Morgunblaðið - 08.07.2017, Side 14

Morgunblaðið - 08.07.2017, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017 VEISLUÞJÓNUSTA MARENTZU www.marentza.is - 553 8872 - info@marentza.is Allar gerðir af veislum sérsniðnar að þínum þörfum • Fermingarveislur • Brúðkaup • Erfidrykkjur • Veitingar fyrir fundi • Móttökur • Útskriftir BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Farið er að sjást fyrir endann á byggingu Þeistareykjavirkjunar. Mest er unnið inni í stöðvarhúsinu þessa dagana við að ganga frá vél- búnaði, rafbúnaði og stjórnbúnaði. Unnið er að frágangi utanhúss. Þá er verið er að undirbúa borun síð- ustu vinnsluholunnar í þessari lotu og tengja gufulagnir frá síðustu hol- unum inn á kerfið. Gufuöflunin fyrir Þeistareykja- virkjun hefur gengið vel. Áður en framkvæmdir við stöðvarhús og lagnir hófust var búið að afla nægrar orku fyrir fyrri vélasamstæðuna. Síðan hefur verið haldið áfram að bora og þótt ekki hafi allar holurnar verið afkastaprófaðar segir Hreinn Hjartarson, verkefnisstjóri Lands- virkjunar, að sérfræðingar fyrirtæk- isins telji sig hafa trygga orku fyrir vél númer tvö sem tekin verður í notkun á næsta ári og talsvert um- fram það. Gufa fyrir tvær og hálfa vél Þær borholur sem hafa verið af- kastamældar duga til framleiðslu á um 85 megavöttum af rafmagni. Hvor vél er 45 MW og vantar því að- eins gufu til framleiðslu á 5 MW. Eftir er að mæla þrjár borholur sem boraðar hafa verið í ár og eina sem boruð var í lok síðasta árs, auk þess sem verið er að hefja borun á holu nr. 18, þeirri síðustu í þessum áfanga. Sérfræðingar Landsvirkj- unar telja að holurnar sautján sem eru virkar dugi til framleiðslu á115 MW af rafmagni, varlega áætlað. Samkvæmt því dugar gufan til að knýja báðar vélar virkjunarinnar og myndi þess vegna duga fyrir tæp- lega hálfri vél í viðbót – nú eða til að bæta upp slaka sem kann að verða í gufuframleiðslu með nýtingu svæð- isins. Landsvirkjun hefur þá stefnu að fara varlega í uppbygginguna þannig að fylgst verður með svæðinu í nokkur ár áður en ákvarðanir verða teknar um frekari nýtingu þess. Hreinn er sannfærður um að svæðið beri vel tvöfalt meiri nýtingu en nú hefur verið ákveðin. Flestar háhitaholurnar eru bor- aðar niður á 2.000 metra dýpi þar sem hitinn er um 330-340 gráður. Holurnar eru hins vegar lengri því skáborað er frá sameiginlegum bor- plönum. Allur vökvi sem skilinn er frá guf- unni er settur jafnóðum aftur niður jarðlögin í gegnum niðurrennslis- holur. Hverfill, rafall og annar búnaður fyrri vélasamstæðu Þeistareykja- stöðvar er að verða tilbúinn. Áætlað er að prófanir hefjist í byrjun sept- ember, um leið og Landsnet getur hleypt straumi á Kröflulínu 4. Hreinn segir stöðin verði afhent rek- stardeild Landsvirkjunar til rekst- urs 1. desember næstkomandi og geti þá hafist framleiðsla. Fram- leiðsla á kísil hefst hjá PCC á Bakka í þeim mánuði. Vél númer tvö var sett niður á sinn stað fyrir skömmu og er unnið að frágangi hennar. Jafnframt er unnið að byggingu kæliturna fyrir þá vél. Áætlað er að raforkufram- leiðsla með þeirri vél hefjist fyrir mitt næsta ár. Áhersla á umhverfismál Landsvirkjun setti umhverfis- málin í öndvegi við byggingu Þeista- reykjavirkjunar sem er fyrsta jarð- varmavirkjunin sem fyrirtækið byggir frá grunni. Meðal