Morgunblaðið - 08.07.2017, Síða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017
Guðrún Antonsdóttir
lögg. fasteignasali
Vantar allar stærðir og gerðir fasteigna á sölu.
Mjög mikil eftirspurn og lítið framboð.
Núna er tækifærið ef þú vilt selja.
Hringdu núna í 697 3629
og fáðu aðstoð við að selja
þína eign, hratt og vel.
Ertu í söluhugleiðingum?
Lágmúli 5, 108 Reykjavík | Sími 571 5800 | gudrun@garun.is | garun.is
Niðurstöður ýmissa kann-ana á lestrarkunnáttu ís-lenskra unglinga vekja ástundum óhug og áhyggj-
ur. Að sjálfsögðu hef ég engar skýr-
ingar á þessu ástandi en þótt ég hafi
verið íslenskukennari áratugum sam-
an kom það sjaldnast í minn hlut að
kenna nemendum mínum að lesa því
formlegu lestrarnámi var yfirleitt lok-
ið þegar ég tók við þeim í efri bekkj-
um grunnskóla. Ég reyndi eftir megni
að glæða áhuga þeirra á góðum bók-
um og gera námsefnið okkar svolítið
spennandi eins og þegar kapparnir
Gísli Súrsson og Jón Hreggviðsson
fóru á kostum eða hvernig Önnu frá
Stóru-Borg tókst að ögra sýslumann-
inum bróður sínum með því að sænga
hjá réttum og sléttum vinnumanni.
Flestir lögðu á sig að lesa heima svo
að þeir gætu fylgst með í tímunum en
öðrum var það greinilega ofraun og
við því átti ég ekkert svar.
Fyrir nokkrum árum sótti ég nám-
skeið á menntavísindasviði Háskóla
Íslands um lestur og lestrarörðugleika. Þar var grunntónninn sá að svoköll-
uð hljóðaaðferð sem Ísak Jónsson skólastjóri innleiddi á sínum tíma væri
heppilegasta lestraraðferðin og hefði sannað sig áratugum saman. Ég gat að
flestu leyti fallist á það. Samt virtist mér sem hana skorta lausnir þegar
nemendur voru haldnir þess-
um örðugleikum á háu stigi.
Varla þarf að taka fram að
langt er síðan menn settu
samasemmerki milli greind-
ar og lestrarkunnáttu og
reynsla mín sem grunnskóla-
kennara hafði fært mér heim
sanninn um að sumum bráðskýrum krökkum gekk mjög illa að ná tökum á
lestri, hvort sem þeir voru látnir stafa upp á gamla mátann eða læra sam-
kvæmt hljóðaaðferðinni. Mér þótti samt mestri furðu gegna að sumir krakk-
ar voru orðnir vel læsir en botnuðu lítið í því sem þeir höfðu verið að lesa.
Ástæðan fyrir þessum vangaveltum er sú að í vetur tók ég þátt í náms-
aðstoð á vegum Rauða krossins og Borgarbókasafnsins. Þau börn sem nýttu
sér þessa aðstoð, sem einkum fólst í því að æfa lestur, voru flest af erlendum
uppruna. Þau höfðu með sér lesefni frá umsjónarkennara og áttu að lesa til-
tekinn fjölda blaðsíðna sem síðan var skráður í sérstaka lestrardagbók. Það
sem vakti athygli mína var sú staðreynd að börnin voru flest nokkurn veg-
inn stautfær en virtust ekki hafa nokkurn áhuga á því sem þau lásu og inntu
þessa skyldu af hendi sem hvimleiða kvöð. Þegar ég spurði þau spurninga
úr lesefninu sögðust þau yfirleitt ekki hafa skilið það. Af þessu dró ég þá
ályktun að miklu betur þyrfti að vanda valið á bókunum og gæta þess að
þær höfðuðu til hæfni barnanna og áhugasviðs.
Fyrir allmörgum árum kom í minn hlut að hlusta á lestur sonarsonar
míns sem orðinn var fluglæs. Hann átti að lesa um konu sem var vond við lít-
inn jólasvein og hefndist fyrir það með því að missa mjólk úr fötu og jóla-
gæsina í tófu svo að vitnað sé orðrétt í textann. Ég kannaðist eitthvað við
þessar sögupersónur og allt i einu rann upp fyrir mér að fundum okkar hafði
borið saman fyrir tæpum 70 árum þegar ég var að læra að lesa. Mér þótti
drengnum misboðið með því að fá honum svo gamalt og útþvælt efni í stað
þess að hann fengi að glíma við eitthvað sem hæfði áhuga hans og getu.
Lestrarlag
Tungutak
Guðrún Egilson
Byrjendabók Margir hafa byrjað
sinn lestrarferil á Litlu gulu hænunni.
