Morgunblaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017 Nú hefur fallið á geislabauginn yfir sjómannadagsráði, sagði virtur skipstjóri og fyrrverandi með- limur sjómannadags- ráðs, í Morgunblaðinu nýlega. Því til sönnunar ætla ég að segja frá framkomu Hrafnistu- manna við móður mína. Foreldrar mínir, Petrína Gísla- dóttir, og Bjarni H. Egilsson, tóku á leigu íbúð í Boðaþingi 24 árið 2011. Fljótlega kvisaðist út að ekki væri allt með felldu með rekstur og bókhald Naustavarar ehf. Stjórn Íbúafélagsins var því fal- ið á fjölmennum íbúafundi að vinna að því að Naustavör ehf. færi að húsaleigulögum (1994 nr. 36 22. apríl). Tók þá við mikið málþóf milli stjórnar og Hrafn- istumanna er gerði allt til að tefja tímann, það var eins og þeir þyrftu að fela eitthvað meira. Því miður neyddist stjórn íbúafélags til að höfða dómsmál fyrir hönd íbúanna og niðurstaða dómsins varð að Hrafnistumenn voru dæmdir fyrir að hafa ofrukkað leigjendur sína í Kópavogi, Hafn- arfirði og Reykjavík og þurfa nú að greiða öllum leigjendum sínum fjögur ár aftur í tímann með vöxt- um til dagsins í dag. (Dómurinn er Mál nr. E-1637/2016.) Eftir dóminn fóru Hrafnistumenn í allar leiguíbúðir sínar og hótuðu leigjendum uppsögn og brott- rekstri ef þeir afsöl- uðu sér ekki ca. 500.000,00 kr. á íbúð. Auðvitað urðu aldr- aðir leigjendur, sem eru að meðaltali 82 ára og með mismun- andi heilsufar, hrædd- ir og samþykktu að gefa Hrafnistumönnum ca. 500.000, - á íbúð. Móðir mín sem er á tíræðisaldri sagði nei. „Ég skrifa aldrei undir þetta plagg,“ sagði hún við Aldísi Einarsdóttur, þjónustufulltrúa Naustavarar ehf., þegar hún kom með samninginn og hótunina um brottrekstur ef hún skrifaði ekki undir. Ekki var tekið tillit til þess að eiginmaður hennar var nýlátinn og við í fjölskyldunni vorum að ganga frá dánarbúi hans. Nokkrum vikum seinna kemur Sigurður Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Naustavarar ehf., og spyr móður mína hvort hún vilji nú ekki bara skrifa undir til að losna við þetta vesen. Móðir mín svaraði ósköp rólega: „Ég samþykki ekki að stolið sé af eldri borgurum.“ Einnig sagði hún við Sigurð Garðarsson framkvæmda- stjóra að sér hefði sárnaði mjög þessi harka á sama tíma og hún væri í uppnámi og sorg vegna andláts mannsins síns, „… og ef þið berið mig út skal ég sjá um að fréttamenn verði við þegar ég reisi tjald mitt á lóðinni hér fyrir utan.“ Ekki fór meira á milli þeirra. Daginn sem Naustavör var búin að lofa að greiða dómskröfuna, er þá ekki Aldís Einarsdóttir send í Boðaþing til að safna upp í greiðsluna og kemur til móður minnar og segir: „Er ekki rétt, Petrína mín, að þú gangir nú frá þessu og skrifir undir samning- inn?“ Hún hélt nú ekki, hún myndi aldrei skipta um skoðun. Þarna ætluðu Hrafnistumenn að næla sér í hálfa milljón af móður minni upp í dómskröfuna sem þeir voru dæmdir til að greiða henni, hugsið ykkur vinnubrögðin við aldraða leigjendur. Ég spyr ykkur, lesendur, nálg- ast þetta ekki að vera fjárkúgun sem varðar við lög að Hrafnistu- menn beiti aldraða leigjendur sína svona hörku? Er þetta að „búa öldruðum gott ævikvöld?“ Eru Hrafnistumenn búnir að gleyma einkunnarorði sínu? Eftir Sesselju Bjarnadóttur »Nálgast þetta ekki að vera fjárkúgun sem varðar við lög að Hrafnistumenn beiti aldraða leigjendur sína svona hörku? Sesselja Bjarnadóttir Höfundur er skrifstofudama. gudjonrj@hotmail.com Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is Fagleg & persónuleg þjónusta Drykkjarlausnir fyrir þitt fyrirtæki Hagkvæmara en þú heldur! Dæmi: AULIKA TOP Frábær kaffivél fyrir meðalstór fyrirtæki Það tekur enga stund að rétta nágrönnum okkar og vinum á Grænlandi hjálparhönd. Hringdu í 907 2003 og leggðu til 2.500 krónur í hjálparstarfið. Söfnunarreikningur Hjálparstarfs kirkjunnar: 0334-26-056200, kennitala 450670-0499. Það kemur fáum á óvart nú-orðið að Magnús Carlsenvinni mót en yfirburðirhans voru miklir á öðu móti bikarsyrpunnar sem lauk um síðustu helgi í Leuven í Belgíu. Hann tapaði aðeins tveim skákum og viningshlutfall hans var tæplega 75%. Í Belgíu – eins og í París á dög- unum – tefldu 10 skákmenn einfalda umferð at-skáka og tvöfalda umferð hraðskáka, samtals 27 skákir. Tvö stig gefin fyrir sigur í at-skákinni