Morgunblaðið - 08.07.2017, Side 28

Morgunblaðið - 08.07.2017, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017 ✝ AðalheiðurKjartansdóttir fæddist að Hellum í Landsveit 2. októ- ber 1917. Hún lést á heimili sínu Kirkju- hvoli 27. júní 2017. Foreldrar henn- ar voru Jarþrúður Pétursdóttir, f. 28. mars 1897 á Högna- stöðum í Helgu- staðahreppi, d. 16. mars 1971, og Kjartan Konráðs- son, f. 16. febrúar 1887 í Reykja- vík, d. 4. febrúar 1953. Systkini Aðalheiðar samfeðra eru Magnús Þórir, f. 6. júní 1909, Haukur, f. í des. 1919, Brynhild- ur, f. 17. júní 1920, Þórunn, f. 21. nóvember 1921, og Birna, f. 20 mars 1923. Þau eru öll látin. Systkini sammæðra eru Ing- ólfur, f. 18. júní 1923, Ingibjörg, f. 30. september 1924, Baldur, f. 29. nóvember 1925, Anna Stein- gerður, f. 14. júní 1927, Árný Vil- borg, f. 11. janúar 1929, Baldvin Aðils, f. 18. apríl 1930, Filippus, f. 16. október 1931, Margrét Auður, f. 16. ágúst 1934, og Helga, f. 1. desember 1937. Þau Ingibjörg, Filippus og Margrét lifa systkini sín. Þegar Aðalheiður var 6 ára flutti hún ásamt móður sinni og fósturföður, Björgvini Filippus- ember 1937, kvæntur Bóel Ágústsdóttur, f. 4. apríl 1939, börn þeirra eru Aðalheiður, f. 15.apríl 1963, gift Ottó Ólafi Gunnarssyni, f. 26. nóvember 1958, þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn, Bjarki f. 28. mars 1970, kvæntur Sigurbjörgu Leifs- dóttur, f. 16. desember 1969, og eiga þau tvo syni, Guðbjörg, f. 19. maí 1971, í sambúð með Jóni G. Valgeirssyni, f. 6. maí 1968, og eiga þau tvö börn. 2. Óskírður sonur, f. 5. desember 1939, d. sama dag. 3. Bragi Héðinn, f. 22. júlí 1941, d. 5. júlí 1942. 4. Anna Hjördís, f. 16. ágúst 1943, gift Ingva Ágústssyni, f. 29. ágúst 1934, börn þeirra eru Aðalsteinn, f. 12. apríl 1969, kvæntur Eddu Heiðrúnu Geirsdóttur, f. 6. ágúst 1971, þau eiga þrjá syni, Elfa Margrét, f. 2. desember 1975, gift Pálma Haraldssyni, f. 2. ágúst 1974, og eiga þau fjórar dætur. 5. Gunnar Birgir, f. 1. október 1945, kvæntur Guðrúnu Óskarsdóttur, f. 21 júní 1947, börn þeirra eru Brynjar, f. 10. nóvember 1965, kvæntur Marlene Hörnlund, f. 31. mars 1968, og eiga þau þrjár dæt- ur, Karen Huld, f. 25. janúar 1971, og á hún einn son, Atli Mar, f. 21. nóvember 1972, kvæntur Ír- isi Dögg Valsdóttur, f. 23. ágúst 1972, og eiga þau tvö börn, Berg- lind Ósk, f. 19. apríl 1975, gift Enok Jóhannssyni, f. 21. ágúst 1975, og eiga þau fjóra syni. 6. Ingibjörg, f. 2. september 1948. Útförin fer fram frá Voð- múlastaðakapellu, Austur- Landeyjum, í dag, 8. júlí 2017, og hefst athöfnin kl. 14. syni, f. 1. desember 1896, frá Hellum að Bólstað í Austur- Landeyjum og þar ólst hún upp. Um langar skólagöngur var ekki að ræða þá, en hún gekk í barnaskóla sveitar- innar og í hand- verki og vinnu- brögðum var móðir hennar kennarinn, en Jarþrúður hafði flutt 16 ára gömul með föður sínum frá Eski- firði til Reykjavíkur, þar sem hún stundaði nám í saumaskap og kunni eftir það vel fyrir sér í þeim efnum, þar fóru saman hagar hendur og hæfileikar. Ár- ið 1938 giftist Aðalheiður Mar- mundi Kristjánssyni, f. 