Morgunblaðið - 08.07.2017, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Elsku Lilja mín.
Það var svo mik-
il lífsins lukka að
fá að vera „litla“
mágkona þín, 19
ára aldursmunur
virtist ekki hafa neitt að segja.
Þú varst vinkona mín og
traustari og heilnæmari ráð var
hvergi annars staðar hægt að
finna. En það sem fylgir mér
djúpt í hjartanu er umhyggjan.
Þú hugsaðir svo vel um mig og
um okkur öll, væntumþykja þín
virtist botnlaus. Það sem ég var
lánsöm að
fá að hjúfra mig undir vernd-
arvæng þínum. Fá kennslu í
kampavínsdrykkju og að kynn-
ast súkkulaðitrufflum, hvernig
halda ætti óaðfinnanleg matar-
boð og skella í tryllta rétti með
engri fyrirhöfn, hvernig maður
klæðir sig elegant og smart alla
daga ársins eða að reiða fram
hina fullkomnu gjöf sem þú
vissir ekki einu sinni að þig
sárvantaði. Þessi listi tæmist
ekki.
Elsku Lilja. Ég sakna þín
svo sárt.
Þú varst og verður mér alltaf
svo mikilvæg og ég elska þig,
endalaust.
Þín,
Heba.
Það er með mikilli sorg í
hjarta sem við minnumst Lilju
vinkonu okkar. Leiðir okkar
lágu saman í menntaskóla þar
sem við urðum þeirrar gæfu að-
njótandi að tilheyra þéttum
vinahópi sem tengdist fyrir lífs-
tíð á þessum árum og stækkaði
þegar makar bættust við. Það
er erfitt að meðtaka þegar við
flettum í gegnum myndasafnið
frá ferðalögunum til Spánar,
Bandaríkjanna, á skíði til Aust-
urríkis, á Hvannadalshnjúk og
frá ótal öðrum ferðum, mat-
arboðum og partíum, að mynd-
irnar af henni verði ekki fleiri
og við þurfum að láta okkur
þær góðu minningar sem við
eigum af samverunni við Lilju
nægja.
Stundirnar voru færri síð-
ustu ár en við sáum fyrir okkur
að þær yrðu fleiri þegar börnin
kæmust á legg og við hefðum
meiri tíma.
Þegar við minnumst Lilju er
okkur efst í huga glettið brosið
og góð nærvera sem við berum
með okkur þegar við hugsum
til hennar.
Við vottum fjölskyldu Lilju
innilega samúð okkar.
Grétar Mar og
Halldóra (Dóra).
Lilja kom til starfa á skrif-
stofu sendiráðs Íslands í Bruss-
el 2008 og var hennar kontór í
næsta rými við Stínu sem þá
var þar fyrir. Segja má að þær
hafi verið vinkonur frá því
augnabliki sem þær heilsuðust
fyrst, heimssýn þeirra og hugð-
arefni sköruðust víða. Lilja bjó
í námunda við okkur í borginni
og á sömu torfunni voru líka
Kristján Andri og Davíð og
varð okkur fimmmenningunum
strax vel til vina og samgangur
mikill.
Markaðurinn á miðvikudög-
um með vínglasi og smakki frá
osta-, skinku- og brauðsölum
markaðarins var nokkuð fast,
hittingur heima eða á matsölum
bæjarins, smátúrar út fyrir
bæjarmörkin og aðrar slíkar
athafnir voru þessum litla hópi
til ánægjuauka þarna í landi
flæmingja og vallóna. Eftir að
heim á klakann var komið hélt
Lilja Sturludóttir
✝ Lilja Sturlu-dóttir fæddist
20. júlí 1970. Hún
lést 22. júní 2017.
Útför Lilju var
gerð 6. júlí 2017.
þessi litli hópur
áfram að hittast og
taka sér sameigin-
lega eitt og annað
skemmtilegt fyrir
hendur.
Smekkvísi Lilju
var annáluð og í
hæversku sinni og
asaleysi sætti hún
sig helst ekki við
að skila af sér
neinu fyrr en full-
komnun var náð. Hún tók sér
tíma hvort sem hún var að velja
sér innanstokksmun eða ákveða
smávægilegar breytingar á
hárinu á sér í stólnum hjá
klipparanum, ræddi gjarnan
málin við vinina því endanleg
niðurstaða varð að vera rétt.