og eitt fyrir sigur í hraðskákunum sem voru helmingi fleiri og þannig reynt að leita jafnvægis. Lokaniðurstaðan varð þessi: 1. Carlsen 25,5 stig ( 20 v. af 27 ) 2. So 22,5 stig 3. Vachier-Lagrave 22 stig 4. Giri 20 stig. Neðar komu Kramnik, Aronjan, Nepomni- achttchi, Anand, Ivanchuk og Jo- bava. Á HM í hraðskák undanfarin ár hafa tímamörkin verið 3 2 sem hent- ar betur yngri keppendunum. Þess vegna fannst ýmsum það vel til fund- ið hjá Garrí Kasparov, sem er einn skipuleggjenda syrpunnar, að bæta nokkrum sekúndum við klukkuna! Sá grunur læddist að mönnum að nú væri svo komið fyrir þessum gamla baráttujaxli að hann saknaði barátt- unnar við skákborðið. Hann hætti á toppnum árið 2005 til að einbeita sér að rússneskum stjórnmálum. Þess vegna voru flestir búnir að afskrifa þann möguleika að hann sneri aftur til keppni. Eða þar til á miðvikudag- inn að hann upplýsti að hann ætlaði sér nú að taka fullan þátt í bikar- syrpunni, Grand chess tour, og fyrsta verkefni hans væri að tefla á þriðja mótinu sem hefst 14. ágúst nk. í Saint Louis í Bandaríkjunum. Skákir með styttri umhugsunar- tíma sem sýndar hafa verið beint á fjölmörgum vefsvæðum hafa ótví- rætt skemmtilgildi. Mistökin eru mýmörg í nánast hverri skák og þau gera baráttuna bara skemmtilegri! Á lokaspretti mótsins í Belgíu, þ.e. í hraðskákunum, atti Magnús kappi við Frakkann Vachier-Lagrave. Ekki leist sérfræðingum Chess24.com þeim Yasser Seirawan og Nigel Short vel á byrjunatafl- mennsku Magnúsar þó að sá síðar- nefndi hefði raunar bent á að svona hefðu enskir skákmenn teflt á fyrsta opinbera skákmótinu sem haldið var í London árið 1851. Magnús var ekkert að telja peðin en peð sem braust fram til d6 þrengdi mjög að stöðu svarts og réði síðar úrslitum: Magnús Carlsen – Vachier Lag- rave Enskur leikur 1.c4 e5 2. e3 Rf6 3. Rc3 Rc6 4. g4 Bb4 5. g5 Bxc3 6. bxc3 Rg8 7. d4 Dxg5 8. d5 Rd8 9. d6 c6 10. Rf3 Df5 11. Hg1 Re6 12. e4!? Dxe4 13. Be3 Hótar að fanga drottninguna með 13. Bd3. 13. … Df5 14. Rg5 Rf4 15. Bxf4 Dxf4 16. Hg4 Df6 17. Re4 Dh6 18. Df3 Rf6? Misráðinn leikur. Svarta staðan er prýðisgóð eftir 18. … g6. 19. Hxg7! Dxg7 20. Rxf6+ Kd8 21. Df5! Skyndilega er hvítur kominn með hartnær unnið tafl. 21. … He8 22. Rxe8 Kxe8 23. c5 b5 24. Bd3 f6 25. Ke2 Kf7 26. Hh1 Hb8 27. Kf1 Dg6 28. Df3 Dh6 29. Hg1 Ba6 30. Dg4 Hd8 31. Hg3 e4 32. Dxe4 He8 33. Dg4 Bc8 34. Kg2 Dg5 35. Df3 Dd5 36. Dxd5 cxd5 37. Bxh7 He5 38. f4 He2 39. Kf1 Hxh2 40. Bg8+ Kf8 41. Bxd5 Hh8 42. Kf2 Skákvélarnar fundu enga raun- verulega galla á taflmennsku hvíts allt frá 19. leik. Nú ræðst kóngurinn fram og gerir út um taflið. 42. … Ba6 43. Ke3 Ke8 44. Kd4 Kd8 45. Hg7 Bc8 46. c6 dxc6 47. Bxc6 a5 48. Kc5 – Síðustu leikina léku keppendur leifturhratt en sú sá Vachier- Lagrave sæng sína uppreidda og gaf skákina. Kasparov snýr aftur Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Saknar baráttunar við skákborðið. Hér er meistari Kasparov við taflið í Fischer-setrinu á Selfossi. Á hádegi fyrir nokkrum dögum setti ég bréf í póst til Bandaríkjanna og bað um að það færi í rekjanlegum pósti. Mig varðaði það nokkru að bréfið kæmist til skila því þetta var til fagfélags sem ég hef verið í svo áratugum skiptir. Ég vildi geta fært sönnur á að ég hefði sent bréfið. Að kveldi sama dags lít ég á ljósrit bréfsins og átta mig á að ég hafði ekki svarað einu atriði og það mundi valda mér vandræðum. Við opnun pósthússins næsta morgun næ ég tali af afgreiðslu- stúlku pósthússins sem sér í tölvu- upplýsingum að bréfið er ekki farið úr landi og býðst til að senda raf- póst á viðkomandi deild og óska eft- ir því að haft verði samband við mig. Ég varð harla glaður við þetta og enn glaðari þegar hringt var í mig 30 mínútum síðar og mér boðið að koma á stöð Íslandspósts á Stór- höfða og lagfæra það sem lagfæra þyrfti í bréfinu. Allt viðmót og viðbrögð starfs- fólks Íslandspósts var í þessu tilviki svo frábært að mér finnst að ég eigi að vekja á því athygli hvað við búum við góða þjónustu og hvað starfsfólk Íslandspósts er hjálplegt og við- mótsþýtt. Sigurður E. Þorvaldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Íslandspóstur veitir frábæra þjónustu Morgunblaðið/ÞÖK Bílar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.