14. júní 1914 frá Voðmúlastöðum, og hófu þau búskap í Syðri- Úlfsstaðahjáleigu í Austur- Landeyjum og bjuggu þau þar til ársins 1945, síðan bjuggu þau einn vetur í Reykjavík en vorið 1946 fluttu þau að Svanavatni í Austur-Landeyjum og voru bændur þar til ársins 1972, en 2. ágúst það ár lést Marmundur. Áfram átti Aðalheiður heimili að Svanavatni til ársins 2002 er hún flutti á Kirkjuhvol. Börn Aðalheiðar og Marmund- ar eru: 1. Karl Viðar, f. 2. sept- Minningarnar um ömmu hafa svo sannarlega komið upp í hug- ann hver af annarri undanfarna daga. Amma að labba yfir hlaðið á leið úr og í fjósið, að stússast í eld- húsinu, sópa gólfið, þvo mér um eyrun, hræra jólaköku með sleif, með rúllur í hárinu, gefa hrafnin- um, prjóna sofandi fyrir framan sjónvarpið, bara svo ótalmargt. Hún var ráðagóð og mjög flink í höndunum sem kom sér afskap- lega vel þegar maður þurfti aðeins punta sig, þá var amma kannski allt í einu búin að töfra fram listi- lega fallegt blóm úr efnisbút til að skreyta kjólinn með. Hún var hörkutól enda dagskráin yfirleitt þéttskipuð og hún hafði engan tíma fyrir vesen og sneri sér beint að efninu. Amma var sérlega gjaf- mild kona og hún hlakkaði svo til að gefa hlutina að hún átti stund- um bágt með að halda því leyndu fyrir manni hvað leyndist í skápn- um. Það eru ekki allir svo heppnir að geta umgengist ömmu sína í yf- ir 50 ár, en það hef ég getað. Takk fyrir að hafa alltaf verið til staðar fyrir mig. Hvíl þú í friði. Þín sonardóttir Aðalheiður. Gott er að eiga góða ömmu. Á bernskuárum gefa þær manni gott veganesti inn í lífið, meðvitað eða ómeðvitað, og það er nesti sem klárast aldrei og endist alla ævi. Að umgangast góða ömmu í æsku býr til andlegan fjársjóð sem aldr- ei verður burtu tekinn. Ég var mjög heppinn með ömmu. Það er því með sorg og trega sem ég kveð hana hinstu kveðju en hún náði mjög háum aldri svo ég býst við að hún sé hvíldinni fegin. Ég tel því rétt og í hennar anda að minnast hennar fyrst og fremst með virð- ingu og þakklæti fyrir árin öll. Þegar ég minnist ömmu eru sterkar minningarnar úr sveitinni á Svanavatni. Þar var líf og fjör. Að áliðnum degi við leik og störf var gjarnan sest fyrir framan sjónvarpið með ömmu. Hún sat þar í stólnum sínum og krakkar á öllum aldri að horfa með henni ásamt Jóa í Vatnahjáleigu sem var auðvitað enginn krakki en ekki með afruglara og alltaf aufúsu- gestur hjá ömmu. Þó að það kæmi auðvitað fyrir að í sjónvarpinu væri eitthvað skemmtilegt, var oftast meira gaman að fylgjast með ömmu horfa á sjónvarpið en því sem verið var að sýna í því. Amma lét nefnilega sjónvarpið og þá sem í því voru gjarnan heyra það óþvegið. Þessar einræður við sjónvarpið voru oft mjög fyndnar og skemmtilegar og þegar fjör færðist í leikinn var oftar en ekki viðhaft orðalag sem ekki er nú endilega viðeigandi í minningar- grein. En þó að orðavalið gæti verið æði skrautlegt þá var í rödd- inni einhver sérstök hlýja sem olli því að manni leið vel að hlusta á þetta. Í einræðum sínum við sjón- varpið lagðist amma nefnilega ávallt á sveif með lítilmagnanum og vildi leggja