Heimili hennar ber vott um
einstaklega fágaðan og fallegan
smekk. Á sama hátt báru mat-
arboð hjá Lilju því vitni að
nostrað hafði verið við hvert
smáatriði, jafnt í borðbúnaði
sem matseld. Eftir að hafa
kynnst nokkrum af hennar
góðu vinum hér heima, finnst
manni að hún hafi valið vini
sína af engu minni kostgæfni
en annað í sinni tilveru, geð-
þekkt og skemmtilegt fólk sem
auðgar líf manns með nærveru
sinni, rétt eins og Lilja gerði
ávallt sjálf.
Í september síðastliðnum
fórum við Stína og Lilja saman
í heimsókn til Kristjáns og
Davíðs sem nú búa í París.
Lilja var þá lítið eitt farin að
kröftum en hafði þó þrek í dag-
langar skoðunarferðir og áttum
við t.d. öll fimm saman stór-
skemmtilegan dag í Versölum,
skoðuðum hallir og garða og
sýningu Ólafs Elíassonar sem
þá stóð þar yfir.
Til stóð að færum þrjú aftur
saman til Parísar í afmælis-
fagnað hjá Kristjáni Andra
seinni partinn í júní og voru
þær Stína búnar að skipuleggja
þá ferð vel með góðum fyr-
irvara.
Því miður auðnaðist okkar
góðu vinkonu ekki að taka þátt
í þeirri gleði og var hennar að
vonum óskaplega sárt saknað.
Við Stína erum þakklát fyrir
að hafa átt Lilju að vini, sam-
verustundir með henni eru upp-
lifanir sem fylgja okkur, minn-
ingar sem við ornum okkur við.
Elskulegir foreldrar Lilju og
bræður með sínu fólki hafa
misst mikið og vottum við þeim
okkar dýpstu samúð.
Örn Svavarsson.
Góð og traust samstarfskona
er fallin frá, langt fyrir aldur
fram.
Það var harmafregn að
heyra að vinkona okkar og fé-
lagi Lilja Sturludóttir væri lát-
in, það skarð sem hún skilur
eftir verður vandfyllt. Það eru
ekki margar vikur síðan afráðið
var að Lilja myndi nýta sum-
arið til að jafna sig á erfiðum
veikindum, kæmi síðan endur-
nærð í sumarlok, tilbúin að tak-
ast á við krefjandi verkefni.
Það verður ekki. Heilsunni
hrakaði og veikindin báru hana
ofurliði, hana sem var svo
ákveðin í að hún og lífið skyldu
hafa betur.
Lilja kom til starfa í fjár-
málaráðuneytinu í ársbyrjun
2001 og átti þar farsælan feril.
Hún hóf störf á tekju- og laga-
skrifstofu en á árunum 2008 til
2010 var hún fulltrúi ráðuneyt-
isins í Brussel.
Eftir það var hún staðgengill
skrifstofustjóra nýstofnaðs
lagasviðs, en fyrir réttu ári síð-
an var hún metin hæfust um-
sækjenda og skipuð í embætti
skrifstofustjóra lögfræðisviðs.
Lilju voru falin umfangsmikil
ábyrgðarverkefni sem hún
leysti með sóma og af fag-
mennsku.
Yfirvegun, þrautseigja og
vandvirkni voru hennar aðall.
Lilja hafði víðan sjóndeild-
arhring.
Hún var ráðagóð og gott að
leita til hennar um úrlausnir á
hverju sem er. Hún var vin-
mörg í ráðuneytinu, góður fé-
lagi, létt í lund og hafði hlýja
nærveru. Hún vildi ávallt létta
undir með öðrum. Okkur er
mikil eftirsjá í Lilju og það er
erfið tilhugsun að við fáum ekki
að njóta samveru og samstarfs
við hana.
Eftir lifir minningin um vin
og umfram allt vandaða mann-
eskju. Sú fallega minning lifir
með okkur öllum sem kynnt-
umst sómakonunni Lilju
Sturludóttur. Fjölskyldu Lilju,
foreldrum, systkinum og vinum
sendum við hlýjar hugsanir og
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd fjármála- og
efnahagsráðuneytisins,
Guðmundur Árnason,
ráðuneytisstjóri
„Enginn veit hvað átt hefur,
fyrr en misst hefur.“
Við vissum öll hvað við áttum
í Lilju. Við áttum góðan vin.
