fyrst af í gegnum ruslpóst. „Aðdáendur hafa opinberlega tjáð áhyggjur sínar af því að Hringa- dróttinssögu sé spyrt saman við sið- ferðislega vafasaman (og tvímæla- laust óbókmenntalegan) netheim og fjárhættuspil,“ segir í kærunni. Þar kemur fram að dánarbúið hefði að- eins heimilað Warner Bros að selja „áþreifanlega persónulega hluti“ á borð við styttur, dúkkur, borðbúnað og föt. Dánarbúið heimilaði aldrei „raftæknilega eða stafræna notkun.“ Warner Bros semur við dánarbú Tolkiens Rithöfundurinn J.R.R. Tolkien. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ósk mín er sú að a.m.k. einn skúlp- túrinn verði eftir á Íslandi til fram- búðar,“ segir norska listakonan Torild Storvik Malmedal um níu stóra marmara- og glerskúlptúra sem hún sýnir um þessar mundir í Nauthólsvík. „Sjö skúlptúrum er raðað upp í hring að fyrirmynd forn- minjanna Stonehenge í Bretlandi með einn skúlptúr í miðjuna sem er eins og lítill hellir. Undirlagið sam- anstendur af svörtu muldu hrauni sem myndar kontrast við hvítu skúlptúrana,“ segir Malmedal og bendir á að einum skúlptúrnum hafi verið komi fyrir framan við veitinga- staðinn Nauthól. Yfirskrift sýningarinnar er Capt- ure in Blue eða Fangað í blátt og hefur hún nú þegar ratað víða. „Það er bæði dýrt og vandasamt að ferðast með skúlptúrana milli landa, en sýningin er á ákveðnu ferðalagi frá norðri til suðurs. Marmarinn í verkunum er upprunninn frá annars vegar Eide á vesturströnd Noregs og Carrare á Ítalíu þaðan sem Michelangelo fékk sinn marmara á sínum tíma,“ segir Malmedal sem hefur margra ára reynslu af því að vinna í marmara. „Það eru mörg ár síðan ég fór að þróa skúlptúrana í minni gerð og þá þegar lét ég mig dreyma um að stækka verkin,“ segir Malmedal, en skúlptúrarnir í Naut- hólsvík eru um þriggja metra háir. Minnir á ísinn sem bráðnar Sýningin hefur nú þegar ratað m.a. til Finnmerkur, Þrándheims og Svalbarða. Frá Íslandi liggi leiðin síðan til Fredrikstad í Noregi, síðar til Danmerkur og loks til Ítalíu. „Á flestum stöðum höfum við þurft að hanna sérstaka lýsingu til að verkin nytu sín, en þess þurfti ekki á Ís- landi sökum þess að bjart er allan sólarhringinn yfir sumarið,“ segir listakonan sem var viðstödd opn- unina fyrir skemmstu. „Markmið sýningarinnar er að minna áhorfendur á þær breytingar sem eru að verða á náttúrunni vegna hlýnunar jarðar. Skúlptúr- arnir minna á jöklana sem eru að hverfa, á ísinn sem er að bráðna og verður horfinn í framtíðinni. Ég byrjaði að vinna verkin í núverandi stærð 2015 og síðan þá hefur um- ræðan um hlýnun jarðar orðið sífellt brýnni,“ segir Malmedal sem leitaði sér m.a. innblásturs í íshelli í jökli á Svalbarða. „Ísinn skapar ein- staklega fallega liti og mynstur. Ég reyni að fanga þessa töfrastund íss- ins í miðju bráðnunarferli,“ segir Malmedal og tekur að hún sé ekki síður upptekin af fagurfræði skúlp- túranna. Allar nánari upplýsingar um sýn- inguna, sem stendur til 16. ágúst, má nálgast á vefnum arttorild.com. „Reyni að fanga töfrastund íssins“  Torild Storvik Malmedal sýnir skúlptúra í Nauthólsvík Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Heillandi Marmarinn í skúlptúrum Malmedal kemur frá Eide á vesturströnd Noregs og Carrare á Ítalíu. HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástSnickers vinnuföt í Miðasala og nánari upplýsingar 5% SÝND KL. 8SÝND KL. 10.20 SÝND KL. 5, 8, 10. 40 2D KL. 4, 6 3D KL. 4 ENSK TAL. KL. 6, 8, 10

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.