sitt af mörkum til að færa ástandið inni í sjónvarp- inu til betri vegar. Þannig var amma. Henni var annt um skepn- urnar í sveitinni og krumminn og tjaldurinn áttu hauk í horni þar sem amma var enda gaukaði hún oft að þeim bita, þótt ólíkir væru. Óteljandi eru gjafirnar sem við krakkarnir höfum fengið í gegn- um tíðina, hlý orð, kveðjur, hvatn- ingarorð og góðir straumar. Allt ósvikið og beint frá hjartanu. Aldrei kvartaði amma þó að hún færi svo sannarlega ekki var- hluta af erfiðleikum í sínu lífi. Stundum, þegar eitthvað hefur af- laga farið í mínu daglega amstri, hefur mér reynst gott ráð að hugsa til baka til daganna í sveit- inni hjá ömmu. Fyrir hugskots- sjónum birtist mynd, þar sem ég sit við eldhúsborðið í Svanavatni. Við borðsendana sitja amma og Jói í Vatnahjáleigu. Að sjálfsögðu er kaffi á borðum, flatkökur með hangikjöti og pípulykt í lofti en það besta er félagsskapurinn sem ekki gerist betri. Hugsunin um þetta notalega og hlýja andrúms- loft virkar á mig sem hin dýpsta hugleiðsla, veitir ró og frið og fær- ir allt til betri vegar. Elsku amma mín, hvíldu í friði. Ég þakka þér fyrir öll árin, allar gjafirnar, um- hyggjuna og góðu stundirnar. Bið líka að heilsa Jóa þegar þú hittir hann og ég kem í kaffi síðar. Aðalsteinn Ingvason. Ég á svo margar minningar um þig elsku amma mín, enda alin upp á sveitabænum þínum. Þegar ég var pínulítil bjuggum við systkinin með mömmu og pabba í kjallaranum og þú á efri hæðinni og þá varstu „amma uppi“. Svo þegar mamma og pabbi byggðu við íbúðarhúsið og við fluttum þangað þá kallaði ég þig alltaf „amma hinum megin“. Þeg- ar þú fluttir burt úr sveitinni og á Kirkjuhvol hætti ég þessum við- urnefnum en fór reyndar fljótt að kalla þig ömmu langömmu, því þá voru börnin mín komin til sögunn- ar. Seinna, þegar þú hættir við að „drepast“ (eins og þú orðaðir sjálf svo skemmtilega) og ætlaðir að verða 100 ára, bætti ég oft aldr- inum við og kallaði þig „amma-95“, „amma-96“ o.s.frv. og síðustu 9 mánuðina var það „ amma-99“. Núna þegar þú ert far- in upp eða hinum megin finnst mér svolítið grátbroslegt að geta, með réttu, tekið upp gömlu við- urnefnin! Ég á margar minningar um kraftinn sem alltaf fylgdi þér. Hröðu og ákveðnu handtökin, hvort sem þú varst að baka flat- kökur eða pönnukökur, steikja bollur, prjóna, sníða föt á dúkkur og fólk, setja í þig rúllur, þurrka af, ryksuga, raka heyi, reyta arfa í Blómgarðinum, mjólka beljurnar, moka flórinn eða hvað annað. Allt svo snöggt en samt svo vandað. Svo varstu líka eldfljót að gera þig klára og tilbúna til ferða enda vild- ir þú aldrei láta bíða eftir þér. Ég man líka endalausar stundir þar sem þú gafst þér tíma og leyfðir mér að sitja hjá þér „hinum meg- in“ og horfa á litasjónvarpið, spila eða leiðbeina mér. Ég man að ég sóttist í að koma og læra lög og texta í gömlu vasasöngbókinni. Þú kunnir lögin auðvitað öll utan að, svo ég fékk að hafa bókina og þú prjónana. Nærri endalaust endur- tókum við sum lögin, sérlega þau sem mér þóttu falleg, og stundum komumst við í gegnum alla bókina í einu. Mér er þó minnisstætt