Morgunblaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 13
Listaverk Skálar úr birki lagðar listavel á borð með birkigreinum. Birki- börkurinn nýtur sín vel innan um greinarnar og gefa þeim fallegan blæ. alla jólasveina og snjókarla sem ég renni,“ segir Kolbeinn. Selur vörurnar sínar á handverksmörkuðum „Ég renni ýmsar gjafir svo sem kaffikrúsir, staup og þannig. Ég fæ pantanir frá fólki og sel í gegnum heimasíðuna mína bæði innanlands og erlendis. Mest sel ég á handverksmörkuðum. Ég hef enn ekki sett handverkið mitt í sölu annars staðar. Mig vantar tíma til þess að framleiða meira,“ segir Kolbeinn og hugsar sig um þegar hann er spurður hvort hægt sé að lifa af þessari iðju. „Ég bara veit það ekki. Ég gæti gert meira ef ég væri ekki í annarri vinnu. Eftirspurnin er mikil en ég er hræddur um að ef ég seldi framleiðsluna til endursölu væri ég komin með kvöð á mig sem mér líst ekki á. Ég er með ýmsar hugmyndir í kollinum. Hvað gerist með þær mun tíminn leiða í ljós.“ Keypti upp lagerinn Veitingahús og hótel hafa sýnt verkum Kolbeins mikinn áhuga. „Eitt sinn kom hóteleigandi að máli við mig og keypti upp allan lagerinn.“ Útlendingar eru líka hrifnir af renndum munum Kol- beins. „Einu sinni var ég sem oftar á handverkssýningu, þá komu ferðamenn frá Ísrael og keyptu af mér verk. Fararstjórinn þeirra vildi fá að sjá hvar ég renndi hlut- ina og spurði hvort hann mætti hringja í mig að ári. Ég samþykkti það. Ári síðar hringdi hann og það varð úr að hann kom með 30 Ísra- ela heim til mín. Það varð mér til happs að það var gott veður þann- ig að ferðamennirnir gátu verið úti að skoða framleiðsluna og efnivið- inn.“ Kolbeinn sýnir verk sín á handverkssýningu á Hvanneyri í dag og fer auk þess á fleiri hand- verkssýningar í sumar. „Ég verð meðal annars á handverkssýningu á Borg í Grímsnesi í ágúst. Sum- arið er undirlagt í söluferðir og veturinn nota ég til þess að renna sem mest. Það fer mikill tími í þessa iðju,“ segir Kolbeinn Ástríðan og ánægjan verða að vera fyrir hendi Spurður um ráðleggingar til handa þeim sem eru að byrja að renna hluti segir Kolbeinn: „Það er gott að fá sér lítinn bekk til að byrja með og vera með hugann við bekkinn þegar unnið er við hann. Ég hef slasað mig á þessu og það er ekki þægilegt. Það er beinlínis hættulegt að hugsa um annað en það sem verið er að renna og það getur farið illa ef einbeitingin er ekki í lagi. Ástríðan og ánægjan verða líka að vera fyrir hendi,“ segir Kolbeinn, sem er þakklátur fyrir góðar viðtökur sem verk hans hafa fengið. Brúðarglös Brúðhjón nokkur drukku úr renndum glösum úr alaskavíði. Heimagert Skálar, glös og jólasveinar sem allt er unnið úr efniviði úr garði Kolbeins og Lindu, sem og úr öðrum skógum héðan og þaðan á landinu. Ljósmyndir/ Linda Gunnarsdóttir DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017 Flestir finna lykt með nefinu, sjá liti með augunum og finna bragð með munninum. Þó gerist það stöku sinnum að þessi mörk rofna með þeim af- leiðingum að áreiti á eitt skynfæri getur leitt til áreitis á annað skynfæri og er þá talað um sam- skynjun. Algengasta dæmið um þetta er að fólk fer að sjá bókstafi, tölustafi og orð í litum en talið er að um 66,5 prósent þeirra sem haldnir eru samskynjun upplifi slíka röskun. Þegar fólk sér til að mynda bókstafinn V sér það ákveðna lögun. Þegar um er að ræða samskynjun sér það hins vegar einnig ákveðinn lit. Þessi skynhrif eru ekki kölluð fram viljandi. Liturinn birtist þeim á jafn eðlilegan hátt og form stafsins birtist öðrum. Samskynjun er ekki algeng, sðeins er talið að um fjögur prósent einstaklinga þjáist af slíkri rösk- un. Það gætu þó verið fleiri þar sem margir átta sig ekki á þessu fráviki fyrr en á fullorðinsaldri, þar sem þetta er eðlilegt ástand fyrir þeim. Sumir finna jafnvel bragð af orðum eða sjá tóna í ákveðnu formi. Samskynjun er lítt rannsakað fyrirbæri. Þó er talið að þeir sem skynja á þennan hátt séu margir hverjir mjög listhneigðir. Þekktir listamenn á borð við tónlistarmanninn Billy Joel og málarann Vincent Van Gogh voru haldnir þessari röskun. Samskynjun er áhugavert en óalgengt fyrirbæri sem ekki er mikið vitað um Að finna bragð af orðum og sjá tölur í litum Litir Þeir sem haldnir eru samskynjun sjá margir hverjir liti í töl- um og finna bragð af orðum. Sumir sjá einnig tóna í litum. REUTERS Bókin Koh-I-Noor; The History of the World’s Most Famous Dimond, eftir þau William Darlymple og Anita Anand, fjallar um einn fræg- asta demant heims, Koh-I-Noor. Honum er talin fylgja mikil bölvun og er hann nú læstur inn í Tower of London þar sem hans er gætt af vörðum drottningarinnar. Demant- urinn sást síðast opinberlega í kór- ónu sem lögð var ofan á kistu Elísabetar I. Englandsdrottningar árið 2002 og mun næst sjást á höfði Camillu Parker-Bowles þegar eiginmaður hennar, Charles, verður krýndur konungur. Þegar Koh-I-Noor kom fyrst til Englands árið 1850 fékk Viktoría Englandsdrottning höfuðhögg og þáverandi forsætisráðherrann, Rob- ert Peel, kastaðist af hesti sínum og lést í kjölfarið. Bretar líta á demantinn sem merki um hernaðar- legan sigur þeirra í Indlandi. Ind- verjar, Pakistanar, Íranir, Afganar og jafnvel Talíbanar hafa óskað eft- ir honum og má því segja að hann sé einskonar diplómatísk dýna- mítsprengja. Bretar hafa hins vegar engan hug á því að afhenda hann. Elísabet II. Englandsdrottning tekur enga áhættu, en hún hefur aldrei borið kórónu sem skartar demantinum. Koh-I-Noor er vinsæll en afar umdeildur demantur í eigu bresku konungsfjölskyldunnar Demanturinn alræmdi Kóróna Koh-I-Noor demanturinn finnst í dag í einni af bresku krúnunum. AFP LANGVIRK SÓLARVÖRN ÞOLIR SJÓ, SUNDOG LEIK www.evy.is Grunnformúlan er læknisfræðilega skráð. Engin paraben, engar nanóeindir, ilm- eða litarefni. NÝTT NAFN UVA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.