Morgunblaðið - 08.07.2017, Qupperneq 18
EM KVENNA Í FÓTBOLTA 201718
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Laufey Ólafsdóttir, fyrrverandi
landsliðskona í knattspyrnu, verð-
ur einn af búningastjórum ís-
lenska kvennalandsliðsins á Evr-
ópumótinu í Hollandi í sumar.
Laufey lék á sínum tíma með Val,
ÍBV og Breiðabliki auk þess að
leika 26 landsleiki fyrir A-landslið
kvenna. Hún segir starf búninga-
stjórans talsvert frábrugðið hlut-
verki leikmannsins. „Þegar Freyr
tók við liðinu fyrir nokkrum árum
heyrði hann í mér og spurði hvort
ég hefði áhuga á að koma í þetta
verkefni með honum. Ég hafði
aldrei verið í svona búningastarfi
áður en fannst þetta spennandi.
Maður þekkir þetta umhverfi auð-
vitað sem leikmaður þannig að það
er gaman að prófa að vera bak við
tjöldin.“
Laufey hefur starfað í bókhalds-
deild Útilífs undanfarin ár og seg-
ir það skemmtilega tilbreytingu að
geta farið í ferðir með landsliðinu
þrátt fyrir að álagið geti oft á tíð-
um verið mjög mikið. „Mér finnst
alveg rosalega gaman að geta far-
ið í ferðir með stelpunum þótt það
geti oft verið mikið að gera,“ segir
Laufey og bætir við að búninga-
teymið vinni vel saman. „Við erum
þrjár sem hjálpumst að með þetta.
Ragnheiður Elísdóttir er aðalmað-
urinn, enda búin að vinna hjá KSÍ
í 20 ár, og við hinar reynum að
vera henni innan handar.“
20 milljón króna búnaður
Á næstu dögum verður fatnaður
og annar búnaður fluttur flugleiðis
til Hollands svo allt verði eins og
best er á kosið þegar stelpurnar
koma þangað síðar í mánuðinum.
„Við erum búin að pakka
stórum hluta búnaðarins og gerum
ráð fyrir að senda þetta út núna
fljótlega. Þetta eru svona 150
kassar og töskur sem vega ein-
hver hundruð kílóa,“ segir Laufey
sem telur að heildarverðmæti bún-
aðarins sé í kringum 20 milljónir
króna.
Spurð hvert hlutverk búninga-
stjóra íslenska landsliðsins sé seg-
ir Laufey að þær stöllur láti sér
ekkert óviðkomandi. „Það má eig-
inlega segja að við skiptum okkur
af öllu sem ekki tengist fótbolta.
Við sjáum um fötin fyrir þær,
pössum að þær fái nægan mat,
fyllum á vatnið og svo framvegis.
Þetta er vinna allan sólarhring-
inn.“
Mættar snemma á leikdegi
Á leikdegi hefst undirbúningur
snemma hjá búningastjórunum
enda í mörg horn að líta. Dagur-
inn er yfirleitt tekinn snemma þar
sem búningastjórarnir hittast og
skipuleggja sig. „Allur leikdagur-
inn fer í að gera klárt og hefst það
strax um morguninn þegar við
byrjum að stilla saman strengi.
Við mætum síðan mjög snemma á
völlinn og gerum búningana, vatn-
ið og annað sem stelpurnar þurfa
tilbúið,“ segir Laufey, sem telur
að liðið geti farið langt í mótinu,
jafnvel alla leið í undanúrslitin.
„Við förum í undanúrslit, sjáum
svo til hvað gerist eftir það. Ég
hef fulla trú á stelpunum.“
Morgunblaðið/Kjartan Þorbjörnsson
Búningastjórar Laufey og Ragnheiður stilltu sér upp hjá búnaðinum. Lauf-
ey segir að heildarverðmæti búnaðarins sé í kringum 20 milljónir króna.
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Í landsleik Laufey á að baki 26 landsleiki fyrir A-landslið kvenna, hluti
þeirra leikja var á EM 2013. Hún heldur nú á stórmót í nýju hlutverki.
Fyrrverandi landsliðs-
kona búningastjóri á EM
Munu taka með sér 150 töskur og kassa fulla af búnaði og
er verðmæti búnaðarins talið vera um 20 milljónir króna
Aron Þórður Albertsson
Axel Helgi Ívarsson
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði
kvennalandsliðsins í knattspyrnu,
leikur einnig með Vfl Wolfsburg í
Þýskalandi. Hún hefur spilað með
liðinu frá árinu 2016 þegar hún
gekk til liðs við það frá Rosengård
í Svíþjóð. Hún segir afar skemmti-
legt að vera hluti af stóru liði eins
og Wolfsburg. „Þetta er auðvitað
eitt stærsta lið Evrópu og maður
reynir því að njóta þess að spila
með því,“ segir Sara. Til marks
um hversu stórt félag Wolfsburg
er eru nánast allir leikmenn liðs-
ins í landsliðsverkefnum.
„Ég held að til dæmis núna séu
einungis fjórir leikmenn á æfing-
um með liðinu og restin er í lands-
liðsverkefnum.“
Ástfangin af sjúkraþjálfara
Sara byrjaði nýverið með þýska
sjúkraþjálfaranum Alexander
Jura, sem starfar sem sjúkraþjálf-
ari hjá kvennaliði Wolfsburg. Áður
en hann tók við því starfi spilaði
Alexander sem framherji hjá FT
Braunschweig, liði í neðri deildum
í þýsku knattspyrnunni.
Sara segir að þau Alexander
hafi kynnst í gegnum félagið enda
eyði þau bæði talsverðum tíma
þar. „Við störfum náttúrlega á
sama stað og erum þar af leiðandi
mjög mikið í kringum hvort ann-
að. Við kynntumst því í gegnum
klúbbinn,“ segir Sara. Hún dvaldi
og ferðaðist um landið með Alex-
ander áður en landsliðið kom sam-
an fyrr í vikunni og heimsóttu þau
meðal annars Gullfoss, Brúarfoss
og Kerið.
Spurð hvort henni finnist ekki
sérstakt að starfa á sama stað og
kærastinn segist Sara ekki hafa
velt því fyrir sér. „Það er nú víst
þannig að ástin spyr hvorki um
stað né stund,“ sagði Sara hlæj-
andi að lokum.
Ástin spyr hvorki um stað né stund
Sara Björk kynntist kærasta sínum
hjá knattspyrnustórveldinu Wolfsburg
Kærustupar Sara Björk og Alexander Jura starfa bæði hjá knattspyrnuliðinu Wolfsburg. Þau ferðuðust saman um
landið áður en landsliðið kom saman fyrr í vikunni og heimsóttu meðal annars Gullfoss, Brúarfoss og Kerið.