eitt lag sem þú vildir helst ekki endur- taka mjög oft en það var lagið „Til eru fræ“ með Hauki Morthens. Mér fannst eins og þér þætti óþægilegt að dvelja lengi við þetta sorglega lag, en kannski varstu bara að beina mér inn á hressi- legri söngva og hvetja mig til að velja gleðina. Ég á líka ótal minningar þar sem þú komst út á tröppur til að forvitnast um og fylgjast með unga kúluvarparanum sem nýtti stéttina þína og grassvæðið óspart til æfinga. Þér var líka mjög umhugað um okkur öll, barnabörnin og allan heila ættliðinn. Spurðir alltaf frétta um gang mála og varst allt- af glöð, jákvæð og stolt yfir því sem maður valdi að taka sér fyrir hendur. Þú lést mann trúa því að maður hafi valið rétt. Svo varstu svo raunsæ og göfug kona. Eftir að þú valdir að flytjast á Kirkjuhvol var eins og þú tækir þá stefnu að toppa sjálfa þig á hverjum degi. Þú tókst öllu svo vel og jákvæðnin óx endalaust. Tal- aðir vel um alla og dróst alltaf það jákvæða fram. Þrátt fyrir að ég hafi örlítið saknað þess þegar þú, í gamla daga, reifst og skammaðist við stjórnmálamennina í gegnum sjónvarpstækið, þá er gott að ylja sér við síðustu myndirnar sem koma upp í hugann. En það ert þú með lokuð augun, brosandi og kinkar kolli til samþykkis. Góða ferð og takk fyrir allt, elsku „amma hinum megin“. Starfsfólki á Kirkjuhvoli þakka ég endalausa umhyggju og nota- legheit. Guðbjörg Viðarsdóttir. Elsku amma og langamma. Margs er að minnast þegar horft er til baka, allar þær skemmtilegu stundir sem við fengum að njóta með þér eru okk- ur svo kærar. Efst í huga okkar er þakklæti fyrir að fá að njóta lífsins með þér, öll þau góðu ráð sem þú gafst okkur hafa oft komið sér vel og verða áfram geymd í huga okk- ar. Þú kenndir okkur svo margt, eitt af því var að maður á að bera virðingu fyrir umhverfi sínu, allt sem er í kringum okkur, svo sem plöntur, dýr, fólk og hlutir er okk- ur dýrmætt og ber að umgangast sem slíkt. Það voru forréttindi að fá að koma í sveitina til ömmu og dvelja hjá henni. Amma hugsaði mikið um fjölskyldu sína og man langömmustrákurinn vel eftir því þegar hann fékk að horfa aftur og aftur á „Sigla himinfley“ og „Síð- asti bærinn í dalnum“ með lang- ömmu, þó lítill væri. Það var dásamlegt að sjá og finna hvernig hún ræktaði vináttuna við dýrin í sveitinni, plönturnar í blómagarð- inum og allt umhverfið og hvernig sambandi hún náði við hrafnana sem voru vinir hennar. Hún sá alltaf það góða í öllu og öllum, en í eitt og eitt skipti sá hún ástæðu til að sussa á einstaka persónur sem voru að tjá sig í sjónvarpinu og gaf viðkomandi bara vingjarnlegar ábendingar. Amma var mikil handverks- kona og bjó til marga fallega hluti alveg fram á síðustu ár. Hún gaf ættingjum marga af þessum hlut- um og eru þeir okkur miklir dýr- gripir. Hún hafði mjög gaman af tónlist og söng og tók lagið með okkur fyrirvaralaust. Þær eru margar ógleymanlegar og yndis- legar stundirnar sem við höfum átt með þér, elsku amma, og verða þær geymdar áfram í gullnámu minninganna hjá okkur. Móttök- urnar sem við fengum að njóta í hvert skipti sem við hittum þig