Morgunblaðið - 08.07.2017, Síða 10

Morgunblaðið - 08.07.2017, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017 Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Ólíklegt er að hópferð Íslendinga til Norður-Kóreu, sem fyrirhuguð var á vegum ferðaskrifstofunnar Trans-Atlantic í apríl næstkomandi, verði farin. Egill Örn Arnarson Hansen, starfsmaður ferðaskrif- stofunnar, segir lítil viðbrögð hafa fengist við auglýsingum um ferðina. Það sé líklega vegna þess ótrygga ástands sem ríkir á Kóreuskaga. Dræm viðbrögð „Við vorum búin að setja upp þá dagsetningu en það hafa verið voðalega lítil viðbrögð við því sem við höfum verið að auglýsa í kring- um þetta,“ segir Egill. Áður hefur verið töluverður áhugi fyrir ferðum til Norður-Kóreu, sem Trans- Atlantic skipuleggur í samstarfi við ríkisrekna kínverska ferðaskrif- stofu. „Við settum á sínum tíma upp ferð og vorum komin með um 30 manna hóp sem ætlaði að fara. Þá kom heimildarmynd í sjónvarpinu um nauðungarbúðir og fleira þarna, svo sú ferð bara datt upp- fyrir. Fólk afskráði sig mikið eftir það og síðan hefur ekki verið neinn friður um Norður-Kóreu.“ Síðasta lokaða ríkið Egill segir sérstöðu Norður- Kóreu þá að það sé eina lokaða ein- ræðisríkið sem eftir er. „Sovét- blokkin er fallin, Kúba er orðin opin og ef fólk telur sig upplifa eitthvað með því að fara inn í svona lokað land er þetta sennilega það eina sem eftir er.“ Jafnvel þó að nokkur fjöldi Ís- lendinga hafi áhuga á að heimsækja Norður-Kóreu og að ferðaskrif- stofan sé með fólk á biðlista eftir ferð þangað, meti flestir ástandið í dag of ótryggt til að láta af því verða. Egill segir dýrt að ferðast til Norður-Kóreu. „Þegar við settum þetta upp á sínum tíma var ferðin miðuð við níu nætur í Kína og fjórar eða fimm í Norður-Kóreu. Þá var heildarkostnaðurinn 700-800 þús- und krónur á mann. Það er í dýrari kantinum og það kemur til af því að Norður-Kórea er alveg fáránlega dýr. Sem er nú bara út af því að stjórnvöld þar eru að reyna að ná í erlendan gjaldeyri.“ AFP Norður-Kórea Ólíklegt er að ferð íslenskrar ferðaskrifstofu, sem þangað var fyrirhuguð, verði farin að sinni. N-Kóreuferð líklega blásin af  Dræm viðbrögð við auglýsingum  Ótryggt ástand fælir frá Baldur Arnarson baldura@mbl.is Búseti hyggst flytja inn 170 tilbúin baðherbergi í nýjar íbúðir félagsins. Gísli Örn Bjarnhéðinsson er fram- kvæmdastjóri Búseta, sem er hús- næðissamvinnufélag. „Einingarnar eru steyptar í verk- smiðju erlendis og fullkláraðar. Það þarf nánast aðeins að setja klósett- pappírinn á klósettrúllustandinn. Svo er þessu komið fyrir í framkvæmd- inni jafn óðum. Þetta er yfirleitt lok- að og innsiglað eins og heyrúlla. Ein- ingarnar koma á gámapöllum. Það vantar aðeins hurðina á rýmið. Það er aðeins bráðabirgðahurð. Svo er ein eða tvær hliðar á þessum einingum þar sem lagnirnar koma út. Þær eru svo tengdar við lagnir hússins. Þetta byggingarform, í samspili við steypt- ar einingar, er oftar en ekki reglan fremur en undantekning í Evrópu.“ Skortur á iðnaðarmönnum Gísli Örn segir þetta lið í að lækka byggingarkostnað. Með þessu sé hægt að auka gæði og draga úr töfum við framkvæmdir. Þensla sé á bygg- ingarmarkaði og fagmenn af skorn- um skammti. „Það skortir vel mennt- aða iðnaðarmenn. Það er orðið erfiðara að fá framkvæmdaaðila. Samfélagið hefur ekki staðið sig nógu vel í að mennta iðnaðarmenn. Þá hafa rannsóknir í byggingariðnaði setið á hakanum.“ Baðherbergin verða meðal annars í fjölbýlishúsum Búseta á Keilu- granda og við Árskóga í Suður- Mjódd í Reykjavík. Gísli Örn segir sterkt gengi krónu gera innflutninginn hagkvæman. Innflutningur á tilbúnum einingum komi á vissan hátt í staðinn fyrir inn- flutning á vinnuafli. „Þetta ætti að vera hagkvæmara ef gengið helst þokkalegt,“ segir Gísli Örn. Hann segir ekki hægt að flytja inn tilbúin eldhús. Hins vegar sé hægt að nota innfluttar innréttingar. Sér- smíði sé orðin dýr á Íslandi. Fyrr á þessari öld vakti athygli þegar Íslandshótel fluttu inn tilbúin baðherbergi í Grand hótels-turninn í Sigtúni. Notast við steyptar einingar Gísli Örn segir aðspurður að bað- herbergin á vegum Búseta verði af öðrum toga. „Þetta er sambærilegt en þó annars konar. Við verðum með steyptar einingar. Á Grand hótel voru hins vegar notaðar einingar sem eru að hluta til léttar.