Morgunblaðið - 08.07.2017, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017
Stýrimaður
Vinnslustöðin hf óskar eftir að ráða í stöðu
yfirstýrimanns á Kap II VE 7.
Skipið er á netaveiðum, grálúðunetum og
fer svo á aðrar netaveiðar. Viðkomandi
þarf að hafa full skipstjórnarréttindi á
fiskiskip yfir 45 m.
Umsækjendur hafi samband í síma 869 8681
eða í tölvupósti: sverrir@vsv.is
Raðauglýsingar 569 1100
Tilboð/útboð
Auglýsing
um breytingu á
aðalskipulagi
Húnavatnshrepps.
Breyting á aðalskipulagi
Húnavatnshrepps 2010-2022 vegna
fjölgunar efnistökustaða, nýs verslunar
- og þjónustusvæðis að Sveinsstöðum
og nýs athafnasvæðis á Húnavöllum.
Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar
Húnavatnshrepps, 26. apríl 2017, er hér með
auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi
Húnavatnshrepps 2010-2022, skv. 31. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010. Þessi breyting á
aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022 er
gerð vegna fjölgunar á efnistökustöðum, nýs
verslunar og þjónustusvæðis að
Sveinsstöðum og nýs athafnasvæðis á
Húnavöllum.
Breytingartillagan, aðalskipulagsuppdráttur
ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu,
liggur frammi til kynningar frá 10. júlí til 21.
ágúst nk. á skrifstofu Húnavatnshrepps á
Húnavöllum og hjá Skipulagsstofnun að
Borgartúni 7b í Reykjavík. Einnig er breyting-
artillagan aðgengileg á heimasíðu
Húnavatnshrepps:
http://www.hunavatnshreppur.is.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hags-
muna að gæta er gefinn kostur á að gera
athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir
skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en
22. ágúst nk. til Húnavatnshrepps,
Húnavöllum, 541 Blönduós. Þeir sem ekki
gera athugasemdir innan tilskilins frests,
teljast samþykkir tillögunni.
Skipulagsfulltrúinn í
Húnavatnshreppi,
Bjarni Þór Einarsson.
Félagslíf
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund sunnudag kl. 14.
Veitur ohf.
Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík
Sími 516 6000 • veitur.is
Útboð
Veitur ohf.
Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík
Sími 516 6000 • veitur.is
Veitur ohf. óska eftir tilboðum í útboðsverkefnið:
Verkið felst í að grafa fyrir hita-, raf og vatnsveitu. Leggja
kaldavatns- og hitaveitulagnir ásamt því að annast allan
yfirborðsfrágang.
Útboðsverkefninu er nánar lýst í útboðsgögnum „VEV-
2017-18 Mógilsá - Lækjamelur, Endurnýjun lagna“.
Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu á vefsíðu
Orkuveitunnar http://www.or.is/fjarmal/utbod
Tilboð verða opnuð hjá Veitum ohf. Bæjarhálsi 1, 110
Reykjavík, fimmtudaginn 10.08.2017 kl. 11:00.
VEV-2017-18 08,07.2017
MÓGILSÁ - LÆKJAMELUR,
ENDURNÝJUN LAGNA
*Nýtt í auglýsingu
20443 RS UT Microsoft hugbúnaðarleyfi.
Ríkiskaup, fyrir hönd áskrifenda að rammasam-
ningum ríkisins á samningstíma, óska eftir til-
boðum um útvegun/öflun á almennum upplýsinga
og samskipta hugbúnað frá Microsoft. Nánari
upplýsingar í útboðsgögnum sem eru aðgengileg
á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is. Opnun tilboða
18. júlí 2017 kl. 11:00 hjá Ríkiskaupum.
*20606 Snjóblásari fyrir Vegagerðina.
Ríkiskaup fyrir hönd Vegagerðarinnar, óska eftir
tilboði í nýjan snjóblásara með a.m.k. 400 Kw
(534 hestafla) vél og 4.500 ton/klst lágmarksafköst.
Nánari upplýsingar í útboðsgögnum sem eru
aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is.
Opnun tilboða 9. ágúst 2017 kl. 10:00 hjá
Ríkiskaupum.
*20452 Salt til rykbindingar og hálkuvarna
fyrir Kópavog og Garðabæ. Ríkiskaup fyrir
hönd Kópavogs- og Garðabæjar, óska eftir til-
boðum á salti til hálkuvarna og rykbindingar.
Nánari upplýsingar í útboðsgögnum sem eru
aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is.
Opnun tilboða 15. ágúst 2017 kl. 11:00 hjá
Ríkiskaupum.
