Morgunblaðið - 08.07.2017, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 08.07.2017, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017 ✝ María Krist-jánsdóttir fæddist í Hvamm- koti 3. apríl 1937. Hún lést á Land- spítalanum 27. júní 2017. Foreldrar henn- ar voru Kristján Guðmundsson, f. 12. júlí 1896, d. 14. febr. 1979, og Guðríður Jónas- dóttir, f. 3. ágúst 1908, d. 20. apríl 1982. Systkini Maríu eru Kristján, f. 3. ágúst 1934, d. 10. okt. 2007, Sigurlaug, f. 13. sept. 1935, Sigurbjörg, f. 11. des. 1938, Ásta, f. 19. jan. 1941, og Guðmundur, f. 16. apríl 1944. María giftist Sveini Guðberg Sveinssyni frá Tjörn á Skaga, f. 10. ágúst 1932, og bjuggu þau á Tjörn alla sína tíð. Synir Skafti, f. 23. maí 1989, og á hann Ingimar Emil, f. 30. mars 2017, með Lísu Hälterlein. Ingimar, f. 14. febr. 1991, á Björn Helga, f. 8. mars 2011, með Maríu Petru Björnsdóttur. Alma Dröfn, f. 2. ágúst 1995. Einnig á Vignir Söndru Dögg, f. 10. apríl 1988, með Þuríði Helgu Guðbrandsdóttur. Sandra Dögg á Unnar Nóa, f. 28. júní 2009, og Evu Rebekku, f. 15. ágúst 2012, með Ragnari Daða Jóhannssyni. Baldvin, f. 20. des. 1969, kona hans er Bjarney R. Jóns- dóttir, f. 15. nóv. 1968. Börn þeirra eru Kristmundur Elías, f. 21. mars 2002, Jón Árni, f. 10. sept. 2004, og Sólveig Erla, f. 13. maí 2006. Útför Maríu fer fram frá Hofskirkju í Skagabyggð í dag, 8. júlí 2017, og hefst at- höfnin kl. 14. þeirra eru Krist- ján, f. 21. apríl 1960, kvæntur Önnu Þórðar- dóttur f. 21. sept. 1960. Börn þeirra eru María, f. 22. febr. 1984, og Ey- vindur, f. 28. maí 1986. María á syn- ina Elíor, f. 16. sept. 2010, og Leó, f. 8. ágúst 2013, með Diyor Djumaev. Sveinn Mikael, f. 21. mars 1964, kvæntur Björk Guðbrands- dóttur, f. 11. ágúst 1964. Börn þeirra eru Katrín Sigurbjörg, f. 13. jan. 1984, Sigrún Tinna, f. 27. febr. 1987, og Sveinn Guðberg, f. 18. maí 1990. Vignir Ásmundur, f. 18. ágúst 1966, kona hans er Helga B. Ingimarsdóttir, f. 5. júlí 1966. Börn þeirra eru Jólin 1979 hitti ég í fyrsta sinn verðandi tengdamóður mína, Mar- íu Kristjánsdóttur. Kristján sonur hennar, síðar eiginmaður minn, hafði boðið mér að halda jólin á æskuheimili sínu að Tjörn á Skaga en þar stunduðu foreldrar hans búskap. Ég var ósköp feimin þeg- ar ég var að stíga mín fyrstu skref inn á heimili tengdafjölskyldu minnar. María lagði sig strax fram við að spjalla við mig og sýndi mér einlægan áhuga frá okkar fyrstu kynnum. Okkur samdi vel æ síðan. María var greind kona, glað- lynd, góðhjörtuð, sáttfús, staðföst og hreinskilin. Hún var góður hlustandi og næm á fólk og fannst mér stundum að ég þyrfti ekki að segja henni fréttirnar því hún væri þegar búin að skynja hvað væri á seyði. María var einstaklega natin að eiga við barnabörnin sín og taldi það ekki sitt hlutverk að siða þau til. Þrátt fyrir að María hefði ákveðnar skoðanir hafði hún aldrei afskipti af því hvernig við lifðum okkar lífi en hún studdi okkur dyggilega ef við þurftum á því að halda. María hafði einatt jákvæð áhrif á mig og kallaði fram mínar bestu hliðar. Glaðlyndi hennar var smitandi og eftir samtöl við hana var lundin ætíð léttari. Ég tel það forréttindi að hafa átt Maríu sem tengdamóður og að hafa fengið tækifæri til að kynnast hennar góða fólki. Hennar er sárt saknað af eftirlifandi eiginmanni, afkom- endum og tengdafólki. Anna Þórðardóttir. Í dag kveðjum við eina bestu konu sem ég hef kynnst, hana Maríu ömmu mína. Amma var góð vinkona og mín helsta fyrirmynd. Fyrstu minningar mínar um ömmu eru hjá henni í sveitinni þar sem næstum allt var leyfilegt og ég tala nú ekki um að maður mátti borða eins mikið af því sem maður vildi, hvort sem það var sætabrauð eða eitthvað