voru svo hlýjar og góðar. Elsku amma og langamma, það er ómet- anlega lífsgjöf að fá að hafa fyr- irmynd eins og þig með sér í gegn- um lífið og því er söknuðurinn sár. Bestu þakkir fyrir yndislegar stundir með þér. Guð geymi þig. Karen Huld Gunnarsdóttir og Gunnar Þór Snorrason. Móðursystir mín Aðalheiður hefur nú kvatt þennan heim tæp- lega eitt hundrað ára gömul. Það var reyndar fyrir rúmlega tuttugu árum að ég komst að því að ég átti móðursystur að Svana- vatni, en þær voru hálfsystur sam- feðra og höfðu aldrei hist. Það var Ingibjörg frænka mín sem hvísl- aði þessu að mér á fundi í bank- anum á Hvolsvelli. Þetta var vissulega nokkuð sér- stök og óvænt og uppákoma en alla tíð síðan hef ég þakkað það að hafa fengið að kynnast þessari góðu konu. Við áttum allnokkrar ánægjulegar samverustundir á þessu tímabili og frá henni og Ingibjörgu fékk ég reglulega smá- fréttir af öðrum fjölskyldumeð- limum. Aðalheiður var mjög gefandi persónuleiki og hafði góða nær- veru og fór ég því ávallt glaður af hennar fundi. Ég mun vissulega sakna þess að geta ekki lengur átt með henni stund á Kirkjuhvoli, en hún hefur nú skilað af sér mjög vænlegu lífsverki en á sinn hóf- samlega hátt. Mínar innilegustu samúðarkveðjur sendi ég öllu hennar fólki. Guð blessi minningu Aðalheiðar Kjartansdóttur. Kjartan Lárusson. Ég man ekki betur en ég hafi verið á Svanavatni um lengri eða skemmri tíma á hverju ári fram að fermingu. Frá Svanavatni á ég bara ljúfar minningar. Alla frænka, Mari, Ingibjörg og allir aðrir sýndu mér, litla, montna og lata þorpsstráknum, einstaka hlýju og þolinmæði. Á stóru heim- ili með hefðbundinn búrekstur og aldrei minna en 3-4 stráka í sum- arvist voru handtökin mörg. Alla átti þau nú ekki fá, húsmóðir í sinni fallegustu merkingu. Fyrst upp á morgnana og síðust til náða. Ég man ekki eftir að hafa séð Öllu sofa nema þá smá dott meðan suð- an kom upp á katli eða potti. Henni féll sjaldan verk úr hendi og flest lék í höndum hennar. Kýrnar handmjólkaði hún kvölds og morgna, alla daga, allt árið, bara svona með öllu hinu. Hún lá heldur ekki á liði sínu við útiverkin ef á þurfti, enda afköstin slík að eftir var tekið. Alla var dýra- og mannvinur, trúði á hið góða í sam- ferðafólki sínu. Heiðarleiki og hjálpsemi var aðall Öllu, alltaf tók hún svari þess er minna mátti. Skaplaus var hún ekki sem betur fer og fengum við sem skrensuð- um alveg að vita af því, en án alls kala. Alla hugsaði vel um sitt fólk og innrætti því sömu lífsgildi og hún sjálf stóð fyrir. Afkomendur hennar og Mara eru gegnheilt, gott og grandvart fólk sem mér er kært. Nú þegar Alla mín hefur hallað augum í síðasta sinn, fín um hárið og flott litaðar augnabrúnir, vil ég þakka fyrir mig. Takk fyrir allar sögustundirnar við prjóna- vélina á háaloftinu, takk fyrir and- lits- og eyrnaþvottinn á kvöldin, flatkökurnar góðu, kleinurnar og góða matinn. Takk fyrir upp- byggilegar áminningar, alla hlýju og væntumþykju. Eins og hún sagði svo oft sjálf. Takk fyrir allt og allt. Ég veit að Pétur var með hliðið á sjálfvirkri opnun þegar þig bar að garði. Við