annars hef- ur verið unnið að landgræðslu sam- hliða verklegum framkvæmdum. „Öllum uppgræðslu- og umhverfis- verkefnum verður lokið þegar virkj- unin tekur til starfa. Það er nýtt hjá Landsvirkjun,“ segir Hreinn Hjart- arson. Áhugi hjá heimafólki Hann segir að heimamenn séu al- mennt áhugasamir fyrir fram- kvæmdinni og jákvæðir. Hann bend- ir á að stöðug fækkun hafi verið í sýslunni og á Húsavík í mörg ár. Það dragi þrótt úr sveitarfélögunum sem ekki fái eðlilegar tekjur og grípi til þess að skattpína íbúana, til dæmis með háum fasteignagjöldum. Þau já- kvæðu áhrif sem atvinnuuppbygging hafi ætti að gefa svigrúm til að koma rekstri þeirra í betra horf. Nefnir Hreinn að um 300 manns hafi komið á kynningardaga í stöðv- arhúsinu, bæði í vor og í fyrrasumar. Næg orka fyrir báðar vélarnar  Framkvæmdum við fyrsta áfanga Þeistareykjavirkjunar lýkur á haustmánuðum  Næg gufa komin fyrir vélasamstæðu númer 2 sem taka á í notkun á næsta ári  Umhverfisverkefnum jafnframt að ljúka Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Tilbúin Tæknimenn leggja lokahönd á frágang við fyrri vélasamstæðu Þeistareykjastöðvar. Prófanir hefjast í byrjun september og framleiðsla í kjölfarið. Geysir Starfsmenn Jarðborana taka niður jarðborinn sem hefur lokið hlut- verki sínu við holu 17. Síðasta verkefnið verður hola sem fær númerið 18. „Ég gerði mér að vísu ekki grein fyrir því í upphafi að það myndi taka 20 ár að koma rafmagnsframleiðslu af stað á Þeistareykjum. Reiknaði frekar með 10 árum en þetta er langhlaup,“ segir Hreinn Hjartarson, verk- efnastjóri hjá Landsvirkjun á Þeistareykjum. Hann var einn af forvígismönnum framkvæmdarinnar, þá sem bæjarverkfræðingur á Húsavík og stjórnandi Orkuveitu Húsavíkur. „Það vantaði uppbyggingu í Þingeyjarsýslu. Þetta svæði leit vel út, jarðhiti var sýnilegur á yfirborði og Orkustofnun hafði rannsakað svæðið,“ segir Hreinn. Áður en hann fór til starfa á Húsavík hafði hann starf- að hjá Hitaveitu Reykjavíkur og meðal annars verið staðarverkfræðingur við Nesjavallavirkjun. Hann sá því fljótt möguleikana á því að nýta háhitasvæðin í Þing- eyjarsýslu til rafmagnsframleiðslu og atvinnu- uppbyggingar. Hann hafði samband við oddvita sveit- arfélaganna tveggja sem eiga landið á Þeistareykjum og beitti sér fyrir stofnun félags um nýtingu jarðhitans þar með þátttöku orkufyrirtækja á Húsavík og Akur- eyri og landeigenda. Illa hafði gengið fá iðnfyrirtæki til að byggja upp og nýta sérstöðu svæðisins, þar til árið 2005 að samband komst á við Alcoa sem undirbjó byggingu stórs álvers á Bakka. Fyrirtækið hætti síðar við. Á sama tíma kom Landsvirkjun inn í Þeistareyki ehf. með aukið fjármagn og þekkingu. „Ég er mjög ánægður með stöðu verkefnisins í dag og lítið iðjuver í stað stóra álversins. Þetta er gott fyrsta skref í atvinnuuppbyggingu svæðisins og truflar lítið mannlífið í bænum. Við þurfum annað slíkt iðjuver á næstu árum til að nýta betur innviði sem byggðir hafa verið upp og til að ná fyrri íbúafjölda svæðisins,“ segir Hreinn og bætir því við að ánægjulegt sé að hafa getað fylgt þessu verkefni eftir frá upphafi. Ánægður með stöðu verkefnisins TÓK TVÖFALT LENGRI TÍMA EN REIKNAÐ VAR MEÐ Verkefnastjóri Hreinn Haraldsson við stöðvarhúsið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.