Morgunblaðið - 08.07.2017, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017
Farið með svarið í ferðalagið
Vegahandbókin • Sundaborg 9 • Sími 562 2600
• Vegakort
• Þéttbýliskort
• Ítarlegur hálendiskafli
• 24 síðna kortabók
• Vegahandbókar App
• Þjóðsögur
• Heitar laugar o.fl. o.fl.
FERÐUMST OG FRÆÐUMST
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
Jóhann Ólafsson
Neyðarlokan í dælustöð Veitna við
Faxaskjól lokar fyrir útflæði
óhreinsaðs skólps með bráða-
birgðabúnaði sem notast hefur
verið við frá því síðdegis á mið-
vikudag. Aftur á móti verður lúgan
tekin úr fljótlega eftir helgi, til að
setja réttan búnað á hana og stilla
hana af, og búast Veitur við að
skólp fari í sjóinn á meðan. Hólm-
fríður Sigurðardóttir, umhverfis-
stjóri Veitna, segir ekki hægt að
segja til um hversu langan tíma
það taki að koma lokunni fyrir en
hana þurfi að prófa bæði á flóði og
fjöru.
Fellur niður í annan flokk
Frumniðurstöður mælinga heil-
brigðiseftirlits Reykjavíkur á
magni saurgerla í fjörunni við
dælustöðina leiða í ljós að gerla-
magn er yfir viðmiðunarmörkum
austan megin í fjörunni, alveg við
stöðina, og fellur þar niður í annan
flokk ef miðað er við reglugerð um
baðstaði í náttúrunni. Heilbrigðis-
efirlit og Veitur ráðleggja fólki að
fara ekki ofan í fjöruna þar.
Austar á Ægisíðu sem og vestan
við dælustöðina er gerlamengun
hins vegar undir viðmiðunarmörk-
um. Sýnin voru tekin í fyrradag.
Ný sýni voru tekin í gær.
Heilbrigðiseftirlitið telur ekki
líkur á að saurgerlamengun nái til
Nauthólsvíkur sem er í 3,5 km
fjarlægð frá dælustöðinni. Starfs-
menn tóku þó sýni í Nauthólsvík í
gær og fyrradag og munu frum-
niðurstöður þeirra liggja fyrir í
dag.
Viðgerð reyndist tafsöm
Viðgerðir á neyðarlúgunni hafa
staðið meira og minna frá miðjum
júní en ekki hefur tekist að fá
hana til að virka rétt. Lúgan er
aðeins þriggja ára gömul en þegar
hún var könnuð í júní kom í ljós að
legur eru ónýtar og öxlar illa farn-
ir. Þennan búnað þarf að sérsmíða
og er búið að því. Hólmfríður segir
að viðgerðin hafi tekið lengri tíma
en starfsmenn Veitna áttu von á.
Hefðu átt að láta vita fyrr
Ítrekað hefur verið reynt að ná
sambandi við Dag B. Eggertsson
vegna málsins á síðustu dögum án
árangurs.
S. Björn Blöndal, formaður
borgarráðs Reykjavíkur, telur að
eftir á að hyggja hefði verið heppi-
legra að láta vita fyrr af biluninni.
Björn bendir á að tilkynningar
sem þessar séu á forræði heil-
brigðiseftirlits. Umræðan hafi ver-
ið á þá leið að af þessu hefði mátt
láta vita fyrr. „Heilbrigðiseftirlit
starfar á grundvelli ákveðinna laga
og hefur mikið sjálfstæði. Við er-
um búin að fara yfir þetta með
heilbrigðiseftirlitinu og það mat
það sem svo að það stafaði ekki
hætta af þessu. Hins vegar er
þetta ógeðfellt fyrir fólk. Við för-
um yfir í framhaldinu hvort það
þurfi að breyta eitthvað verklagi
varðandi tilkynningar um mál sem
þessi,“ segir Björn og bætir við að
öll svona mál séu til að læra af
þeim.
Óhreinsað skólp fer í sjóinn eftir helgi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sýnataka Saurgerlasýni voru í gær tekin í fjörunni við hreinsistöðina við Faxaskjól. Húsin við Ægisíðu blasa við.
Sigurður Björn
Blöndal
Dagur B.
Eggertsson
Saurgerlamengun yfir mörkum við hreinsistöðina við Faxaskjól en undir mörkum lengra frá
Afkoma Árvakurs hf. á liðnu ári
batnaði verulega frá árinu 2015.
Tekjurnar jukust um 9%, námu 3,6
milljörðum króna,
en gjöldin jukust
um 6%. Hagnaður
fyrir afskriftir,
fjármagnsliði og
skatta, EBITDA,
batnaði því mikið
og nam 99 millj-
ónum króna.