Ífyrradag, sl. fimmtudag, birtist grein í Frétta-blaðinu, sem forsetar allra alþýðusambanda áNorðurlöndum voru skrifaðir fyrir. Þar segir m.a.:„Margar rannsóknir hafa staðfest að allt frá
árinu 1980 hefur þróunin verið á þann veg, að sífellt færri
hirða æ stærri skerf af auðlindum samfélagsins. Þetta er
að miklu leyti afleiðing þeirrar efnahagsstefnu, sem síðan
á 9. áratug síðustu aldar miðaði að því að draga úr eftirliti
og hömlum, breyta skattkerfinu og draga úr opinberri
fjárfestingu.“
Í lok júní birtist á vefritinu socialeurope.eu grein eftir
austurríska konu, Judith Vorbach, sem er aðalhagfræð-
ingur samtaka sem hafa innan sinna vébanda um þrjár
milljónir launamanna og neytenda, þar sem hún segir:
„Efnahagspólitíkin hefur, sérstaklega frá áttunda ára-
tugnum, einkennzt af nýfrjálshyggju. Þessi þróun hefur
birzt í auknu frjálsræði á markaði, niðurskurði opinberra
fjárfestinga, minna eftirliti, einkavæðingu og jaðarsetn-
ingu verkalýðshreyfingar.“
Síðan víkur hún sérstaklega að Evr-
ópusambandinu og segir:
„Efnahagspólitík Evrópusam-
bandsins byggist mjög á samkeppni á
milli aðildarríkjanna, sem líka stuðlar
að öfgakenndri mismunun á milli
þeirra, sem náði hámarki í evru-
kreppunni. Nýfrjálshyggjan náði að skjóta djúpum rótum
í „baráttunni gegn kreppunni“.“
Loks fjallar Judith Vorbach um alþjóðavæðinguna og
segir:
„… Valdajafnvægið hefur snúizt alþjóðlegum fyrir-
tækjum í hag. Þau hafa frelsi til að velja sér hagstæðustu
staðsetningu, til dæmis þar sem þau sjá skammtímahags-
muni í veikum rétti verkafólks.“
Eftirfarandi vekur athygli í þeim sjónarmiðum, sem hér
hefur verið vitnað til:
1. Forsetar alþýðusambanda Norðurlanda telja í nýrri
grein að skýringar á auknum ójöfnuði á heimsvísu sé að
leita í áhrifum þess, sem þeir kalla nýfrjálshyggju. Það er
annað mál sem ekki verður fjallað um hér hvað felst í því
orði.
2. Austurríski hagfræðingurinn telur að sú sama ný-
frjálshyggja hafi náð að festa sig í sessi í efnahagspólitík
Evrópusambandsins.
3. Austurríski hagfræðingurinn telur að alþjóðavæð-
ingin hafi leitt til þess að alþjóðleg stórfyrirtæki hafi náð
undirtökunum í valdabaráttunni á heimsvísu.
Hvers vegna vekur þetta athygli?
Vegna þess að helztu talsmenn alþjóðavæðingar hafa
ekki sízt verið jafnaðarmenn, sem hingað til a.m.k. hafa ta-
lizt helztu bandamenn verkalýðshreyfingarinnar og helztu
talsmenn t.d. aðildar Íslands að Evrópusambandinu hafa
verið jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin á Íslandi.
Með öðrum orðum hafa jafnaðarmenn og forystumenn
verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi hvatt til alþjóðavæð-
ingar, sem öllum er orðið ljóst að er undirrót vaxandi
ójafnaðar í heiminum, og þeir hvetja til aðildar að ESB,
sem hagfræðingurinn austurríski segir að hafi ánetjast
sjónarmiðum nýfrjálshyggju í efnahagsmálum!
Hver eru rökin fyrir því að alþjóðavæðingin sé undirrót
mikils og vaxandi ójafnaðar?
Þau eru þessi:
Með stórauknu frelsi í viðskiptum landa á milli hafa stór
alþjóðleg fyrirtæki séð sér hag í að flytja framleiðslu sína
frá Vesturlöndum til ríkja á borð við Mexíkó, Kína og fleiri
ríki, þar sem laun eru ekki nema brot af því, sem þau eru
beggja vegna Atlantshafs. Þegar þessi þróun var að hefj-
ast trúðu neytendur á Vesturlöndum því að þeir mundu
njóta góðs af í lægra vöruverði.
En jafnhliða gerðist tvennt: Þeir sem unnu við fram-
leiðslu á Vesturlöndum misstu vinnu
sína og þar með kaupmátt þegar fram-
leiðslan var flutt á brott og stóru al-
þjóðlegu fyrirtækin skiluðu stórlækk-
uðum framleiðslukostnaði ekki nema
að mjög litlu leyti í vasa neytenda á
Vesturlöndum heldur stungu mismun-
inum í eigin vasa. Þar er komin skýr-
ingin á stórvaxandi ójöfnuði á heimsvísu.