annað. Enda hefur það alltaf fylgt henni að vilja gefa manni nóg að borða og það að allir fengju sitt uppáhald. Amma kenndi mér margt í gegnum tíðina, það voru algjör for- réttindi á unglingsárunum að mæta til hennar einu sinni í viku og þrífa fyrir hana og Laugu, enda þakka ég þeim fyrir að kunna að þrífa mitt heimili í dag. En það sem einkenndi ömmu er jákvæðn- in og gleðin sem hún hefur alltaf smitað út frá sér. Það eru ekki allir sem fá mann til þess að líta já- kvæðum augum á það sem manni finnst leiðinlegast að gera, en það gat amma, þegar ég var yngri að væla yfir því hvað mér þætti leiðin- legt að brynna kindunum, þá kom hún með leið til að hafa gaman af því og nýti ég mér það enn. Enda sló amma flestu upp í létt grín. En ef á reyndi þá var hún alltaf tilbúin til þess að hlusta og gaf sér góðan tíma fyrir mann og ráð við hinum ýmsu vandræðum sem komu upp í lífinu. Það var gott að eiga ömmu á næsta bæ til að leita til og spjalla við, enda fátt betra en að sitja við eldhúsborðið á Tjörn og tala um heima og geima og gæða sér á góðu bakkelsi sem hún hafði bak- að. Svo var það prjónaskapurinn sem allir nutu góðs af, ég man aldrei eftir að hafa komið til henn- ar og ekkert hafi verið á prjón- unum hvort sem það var ætlað einhverjum sérstökum eða átti eftir að koma í ljós hver fengi það. Það voru forréttindi að geta hringt til ömmu og beðið um eitt par af vettlingum eða ullarsokk- um ef mann vantaði strax. Elsku amma mín, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og gefið mér, hvíldu í friði, þín verður sárt saknað. Þín Alma Dröfn. Minningarnar um ömmu mína, hana Maríu, eru allar fallegar og góðar. Hún var alveg einstaklega yndisleg kona og í æskuminning- um mínum af heimsóknum í sveit- ina stendur það upp úr hvað amma hafði alltaf jákvætt viðhorf og tók vel á móti mér og reyndar öllum gestum sem komu að Tjörn. Það var svo gott að sitja og spjalla við hana í eldhúsinu eða þvælast fyrir henni í fjósinu. Hún var dug- leg kona og glaðleg í fasi. Það voru þó einungis nokkrir eigin- leikar af mörgum sem einkenndu hana og gerðu hana að þeirri gæðakonu sem hún var. Ég er þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem ég hef átt með ömmu og ég er sérstaklega þakklát fyrir að sonum mínum gafst tækifæri til að kynnast henni og upplifa – á sama hátt og ég gerði – hlýjuna og elskulegt viðmótið sem hún sýndi börnum. Elsku amma mín, þökk fyrir allt. Þín nafna, María Kristjánsdóttir. Með miklum söknuði kveðjum við Maríu Kristjánsdóttur, móð- ursystur okkar. Margar góðar minningar leita á hugann og við hverfum aftur í tímann þegar við vorum litlar stelpur og fórum norður í land með mömmu og pabba að heimsækja ættingja okkar norður á Skaga. Þessar ferðir eru sveipaðar ævintýra- ljóma. Á Tjörn bjuggu tvær syst- ur hennar mömmu með fjölskyld- um sínum, þær Lauga og María. Hjá þeim var alltaf fullt hús af fólki og mikið líf. Sagðar voru skemmtilegar sögur og mikið hlegið. Alltaf var tekið á móti öll- um með mikilli alúð og gestrisni, og nóg pláss fyrir alla. María var hláturmild, hlý og sagði svo skemmtilega frá. Það sóttu því margir í nærveru hennar. Hún var víðlesin og fróð. Fylgdist vel með þjóðmálum og lá ekkert á skoðunum sínum. Hún hafði ein- staklega vandað handbragð og var mikil handavinnukona. Eftir hana liggja mörg listaverk. María og Sveinn voru einstak- lega samrýnd hjón. Þau eiga fjóra syni, tengdadætur og stóran hóp barnabarna og barnabarnabarna. Maríu verður sárt saknað en hún umvafði hópinn sinn umhyggju og hlýju. Elsku María, hjartans þakkir fyrir allt. Guð geymi þig. Kær kveðja Ásta Björk, Ingibjörg og Klara. Eftirvæntingin var oft mikil þegar loksins sást í bæinn að