Morgunblaðið - 08.07.2017, Síða 23

Morgunblaðið - 08.07.2017, Síða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017 Froðuleikur Engu var líkara en andarungi þessi væri að synda sæll í mjólkurfroðu í kaffibolla, en hann reyndist vera að éta flugur úr froðu sem hann fann á ferð sinni um Elliðaárnar í gær. Golli Ég er skíðagöngu- maður. Sem slíkur er ekkert verra en að vera staddur á heiði í snjó- komu og vindi þar sem allt er hvítt. Maður verður hálfsjóveikur, veit ekki hvort maður er að fara upp eða nið- ur, austur eða vestur. Það að vera í stjórn- málum á Vestfjörðum er svipuð tilfinning. Maður reynir að fóta sig og ganga í rétta átt en líkt og í þoku á heiði fýkur maður blindur á milli stofnana ríkisins þar sem hver bendir á annan. Þar hittir maður fyr- ir embættismenn og forstjóra sem hefur tekist að búa til einhverskonar apparat þar sem að mál fara bara inn og koma aldrei út. Allt gerist á for- sendum embættanna og algjörlega virðist gleymast fyrir hverja stofn- anirnar eru. Mikil sóknarfæri eru nú á Vest- fjörðum og útlitið bjartara en í ára- tugi. Hagsmunamál okkar Vestfirð- inga hafa ekki bara þýðingu fyrir Vestfirði, heldur þjóðina alla. Þar má nefna helst virkjunaráform, upp- byggingu fiskeldis og samgangna. Hér eru íbúar og fyrirtæki tilbúin í uppbyggingu en samt gerist allt á hraða snigilsins. Málin bara þvælast um í kerfinu og þegar forsvarsmenn verkefna eru spurðir, hvar málið sé statt, hafa þeir stundum ekkert svar. Málið er bara í kerfinu. Einhvers- konar svartholi sem enginn skilur. Gæti orðið verðmætasta útflutningsgreinin Á Vestfjörðum hefur fiskeldi verið að byggjast upp. Í samanburði við aðrar nágrannaþjóðir okkar er það hinsvegar agnarsmátt. Fiskeldi er orðið stærra að umfangi en sala villtra sjávarafurða bæði í Noregi, Færeyjum og Skotlandi. Enda er það skynsamlegt því hagkvæmt er að framleiða mat í sjó og laxfiskur þykir heppileg fæða út frá lýðheilsusjónar- miðum. Nú þegar er búið að fjárfesta fyrir á þriðja tug milljarða í fiskeldi á Vestfjörðum og á þriðja hundrað manns vinna við eldið í nánast öllum sveitarfélögum fjórð- ungsins. Áform fiskeld- isfyrirtækjanna eru hófleg og raunhæf en til að geta vaxið og dafnað þurfa þau leyfi. Leyfin fara í umsóknarferli þar sem hinar ýmsu ríkisstofnanir koma að og ætti taka 1-2 ár að jafnaði. En svo er ekki. Hér lifa eldisfyrirtækin „Ground- hog Day“, eða það sama aftur og aft- ur. Þegar frestir stofnana eru að líða, taka þær upp pennann og óska eftir frekari skýringum. Þá kaupa þær sé meiri tíma. Þegar þær geta ekki keypt sér meiri tíma senda þær bréf þar sem afsakað er að ekki sé hægt að svara innan tilskilins frests vegna manneklu og fjárskorts. Ja, eða gefa bara enga skýringu eða þá þoku- kennda. Allir sem vilja, sjá að þetta er fyrirsláttur óhæfra embættis- manna og stjórnenda vanvirkra stofnana sem jafnvel virðast láta per- sónulegar skoðanir sínar á fram- kvæmdum ráða för! Stjórnendum stofnana sem virka með þessum hætti á að skipta út. Þeir eiga ekki að komast upp með svona vinnubrögð og ráðamönnum ber skylda til að sjá til þess að í stofnunum séu hæfir stjórnendur sem virða lög, reglur og tímaramma, og fara að gerðum sam- þykktum og ákvörðunum æðri stjórnstiga Hvað fiskeldi varðar er það senni- lega eitt mikilvægasta mál opinberra fjármála á landinu í dag, að vel takist til með uppbyggingu fiskeldis. Innan fárra ára gætu tekjur af fiskeldi orð- ið meiri en af hefðbundnum sjávar- útvegi og ferðaþjónustu. Það mun skila sér í auknum skatttekjum rík- isins. Þannig að mikið er undir fyrir samfélagið okkar og þar með ríkis- sjóð. Virkjanakostir á Vestfjörðum í biðstöðu Hvalárvirkjun á Ströndum hefur verið í undirbúningi í áratug eða svo og er nú komin á framkvæmdastig. Fleiri virkjanakostir eru til skoðunar svo sem Austurgilsvirkjun innst í Ísafjarðardjúpi. Til að hægt sé að fara í framkvæmdir þarf að skil- greina nýjan tengipunkt í raforku- kerfinu, þar sem virkjunin tengist við meginflutningsnet raforku lands- ins sem er í eigu Landsnets sem er að öllu leyti í ríkiseigu. Öllum má vera ljóst að skynsamlegt og sann- gjarnt er að setja þennan tengipunkt upp einhvers staðar nálægt Nauteyri í botni Ísafjarðardjúps. Flestir eru sennilega komnir á þá skoðun. Þar í kring eru margir virkjanakostir sem einnig munu nýta þennan tengi- punkt. Vestfirðir yrðu um leið útflytjandi orku inn á meginnetið í stað þess að flytja inn orku. Þetta myndi