Góðan vin sem hafði góð ráð
handa öllum, alltaf. Það skipti
engu hvað var, lífsins stærstu
gátur eða hvort þetta eða hitt
passaði betur við eitthvað ann-
að.
Ég hefði viljað getað spurt
Lilju að því hvað væri viðeig-
andi í dag. Lukka mín að hafa
verið samferða Lilju er mikil.
Ásta, Stulli, Kjartan, Hall-
dór, fjölskyldur ykkar og aðrir
vinir.
Mínar allra bestu og innileg-
ustu samúðar kveðjur á þessari
stundu.
Ragnar Páll.
„Ég þarf aðeins að rannsaka
þetta“ var nokkuð algeng setn-
ing af vörum Lilju. Hvort sem
hún var að íhuga kaup á ísvél
eða eitthvað vinnutengt. Nú er
komin kyrrð í skófluskúrinn,
sem Lilja uppnefndi skrifstof-
una sína í ráðuneytinu. Lukka,
lögfræðingurinn, stuðpían og
doodle-meistarinn, er fallin frá.
Minningar okkar eru um
ljúfa og einstaka vináttu allt frá
því við kynntumst. Sumar okk-
ar hittu Lilju í Svartaskógi í
Þýskalandi 1989. Hinar bættust
við í lagadeild HÍ árið 1991.
Allt frá fyrstu árum vináttunn-
ar var það ljóst að Lilja var
sérstök. Því er erfitt að lýsa í
einu orði.
Lilja var íhugul, fróð og
leggjalöng handboltastelpa með
fágætan og oft lúmskan húmor.
Hún var bæði úrræðagóð og
örugg.
Ef á bjátaði var hún hjálp-
arhellan sem bjargaði deginum,
prófinu, sambandinu, vinátt-
unni. Hún hafði gaman af
ferðalögum og leið best ef hún
átti flugmiða til góða.
Hún var vel lesin, og það var
gaman að eiga við hana sam-
ræður um álitaefni líðandi
stundar. Lilja rökræddi nefni-
lega.
Og kunni að hlusta. Vega og
meta. Með og á móti. Yfirveg-
uð. Talaði alltaf af virðingu.
Lilja var mjög prívat og gat
verið dul. Hún var mikill fag-
urkeri. Matgæðingur. Og vel
skriffær.
Lengi vel dró Lilja vagninn
og skipulagði. Hafði frumkvæði
að svo mörgu. Við fylgdum.
Hún valdi veitingastaðina. Hót-
elin. Borgirnar. Náttúruna.
Mælti með bókunum. Við lásum
þær.
Það er stórt skarð hoggið í
hópinn.
Elsku Lilja, megi minning
þín lifa í hjörtum okkar. For-
eldrum þínum, bræðrum og
fjölskyldu vottum við innilega
samúð.
Málfríður, Guðrún Ósk,
Guðrún H., Ásta og Ýr.
✝ Kolbrún Jós-epsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 5.
febrúar 1944. Hún
andaðist á Land-
spítalanum 7. júní
2017.
Hún var dóttir
Kristínar Stefáns-
dóttur, f. 21. febr-
úar 1925, og Joseph
Sobodowski heitins
en uppeldisfaðir
hennar var Egill Guðlaugsson, f.
25. maí 1924, d. 9. janúar 2013.
Kolbrún ólst upp í stórum systk-
inahópi en systkini hennar eru
Stefán, f. 6. maí 1948, Kristín
Ellý, f. 29. desember 1951,
Hrafnhildur, f. 16. nóvember
1957, Elísabet, f.
18. janúar 1960,
Guðmunda, f. 24.
maí 1965, og Egill,
f. 17. ágúst 1966.
Einnig átti hún
hálfbróður í Banda-
ríkjunum, Joe
Sobodowski, f. 27.
janúar 1947. Dollý
lærði hárgreiðslu-
iðn í Bandaríkj-
unum og starfaði
sem hárgreiðslukona um tíma.