Tjörn eftir langt ferðalag. Það var spennandi hlutverk að fá að hlaupa á undan og opna hliðið, vera fyrst til að heilsa heimilisfólk- inu og finna ilminn úr eldhúsinu. Á Tjörn bjuggu föðursystur mínar Lauga og Mæja ásamt eiginmönn- um sínum, bræðrunum Pétri og Sveini. Gestrisni og hlýja þeirra allra hefur ætíð laðað að sér marga gesti og oft var fjölmennt í eldhúsinu, umræðurnar skemmti- legar og borðið hlaðið af góðum mat og kökum, sama hvað klukk- an var. Nú er komið að því að kveðja Mæju og það er ekki auð- veld kveðjustund. En góðar manneskjur skilja eftir sig góðar minningar og þar er af nógu að taka. Þegar ég var 6 ára gömul fékk ég að vera á Tjörn í rúmar tvær vikur á meðan foreldrar mínir voru erlendis. Ég var mjög spennt yfir þessari löngu dvöl og ákvað að skrifa frænkum mínum bréf áður en ég kæmi til þeirra. Þegar ég kom á staðinn fannst mér ekki við hæfi að afhenda sendibréf í eigin persónu svo þau enduðu í ferða- töskunni minni. Seinna þennan fyrsta dag dvalarinnar kom ég inn í austurherbergi og fann þar Mæju að lesa bréfið sitt. Hún hafði séð bréf stílað á sig og að sjálf- sögðu opnað það. Ég setti hendur á mjaðmir og sagði „heyrðu mig nú!“ og svo hlógum við báðar og það var svo sannarlega ekki í síð- asta skiptið sem Mæja kom mér til að hlæja. Hún hafði mikinn húmor og gat gert allar frásagnir skemmtilegar, var einstaklega orðheppin og ekki skemmdi fyrir þegar hún lék raddir þeirra sem hún sagði frá. Í einni af heimsóknunum á Tjörn löngu seinna fékk ég að lesa Dalalíf fyrir svefninn og þá spurði Mæja mig á morgnana hvað hefði nú gerst á Nautaflötum í nótt, tal- aði um persónurnar í sögunni eins og hún þekkti þær vel og hló svo sínum smitandi hlátri. Eftir því sem árin liðu fjölgaði barnabörnum og barnabarna- börnum Mæju og Sveins og það leyndi sér ekki hversu stolt þau voru af hópnum sínum öllum. Mæja naut þess að fylgjast með afkomendum sínum blómstra og á meðan hún fylgdist með eldri barnabörnunum fullorðnast og takast á við ólík og spennandi verkefni passaði hún yngstu barnabörnin sín á Tjörn af mikilli alúð. Það eru margir sem sakna nú Mæju og hennar góðu nærveru og þá er dýrmætt að eiga hafsjó af minningum sem flestar koma manni til að brosa. Blessuð sé minning hennar. Dagbjört Guðmundsdóttir. Ekki óraði mig fyrir því þegar við María kvöddumst um daginn að það væri hennar síðasta heim- sókn til mín á snyrtistofuna. Þar áttum við góðar stundir saman, mikið spjallað og hlegið dátt. Það var einmitt glaðværðin sem ein- kenndi Maríu og hún gat alltaf séð það jákvæða í fari annarra. Ég man alltaf þegar ég kom að Tjörn í fyrsta skipti en þá voru Helga Björg systir og Vignir að draga sig saman. Mér fannst svo langt þangað að ég hélt við yrðum aldrei komin. En það var þess virði því að sælkerinn ég hafði aldrei séð svona mikið af góðu kaffibrauði á litlu eldhúsborði. María var fyrirmyndarhúsmóðir og mjög gestrisin. Það var hennar líf og yndi að gera vel við fólkið sitt. Alltaf virtist hún hafa tíma fyrir handavinnu og voru ófá skiptin sem hún gaukaði að mér poka með einhverju fallegu í handa mér og mínum. Elsku María, ég kveð þig með söknuði. Takk fyrir allt. Dómhildur. Í hvamminum fagra mót suðri og sól við svipmikið útsýn ég átt hefi skjól hjá pabba og mömmu mín æskuár öll með ærslum og leikjum um blómskrýddan völl. Og hvar sem í heiminum liggur mín leið, í lemjandi hríðum, um vorkvöldin heið, skal minningin lifa, svo mild og svo skær, um móðurhönd hlýja, er var mér svo kær. (Flosi Jónsson) Það gæti hafa verið 3. apríl 1949 á tólfta afmælisdegi Maríu að far- kennarinn í Skagaskólahverfi, Flosi Jónsson frá Hörðubóli, kom gangandi frá Hofi að heimili henn- ar í