Morgunblaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017 Hveragerðisbær – Skipulagsauglýsingar Tillaga að Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029. Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, samþykkti þann 6. júlí 2017 að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2005-2017. Í tillögunni er megináhersla lögð á þéttingu byggðar svo nýta megi sem best núverandi innviði bæjarins s.s. samgöngumannvirki, veitukerfi og stofnanir. Helstu leiðarljós eru sjálfbærni, fjölskylduvænt umhverfi, blómabær og efling atvinnutækifæra. Tillagan, sem samanstendur af skipulagsuppdrætti, skipulagsgreinargerð og umhverfisskýrslu, liggur frammi á bæjarskrif- stofunum að Sunnumörk 2 og er til sýnis frá og með mánudeginum 10. júlí nk. til fimmtudagsins 31. ágúst 2017 og hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7b í Reykjavík. Tillaga að nýju deiliskipulagi Edenreits í miðbæ Hveragerðis. Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar samþykkti þann 6. júlí sl. að auglýsa tillögu að nýju deili- skipulagi Edenreits, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast til vesturs af Reykjamörk, til norðurs af Þelamörk, til austurs af Grænumörk og til suðurs af Austurmörk. Deiliskipulagstillagan felur í sér nýja íbúðarbyggð á lóðunum Austurmörk 25 (Edenlóðin) og Reykjamörk 2a. Á öðrum lóðum á svæðinu eru gerðir rúmir byggingarreitir og ákvæði m.a. um fjölda hæða og nýtingarhlutfall lóða. Á svæðinu verður áfram listaskáli að Austurmörk 21, leikhús að Austurmörk 23 og garðyrkjustöð að Þelamörk 52-54. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við tillögu að Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 og er auglýst samhliða henni. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk í Hveragerði. Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar samþykkti þann 6. júlí sl. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarsvæðið afmarkast til vesturs af Breiðumörk, til norðurs af Austurmörk, til austurs af Grænumörk, sem síðar breytist í Austurmörk og til suðurs af Mánamörk sem liggur samsíða Suðurlandsvegi. Á svæðinu er í gildi deiliskipulag frá árinu 1997 með síðari breytingum. Í tillögunni felast breytingar s.s. á byggingarreitum, nýtingarhlutfalli og byggingarskilmálum. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við tillögu að Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 og er auglýst samhliða henni. Ofangreindar tillögur liggja frammi á bæjarskrifstofunum að Sunnumörk 2 og eru til sýnis frá og með mánudeginum 10. júlí nk. til fimmtudagsins 31. ágúst 2017. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Hveragerðisbæjar, www.hveragerdi.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til föstudagsins 1. september 2017. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal þeim skilað á bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar að Sunnumörk 2 eða á netfangið gfb@hveragerdi.is. Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar. Atvinnuhúsnæði Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð Til leigu er 197 ferm skrifstofuhús- næði við Bíldshöfða. Skiptist í mót- töku, fimm stór skrifstofuherbergi, eldhús og geymslu. Ágæt vinnu- aðstaða fyrir allt að 12 starfsmenn Sameiginlegar snyrtingar eru á hæðinni. Vsk. innheimtist ekki af leigunni og hentar húsnæðið því vel aðilum sem eru í vsk. lausri starf- semi. Beiðni um frekari upplýsingar sendist í tölvupósti til dogdleiga@gmail.com. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ódýrir heitir pottar-leiðbeiningar um frágang fylgja. Borgarplast.is, sími 5612211, Mosfellsbæ. Til sölu Smáauglýsingar 569 Þjónusta Tek að mér lagfæringar á harðviðarútihurðum. Slípum og pússum. Lagfæri fúa í gluggum, Húsaþjónustan. Uppl. í síma 899 0840. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt PL Crystal Line heitustu úrin í París Með SWAROVSKI kristalsskífu, vönduð verk, 2ja ára alþjóðleg ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 15.500,- til 20.600,-. ERNA Skipholti 3, s.552 0775, www.erna.is Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Tjaldvagnar TIL SÖLU COMANCHE Tjaldvagnar Montana með 13“ dekkjum. Með ferðaboxi Kr. 1088.000,- Án ferðabox Kr. 990.000,- Sími 530 5900 Hjólhýsi Til sölu pokamarkísa 3.2m.l Nánari upplýsingar í síma: 897-7992. Húsviðhald Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkams- rækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig auka- pening? Allir blaðberar Morgunblaðsins fara í blaðberaklúbbinn sem veitir ýmis fríðindi. Eins og til dæmis: • Fjallakofinn 15% afsláttur af SCARPA gönguskóm og 10% afslátt af öðru. • Lemon 20% afslátt á öllum Lemon stöðum. • SmáraTívolí 20% afsláttur af tímakortum. • Bakarameistarinn 10% afsláttur af eigin framleiðslu. • Sambíóin Mánudagsbíó, afslættir af miðum á mánudögum. • Edda útgáfa 25% afsláttur á bókum. • Dalía blómaverslun 10% afsláttur. • Lín design 15% afsláttur. • Istore 4% afsláttur af tölvum og Ipad. 10% afsláttur af fylgihlutum. • Stilling 12% afsláttur. • Örninn reiðhjólaverslun 10% afsláttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.