Auk þess van hún ýmis skrif-
stofustörf m.a. hjá Símanum, hjá
Hekluumboðinu og á Keflavík-
urflugvelli.
Útför Kolbrúnar fór fram í
kyrrþey.
Elsku systir mín, Kolbrún,
var alltaf kölluð Dollý. Hún ólst
upp í Grindavík og eignaðist
sinn raunverulega föður, Egil
Guðlaugsson, þegar mamma og
pabbi kynntust og urðu síðar
hjón.
Í Grindavík var gott að alast
upp. Er Kolbrún var fjögurra
ára fæddist fyrsta systkinið,
Stefán bróðir, og svo komu þau
hvert á fætur öðru þar til Egill
yngsti bróðirinn fæddist þegar
Dollý var 22 ára. Hún hafði því
nóg að starfa við barnapössun
og fleira á sínum yngri árum.
Dollý var 21 ári eldri en ég svo
hún var flutt að heiman þegar
ég fæddist. Þrátt fyrir mikinn
aldursmun vorum við mjög nán-
ar og góðar vinkonur.
Ég leit upp til stóru systur
sem var mér svo góð og saknaði
hennar mikið þegar hún flutti
til Bandaríkjanna ásamt fyrr-
verandi eiginmanni sínum, Jó-
hanni Ragnarssyni. Þau settust
að í bæ nálægt New York sem
heitir Middletown. Í Bandaríkj-
unum lærði hún hárgreiðsluiðn
og starfaði sem hárgreiðslu-
kona um tíma. Það var þungt
fyrir hana að þurfa að hætta
störfum um fertugt vegna liða-
gigtar en þá hafði hún auk þess
unnið ýmis skrifstofustörf m.a.
hjá Símanum, hjá Hekluumboð-
inu og á Keflavíkurflugvelli.
Mínar fyrstu minningar um
Dollý tengjast söknuðinum, að
stóra systir var svona langt í
burtu í Bandaríkjunum. Þá var
enginn tölvupóstur eða Skype
svo við vorum duglegar að
skrifa og ég teiknaði handa
henni myndir. Löngu seinna
kom í ljós að hún hafði geymt
öll bréfin og myndirnar sem ég
sendi henni á meðan hún bjó
erlendis og fékk ég þessi skrif
og myndir að gjöf ekki alls fyrir
löngu.
Eitt af því sem einkenndi
Dollý var gjafmildin. Oft gaf
hún meira en hún hafði efni á
enda lítið fyrir að safna lífsins
gæðum handa sjálfri sér. Síðar
nutu systkinabörnin gjafmild-
innar og gæsku hennar. Henni
þótti henni svo vænt um þau
eins og þau væru hennar eigin
börn.
Við Dollý vorum ekki bara
systur heldur líka einstaklega
góðar vinkonur. Yfirleitt heyrði
ég í henni a.m.k. tvisvar á dag í
síma og við heimsóttum hvor
aðra oft og reglulega. Aldrei
skorti okkur umræðuefni. Dollý
var mjög félagslynd og átti
margar góðar vinkonur sem
voru henni svo mikils virði. Hún
hafði gaman af að skreppa út á
land í bíltúr og heimsækja vini
og þótti ekki mikið mál að
keyra langar vegalengdir í þeim
erindagjörðum.
Síðustu árin voru Dollý erfið
vegna krabbameinsins en við
vorum saman í þeirri baráttu
og gátum stutt hvor aðra þegar
á reyndi. Þrátt fyrir krabba-
meinið kvartaði hún yfirleitt
aldrei og var fremur að spá í
hvernig aðrir hefðu það. Hún
heimsótti mömmu til dæmis á
hverjum degi og hugsaði um
hana.
Dollý var einstaklega falleg
kona og hún var svo ungleg að
hún var beðin um skilríki um
fertugt til að sanna að hún hefði
aldur til að fara inn á skemmti-
stað. Þannig ætla ég að muna
eftir henni, lífsglaðri og fallegri.
Góðu vinkonum hennar og ætt-
ingjum sendi ég samúðarkveðj-
ur.
Elsku Dollý. Takk fyrir allt
og að vera svona yndisleg og
góð systir. Ég á eftir að sakna
þín óendanlega.
Þín systir
Guðmunda.