Engu að síður var
tap af rekstri fé-
lagsins upp á
tæpar 50 milljónir
króna, en tapið nam 164 milljónum
króna árið 2015.
„Árið 2016 var í meginatriðum
gott ár fyrir Árvakur þó að ekki
tækist að skila rekstrinum réttum
megin við núllið,“ segir Haraldur
Johannessen, framkvæmdastjóri
Árvakurs. „Árið einkenndist af
tvennu, annars vegar batnandi
rekstri, en miklar launahækkanir,
ekki síst umsamdar launahækkanir
á vinnumarkaði fyrstu mánuði árs-
ins sem komu óvænt inn, skýra
þann halla sem varð á rekstri Ár-
vakurs. Hins vegar einkenndist ár-
ið af sóknarhug þar sem ráðist var
í ný verkefni, meðal annars kaup á
Eddu-útgáfu, sem gefur til dæmis
út Andrésblöðin, og kaup á út-
varpsstöðvum. Við bindum miklar
vonir við þessar nýju rekstrarein-
ingar og reynslan af þessum mán-
uðum sem liðnir eru frá því að þær
komu til Árvakurs lofar góðu. Sem
dæmi má nefna að hlustunin á
K100 hefur tvöfaldast frá því að
við kynntum nýja dagskrá fyrir
nokkrum vikum og hófum að
streyma útvarpinu í mynd á vefn-
um. Morgunblaðið hefur haldið öfl-
ugri stöðu sinni og er staða þess í
raun einstök, hvort sem horft er á
íslenska markaðinn eða sambæri-
lega markaði í nágrannalöndum
okkar. Mbl.is hefur líka einstaka
stöðu í slíkum samanburði og hef-
ur haldið áfram að vaxa og auka
þjónustu við lesendur sína. Morg-
unblaðið hefur sömuleiðis haldið
áfram að auka þjónustuna við
áskrifendur sína, nú síðast með því
að bjóða þeim Hljóðmoggann, sem
er upplestur á helstu fréttum, við-
tölum og ritstjórnarefni hvers
dags, sem er til dæmis hægt að
hlusta á í gegnum smáforrit í sím-
um.“
Haraldur segir að til að styðja
þá sókn sem Árvakur hafi ráðist í
hafi hlutafé verið aukið um 200
milljónir króna.
Eignir Árvakurs námu 2.079
milljónum króna um síðustu ára-
mót og eiginfjárhlutfall var 39%.
Verulegur afkomubati
hjá Árvakri á síðasta ári
Auknar tekjur og bætt rekstrarafkoma Hlutafé aukið
til að styðja frekari sókn Hlustun á K100 hefur tvöfaldast
Morgunblaðið/Ómar
Uppbygging Árið 2016 einkenndist af sóknarhug og ráðist var í ný verkefni.
Þannig festi Árvakur m.a. kaup á Eddu-útgáfu og tveimur útvarpsstöðvum.
Haraldur
Johannessen
Tveir erlendir ferðmenn létu lífið
hér á landi í gær í tveimur að-
skildum slysum. Báðir hröpuðu
þeir við göngu. Annar í Hljóðaklett-
um við Jökulsárgljúfur en hinn í
Kirkjufelli við Grundarfjörð.
Ferðamaðurinn sem lést í Hljóða-
klettum féll um 15 til 20 metra nið-
ur af hamrabrún. Björgunarsveitir
voru kallaðar út og aðstoðuðu lög-
reglu á vettvangi. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá lögreglunni á
Norðurlandi eystra í gær. Segir þar
að Landhelgisgæslan hafi sent
þyrlu sína af stað en hún skömmu
síðar verið afturkölluð eftir að mað-
urinn hafði verið úrskurðaður lát-
inn af læknum á vettvangi. Ekki er
grunur um að andlát mannsins hafi
borið að með saknæmum hætti, að
því er segir í tilkynningu lögregl-
unnar.
Nánari tildrög slyssins liggja
ekki fyrir en rannsókn málsins
heldur áfram. Lögreglan getur ekki
veitt frekari upplýsingar að sinni.
Féll 50 metra í Kirkjufelli
Þá lést kona í Kirkjufelli við
Grundarfjörð eftir að hafa fallið
fimmtíu metra við göngu á fjallinu.
Þyrla Landhelgisgæslunnar hífði
konuna upp af slysstað en björg-
unarsveitarmenn aðstoðuðu sam-
ferðafólk hennar og þá sem komu
að slysinu niður af fjallinu.
Tveir ferðamenn fórust