*20599 Automated Washer - disinfectors,
Storage Cabinets for LSH University Hospi-
tal. Ríkiskaup fyrir hönd Landspítala óska eftir til-
boðum í þvottavélar og þurrkskápar fyrir speglun.
Nánari upplýsingar í útboðsgögnum sem eru
aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is.
Opnun tilboða 31. ágúst 2017 kl. 11:00 hjá
Ríkiskaupum.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu
Sýslumannsins í Vestmannaeyjum, Heiðarvegi 15, Vestmanna-
eyjum, fimmtudaginn 13. júlí nk. kl. 09:45:
BIRTA VE-39, Vestmannaeyjar, (FISKISKIP), fnr. 2024 , þingl. eig.
Ólafur Harðarson, gerðarbeiðandiTollstjóri, .
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
7. júlí 2017.
Nauðungarsala
Óska eftir að kynnast manni
á aldrinum 65 - 70 ára sem ferðafélaga og
vini. Þarf að vera einhleypur.
Upplýsingar í síma 821-6676. AGJ
Einkamál
Starf yfirmanns tæknideildar Stykkishólmsbæjar er laust til
umsóknar.
Stykkishólmsbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu yfirmanns
tæknideildar Stykkishólmsbæjar sem jafnframt er byggingar- og
skipulagsfulltrúi.
Undir tæknideild fellur rekstur áhaldahúss, rekstur fasteigna Stykkishólmsbæjar og
mannvirkja Stykkishólmshafnar. Um er að ræða mjög spennandi starf í áhugaverðu
samfélagi. Leitað er eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn
að þróa starfið á traustum grunni.. Byggingarfulltrúi ber m.a. ábyrgð á skráningu
mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu,
varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa. Ráðið verður í starfið frá og
með 1.september n.k. eða eftir nánara samkomulagi Um er að ræða 100% starf
og er umsóknarfrestur til og með 31. júlí nk.
Samkvæmt auglýsingunni er starfssvið byggingarfulltrúa
eftirfarandi:
• Framkvæmd skipulags- og byggingarmála.
• Áætlanagerð og eftirfylgni, mælingar, úttektir og útreikningar.
• Undirbúningur- og eftirfylgni funda skipulags- og byggingarefndar.
• Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar, sem sinna verkefnum
á sviði byggingarmála.
• Umsjón framkvæmda og eignaumsýslu í sveitarfélaginu.
• Önnur verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi menntun og löggildingu samkvæmt
ákvæðum 8. og 25.grein mannvirkjalaga nr.160/2010 og uppfylli kröfur
7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
• Reynsla af stjórnun verklegra framkvæmda mikilvæg..
• Þekking og reynsla af úttektum og mælingum.
• Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum og byggingarreglugerð.
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
• Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
• Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.
• Góð almenn tölvukunnátta.
Umsókn á að fylgja greinargóð starfsferilsskrá og kynningarbréf
þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar
og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga við Samband
íslenskra sveitarfélaga.
Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn á netfangið
sturla@stykkisholmur.is eigi síðar en 31. júlí nk. Umsókninni þarf
að fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf þar sem umsækjandi
gerir sérstaklega grein fyrir hæfni til starfans út frá ofangreindum
hæfnikröfum.
Umsækjendur eru beðnir um að tilgreina a.m.k. tvo umsagnaraðila
í umsókn sinni. Nánari upplýsingar veitir Sturla Böðvarsson
bæjarstjóri Stykkishólmi í síma 433-8100/863-8888 eða
tölvupósti: sturla@stykkisholmur.is.
Stykkishólmi, 7. júlí 2017
Sturla Böðvarsson
Yfirmaður tæknideildar
Stykkishólmsbær
Útboð nr. 20257
Gufustöðin Bjarnarflagi
BJA-85 Endurbætur á byggingu
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í endur-
bætur á gömlu gufustöðinni í Bjarnarflagi í
samræmi við útboðsgögn nr. 20257.
Verkið felst í breytingum innanhús á
stöðvarhúsi, uppsteypu á vélaundirstöðu og
rafbúnaðarrými, niðursetningu á for-
steyptum undirstöðum og strengjastiga, auk
allrar nauðsynlegrar jarðvinnu og annarrar
vinnu sem tiltekið er og lýst í útboðsgögnum
þessum.
Verklok eru 15. apríl 2018.
Útboðsgögn eru aðgengileg á útboðsvef
Landsvirkjunar, http://utbod.lv.is
Tilboðum skal skila til Landsvirkjunar,
Háaleitisbraut 68, fyrir klukkan 12:00
þriðjudaginn 1. ágúst 2017 þar sem þau
verða opnuð kl. 14:00 sama dag og lesin upp
að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess
óska.