Olla og börn þökkum af hjarta samfylgdina. Blessuð sé minning Öllu á Svana- vatni. Helgi. Furðulegt hvað hún Alla, móð- ursystir mín, sat ung í huga mín- um. Þegar fréttin um andlát henn- ar barst varð ég eilítið undrandi þótt ég vissi vel að örstutt væri í hundrað ára afmælið hennar. Ef til vill situr þessi mynd í mér vegna þess að við umgengumst nánast ekkert undanfarna hálfa öld; áttum stutt samtöl í örfáum heimsóknum og á mannamótum fjölskyldunnar. Samt lít ég á hana sem örlagavald minn og leiðbein- anda á ýmsan hátt, því oft og tíð- um fram til tíu ára aldurs naut ég ríkulega af samvistum við hana. Það þurfti hvorki lengri tíma né fleiri orð til að nema og festa sér í minni því orðin voru sögð af festu en mildi. Þannig talaði reyndar allt fólkið á Svanavatni við börn. Og maður fann til sín, fann örygg- ið, hélt á stundum að maður væri aðalmanneskjan. Alla gat þó hvesst sig í eldhúsinu svo hvein í, en aldrei við börnin. Börnunum var bara sagt til ef með þurfti, en oft og mikið hlegið. Eitt sinn hringir Alla á Hjalla- veginn og ég lyfti níðþungu svörtu símtólinu, er ein heima. Erindi Öllu er náttúrlega að tala við mömmu, en spjallar við mig – hún gaf sér tíma til að hlusta á börn – og lýkur samtalinu eftir drjúga stund með orðunum: „Segðu mömmu þinni að þú eigir að koma í sveitina til mín með rútunni á morgun – segðu henni það.“ Og það varð. Hún var með urmul af krökkum fyrir. Dvölin stóð í viku eða hálfan mánuð, man ekki hvort því það gerðist svo margt. Ég hafði aldrei áður farið ein í sveit. Alla bakaði stærstu flatköku- stafla sem vitað var um og þær bestu í heimi. Einnig fulla skúffu af kleinum og þetta oftar en einu sinni í viku. Lét okkur krakkana skrifa bréf hjá sér á meðan og sá til þess að við vönduðum skriftina. Hver athugasemd hófst á – endaði – eða fékk innskotið: „Anna mín.“ „Nú er best að þú hlaupir ekki meira á eftir hænunum, annars hætta þær að verpa eggjum handa okkur og engir ungar klekjast út.“ „Ég held að þú hafir ekki gott af því að liggja lengur í hundasúr- unum. Það er ekki hollt fyrir þig að borða eingöngu hundasúrur.“ Ómótstæðilegur heimalningur var á bænum og Hjördís, elsta stelpan, kenndi af mikilli þolin- mæði og hláturmildi að gefa lamb- inu pela. Maður fékk litla hrífu í hend- urnar í heyskapnum, náði ekki taktinum við að snúa, þvældist fyrir en var settur á annan stað með hrífuna og hélt sig gera gagn, fann til sín, fékk að vera með. Að dagsverki loknu var háttað snemma og hlustað á útvarpssög- una skelfilegu „Hver er Gregory?“ en ófullnægjandi skilningur á efn- inu og sælublandin þreyta ollu því Aðalheiður Kjartansdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, HALLDÓR ÞÓRÐARSON, Litla-Fljóti, lést 6. júlí á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Ási. Jarðarförin auglýst síðar. Þórður J. Halldórsson Sólveig Karlsdóttir Tyrfingur Halldórsson Sigríður Garðarsdóttir Björg Halldórsdóttir Þorsteinn Gunnarsson Kristín M. Halldórsdóttir Markus Kuster Einar Þ. Einarsson Sigríður Emelía Eiríksdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.