“ Búseti er með 80 íbúðir í byggingu á Smiðjuholtsreitnum í Reykjavík sem afhendast næsta vor. Þar hefur félagið þegar byggt um 120 íbúðir og kemur síðasti hluti þeirra til afhend- ingar í ágúst og september. Gísli Örn segir félagið með margt í pípunum. Búseti flytur inn 170 baðherbergi í íbúðirnar  Herbergin verða tengd við lagnakerfi íbúða Ljósmynd/Gísli Örn Sett saman Forsteyptar baðherbergiseiningar í verksmiðju í Slóvakíu. Það tekur enga stund að rétta nágrönnum okkar og vinum á Grænlandi hjálparhönd. Hringdu í 907 2003 og leggðu til 2.500 krónur í hjálparstarfið. Söfnunarreikningur Hjálparstarfs kirkjunnar: 0334-26-056200, kennitala 450670-0499. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þess er vænst að þegar kemur fram á næsta ár megi hefjast handa við frek- ari stækkun gistihúss í Ásgarði í Kerlingarfjöllum. Á árinu 2015 var tekinn í notkun fyrsti áfangi bygging- ar með tuttugu tveggja manna her- bergjum. Í deili- skipulagi er gert ráð fyrir húsi með allt að 120 her- bergjum, móttöku og þjónusturými. Páll Gíslason er framkvæmda- stjóri og einn eig- enda Fannborgar ehf. sem á og rek- ur ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum. Hann segir að nú sé unnið að mati á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar og starf- seminnar yfirleitt. Skýrslu þar að lút- andi verði skilað á haustdögum og af- staða Skipulagsstofnunar marki síðan framhaldið. Skipulag heimilar 300 gistirými „Við höfum að leiðarljósi að starfa í sátt við náttúruna og okkur tekst það ágætlega, þannig eigum við ekki sér- staklega von á að umhverfismat leiði neitt í ljós sem ekki er þekkt. Við höf- um áherslu á að vinna í sátt við alla sem um matið fjalla. Því til viðbótar vil ég nefna að á undanförnum 18 ár- um höfum við skilað hátt í 2.000 árs- verkum í margvísleg verkefni í um- hverfismálum á svæðinu,“ segir Páll. Hann telur að ásýnd staðarins batni með einni heillegri byggingu fremur en sundurleitum smáhýsum, auk þess sem ein bygging væri umhverfisvæn í rekstri. Í Ásgarði Kerlingarfjalla er nú hægt að taka á móti alls 145 nætur- gestum í svefnpokapláss í skálum, í uppbúin rúm í tólf litlum húsum, svo- kölluðum nýpum, og í nýju gistihús- álmuna sem risin er. Nýbyggingin er úr forsmíðuðum einingum sem verk- takafyrirtækið JÁ-verk smíðar á Sel- fossi, flytur á vettvang og setur þar saman. Sami háttur verður hafður á við áformaða stækkun gistihússins. Páll Gíslason telur að byggingin rísi í áföngum á næstu fimm til tíu árum. Að framkvæmdum loknum yrðu í Ás- garði herbergi með allt að 240 uppá- búin rúm. Deiliskipulag heimilar 300 gistirými á svæðinu. Líparítfjöll og háhitasvæði Gestum fjölgar ár frá ári í Kerl- ingafjöllum. Þeir voru um 8.000 árið 2008 en hátt í 22.000 í fyrra2016. Náttúra svæðisins er helsta aðdrátt- araflið; há líparít- og móbergsfjöll með þremur háhitasvæðum, þeirra þekktast er Hveradalir. Hiti í einum hveranna mældist 145-150°C sem er heitasta vatn á Íslandi. Algengustu hverirnir eru gufuaugu, soðpönnur og gufu- og leirhverir. Alls er þetta svæði um 367 ferkílómetrar að flat- armáli og er friðlýsing þess deiglunni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kerlingafjöll Nýja gistihúsið í Ásgarði sést fremst á þessari mynd, en að baki þess og innar í dalnum eru eldri þjónustubygging og gistiskálar. Gistihús með 120 herbergjum  Umhverfisáhrif uppbyggingar metin Páll Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.