Morgunblaðið - 08.07.2017, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017
Áform Icelandair hotels um að loka
Hótel Reynihlíð við Mývatn í haust
til að vinna að endurbótum þess eru
óbreytt þrátt fyrir ákvörðun heil-
brigðisnefndar Norðurlandssvæðis
eystra um að hafna ósk fyrirtækisins
um stækkun. „Það þarf að taka hót-
elið allt í gegn. Við vinnum þetta í
rétti röð og í góðu samstarfi og byrj-
um á því sem við höfum leyfi til að
gera,“ segir Magnea Þórey Hjálm-
arsdóttir, framkvæmdastjóri Ice-
landair hotels.
Icelandair hotels taka við hótelinu
1. október og loka því þá. Áformað er
að opna aftur að vori, að loknum end-
urbótum.
Frárennslismálin óleyst
Unnið er að undirbúningi úrbóta í
frárennslismálum í þéttbýlinu í
Reykjahlíð þar sem Hótel Reynihlíð
er og einnig minna hótel, Hótel
Reykjahlíð, sem Icelandair hotels
hafa sömuleiðis keypt. Ekki liggur
fyrir hvenær hægt verður að ráðast í
framkvæmdirnar en bæði hótelin
standa að úrbótaáætlun með sveitar-
félaginu.
Hótel Reynihlíð hefur óskað eftir
að fá að hafa óbreytta hreinsun
skólps þar til heildarlausn verður
fundin fyrir þéttbýlið. Heilbrigðis-
nefnd Norðurlandssvæðis eystra gaf
neikvæða umsögn um stækkunina
þegar Umhverfisstofnun leitaði álits
þess. Krefst nefndin þess að frá-
rennsli frá hótelinu verði hreinsað
með ítarlegri skólphreinsun en
tveggja þrepa.
„Við höfum frá fyrstu tíð sagt að
við þurfum að vinna betur í skólp-
málunum. Við höfum engan áhuga á
því að vera með starfsemi nema hafa
þau á hreinu,“ segir Magnea.
helgi@mbl.is
Unnið verður að endur-
bótum næsta vetur
Heilbrigðisnefnd leggst gegn stækkun Hótels Reynihlíðar
Morgunblaðið/Golli
Kaffihús Gamli bærinn er hluti af
rekstri Hótels Reynihlíðar.
Garðs Apótek Sogavegi við Réttarholtsveg
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is
Appótek: www.appotek.is
Einkarekið apótek í 60 ár
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Við höfum lækkað vöruverð í samræmi við tolla og gengi Kringlunni 4c – Sími 568 4900
40% afslátturaf öllum vörum
ÚTSALAN
í fullum gangi
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
ÚTSALA
Laufléttir
dúnjakkar
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Söluturn
Til sölu góður söluturn og spilasalur í verslunarkjarna á
stór Reykjavíkursvæðinu. Velta um 100.000.000 kr. á ári.
Skoðum ýmis skipti.
Áhugasamir sendi á box@mbl.is merkt:
„S-26246“ fyrir 10. júlí.
Öllum fyrirspurnum svarað.
STÓR-
ÚTSALA
Gæðafatnaður,
kápur, frakkar,
vattdúnjakkar
Gerry Weber,
Betty Baclay
Fylgdu okkur á facebook.com/laxdal.is
Laugavegi 63 • Skipholti 29b • S. 551 4422
30%-50% afsl.
Skipholti
40%-70% afsl.
Laugavegi
Hagsmunaaaðilar í matvælavinnslu í Vestmannaeyjum komu saman í gær
til að ræða stöðu tengdra greina í Vestmannaeyjum með tilliti til sam-
gangna og flutninga. Á fundinum var ákveðið að senda erindi á þá ráð-
herra sem með þessi mál fara og krefjast þess að ferðum Herjólfs verði taf-
arlaust fjölgað úr 6 í 8 alla daga í sumaráætlun auk þess sem farnar verði
að minnsta kosti 5 til 6 næturferðir þegar siglt verður til Þorlákshafnar í
haust. „Álagið á samgöngutækið er slíkt að þær fáu ferðir sem farnar eru á
hverjum degi duga hvergi til að anna ferðaþjónustu, hvað þá sjávarútvegi
eða almennum íbúum. Á meðan tapast tækifæri, hráefni skemmist og fyrir-
tæki víða um land verða fyrir miklum skaða,“ segir í erindi hagsmunaaðil-
anna sem sent var á Bjarna Benediktsson forsætisráðherra, Benedikt Jó-
hannesson fjármálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávar-
útvegsráðherra, Jón Gunnarsson samgönguráðherra og Þórdísi Kolbrúnu
Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og nýsköpunarráðherra.
Krefjast fjölgunar á ferðum Herjólfs
Hlutfall reglna sem ekki hafa verið
leiddar í lög á Íslandi á réttum tíma
var í lok árs 2016 2,2% samkvæmt
nýjustu úttekt Eftirlitsstofnunar
EFTA (ESA). Samkvæmt viðmiðum
ESA og Evrópustefnu ríkisstjórnar-
innar frá 2014 ætti þetta hlutfall
ekki að vera hærra en 1%. Það
markmið hefur aldrei náðst á Ís-
landi. Jafnframt átti ekkert mál
vegna misbrests á innleiðingu að
vera fyrir EFTA-dómstólnum á
sama tíma. Það markmið náðist
ekki heldur á tilsettum tíma.
Ólafur Stephensen, fram-
kvæmdastjóri FA, segir að það sé
áhyggjuefni að samkvæmt saman-
tekt ESA varði átta af átján EES-
tilskipunum, sem ekki hafa verið
innleiddar í tíma, afnám tæknilegra
hindrana í vegi frjálsra vöruvið-
skipta. „Það er mikið hagsmunamál
atvinnulífsins að sömu reglur gildi
hér á landi og í öðrum ríkjum
EES,“ segir Ólafur.
Átta EES-tilskipanir
hafa ekki verið
innleiddar í tíma