Elsku Dollý systir. Síðustu
dagar hafa verið erfiðir því það
eru mikil viðbrigði að hafa ekki
heyrt í þér. Það leið sjaldnast
dagur sem við heyrðumst ekki í
síma eða við heimsóttum hvor
aðra. Við vorum mjög samrýnd-
ar systur og það voru mjög
sterk bönd sem við bárum til
hvor annarrar.
Ég átti í seinni tíð ekki
margar vinkonur en þú varst
mín besta vinkona. Þegar ég
eignaðist fjölskyldu þá var
Dollý systir yfirleitt hjá okkur
á aðfangadagskvöld.
Það verða því eflaust mikil
viðbrigði þegar Dollý mun ekki
vera hjá okkur um næstu jól.
Hún var líka börnum okkar og
barnabörnum mjög kær. Sökn-
uðurinn er mikill eftir að þú
kvaddir okkur. Þegar þú veikt-
ist þá reyndi ég að vera til stað-
ar fyrir þig og ég er mjög þakk-
lát fyrir að hafa getað verið hjá
þér þegar þú kvaddir. Það
skiptir mestu að þú hafir ekki
þurft að þjást meira því þótt þú
hafir verið mjög sterk þá varstu
orðin mjög veik. Þín er sárt
saknað og minning þín mun lifa.
Hvíldu í friði elsku besta systir.
Næm, skynsöm, ljúf í lyndi,
lífs meðan varstu hér,
eftirlæti og yndi
ætíð hafði ég af þér,
í minni muntu mér;
því mun ég þig með tárum
þreyja af huga sárum,
heim til þess héðan fer.
(Hallgrímur Pétursson)
Þín systir
Kristín Ellý og Grétar.
Það var mjög sérstök tilfinn-
ing sem fór um mig þegar ég
fékk símtal frá móður minni um
að Dollý frænka væri dáin. Ég
viðurkenni að ég bjóst við að ég
myndi ná að hitta hana aftur
þegar ég kæmi næst til Reykja-
víkur. Ég hef reynt að heyra í
Dollý reglulega og það hefur
örugglega verið fyrir þrem vik-
um síðan sem ég heyrði í Dollý
síðast.
Þá talaði hún um hvað henni
hlakkaði mikið til að koma í
sumar til Hornafjarðar í heim-
sókn. Þegar ég var yngri þá var
ég mikið hjá Dollý frænku enda
allt svo rólegt þar og var hún
yfirleitt með eitthvað gott að
borða, t.d. ítalskan kjötrétt sem
hvergi var hægt að fá nema hjá
henni. Dollý hafði líka mikla
ánægju af því að gleðja aðra, en
hún fór reglulega með mig í
verslanir til að kaupa handa
mér dót eða ný föt. Þegar ég
varð síðan eldri og eignaðist
börn þá naut Dollý þess að
gleðja strákana mína með sæl-
gæti og dóti. Yfirleitt var líka
danskt súkkulaði og kaffi í boði
fyrir okkur hjónin. Það sýndi
sig líka þegar hún var orðin
mjög veik þá reyndi hún að
halda áfram að vera í sambandi
við okkur fjölskylduna og jafn-
framt vildi hún alltaf gleðja og
vera til staðar fyrir aðra. Það
skiptir líka miklu máli að Dollý
hafði ekki þurft að þjást meira
og hafi því farið fyrr en við
hefðum viljað. Minning hennar
mun alltaf lifa áfram með okk-
ur. Söknuðurinn er mjög mikill
og mun allaf vera, því Dollý var
okkur mjög kær. Guð gæti þín
og leiði á vegum eilífðarlands-
ins.
Ég læt svo lítil minngarorð
fylgja okkur inn í lífið eftir
danska prestinn Olfert Ricard:
„Oft eru mennirnir svo önn-
um kafnir að frelsa heiminn, að
þeir gleyma að sýna hver öðr-
um hamingju.“
Eyþór Grétar, María Rut,
Elías Bjarmi, og Patrik
Nói.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Takk fyrir allt elsku besta
Dollý okkar, þín verður sárt
saknað.
Hvíldu í friði,
Elvar, Kolla, Janus Óli,
Hrafnhildur Tinna og
Theódór Grétar.
Kolbrún
Jósepsdóttir