Morgunblaðið - 08.07.2017, Síða 1

Morgunblaðið - 08.07.2017, Síða 1
Leyndarmálinum landið Fötin í útileguna Tólf Íslendingar segja frá leynistöðunum sínum víða um land og því sem er ómissandi að prófa á ferðalaginu 14 9. JÚLÍ 2017SUNNUDAGUR ga kvenna-attspyrnunnar Það er hægt aðvera bæði töffog hlýtt 26 Sa kn Sirkus fyrir allaSirkus Íslandstjaldar öllu til ísumar meðþrjár glænýjarsýningar 16 Vagga knatt-spyrnu kvennaá Íslandi er áÍsafirði 4 L A U G A R D A G U R 8. J Ú L Í 2 0 1 7 Stofnað 1913  163. tölublað  105. árgangur  SVARTUR DAUÐI, ROKK OG RAPP ÁSTRÍÐAN ÞARF AÐ VERA FYRIR HENDI KOLBEINN RENNIR LISTAVERK 12EISTNAFLUG Í NESKAUPSTAÐ 45 Aldraðir þurfa að leita annað Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Þrjár félagsmiðstöðvar eldri borgara verða lokaðar í þrjár til fjórar vikur í sumar vegna manneklu. Ákveðið var á fundi borgarráðs 22. júní að afnema sumarlokanir á félags- miðstöðvum eldri borgara en ekki tókst að standa við það. Bólstaðarhlíð 43, Dalbraut 18-20 og Slétturvegur 11 verða allar lokaðar í sumar og þeirri síðastnefndu verður lokað strax á mánudag. „Þetta eru allt saman staðir sem eldri borgarar venja komur sínar á og margir eru ekki akandi og eiga erfitt með að fara annað í mat eða sækja matar- þjónustu,“ segir Gísli Jafetsson, fram- kvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík, en borgin mun bjóða eldri borg- urum upp á heimsendan mat. Að sögn S. Björns Blöndal, formanns borgarráðs, mun akstursþjónusta eldri borgara vera til staðar til að koma eldri borgurum á aðrar félags- miðstöðvar. Félagslega hliðin nauðsynleg Gísli segir að það sé miður að tilkynnt sé um lokunina með svo stuttum fyrirvara enda hafi félaginu verið tilkynnt eftir borgarráðs- fund 22. júní að ekki yrði af sumarlokunum. „Það er sérstakt að tilkynna þetta núna þegar komið er fram í júlímánuð. Okkur hjá félaginu var tilkynnt að opið yrði í styttri tíma en að það yrði ekki lokað,“ segir Gísli. Hann bætir jafnframt við að þrátt fyrir að hægt sé að fá heimsendan mat sé félagslega hliðin á félagsmiðstöðvunum afar nauðsyn- leg. „Þetta er svo stór félagslegur þáttur hjá fólki, að koma saman í hádeginu og hittast. Þetta er stór breyting á rútínunni hjá fjölda fólks,“ segir Gísli. Berglind Magnúsdóttir, skristofustjóri velferðarsviðs, segir að sviðið hafi gert allt sem mögulegt var til að reyna að manna stöðurnar. MÞremur félagsmiðstöðvum eldri... »4  Þrjár félagsmiðstöðvar eldri borgara verða lokaðar í sumar Þegar hásumartíðin kallar á fólk út úr húsum sín- um er sannarlega misjafnt hvað það tekur sér fyr- ir hendur. Sumir fara á handahlaupum um græna grasbala á meðan aðrir leggjast flatir og glápa upp í himininn. Svo eru það þeir sem nýta bjart- viðrið til að lesa góða bók, á göngu. Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Misjafnt hafast mennirnir að Blíðviðri og ganga nýtt til bóklesturs „Það verður að fara eftir þessu, það er engin önn- ur leið,“ segir Halldór Benja- mín Þorbergsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, um tilmæli í dreifi- bréfi Fjármála- eftirlitsins þar sem eftirlitið ítrekar að sjóðfélagar sem ráðstafa hluta í séreignarsjóð ráði sjálfir í hvaða sér- eignarsjóð það verður. Eins og Morgunblaðið hefur fjallað um hefur verið ágreiningur um það hvort hægt sé að leggja svo- kallaða tilgreinda séreign inn í ann- an sjóð en þann sem tekur við skyld- ugreiðslum. „Þetta er þeirra túlkun á þessu, en það liggur alveg ljóst fyrir að mark- mið samningsaðilanna, SA og ASÍ, í kjarasamningum var að þetta við- bótariðgjald myndi fara í skyldu- tryggingarsjóðina. Það liggur hins vegar fyrir að það er ekki enn búið að breyta lífeyrissjóðslögunum eins og til stóð að gera í vor, en stendur til að gera á haustþingi. Á meðan svo er, þá standa málin svona, en skiln- ingur samningsaðila er sá sami. Það er ekkert nýtt í þessu. Þetta hefur legið fyrir frá fyrstu mínútu. Túlk- unin er óskýr þar til lögunum hefur verið breytt.“ »20 Verða að fylgja FME  Óskýr túlkun á tilgreindri séreign Halldór Benjamín Þorbergsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsvirkjun hefur tryggt sér næga gufu fyrir báðar vélar Þeistareykja- virkjunar og talsvert umfram það. Boranir hafa gengið vel og telja sér- fræðingar fyrirtækisins að borhol- urnar átján gefi gufu til framleiðslu á að minnsta kosti 115 megavöttum rafmagns en vélarnar tvær sem tekn- ar verða í notkun í haust og á fyrri hluta næsta árs framleiða 90 MW. Farið er að sjá fyrir endann á byggingu Þeistareykjavirkjunar. Báðar vélasamstæðurnar eru komnar á sinn stað og sú fyrri er nánast tilbú- in til prófana sem geta þó ekki hafist fyrr en í september þegar virkjunin verður tengd við meginflutningskerfi landsins. Þær borholur sem hafa verið látnar blása vegna afkastamælinga duga fyrir 85 megavatta virkjun. Vantar því aðeins gufu fyrir 5 MW til við- bótar. Þá á eftir að mæla fjórar holur sem þegar hafa verið boraðar og lofa góðu og síðustu holuna í þessari lotu sem verður boruð á næstu vikum. Sérfræðingar fyrirtækisins telja að holurnar átján sem boraðar hafa ver- ið gefi 115 MW, varlega áætlað. »14 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Þeistareykir Sautján af átján vinnsluholum virkjunarinnar gefa vel af sér. Unnið er að því að leggja gufuleiðslur frá síðustu holunum. Næg gufa fyrir báðar vélarnar  Verið að bora síðustu vinnsluholuna á Þeistareykjum fyrir fyrsta áfanga Stefán Eiríksson borgarritari segir að Veitur ohf. verði að svara því hvort lögum um upplýsingarétt um um- hverfismál hafi verið brotin þegar ákveðið var að upplýsa almenning ekki um bilun í neyðarloku í dælustöð fyrirtækisins við Faxaskjól. Í 10. grein laganna segir að stjórnvöldum sé ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra. Stefán segist ekki geta svarað því hvenær æðstu embættismönnum borgarinnar var gert viðvart um bil- unina. „Ég var allavega ekki með upplýs- ingar um þetta fyrr en það kom fram í fjölmiðlum.“ Að sögn Stefáns var lauslega rætt um málið á fundi borgarráðs síðastliðinn fimmtudag. Ekki hefur náðst í Dag B. Eggerts- son borgarstjóra vegna málsins þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir. »2 Veitur svari fyrir meint lögbrot  Borgarritari frétti af málinu í fjölmiðlum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.