Morgunblaðið - 05.07.2017, Síða 36

Morgunblaðið - 05.07.2017, Síða 36
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 186. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Lést í umferðarslysi 2. N1 bjargaði viðskiptavini Costco 3. Villimennskutexta Kúkú … 4. Andlát: Þórir Jónsson »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sænska tríóið Krilja heldur tón- leika í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Krilja er sérstakur gestur nýrrar tón- leikaraðar Norræna hússins og flytur hefðbundna sígaunatónlist frá Rúss- landi og Austur-Evrópu. Mörg lag- anna eru frá 19. öld og sveiflast milli ljóðrænnar melankólíu og funheitrar ákefðar, eins og því er lýst í tilkynn- ingu. Textar laganna eru á róma- tungumáli eða rússnesku og fjalla m.a. um sorg, fátækt, eymd, ást og ástríðu. Útsetningarnar eru eigin túlkanir og spuni tónlistarmannanna, söngkonunnar Maritu Johansson, Jonas Liljeström fiðluleikara og gítarleikarans Emils Pernbladl. Sígaunatónlist í Norræna húsinu  Hjómsveitin Ahmad Jamal Project kemur fram á tónleikum djassklúbbs- ins Múlans á Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 21. Norski kontrabassaleik- arinn Andreas Dreier leiðir á tónleik- unum tríó sitt í flutningi á tónlist sem innblásin er af píanóleikaranum Ahmad Jamal og tríói hans í tónleika- ferð þess, Cross County Tour, sem stóð yfir á árunum 1958-1961. „Með því að staðfæra þetta píanó- tríó yfir í gítartríó opnast dyr inn í nýj- an hljóðheim og litapalettu. Elegans, cool og jazz þar sem að- almarkmiðið er að skemmta sér,“ segir í til- kynningu um tónleikana. Með Dreier leika gít- arleikarinn Andrés Þór Gunn- laugs- son og Einar Scheving trommu- leikari. Tríó Dreier innblásið af tríói Ahmads Jamals Á fimmtudag Suðaustan og austan 8-15 m/s, en heldur hægari vindur eftir hádegi. Þurrt norðanlands framan af degi, annars víða rigning eða skúrir. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á Norðvesturlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í suðaustan 8-13 m/s og rigning með köflum. Hægari breytileg átt á Norðurlandi og rofar til, en lík- ur á skúrum síðdegis. Yfirleitt þurrt austanlands. Hiti 8 til 17 stig. VEÐUR Knattspyrnumennirnir Arn- ór Ingvi Traustason og Guð- laugur Victor Pálsson eru báðir á leið á nýjar slóðir. Arnór Ingvi er á leið frá Rap- id Vín og mætti til Aþenu í gær til þess að ganga frá lánssamningi við lið AEK á meðan Guðlaugur Victor Pálsson er á leið í lækn- isskoðun hjá FC Zürich í Sviss eftir að hafa fallið úr efstu deild með Esbjerg í Danmörku í vor. »1 Fara til Sviss og til Grikklands „Þetta hefur eiginlega gerst of hratt hjá okkur. Þar fyrir utan var ævin- týralegt að við tryggðum okkur sætið í lokaumferðinni. Fyrst og fremst var það gaman og nú tekur næsta verkefni við sem verður afar krefjandi fyrir alla, leik- menn jafnt sem félag- ið,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfs- son, þjálfari þýska hand- knatt- leiks- liðsins TV Hütten- berg. »4 Aðalsteinn á siglingu með Hüttenberg „Það hefði ekki skipt neinu á móti hverjum við hefðum lent. Þetta eru allt frábær lið sem eru deild ofar en við og vanir hraðari leik og meiri gæðum. Við erum að rembast við að fara upp á það stig,“ segir Kristófer Sigurgeirsson, þjálfari Leiknis Reykjavík í 1. deild, sem mætir Ís- landsmeisturum FH í undanúrslitum Borgunarbikarsins í fótbolta. »2 Leiknismenn hvergi bangnir í bikarnum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Síðasta sporið hefur verið stigið í Ballettskóla Sigríðar Ármann í Reykjavík eftir 65 ára farsælt starf. Ásta Björnsdóttir skólastjóri hefur ákveðið að láta nú staðar numið, en hún hefur kennt þar í 35 ár og stýrt skólanum síðan móðir hennar hætti árið 1997. Sigríður Ármann, móðir Ástu, stofnaði skólann árið 1952. „Hún var einn af frumkvöðlum ball- ettsins á Íslandi,“ segir Ásta, en Sigríður samdi meðal annars fyrsta íslenska ballettinn, Eldinn, við tónlist eftir Jórunni Viðar og hlaut Grímuna 2004 fyrir frum- kvöðulsstarf á sviði danslistar. Unnu saman í 20 ár Mæðgurnar störfuðu saman í skólanum í 20 ár og mörkuðu hug- myndafræði hans með það að leið- arljósi að ballett væri uppbyggileg, spennandi og skemmtileg listgrein. Eins og gefur að skilja hefur mik- ill fjöldi nemenda frá þriggja til tuttugu og fimm ára stundað nám í skólanum undanfarin 65 ár auk þess sem Ásta útskrifaði nokkra kennara og fékk enska prófdómara til þess að dæma og útskrifa kenn- araefnin, sem hún hafði verið með í stífu námi og þjálfun. „Það sem stendur upp úr er gleðin við að kenna öllum þessum börnum og ungu fólki og sýna þeim fram á töfra ballettsins, kenna þeim hvað hann er skipu- lagður og kröfuharður en um leið byggður á skemmtilegum vinnu- aðferðum, vinna með þeim til þess að verða alltaf betri og betri,“ seg- ir Ásta. „Það er mikil gleði fólgin í því að kenna þeim sem tilbúin eru að leggja á sig eins mikla vinnu og þarf til þess að ná árangri í ball- ett.“ Ballett hefur verið sem rauður þráður í lífi Ástu. „Ég fékk ballett með móðurmjólkinni og fylgdist oft með mömmu kenna ballett áð- ur og því var nærtækt að fara sömu braut,“ segir Ásta, sem fór meðal annars í kennaranám í ball- ett til Englands, þar sem hún út- skrifaðist 1982. „Ballett hefur ver- ið mitt líf.“ Ásta leggur áherslu á að skólinn hafi gengið mjög vel, sérstaklega nú síðustu ár, „en hætta skal leik þá hæst stendur. Þessi ákvörðun gerist samt ekki átakalaust í sál- inni og ég þarf að taka á honum stóra mínum, en þetta er líka spurning um að þora að taka stökkið“, segir hún. „Ég ætla að njóta þess að taka mér frí í nokkra mánuði áður en ég ákveð hvaða spor ég stíg næst.“ Næstu spor utan ballettsins  Ballettskóli Sig- ríðar Ármann heyrir sögunni til Ljósmyndir/Guðni B. Guðnason Ballettskóli Sigríðar Ármann Frá 65 ára afmælissýningu skólans í Borgarleikhúsinu í ár. Þessum kafla er lokið. Mæðgur Sigríður Ármann og Ásta Björnsdóttir unnu saman í 20 ár. Þrjár kynslóðir Sigríður Tryggvadóttir, Hafdís Björk Jónsdóttir og Mjöll Jónsdóttir hafa allar stundað nám í Ballettskóla Sigríðar Ármann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.