stór- bæta raforkuöryggi hér og draga úr notkun olíu við raforkuframleiðslu. Sem sagt umhverfisvænt. En hvað gerist? Jú, beðið er eftir ákvörðun um umræddan tengipunkt. Engin stofnun, ráðuneyti eða fyrirtæki virðist eiga að taka ákvörðunina. Alltaf er von á ákvörðun í næsta mánuði en í raun bendir hver á ann- an, Landsnet, Orkustofnun, ráðu- neyti og jafnvel fleiri. Þetta er ótækt og á ekki að líðast. Þarna bera stjórnendur stofnana og ráðamenn mikla ábyrgð. Samgöngurbótum þarf að hraða Allir þekkja umræðuna um sam- göngur á Vestfjörðum. Hún er eilíf enda gerast hlutirnir hægt og verk- efnið er risastórt. Þó er ánægjulegt að hafin er vinna við gerð Dýrafjarð- arganga en það er bara svo mikið annað eftir. Einnig má nefna innan- landsflugið. Í áratugi höfum við þurft að fljúga um eldgamla herflugstöð í Vatnsmýri. Stöð sem engan veginn þjónar nútímaflugsamgöngum. Flugvöllurinn á Ísafirði er sennilega að verða a.m.k. 50 ára og allan þenn- an tíma hefur ekki fundist fjármagn til að malbika bílastæðin við flug- stöðina. Aldrei á 50 árum hefur verið til peningur í það. Svo skilur enginn að farþegum fækki! Hvernig eiga flugrekstraraðilar að þora að fjár- festa í svona umhverfi. Þetta gengur einfaldlega ekki upp. Nú þarf að taka ákvarðanir líkar og þeim sem Jón Gunnarsson samgönguráðherra boð- ar. Ákveða að völlurinn verði þarna a.m.k. næstu 20 árin. Þá er hægt að byggja upp þarna og nýta svo þessi 20 ár til að taka ákvörðun um fram- haldið. Það er skynsamleg nálgun og 20 ár er stuttur tími þegar svona stór mál eru annars vegar. Samgöngur innan Vestfjarða eru svo annar kafli. Ef fram heldur sem horfir má gera ráð fyrir að við þurf- um að bíða til ársins 2050 a.m.k. til að þær komist í eðlilegt horf. Sem dæmi má nefna að stysta leiðin á milli stærstu byggðakjarna á Vest- fjörðum þ.e. Ísafjarðarbæjar, Bol- ungarvíkur og Súðavíkur þar sem búa 5.000 manns og flestar opinberar stofnarnir svæðisins eru og til Vest- urbyggðar og Tálknafjarðar annars vegar eru um 130 km. Þar af eru um 60 km ómalbikaðir og geta varla kall- ast vegir og eru bara opnir hluta úr ári. Á veturna þarf að aka hálfa leið- ina til Reykjavíkur áður en snúið er við og keyrt aftur vestur samtals yfir 500 km til að komast á milli þessara svæða sem hið opinbera heldur fram að sé eitt þjónustu- og atvinnusvæði. Til að setja hlutina í samhengi hefur ekki verið malbikaður 1 km á leiðinni Ísafjörður – Bíldudalur frá því fyrir 1990, s.s. á þremur áratugum hefur okkur ekki tekist að bæta að neinu leyti vegasamgöngur á milli Ísafjarð- ar og Bíldudals. Í raun hefur sam- göngunum farið aftur því þetta eru jú sömu gömlu ónýtu vegirnir með einbreiðum brúm og tilheyrandi beygjum. Þetta gengur náttúrlega ekki upp! Það þarf að hugsa málið upp á nýtt! Hér er svæði þar sem íbúum hefur fækkað. Það er samt á engan hátt baggi á samfélaginu og er fjárhags- lega sjálfbært. Það hlýtur því að vera eðlileg krafa okkar að uppbyggingu verði hraðað og eðlilegar samgöngur komist á innan svæðisins. Í því sam- hengi væri skynsamlegt að horfa til samstarfs við t.d. lífeyrissjóði lands- manna og fá þá til að fjármagna upp- byggingu innviða hér. Klára helstu vegi á 5-7 árum. Þannig fengi sam- félagið og þar með ríkissjóður hagn- aðinn af bættum samgöngum strax sem er örugglega meiri ávinningur en vaxtakostnaður framkvæmdanna. Ríkið myndi eftir sem áður sjá um framkvæmdina en greiða fyrir þá á lengri tíma þannig að kostnaður dreifist á fleiri ár. Höfum í huga að Vestfirðir eru sjálfbært samfélag. Við leggjum meira til samfélagsins en við fáum til baka og svo hefur ávallt verið og það eykst bara með tilkomu fiskeldis og nýrra virkjana. Það er því ekki sann- gjarnt að við getum ekki forgangs- raðað fjármagni í þágu uppbygg- ingar á okkar svæði. Það á við um vegabætur, raforkuver og fiskeldi. Allt eru þetta skynsamlegar og sjálf- bærar framkvæmdir fyrir Ísland í heild sinni. Það gengur heldur ekki upp að óhæfir embættismenn geti árum saman tafið framgang verk- efna með sinnuleysi sínu. Ráðamenn þurfa að sjá til þess að slíkt fólk þvælist ekki fyrir framförum. Eftir Daníel Jakobsson »Höfum í huga að Vestfirðir eru sjálfbært samfélag. Við leggjum meira til samfélagsins en við fáum til baka og svo hefur ávallt verið. Daníel Jakobsson Höfundur er oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Ísafjarðarbæ. Svarthol sem enginn skilur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.