Hvammkoti. Afmælisbarninu færði hann vísu, sem hún geymdi ætíð síðan. Það er ekki langt síðan við María rifjuðum vísuna upp og vonandi er hér farið rétt með. Ótalmargt hefur breyst síðan þetta var. Fjölskyldan flutti haustið 1949 að Steinnýjarstöð- um, yfirgaf litla, hlýja torfbæinn í Hvammkoti, sem þó hafði hýst átta manns og stundum jafnvel fleira fólk. Nú sjást varla merki um nokkra búsetu í þeim fagra og sólríka hvammi. María fór reyndar barnung að heiman á sumrin til þess að hjálpa til við barnagæslu og fleira og flest sín uppvaxtarár vann hún jöfnum höndum heima og að heiman. Þetta var alsiða, einkum á barn- mörgum heimilum, það var víða þörf fyrir vinnufúsar hendur. Systurnar fjórar unnu gjarnan til skiptis utan heimilis sem vinnu- konur, kaupakonur, ráðskonur og við fiskvinnslu. Þær fóru líka í kvennaskólann á Blönduósi tvær og tvær saman. Og eldri systurnar tvær giftust bræðrum og bjuggu á Tjörn, voru þannig samferða stærstan hluta ævinnar. Sérhver heimsókn á Tjarnarheimilið var ógleymanleg vegna gestrisni og myndarskapar, hlýju og glaðværðar. Þær minn- ingar lifa í hugum allra, sem reynt hafa. Og dagurinn 8. apríl síðast- liðinn mildar harm þeirra, sem þá voru gestir í Skagabúð. Aldrei verður fullþakkað þeim, sem stóðu þar að veglegri samkomu vegna áttræðisafmælis Maríu. Þarna var einlæg gleði við völd, jafnvel með ærslum og leikjum, eins og í vís- unni hans Flosa. Við þökkum algóðum guði fyrir að fá að eiga hana Maríu að og biðjum hann að hugga og styrkja alla þá, sem nú syrgja hana. Minningin lifir, svo mild og svo skær. Guðmundur og Ragna. María Kristjánsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR K. GUNNARSSON, Sólarsölum 7, lést að kveldi sunnudagsins 2. júlí á Landspítalanum við Hringbraut. Útför hans fer fram í kyrrþey. Gréta Óskarsdóttir Helga G. Hauksdóttir Þorsteinn Guðbjörnsson Margrét Hauksdóttir Hilmar Kristinsson Kristbjörn Hauksson Grétar, Björg, Hildur Ýr, Íris Björk og langafadætur Ástkær dóttir mín, systir okkar, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG PÉTURSDÓTTIR Gullsmára 8, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 29. júní 2017. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 12. júlí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Aðalheiður Jónsdóttir Guðlaug Rósa Pétursdóttir Pétur Kristófer Pétursson Pétur Heiðar Þórðarson Tipparat Phet-in Ásgeir Júníus Pétursson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA EINARSDÓTTIR frá Lambhóli, Reynihvammi 1, Kópavogi, lést fimmtudaginn 29. júní. Útförin fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 11. júlí klukkan 11. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktar- og minningarsjóð Tónstofu Valgerðar, kt. 501100-3580, reikn. 515-14-405790. Einar Ólafsson Anna Sigmundsdóttir Viðar Ólafsson Rannveig Tómasdóttir Ólafía Jóna Ólafsdóttir Þór Ingvarsson barnabörn og barnabarnabörn HANNA ÞYRI HELGADÓTTIR áður Sóltúni 13, Reykjavík, er látin. Útför hennar hefur farið fram. Jón Sigurðsson Ingveldur Sveinbjörnsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, JÓNA HARALDSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk mánudaginn 3. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Margrét Gunnlaugsdóttir Sigurhans Vignir Halldór Gunnlaugsson Hildur Sveinsdóttir Erla Haraldsdóttir Sigurður Einarsson Jóna Rut, Tómas, María, Óttar, Rúrik og Grímur Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulega HALLDÓRS ÁRNASONAR, Dóra skó. Sérstakar þakkir fær starfsfólk dagþjónustunnar í Víðilundi og starfsfólkið á Öldrunarheimilinu Hlíð, Einihlíð, fyrir sérlega góða umönnun og vináttu. Börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.