Launafólkið á Vesturlöndum, sem missti vinnuna vegna
þessarar þróunar, stóð svo allt í einu frammi fyrir því, að
þeir sem höfðu barizt fyrir málstað þess sneru við því baki
vegna þess að þeir trúðu á alþjóðavæðinguna.
Hvað gerði þetta fólk þá?
Það snerist til fylgis við menn á borð við Donald Trump
í Bandaríkjunum, sem allt í einu fóru að tala máli þeirra,
og Þjóðfylkinguna í Frakklandi, svo dæmi séu nefnd.
Enn í dag loka jafnaðarmenn, bæði hér og annars stað-
ar, augunum fyrir þessum mótsögnum í eigin málflutningi.
Þeir hvetja enn til aðildar Íslands að ESB, sem er að verða
eitt helzta vígi nýfrjálshyggjunnar í Evrópu, og þeir virð-
ast ekki vilja vita af fólkinu, sem hefur misst vinnuna
vegna flutnings framleiðslu til ódýrari landa, þar sem al-
þjóðleg stórfyrirtæki raka saman fé sem þau láta ekki
ganga til neytenda á Vesturlöndum í formi lægra vöru-
verðs.
Vaxandi ójöfnuður er veruleiki, sem mun halda áfram á
meðan ekki næst samstaða um að ráðast að rótum vand-
ans. Hin alþjóðlegu stórfyrirtæki verja gífurlegum fjár-
munum til hagsmunagæzlu, bæði í Brussel og Washing-
ton, til þess að verja þá stöðu, sem þau hafa náð.
Fyrrnefnd Judith Vorbach segir að hagsmunagæzlan inn-
an Evrópusambandsins sé fyrirferðarmikil (e: „… the
scale of corporate lobbying at EU level is massive“).
Nú verður að ganga út frá því sem vísu að forystumenn
alþýðusambanda á Norðurlöndum geri sér skýra grein
fyrir því sem hér er sagt. En hvað veldur því að þeir
bregðast ekki við?
Eru einhverjir aðrir hagsmunir mikilvægari í þeirra
augum en hagsmunir þess fólks, sem hefur sýnt þeim
trúnað og traust?
Alþjóðavæðingin fyllir
vasa stórfyrirtækja –
ekki almennra borgara.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Hinar miklu mótsagnir í málflutningi
jafnaðarmanna og verkalýðshreyfingar
Íathyglisverðri bók, sem kom útárið 2007, veltir gamall kennari
minn í Oxford-háskóla, David Miller,
fyrir sér hugtökunum þjóðarábyrgð
og hnattrænu réttlæti. Eitt dæmi
hans er af götuóeirðum (National
Responsibility and Global Justice,
bls. 114-115). Sumir óeirðaseggir
veita lögreglumönnum áverka, aðrir
valda tjóni á verðmætum. Enn aðrir
eru óvirkari, eggja menn áfram,
leggja sitt af mörkum til þess, að
uppnám myndist og ótti grípi um sig.
Miller telur, að ábyrgð hvers og
eins á leikslokum fari auðvitað að
miklu leyti eftir verkum þeirra. En í
sjálfum óeirðunum verður til eitt-
hvað annað og meira, segir hann.
Þar skipta fyrirætlanir manna í upp-
hafi og verk þeirra ef til vill ekki eins
miklu máli og þátttaka þeirra í at-
burðarás, sem leiðir af sér áverka
lögreglumanna, tjón á verðmætum,
ógnun við góða allsherjarreglu. Þar
verður til samábyrgð allra þátttak-
enda, að sumu leyti óháð fyrirætl-
unum þeirra og einstökum verkum.
Mér varð hugsað til greiningar
Millers, þegar ég rifjaði upp götu-
óeirðirnar á Ísland frá því um miðj-
an október 2008 og fram í janúarlok
2009, en þeim lauk snögglega, eftir
að vinstristjórn var mynduð. Bera
þeir, sem hvöttu aðra áfram í ræðum
á útifundum, til dæmis háskólakenn-
ararnir Þorvaldur Gylfason og Gylfi
Magnússon, ekki einhverja ábyrgð á
áverkum og eignatjóni vegna óeirð-
anna? Fróðlegt væri að heyra skoð-
un íslenskra siðfræðinga á því. Ekki
væri verra að fá útskýringar Harðar
Torfasonar (sem átti þá snaran þátt í
því að skipuleggja mótmælaaðgerð-
ir) á því, við hann átti í viðtali við
Morgunblaðið um mótmælafund
einn haustið 2010: „Það er alveg
greinilegt að þessu er ekki stjórnað,
andstætt búsáhaldabyltingunni, því
henni var miklu meira stjórnað á bak
við tjöldin.“ Á bak við tjöldin? Er hér
ekki komið rannsóknarverkefni fyrir
samtökin Gagnsæi?
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Ábyrgð og
samábyrgð
Fasteignir